Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 40

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 40
en hann verst vel og drengilega og falla þar nokkrir af andstæðingum hans. Að- sóknin gerist nú harðari og fá óvinir hans komið á hann sárum nokkrum með spjóta- lögum. „Leggja þeir þá til hans með spjót- um, svá at út falla iðrin, en hann sveipar at sér iðrunum ok skyrtunni ok bindr at fyrir neðan með reipinu."19 Skyldi maður nú ætla að Gísli væri búinn að sannreyna hreysti sína, en það er ekki allt búið enn. Þessu næst kvað hann vísu: „Fals hallar skal Fulla fagrleit, sús mik teitir, rekkiiát at rökkum, regns, sínum vin fregna. Vel hygg ek, þótt eggjar ítrslegnar mik bíti. Þágaf sínum sveini sverðs minn faðir herðu. “ (ísl. sögur V, 96 bls.) .. .„Gísli lét líf sitt með svá mörgum ok stórum sárum, at furða þótti í vera. Svá hafa þeir sagt, at hann hopaði aldri, ok eigi sá þeir, at högg hans væri minna it síðasta en it fyrsta." 20 Kjartan Ólafsson í Laxdælu er einnig mikil hetja. Bolli Þorleiksson vann mikið óhappaverk á honum, mest fyrir áeggjan konu sinnar, Guðrúnar Ósvífursdóttur. Hann lét til leiðast að sitja fyrir Kjartani, þar eð Guðrún hafði haft orð um að skilja við hann að öðrum kosti. Er Kjartan sá fyrirsátina spratt hann af baki og snérist til varnar. Liðsmunur var ærinn. í liði Kjartans voru, auk hans, einungis Þórar- inn nokkur Þórisson sælings og Án svarti. í liði Bolla voru þeir níu saman . Eftir frækilega vörn stendur Kjartán að lokum uppi einn á móti fjórum. Þess ber hér að geta að fram að þessu hefur Bolli setið hjá í bardaganum. Nú ber Kjartan fram hjálparbeiðni sína við Bolla. „Bolli frændi, hví fórtu heiman, ef þú vildir kyrr standa hjá? Ok er þér nú þat vænst, að veita öðrumhvárum ok reyna nú, hversu Fótbítr dug.“ (ísl. fornr. V., 153. bls.) En Ósvífurssynir eggja Bolla einnig. I sálarlífi Bolla er mikil barátta. Annars vegar þjakar hann hugsunin um Kjartan, besta vin sinn og fóstbróður, hins vegar loforð hans við konu sína. Hann bregður sverði og snýr að Kjartani. Kjartan mælir þá til Bolla: „Víst ætlar þú nú, frændi, níðingsverk at gera, en miklu þykki mér betra at þiggja banaorð af þér, frændi, en veita þér þat.“ Síðan kastaði Kjartan vápn- um ok vildi þá eigi verja sik, en þó var hann lítt sárr, en áfkafliga vígmóðr. Engi veitti Bolli svör máli Kjartans, en þó veitti hann honum banasár." (ísl. forns. V, 154 bls.) Við skynjum það sem ódrengilegt athæfi, er Bolli vegur að besta vini sínum vopn- lausum. Kjartan lifir hins vegar fyrir hugskotssjónum okkar sem hetja er ekki kann að hræðast örlög sín, heldur gengur þeim að lokum fúslega á vald. Ég hefi í þessum kafla reynt að tengja saman ýmsa þætti hetjunnar og hetjuhug- sjónar, nefnt nokkra þætti sem hetjuna prýddu og einnig getið um í hverju and- hverfa hetjuhugsjónarinnar væri fólgin. Verður þetta efni seint fullkannað, enda er ekki ætlun mín sú að kafa dýpra ofan í það hér. Meðalsnotur Skyli Manna Hver Örlagatrúin, sú trú að örlög manna séu ráðin fyrir fram og ekkert mannlegt vald fái þeim breytt eða hnekkt, hefur löngum átt mikil ítök í okkur sem köllum okkur íslendinga. Fyrr á öldum var þessi forlaga- hyggja eigi síður ríkjandi í hugum fólks og er tíðni hennar í íslendinga sögunum til marks um það. Þessi trú hefur mótað bókmenntir ýmissa þjóða og í sumum harmleikjum Forn-Grikkja er hún það afl sem veldur því að hlutirnir gerast. „Það er ekki aðeins, að þessi vitneskja vekur ugg og kvíða fyrir hörmulegum atburðum, áður en þeir gerast. Þessi vitneskja getur einnig orðið það afl, sem veldur því, að þeir ger- ast.“ 21 „Fyrirfram að þekkja forlögsín kann blekkja mann á margan veg. Vænti hann góðs án gátu, geði það bráðlátu sýnist seinka mjög. En trúa spá um þraut og þrá, þaðfyrir tíma er talið að stíma og tapar skapi kátu.U2Z í þessu kvæði eru merkilegar hugleiðing- ar um mannlega gæfu eða ógæfu. Er höf- undur liggur í kröm, hugleiðir hann gæf- una. Hann spyr sig þeirrar spurningar hvort það væri giftusamlegt fyrir menn að vita örlög sín fyrir fram. „Nei,“ segir hann svo; „ef við væntum einhvers góðs, skapar það óþolinmæði og við þjáumst af bráðlæti. Hins vegar ef illt er í vændum, er sú hætta ávallt fyrir hendi að við leggj- um árar í bát og tökum út þjáningar of snemma." „Meðalsnotur skyli manna hver, æva til snotur sé. Örlögsín viti engi fyrir, þeim er sorgalausastr sefi. “ 23 (56) Höfundur Hávamála telur að allir menn eigi að vera miðlungi vitrir, en aldrei of vitrir. Enginn maður má vera svo vitur að hann viti örlög sín fyrir. Þá er komið í óefni, ef menn sjá örlög sín fyrir fram. Höfundur lofsyngur vitsmuni mikið, en hér setur hann mörkin Hetjur og hugleysingjar, ríkir menn og fátækir, lánsamir og lánlausir, allir stóðu þeir jafn hjálparvana frammi fyrir örlög- unum. Á tímum víkinganna var trúin á hið ósveigjanlega vald örlaganna jafnvel sterkari en trú á nokkurn guð. Enginn gat flúið örlög sín, hversu ill og ósanngjörn sem þau virtust. Það sem skipti meginmáli var hvernig maður brást við þeim. I heiðni virðast nornirnar þrjár, Urður, Verðandi og Skuld, hafa gegnt því hlutverki að persónugera vald örlaganna. Menn áttu að sætta sig við það hlutskipti sem örlaga- nornirnar úthlutuðu þeim, en ekki að reyna hugsanleg bjargráð. Trúin á hið ótvíræða máttarvald örlaganna var sterk og með því að reyna að breyta hinni fyrir fram ákveðnu braut þeirra, gat maður einungis flýtt fyrir því er koma skyldi. Má því segja að öll viðleitni mannsins til að sporna við forlögunum hafi einungis verið vatn á myllu „hins óumflýjanlega". í Gísla sögu Súrssonar er forlagahyggj- an mjög rík. Gísli var enginn gæfumaður, örlögin urðu honum ofurefli. Hann átti sér tvær draumkonur, aðra góða, hina vonda. Þessar draumkonur vitjuðu hans til skiptis og sýndu honum óorðna þætti í lífi hans. Þessar draumkonur eru persónugervingar kristni og heiðni, en við skulum láta það liggja á milli hluta. Það. sem skiptir máli er það að með þessu listbragði höfundar fær lesandinn óljós hugboð um afdrif Gísla og framvindu sögunnar. Um leiö og les- andinn skynjar að draumurinn er að ræt- ast, verður hugboðið smám saman að veru- leika. Höfundur reynir ekki að koma okkur á óvart, heldur er lesandinn ávallt viðbúinn hinu versta. Okkur er gert að skyggnast inn í rás atburðanna, en hún er fyrir fram ákvörðuð og verður ekki haggað. „En það er einkenni íslendinga sagna, að samhliða örlagaskýringunni má oftast finna aðra skýringu á rás viðburðanna. Hún er sprottin af skaphöfn sjálfra persónanna. Og þessi tvö öfl eru svo sam- stillt, að straumar þeirra falla í sama farveg." 24 Þessi þáttur er mjög áberandi í Njálu. Njáll er kynntur til sögunnar sem forspár maður. Hann hefur nasasjón af þeim ógur- legu atburðum sem þruma í framtíðinni. Hann reynir í lengstu lög að afstýra þeim ósköpum, en ráð hans verka gagnstætt ætlun hans og eru því fremur hvati þess er koma skal. Njáll er látinn gefa Gunnari á Hlíðar- enda ráð:... „veg þú aldrei meir í hinn sama knérunn en um sinn og rjúf aldrei sætt þá, er góðir menn gera meðal þín og annarra, og þó sízt á því máli.“ (fsl. forns. VIII, 105. bls.) Njáll bætir því svo við að ef hann bregði út af þessu, muni hann skammt eiga eftir ólifað. Þorgeir Starkaðarson fer að finna Mörð Valgarðsson og hafði sá síðarnefndi haft fregnir af þessum ráðum Njáls. Leggja þeir þessu næst drög að því að koma Þor- geiri Otkelssyni undir atgeir Gunnars og láta Gunnar þannig vega tvisvar í sama ættlegg, svo að spá Njáls mætti rætast. Þeir koma því svo fyrir að Gunnar er tilneyddur' að vega Þorgeir, en áður hafði Gunnar vegið Otkel, föður Þorgeirs. Og er Gunnar skyldi fara utan, eins og tilskilið var í þeirra sætt, voru bönd hans við fóstur- jörðina of sterk. Því Gunnar vildi heldur bíða hel en horfinn vera fósturjarðar ströndum. Grimmlegir fjendur, f'lárri studdir vél, fjötruðu góðan dreng í heljar böndum. Hugljúfa samt égsögu Gunnars tel, þar sem ég undrast enn á köldum söndum lágan að sigra ógnabylgju óima aigrænu skrauti prýddan Gunnars- hólma. Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá velturyfir sanda. (Ljóðmæli, 44. bls.) henni mátti ekki greina nein veikleikamerki og reisn sinni átti hún að halda í meðlæti sem mótlæti. Henni bar að ganga mót hverri raun með hugprúðu hjarta. Viljastyrkur hennar átti að vera ofar líkamsþreki. Hetjan gat verið flm að beita vopnum, en það var enginn mælikvarði sannrar hetju. Enginn gat orðið hetja sökum vígfíminnar einnar. Mjög algengt er í íslendinga sögunum að draumar séu látnir gefa til kynna óorðna atburði. Hefur áður verið minnst á draumfarir Gísla Súrssonar, en ósjald- an má finna þess dæmi í öðrum íslend- inga sögum. í æsku dreymdi Guðrúnu Ósvífursdóttur fyrir fjórum tilvonandi eiginmönnum sínum. Iðulega kom það fyrir að menn dreymdi fyrir fyrirsátum og létu menn þá illa í svefni. Sem dæmi um þetta mætti nefna Gunnar á Hlíðar- enda og Án svarta í Njáls sögu. Á fyrstu síðum Hrafnkels sögu vitrast maður Hallfreði í draumi og ræður honum að færa á brott bú sitt, vestur yfir Lagar- fljót. Hann gerir svo, en er hann er á brott, hleypur skriða á hús hans. Verða ekki nefnd fleiri dæmi þessa hér, þó af nógu sé að taka. Allar þessar forspár, hvort sem þær eru í formi drauma eða annarra fyrirboða, virðast beina eftirtekt lesandans að ókomnum atburðum og eru þær allar nátengdar þeirri trú að örlög manna séu ráðin fyrir fram. Oft kemur það fyrir í íslendinga sög- unum að viðvaranir manna séu að engu hafðar, stundum meðvitandi, en þó oftar sökum þess að ríkjandi aðstæður leyfa það ekki. Mönnum er att út í atburðarás- ina og eins og iðulega var ástatt hjá hetjum fornaldar, höfðu þeir aðeins um tvo kosti að velja og hvorugan góðan. Bolla Þorleiksson mætti nefna sem dæmi þessa. Eins og að framan greinir, voru hann og Kjartan Ólafsson fóst- bræður. Höfðu þeir alist upp saman og verið virktar vinir. Ólafur Pá, faðir Kjartans unni Bolla engu minna en Kjartani. Örlögin höguðu því þannig til að Bolli og Kjartan urðu keppinautar í ástum. Guðrún, kona Bolla eggjaði hann til að vopnast og sitja fyrir Kjartani. Bolli var þess ófús og gat þess hve ástúðlega Ólafur hafði hann upp fætt. Þá sagði Guðrún: „Satt segir þú þat, en eigi muntu bera giptu til at gera svá, at öllum þykki vel, ok mun lokit okkrum samförum, ef þú skersk undan förinni." (Isl. fornr. V, 150. bls.) í Hrafnkels sögu Freysgoða er Hrafn- kell látinn vara smalamann sinn ræki- lega við að ríða Freyfaxa, hesti einum sem hann hafði mikla elsku á. „Á þessum hesti hafði hann svo mikla elsku, að hann strengdi þess heit, að hann skyldi þeim manni að bana verða, sem honum riði án hans vilja." (ísl. forns. VII, 69. bls.) Einari smalamanni verður það á að taka hestinn í leyfisleysi og er Hrafnkell verður þess var, fer hann upp í sel og fær játningu smalamanns. Hrafnkell er minnugur heitstrengingar sinnar og fullnægir henni. Það fer nú að líða að lokum þessarar ritgerðar, en áður en ég segi skilið við þennan örlagaþátt, langar mig að beina örfáum orðum að örlagahyggju í Völs- ungakviðu hinni fornu. Þegar við mætum til leiks hefur faðir Sigrúnar valkyrju fastnað hana Höðbroddi Granmarssyni. En er Sigrún spyr það, fer hún á fund Helga Hundingsbana, mannsins sem hún elskar, tekur um háls honum, kyssir hann og biður hann ásjár. Hún vill með engu móti ganga að eiga Höðbrodd. Helgi safnar saman liði og fellir alla Gran- marssyni. Sá böggull fylgir þó skammrifi að Högni, faðir Sigrúnar, og Bragi, bróð- ir hennar, falla einnig í þessari orustu, en Dagur, bróðir hennar, fær grið og vinnur Helga eiða. Síðar átti Dagur eftir að rjúfa þau grið og vega Helga, en við skulum láta það liggja á milli hluta. Eftir orustuna segir Helgi Sigrúnu vígin. Hún verður hrygg mjög, en lætur þó huggast í faðmi hans. .. .„Vannt-at-tu vígi, var þér það skapað, að þú að rógi ríkmenni vart. “ (Eddukvæði, 291. bls.) Hér kveður Helgi að Sigrún hefði ekki getað hindrað vígin. „Þér var það áskapað að þú varst að deiluefni konunga," segir hann. Hér kveður rammt að örlagatrú. Ekkert gat komið í veg fyrir að örlaganorn- irnar kæmu fram vilja sínum. Mannlegt vald mátti sín lítils andspænis duttlungum örlaganna. Væri hægt að halda hér áfram nær endalaust, en þar eð mig fýsir mjög að sjá fyrir endann á þessari grein, læt ég þessum hugleiðingum mínum um örlög og örlagatrú hér með lokið. Eftirmáli: Hér að framan hefur verið reynt að draga fram ýmsa þætti hetjuhugsjónar og örlagatrúar í fornbókmenntum vorum. Hefur mest verið stuðst við íslendinga sögur, en þó hef ég einnig lítillega drepið á þessa þætti í fornkvæðunum. Þess ber að geta að stafsetningu heimildarritanna í orðréttum tilvitnunum hefur verið haldið óbreyttri. Margt mætti hér eflaust betur fara en þar eð tilgangurinn með ritgerð þessari var aldrei sá að gera þessum þáttum nein tæmandi skil, vonast ég til þess að mér hafi hér tekist að varpa skýrara ljósi á þessa þætti, án þess að rýra á nokkurn hátt gildi þeirra. Höfundur leggur stund á ensku og frönsku viö Háskóla Islands. Heimildaskrá Björn Bjarnason: Iþróttir fornmanna á Noröurlönd- um. Reykjavlk (Bókfellsútgáfan) 1950. Eddukvæöi: Ólafur Briem annaðist útgáfuna. Skál- holt 1968. Fornaldarsögur Noröurlanda: I bindi. Guöni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavik (Islendingasagnaút- gáfan) MCMLIV. Guömundur Finnbogason: (slendingar. Reykjavlk (Almenna bókafélagiö) 1971. Halldór Kiljan Laxness: Gerpla. Reykjavlk (Helga- fell) 1952. Islendinga sögur: V bindi. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavlk (Islendingasagnaútgáfan) 1946. Islenzk fornrit: II bindi. Siguröur Nordal gaf út. Reykjavlk (Hiö Islenzka fornritafélag) MCMXXXIII. Islenzk fornrit: V bindi. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Reykjavlk (Hið Islenzka fornritafélag) MCMXXXIV. íslenzk fornrit: XXVII bindi. Bjarni Aðalbjarnarson gaf út. Reykjavlk (Hiö Islenzka fornritafélag) MCMXLV. íslenzkar fornsögur: VII bindi. Grlmur M. Helgason og Vésteinn Ólason bjuggu til prentunar. Hafnarfirði (Skuggsjá) 1972. Islenzkar fornsögur: VIII bindi. Grlmur M. Helgason og Vésteinn Olason bjuggu til prentunar. Hafnarfiröi (Skuggsjá) 1973. Jónas Hallgrímsson: Ljóömæli. Tómas Guðmunds- son gaf út. Reykjavlk (Helgafell) 1956. Ólafur Briem: íslendinga sögur og nútlminn. Reykja- vík (Almenna bókafélagið) september 1972. Sigurður Nordal: Islenzk menning. I bindi. Reykjavlk (Mál og menning) 197 Sigurður Nordal: Sýnisbók Islenzkra bókmennta til miörar átjándu aldar. Sigurður Nordal, Guörún P. Helgadóttir og Jón Jóhannesson settu saman. Reykjavík 1953. Myndaskrá Titilblaö: LaFay, Howard. The Vikings. 148. bls. Mynd bls. 3: Spegillinn. II árgangur. 1927. 79 bls. 1) ísl. sögur og nút. 26. bls. 2) Iþróttir fornmanna, 5.-6. bls. 3) ísl. sögur og nút 32.-33. bls. 4) ísl. fornrit II 143.-144. bls. 5) fsl. fornrit II, 6) ísl. menning 164. bls. 7) Eddukvæði 109.-110. bls. 8) íslendingar 44. bls. 9) Íþróttir fornm. 13. bls. 10) íþróttir fornm. 17. bls. 11) fslendinga sögur V. 340 bls. 12) fsl. sögur V 340.-341. bls. 13) Gerpla 25.- 26. bls. 14) fsl. sögur V 218. bls. 15) ísl. sögur V 271 bls. 16) Fornaldars. Norðurlanda 128. bls. 17) fsl. sögur V 333. bls. 18) fsl. fornr. XXVII 393. bls. 19) fsl. sögur V 96. bls. 20) fsl. sögur V 97. bls. 21) ísl. sögur og nút 50 bls. 22) Sýnisbók fsl. bókm. 373. bls. 23) Eddukvsði 105. bls. 24) fsl. sögur og núL 51. bls.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.