Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 26
* * Stólað á físk þrátt fyrir allt. Bátar rið bryggju á Eyrarbakka og rinna í frystihúsinu á Stokkseyri. frá sjónum, dökkur álitum og í rifnum klæðum og með afbrigðum fátæklega bú- inn. Pilturinn ákvað að ganga í veg fyrir þennan drussa og bregða honum. En þegar hann kom að strák lá hann sjálfur eins og sveskja á jörðinni, kylliflatur með út- glennta limi. Hann reis snarlega upp og ætlaði að jafna um kauða. En þá var hann horfinn. Hér reyndi tilraun til glímu sá maður sem telja verður frægasta son Stokkseyrar, Páll ísólfsson. Og þegar hann sagði Gísla Sigurðssyni, ritstjóra, frá þessu síðar á ævinni ríkti enginn efi um að drussinn hefði verið Skerflóðs-Móri. Fjölmargir aðrir komu við sögu þótt ekki svifu þeir feti ofar jörðu á dagferð sinni eða féllu fyrir loftkenndum töfra- strákum er þeir vildu glíma. Má nefna Þorleif Kolbeinsson á Háeyri, sem varð með ríkustu mönnum landsins eftir mikla fátækt í æsku. Sagt var að hann hefði m.a. auðgast á tóbaks- og brennivínssölu á vertíðum þegar sneyddist um slíkan varning í verslun. Eins var um Jón Þórðar- son ríka í Móhúsum. Jón er talinn hafa selt hálfpela af brennivíni á eitt ríksort og tuttugu og fjóra skildinga, hvað sem það þýðir að núgildi. Aldrei drakk Jón áfengi en það gat hins vegar hent Þorleif á Háeyri. Eitt sinn þurfti Þorleifur brjóst- birtu, en hana var þá hvergi að fá nema hjá Jóni í Móhúsum. Sendi Þorleifur þá vinnumann til Jóns með spesíu og bað hann að koma með flösku. Eftir því sem Guðni Jónsson sagði kom vinnumaðurinn aftur með fulla flösku. Þegar Þorleifur spurði-um afganginn af spesíunni sagðist vinnumaðurinn enga peninga hafa fengið til baka. Þorleifur spurði hvort Jón hefði ekkert sagt. Jú, Jón hafði sagt að Þorleifur skyldi hafa heimsku sína til baka. Þorleifi varð orðfall uns hann sagði: „Jæja, sagði hann þetta? Ég skal þá ekki hafa þá bölvun af henni líka að drekka hana.“ Síðan þreif Þorleifur flöskuna og grýtti henni i stein. Eftir það neytti hann ekki víns í mörg ár. Jón í Móhúsum lét eftir sig um sextíu jarðir og kot þegar hann féll frá og mikið af peningum að auki. Þrjár dætur hans erfðu hann, en sextíu jarðir á þeim tíma voru meira en jafnvirði sextíu einbýlishúsa í Reykjavík í dag. Þegar atvinna og usmvif drógust saman upp úr síðustu aldamótum eftir erfiðar tilraunir við að halda uppi fyrri reisn Eyrarbakka og Stokkseyrar var um tíma töluverð kartöflurækt á Eyrum. Land var gott til þessarar ræktunar, sendið og þurrt, en sagt var að stofninn aö útsæðinu hefði komið með Hafliða Kolbeinssyni, einum Kambránsmanna, er hann sneri heim frá Brimarhólmi. Hafði hann þær í kofforti sínu og sáði þeim fram af hlaðinu á Há- eyri. Þær gáfu góða uppskeru og frá þeim barst kartöflustofninn um hinn gamla Stokkseyrarhrepp. Kartöflurækt varð síð- an töluverður bjargræðisvegur á þessu svæði á árunum 1930—1940, en þá voru erfiðleikatimar í landinu. Þessi ræktun lagðist síðan að mestu niður. Þótt nefnd hafi verið Háeyri og Móhús, þar sem mestur auður safnaðist á tímum Þorleifs og Jóns Þórðarsonar, bar þó eina byggingu hæst að allri virðingu. Hún hét bara Húsið í daglegu tali, eitt af elstu timburhúsum landsins, byggt árið 1765 og stendur enn. Það var reist yfir verslunar- stjóra og eigendur Lefoliibúðar, eða var a.m.k. í þeirra eigu. Þessi verslun var sótt af bændum og búaliði á Suðurlandi á reisn- artíma Eyrarbakka og Stokkseyrar, og fylgdi þvi jafnan nokkur andagt að líta Húsið augum í kaupstaðarferðum, þar sem fínt fólk staðarins hafði aðsetur og hét Nielsen eða Thorgrimsen ef ekki eitthvað enn meir framandi. Ásgrímur Jónsson, listmálari, réðst til starfa hjá Leofolii Við hafnlausa strönd: Eyrarbakki séður úr lofti. Sjógarðurinn sést rel og hraunið í tjörunni, sem brimið brýtur L Höfuðdraugar Stokkseyrarhrepps fengu snemma nöfn við hæfi og hétu Stokkseyrardraugur, Stokkseyrar-Dísa, Skerflóðs-Móri og Traðarholts-draugur. Var þetta féiegur söfnuður að mæta í einum hópi á hrollvekjandi nóttu þegar tungl óð í skýjum og sjórinn umdi feigðarsöng á skerjum... verslun skömmu eftir fermingu og bjó þá uppi á lofti í vesturenda Hússins. Hann kynntist þar „myndlist heimsins", að eigin sögn við að fletta Illustreret Tidende og Ude og hjemme og eignaðist fyrstu vatn- slitina. Ein dóttir Þorleifs á Háeyri giftist Guðmundi ísleifssyni, stórmyndarlegum manni og miklum sjósóknara. Um hann sagði tengdafaðirinn, að guð gerði allt úr engu en Guðmundur allt að engu, og hefur honum þá þótt sem farið væri að sneyðast um Háeyrarauð. Að hinu var ekki gætt, að mjög þrengdi að högum manna á Eyrar- bakka á tíma Guðmundar, enda mátti segja að svo væri komið um 1920 að landflótti hefði gripið um sig. Á þeim áratug munu um tvö hundruð manns hafa flutt í burtu. Margir þeirra gerðu síðan garðinn frægan í Reykjavík og má þar nefna menn á borð við Áron Guðbrandsson og Ragnar Jónsson frá Mundakoti. Guðmundur ísleifsson stóð af sér öldur samdráttar, virtur af grönnum sínum og þeim, sem þekktu til lífsbarátt- unnar. Harðfullorðnum mönnum er enn í barnsminni þegar þessi stóri og dagfars- prúði maður fékk sér í staupinu. Þá er sagt að fyrirgangurinn hafi orðið slíkur á stundum að börn í þorpinu sæju þann kost vænstan að skríða undir rúm. Þess voru dæmi að í þessum köstum stigi hann á hest og ræki fólk á undan sér upp í heiðina. Þannig brást Guðmundur ísleifsson við æviraunum,sem voru í sannleika meira raunir Eyrarbakka en hans. Þótt tiltektirnar á Eyrarbakka væru stórmannlegar var eins og skáldskapar- gáfan væri löngum meiri á Stokkseyri. Þar hrökk kveðskapur af vörum manna af minnsta tilefni. Helst var það Þorleifur á ■ Háeyri, sem brá fyrir sig að yrkja á Eyrar- bakka. Um Mundakotsbræður kvað hann út af vafstri við rekatré: I Mundakoti mæna menn á hafið græna, viðnum vilja ræna, vaskir nóg að stela, þraut er þyngri að fela Mangi og Jón eru mestu flón — minnstu ekki á hann Kela. Stokkseyringar áttu aftur á móti skáld sem ortu við öll tækifæri og ekki alltaf út af meintum skaða sínum. Eitt þeirra var Bárður Diðriksson, sem fór stundum á kostum á mannþingum, eða þegar landleg- ur voru og margt þurfti að spjalla. Hann var bróðir Önnu Diðriksdóttur, frægrar húsmóður á Tóftum. Skammt vestan Stokkseyrarkirkju, þar sem nú er BP-skúr, stóð kofi kerlingar einnar og hét Aftan- köld, en reikunarmaður bjó í plássinu og bar nafn af drykkjuskap sínum og kallaðist Einar romm. Að yrkja miðavísur var nokkur íþrótt á þessum tíma sjósóknar, og brá Bárður Diðriksson því fyrir eins og fleiru. Hann var eitt sinn að leggja skötu- lóð og kvað: Mönnum voru miðin völd, margur hélt að gerði fjúk: Ingólfsfjall í Aftanköld, Einar romm í Þurrárhnjúk. Og í annan tíma kom Bárður í búð og bað um að fá lánað pund af kaffi. Danskur verslunarstjóri neitaði honum um kaffið. Þá kvað Bárður: Bárður á Tóftum biður um pund af baunakaffi, en kaupmaðurinn kvartar sáran og kitlar upp í gásar nárann. „Lad saa ansgodans Karlen faa Kaffen," hreytti sá danski út úr sér, þegar hann heyrði vísuna. Mikil fátækt fylgdi þéttbýlisstöðum, sem byggðu tilvist sína á sjósókn, og eru til margar sögur af henni og með fádæmum hvern aðbúnað fólk hefur haft. Hið ágæta orð þurrabúð á rætur að rekja til mjólkur- leysis. En orðið segir lítið um fátæktina. Þó er víst að þurrð hefur stundum verið í búi þurrabúðarfólks til viðbótar því að hafa ekki málnytu úr kú eða kind. En þeir fátæku í þessum plássum gerðu að gamni sínu og sögðu sögur, eignuðust börn og ólu upp nýjar kynslóðir. Anna Diðriksdóttir á Tóftum og Helgi maður hennar munu ekki hafa búið við ríkidæmi frekar en velflestir grannar þeirra. Þegar þau eignuðust fyrsta barn sitt, Margréti, var fengin til gömul yfirsetukona úr plássinu að taka á móti, en hún hélt sig mest yfir hlóðum í eldhúsi og reykti kardus. Kardus var hálf þurr rjóltugga og þurfti þvi að vera nálægt eldi til að geta haldið lifandi í honum, einkum ef ekki náðist í venjulegt reyktóbak, sem notað var sem einskonar forhlað til að halda lifandi í kardusinum. Önnu elnaði sóttin en sú gamla púaði kardusinn og hafðist ekki að. Bað þá Anna mann sinn 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.