Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 30
Úr skissubók, kona med ávexti. kökuna með — En engin svengd er til neins — og sunnudagur að morgni — En nú er þoka úþi — ljós á kertum inni og margvíslegar minningar í hvarflandi hug —. Blóm eru í terpentínudunk, alls fjögur gjöf frá Þorvaldi bílstjóra Þorvalds- syni sunnan úr Reykjavík — En herra Björn bóndi færði mér góð kveðjuskeyti nokkurra vina og frændakveðjur úr kvöld- síma frá Hjaltastað — og þetta er góður pappír að skrifa á eiginlega ætlaður til myndgerðar — tússteikningar. Þá hef ég í gær og dag unnið að mynd í olíulitum af nokkrum útsýnum, og er það eftir vonum allmargt ágætt — en myndin má þorna til þess að betrumbæta liti og línur. — En hér hafa frostnætur tvær verið og fannhvít tíguleg fjöll við haustlitaauðar heiðar. En sem sagt, nú er hlýviðri og skýjað — auk þokumildrar — áðan — úti — Þá má geta þess að aukist hefur vatn í Selfljóti í dag — og þar ísrákar skjallbjartar og bláhvítar með löndum fljótsbakkanna eru í minningunni — töfrafagra — auk spegl- anna af kvöldrjóðum snænum og frá hinum hvítu fjöllum áður en myrkvaði — ský um hálfsjöleytið hér — og svo var talað um afmælið í útvarpinu, sagði Björn. Og svo held ég eitthvað verði um það í blöðunum á morgun — ég hef einnig verið í dag hygg ég. í guðs friði V.Þ.G. segi ég eins því það er stutt og laggott og góð meining í. — Þakk kæri Björn oggóða nótt. JSK. Nú er maður að ranka við sér — þriðju- dagskvöld — málað báða dagana — og svo fer maður að skoða í pakkann frá Egils- stöðum frá sunnudagskvöldinu — tvær tertur á diskum — sígarettukarton — og koníakspeli, Takk — kæri — og kæru — Og svo er þetta þá smjörkramsneiðar — Hangikets og eggsneiðar ofan — sem blóm og svo er kristallsskál með þeyttum rjóma í — hamingjan góða og skeið — hamingjan — hverjúm hefði ekki komið til hugar tvær tertur gjörólíkar — snilldarbragði — og svo hafi ég ekki lyst á neinu núna — Eftir að hafa borðað saltfisk frá Birni Gutts og grjónavelling — þá eru eiginlega þrjár tertur í fyrirtækinu — í húsinu blessað fólkið — mikið vandræðabarn hlýt ég að vera — og hvernig ætli að líti út fyrir sunnan — á tröppunum mínum þar — hamingjan má vita! Og svo er ég latari að skrifa en hugsa Sunnudag við messu á Hjaltastað — súkkulaðigildi á Ketilsstöð- um og svo og svo — Prestur er sjeni — og svo Þórarinn á Eiðum með pönnukökur og kaffi og þaráður sama og lifrarpylsu — Hver ætti ekki geta unnið að list með svona matargóðæri — drenglyndisfólki þetta er gott til minnis gleymskunni. Óbiluga Gáfaða Kona Eitt af bréfunum úr safni Kjarvals er frá Tove konu hans, skömmu eftir að Fyrsta bréf Tore til Kjarrals eftir skiinað þeirra og brottför bennar tii Danmerkur. Ljóðaskreyting ogljóð. hún hvarf af landi brott og þau slitu samvistum, en sagan segir að alla ævi hafi þau saknað sárt hvors annars þótt ekki væri hrópað á torgum. Á bréfinu svarar Kjarval eigin hendi sumu sem kona hansfjallar um. „Nei ekki til lengdar ölmusumanni í fá- tækt sinni," svarar hann þar sem hún fjallar um börn þeirra og segir að hann myndi eiga erfitt með að velja og hafna í því sambandi. „Ágætt, mjög gott, auðvit- að,“ eru orð sem Kjarval skrifar inn á bréfið þar sem hún staðfestir að hún muni á engan hátt halda börnum þeirra frá honum og í lok bréfsins sem er ríkt af hlýju og ástúð þá svarar Kjarval þar sem Tove sendir bestu óskir: „Sömuleiðis fyrir Handrit afsögunni „Farðu rarlega' þig, vesalings sterka- veika- og óbiluga, gáfaða kona.“ f kjallara Kjarvalsstaða er nú unnið að skráningu á munum Kjarvals. Kassarnir 153 skiptust þannig að þar voru 24 kassar með bókum, 12 bréfakassar, 35 blaðakass- ar, 3 með málningaráhöldum, 14 skissu- kassar, 56 kassar með myndum og mál- verkum, 6 með ýmsu dóti og 3 með ýmsu dóti og fatnaði. Einnig eru málverk eftir hann og aðra málara. Það er sérstætt að flest sem opinberir aðilar ætluðu að gera í sambandi við Kjarval virtist fjara út sem hálfgert ólán, Kjarvalsstaðahúsið á Seltjarnarnesi sem aldrei nýttist honum, Kjarvalsstaðir sjálfir sem nýttust honum ekki í lifanda lífi en hafa haldið nafni hans með reisn. Alþingi ákvað á sínum tíma að láta skrá verk hans, en það var aldrei framkvæmt og nú er Reykjavíkurborg að láta vinna það verk og þannig mætti lengi telja, en ef til vill var hluti af þessu framkvæmdaóláni vegna þess að Kjarval var Kjarval og hélt sínu striki einn með sinn stíl hvað sem yfir gekk. Geir Hallgrímsson þáverandi borgar- stjóri var að sögn kunnugra sá maður sem lét gæta þess á seinna falli ævi Kjarvals að það færi eins vel um hann og hann vildi sjálfur. Geir var bakmaðurinn í því að styðja við Kjarval, orðaði einn af starfs- mönnum Reykjavíkurborgar það og Geir bað um það að skráin sem var gerð um muni hans úr kössunum 153 yrði skráð í þríriti, ein fyrir Kjarval, ein fyrir borgar- stjóra og ein fyrir skjalasafn borgarinnar. Steinunn Bjarman sagðist sagðist hafa fært Kjarval hans eintak 2. janúar 1969, heimsótt hann á Hótel Borg þar sem hann bjóþá. „Eg hef ekkert að gera með þetta,“ sagði Kjarval." „Þú átt þetta," svaraði Steinunn. „Ég er búinn að láta borgina hafa þetta," svaraði Kjarval þá, en síðan fór hann að spyrja um ýmislegt og þegar Steinunn sagðist hafa rekist á það varð hann oft hissa og sagði: „Nei, er það þarna, ég hélt að það væri týnt.“ Sannleikurinn er sá að Kjarval var svo pössunarsamur að það er lygilegt. Þarna voru allir hlutirnir sem fylgja einum manni, en þessir höfðu aldrei komist inn á heimili né í hefðbundnar hirslur. Nú er búið að frumskrá um 4.400 myndir og skissur frá öllum tímum á ævi Kjar- vals, úr skissubókunum og allt úr bréfa- kössunum og skissukössunum, en segja má að hér sé um að ræða efni í óteljandi sýningar. Margar skissurnar eru gullfal- legar myndir, því þótt Kjarval væri frábær málari þá var hann undrabarn í teikningu og hver lína sem hann dró var hlaðin fegurð. Þá er búið að skrá bréf frá hundruð- um manna víða um heim, alls um 400 bréf. Steinunn sagðist í fyrstu hafa álitið að Kjarval hefði skrifað bréf til fólks en sett þau síðan ofan í skúffu, en síðar sagðist hún hafa séð það af svarbréfum fólks víða um lönd að hann hefði í raun skrifað mörg uppköst að bréfum og staðið í sífelldum bréfaskriftum um allar jarðir ogjafnframt sent málverk og myndir ótrúlega víða. Steinunn sagði að það væri sérstætt hvað fólk væri einlægt í bréfum til Kjarvals, hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og laðaði fólk að sér á sama hátt. Segja má að Kjarval hafi haft þannig áhrif á fólk að það var einlægara við hann en almennt um fólk sem var ekki nákunnugt og það er ljóst að Kjarval hafði ótrúlega mikla ánægju af að gleðja fólk og þegar að er gáð var hann hjálparstofnun fyrir fjölmarga. Úthald kallaði Kjarval slíka klútafulla afýmsusem rargott að geta gripið tilá fjöllum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.