Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 6
Systurnar - útskurður eftir
Kurt Zier. Hér sést í heild — og
til vinstri að hluta — eitt af
þremur spjöldum, sem
upphaf lega voru á hurðum. Á
einni þeirra er myndefnið úr
Njálu, á annarri úr Gunnlaugs
sögu ormstungu og á þeirri
þriðjuerfantasía.
Graníthöggmynd
eftir John Rud.
125x57 sm.
þær fleiri og þróaðist síðan þannig, að við
fórum að safna myndum eftir hann.“
Ingibjörg: „Við áttum þá nokkrar mynd-
ir fyrir, til dæmis málverk eftir Jón Þor-
leifsson og á sýningu sem Kjarval hélt í
stríðsbyrjun í Iþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar, keypti Sverrir þrjár myndir. Þar á
meðal var Þingvallamynd, sem heitir
„Snjólaus vetur“ og hefur oftar en einu
sinni sést á sýningum."
Sverrir: Það var samt ekki fyrr en við
kynntumst Þorvaldi, að úr þessu varð söfn-
un. En hún hlóð utan á sig: Samtals eignuð-
umst við 220 verk eftir Þorvald."
Ingibjörg: „Með tímanum höfum við
fengiö vaxandi áhuga á skúlptúr. Við
kynntumst Sigurjóni síðasta áratuginn,
sem hann lifði, og úr því varð góður kunn-
ingsskapur."
Sverrir: „Hér í húsinu eru þrjár myndir
Sigurjóns, sem við eignuðumst: „Svanir",
sem er þrjátíu ára og unnin í tré, „Fjöru-
fuglar“, unnin í tré og málm, og sú þriðja
heitir „Boginn“ og er unnin í brons. Eftir
Ásmund eigum við aftur á móti 10 myndir.
Báðir voru þessir myndhöggvarar frábærir
listamenn, en mikið voru þeir ólíkir."
Ingibjörg: „Þar að auki eigum við eina
mynd eftir Gerði, eina eftir Guðmund
Benediktsson, eina eftir Helga Gíslason,
fjórar eftir Hallstein Sigurðssont sem er
eins og margir vita bróðursonur Ásmund-
ar, og lágmynd af Þorvaldi Skúlasyni eftir
Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Við vorum
búin að minnast á mynd eftir Ragnhildi
Stefánsdóttur, sem nú er í Heilsugæslu-
stöðinni hér á Nesinu og þá er eftir að
geta um tvær höggmyndir sem við eigum
eftir danska myndhöggvarann John Rud
og voru á sýningu hans við Norræna húsið.
Eitt af þeim verkum stendur þar áfram."
Sverrir: „Það er auðvitað eðlilegt að ein-
hver álykti sem svo, að eitthvað hafi þetta
alltsaman kostað. Rétt er það að vísu, að
eitthvað kostar það. En það mætti kannski
geta þess um leið, að við höfum aðeins einu
sinni á ævinni farið í sólarlandaferð og í
annað skipti fórum við gagngert til Hol-
lands til þess að skoða söfn. Það eru nú
allar lystireisurnar. Þessi eina'sólarferð
var farin til Kanaríeyja og mikið leiddist
mér aðgerðarleysið. Það er víst ekki á
dagskrá að fara aftur. Sumir eyða öllum
lausum aurum í sólarlandaferðir og hnatt-
reisur. Við höfum aftur á móti varið fjár-
munum til listaverkakaupa. Það verður
víst hver að fljúga eins og hann er fiðrað-
ur.“
Ingibjörg: „Líklega má segja, að mynd-
listin sé okkur ástríða. Bæði yndi og
ástríða. En ekki sú eina. Annað viðfangs-
Hreyfing — eftir Gerði Helgadóttur. 60x65 sm.
efni og ástríða kannski einnig er skógrækt-
in við sumarbústaðinn hjá Hafravatni. Þar
höfum við plantað út trjám í nokkra hekt-
ara síðastliðin 25 ár, tekið fræið sjálf, alið
upp plönturnar og plantað þeim út þegar
þær hafa vöxt til þess. Þetta er óendanlegt
verkefni, en um leið hefur staðurinn verið
okkar annað heimili. Að vinnudegi loknum
fór Sverrir oft beina leið upp að Hafravatni
og þar tók við annar vinnudagur framá
harðakvöld. En árangurinn er líka fallegur
og hann sýnir, hvernig þetta land okkar
gæti litið út.“
Sverrir: „Það er rétt, að þetta er óendan-
legt og skemmtilegt verkefni. Nú er ég
stöðugt að grisja, því það er orðið nauðsyn-
legt, og það er mikið verk að bera tilbúinn
áburð á allt svæðið eins og við gerum nú.
En það yrði efni í annað samtal, ef við
hættum okkur frekar út í þessa sálma. Við
vorum að tala um ástríðuna og hvað þessi
sérstaka ástríða að safna listaverkum er
skemmtileg. Sumir safna bókum eða frí-
merkjum; það getur orðið ástríða líka og
menn eyða öllu sínu í það.“
Ingibjörg: „Við höfum reynt að fylgjast
með á myndlistarsviðinu og það verður að
segjast eins og er, að maður verður alveg
veikur, þegar eitthvað sem þykir verulega
gott ber fyrir augu. Svo er nauðsynlegt að
gefa gaum að þeim ungu, því þar er fram-
tíðin.“
Sverrir: „Ég reyni að fylgjast með þeim
ungu sem ég hefi áhuga á eftir rnætti."
Ingibjörg: „Við höfum þann háttinn á,
þegar við förum á sýningar, að við skiljum
í dyrunum og höldum sína leiðina hvort,
þegar inn er komið á sýninguna. Við skoð-
um myndir sjaldan saman. En á eftir
berum við saman bækur okkar og ótrúlega
oft erum við sammála, — enda búin að
vera saman í 53 ár.“
GÍSU SlGURÐSSON
6