Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 24
-4 EFTIRINDRIÐA G. ÞORSTEINSSON Byggöir ívomum Löngu áður en heimildir geta mannabyggðar í landinu runnu hraun yfir sléttlendið milli Ölfusár og Þjórsár allt til sjávar og hlóðu þannig upp þá „holu skurn“, sem nú stendur undir fallegasta búskaparlandi sunnan heiða, Sagt var að menn væru í vomum, þegar þeir biðu sjóklæddir eftir gæftum. Slík bið var algeng á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrr meir. Nú er hliðstætt ástand í þessum byggðum, sem kaupmenn, formenn, draugar og listamenn hafa verið kenndir við. Enn þvær brimið hin skreipu sker úti fyrir og líklegast að menn verði í vomum á hinni hafnlausu strönd þar til brúin kemur í Óseyrarnesi. Ljósmyndir: Páll Stefánsson. og má raunar furðu gegna að þar skuli ekki allt land vera orðið að einu samfelldu túni með bláleitri puntstangamóðu svo langt sem augað eygir. Fyrir landi sér í gamla hraunið, undirstöðuna miklu, en á landbrún standa Eyrarbakki og Stokks- eyri, nær hafnlausir staðir, enda er hvergi að finna fögur lægi til hafnargerðar. Hins vegar eru þessir staðir ekki ófrægir sem skipalægi einkum meðan skip voru grunn- sigldari og notast mátti við ósa og vik, svo sem Ölfusárósa, til athafna og affermingar á skipum. Suðurundan liggur víðáttumikið Atlantshafið beint til Suðurskautsins um seytján þúsund kílómetra veg rúman. Hið óbrotna og heila haf fellur stríðiega á hraunkantinum nokkru áður en landi er náð svo brimskaflarnir mynda hvíta og nær óslitna línu fyrir löndum Stokkseyrar og Eyrarbakka, og sverfa án afláts hraunnibbur og stróka, sem rísa af hafs- botni og ristu sundur byrðinga báta ef nokkuð bar af leið við innsiglingar. í brimi skerjagarðsins urðu stöðugar mannfórnir til dagsins í gær. Engu að síður kom sigling að þessari strönd allt fram undir síðustu aldamót. Og á gullöld íslendinga, tíma þjóðveldis, geta heimildir um Eyrar, helsta viðskipta- og brottfararstað Sunnlendinga, jafn þýðingarmikinn og Hvítá í Borgarfirði og Gásir við Eyjafjörð. Frá Eyrum sigldu íslenskir höfðingjar á konungsfund í Nor- egi, eða að þaðan var lagt upp í yfirbótar- göngur til Rómar. Nútímamaðurinn heyrir þyt frá seglum hvenær sem minnst er á Eyrar í fornum sögum, en svo nefndist svæðið allt milli Þjórsár og Ölfusár. Þaðan hélt Gissur Þorvaldsson á fund við Hákon konung, þegar Snorra Sturlusyni voru ráð- in banaráð. Og frá Eyrum hélt Bjarni Herjólfsson í fræknustu siglingu fslend- inga á fyrri öldum og linnti ekki fyrr en hann tók land í Vesturheimi. Og við þessa strönd kynntist Páll ísólfsson fyrst þeim rammaslag, sem síðar minnti hann á Beet- hoven. Enn þvær brimið þangvaxin og lúð sker við ströndina og enn er bátum flotað á kyrrum sjó innan við þau. En allt er það með öðrum róm en fyrrum, og annað og nútímalegra líf hefur fest rætur á sandöld- unni upp af fjörunni þar sem áður fluttu knerrir fyrir landi. Á Eyrum hafa risið tvö þorp, runnin upp úr hinum gamla Stokks- eyrarhreppi. Hafnarvandamálin eru þau sömu og áður, þegar þau settu ugg í brjóst skipstj órnarmanna einokunarverslunar- innar dönsku. Og enn syngur brimið harm- ljóð sín yfir þeim, sem íéllu í lífsbaráttunni miðri í sundum og á skerjum útróðrarstað- anna, sem urðu einna mannflestir á nítj- ándu öldinni, en muna nú fífil sinn fegurri vegna breyttra hátta og annarra krafna um sjósókn og samgöngur. Stokkseyrar- hreppnum gamla var skipt 18. maí 1887 og skilur Hraunsáin á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Eyrarbakki stendur nú á landi tveggja jarða, Háeyrar og Skúms- staða. Vestur við Ölfusárósinn er gamla ferjunesið, sem einhverntíma á langri sögu fékk nafnið Óseyrarnes. Þarna var fyrrum annasamur ferjustaður og á því svæði sem ferjan var vilja byggðirnar fá brú yfir Ölfusá. Við þá brú myndu Eyrar taka upp forna reisn sína að hluta og eflaust að nýju að þeim þrótti, sem einkenndi Stokkseyri og Eyrarbakka áður en verslunin fluttist burtu vegna brúar á Ölfusá við Selfoss og nýir hættir í útvegi gerðu báða staðina svo gott sem hafnlausa. Með Ölfusárbrú við Ferjunes hið forna mundi sjómönnum notast af Þorlákshöfn, draumi Egils Thor- arensen í Sigtúnum, en hún er í dag eina Tiknræn mynd frá Eyrarbakka: Báturinn kúrir i hrolfí viö sjógarðinn og byggðin kúrir að baki. nýtilega höfnin á Suðurlandi allt til Horna- fjarðar. Litlum sögum fer af Eyrum á miðöldum. Þó var útræði stundað frá Einarshöfn og Stokkseyri, en Einarshöfn var hið fyrra heiti á Eyrarbakka, og Einarshafnarsund kennt við hana. Um það sund sigldi Bjarni Herjólfsson í upphafi Vesturheimsfarar. Skálholtsstaður átti skip í förum og bjó það til veturvistar á Stokkseyri. Og um Einarshöfn kom kirkjuviður til Skálholts- stóls allt fram til daga Brynjólfs biskups. f jarðabókinni frá 1708 segir að þrjú til fjögur skip rói frá Stokkeyri, en seint á nítjándu öld gengu þaðan fimmtíu fjögurra 24 •+

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.