Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 5
Engi er von á öðru en pínu, eilíf nauð, en kvikur er dauðinn. Fyrir dóminum mun Jesú halda uppi vömum fyrir sína menn. í krafti ljóðs síns spyr skáldið hann: Muntu þetta, enn dýri drottinn, djöflasveitum nöktum veita mína önd að meiða og skemma, Maríu barn, og hjálpir varna? Líkt er sem Eystein gruni að svar yrði honum ekki alveg vilhallt enda hefur hann sagt um sjálfan sig fyrr í kvæðinu: Vindi fullt hefir veslan anda vorn ofbeldið löngum felldan, blár og Ijótur í öfundar eitri jafnan hefi eg næsta kafnað; reiði gall með sárum sullum sviðrar mér um blásin iðrin, hryggðin slítur af hjarta rótum harðan styrk í súta myrkri. Drottinn gaf mönnum son sinn eingetinn til að hver sem á hann trúir verði hólpinn um eilífð, hinna, sem ekki gera það, bíða píslirnar. Eysteinn getur ekki, þegar hér er komið kvæðinu, annað en leitað sér frek- ari stuðnings. Um leið kveður við annan tón, hann lýsir yfir valdsmannslega: Einn er drottinn Maríu hreinni. Og talar, að svo komnu, til Maríu þessar- ar af nokkrum þjósti, karlmannlega: Heyr þú mig nú, himins og jarðar háleit byggðin allra dyggða, megin drottning manna og engla, móðir guðs og lækning þjóða: þá er mæðumst í nógum nauðum, nálæg vertu minni sálu, vefðu ágætu verndar skauti, von mín sönn, til hjálpar mönnum! Það er nú einu sinni konunnar að fyrir- gefa breyskum karlmanni. Allt ljóðið er málsvörn og hljóta jafnt bragfræðilegar sem guðfræðilegar reglur að hliðra fyrir málstað sem er höfuðnauð- syn skáldsins að fá víðurkenndan: Varðar mest að allra orða, undirstaðan sé réttlig fundin eigi glögg þótt Eddu regla undan verði að víkja stundum. Stolt og iðrun takast á í kvæðinu „Lilja“ og hefur hvort tveggja hlotið að hafa átt persónulegar rætur þrátt fyrir hið almenna gildi efnisins. Mannleiki höfundar, það að hann hefur bæði fyrr og síðar verið að skapi jafnt alþýðu sem hinna fijálslyndari menntamanna, olli að kvæðið glataðist ekki. Obeygður hugur, stórlyndi, ósviknar tilfinningar, upprunalegar, gegnsýra kvæð- ið allt. Hefðbundinn kveðskaparháttur helgikvæðis er sniðgenginn í nafni ein- lægni — heiti kvæðisins táknar einlægni — og höfundur hefur hina frumlegu formgerð fyllilega á valdi sínu. Engum læsum manni aétti að vera tiltökumál nú um stundir, sem jafnan fyrr, að nema hugblæ kvæðisins, og verður ekki með sanni sagt um megnið af kaþólskum helgikvæðum sem varðveist hafa til þessa dags. Skáldið eygir ljós í því völundarhúsi sem er kringumstæður sér- hvers lifandi manns, að bjargast með heilli há frá þeim háska sem lífið er. En virðist um leið ekki fullkomnari maður en svo að okkur, sem verðum vitni að þessu, er stætt í sporum hans. Fagurkera- og sérgaeðingsháttur, menntamannslegt yfirlæti og sálarkyrking- ur vísindahyggju okkar aldar bjó Eysteini Asgrímssyni stað í glatkistu, klippti kvæði hans af rót og fól milli blaða. En hann átti skilið eilíft líf í vitund sérhvers manns fyrir kvæðið „Lilju“. Maðurinn eins og hann í raun var. Athafnamaður sem reyndi að sigrast á ófuilkomleika sjálfs sín og sveigði í þeim tilgangi reglur lífs og ljóðs undir vilja sinn. Höfundur er rithöfundur i Reykjavik. Helstu heimiidir: Um I.ilju og Eystein Ásgrímsson. I. deild Árbókar- Jóns Espólin — Gottskálks- annáll, Flateyjarannáll, annálar Jóns Egilssonar, Einars Hafliðasonar og G. Storm — Guðbrandur Jónsson: Formáli. Lifja, Rv. 1933. Eftir sama: Amgrímur Brandsson ábóti og Eysteinn Ásgrims- son. Saga I. 1952-53 — Gunnar Finnbogason: Var Eysteinn f Þykkvabæ höfundur Lifju? Á góðu dægri, Rv. 1951 — Finnur Jónsson: Kirkjusaga. Eftír sama: Den norsk-islandske skjaldedigtning, n. útg. 1914 — Magnús Kjaran: Erindi um Lifju, flutt af M.K. f Lionsklúbbi Rvk„ Rv. 1956. Guð- mundur Björnsson: Okkar mesta skáld. Óðinn 1912 - Finnur Magnússon: Formáli fyrir Dana, en poetisk lommebog, Kh. 1818 — Eirfkur Magnús- son: Formáli fyrir enskri útgáfu Lilju, Cambridge 1870 — Finnur Jónsson: Formáli fyrir útg. 1913 — J.S. 399 a-b, 4to. „Leiðréttingar við Lilju" - J.S. 406, 4to. Nótur um Lifju — Lbs. 626, 8vo. Þjóð- saga um tilurð Lilju — Gísli Konráðsson: Frá Gyrði biskupi og Eysteini skáldi. Þáttur. Lbs. 801, 8vo — Lbs. 3420, 4to. Sansningur Gyrðs og leikmanna 19. jútf 1358 - Gísli Sigurðsson: Úr hugmyndaheimi Lifju, 1988. í Eden var maðurinn eigin örlaga, en lög- málum verður ekki breytt og bestur kostur að fylgja þeim. Merkingamið kvæðisins er að bera fram málsbætur fyrir mannlegan breyskleika og þar af leiðandi fær Lúsifer á sig dramatískt svipmót. Honum verður sjálfræðishneigð að falli og er hann upp- götvar Adam og Evu getur hann ekki unnt þeim Edensvistar og Paradísar, þess sem honum sjálfum var bannað, hann freistar því Evu til að láta stjórnast af ástríðum sínum en ekki fyrirhyggju. Myndmál kvæðisins er ekki yfirborðs- merking þess ein heldur auðráðin tákngildi sálarafla, í því er meira vit en mörgum öðrum kaþólskum helgikvæðum. Guð hefur lagt á manninn að lifa við hvort tveggja ást og ástríður, þarfir sem eru óijúfanlega samtvinnaðar eðli hans. Skáldið álítur þess- vegna að guð hafi verið nærfellt óþolandi uns Kristur kom til sögunnar; ljóðið er málsvörn mannlegs eðlis og skynsemi. Hlutskipti Krists varð að kenna manninum aðferð til að elska þrátt fyrir tilvistarkjör sem séu í sjálfum sér óbærileg. Lúsifer fallinn varð persónugervingur ofbeldishneigðar og skammsýni vegna sjálfræðishneigðar sinnar: hann er fullkom- inn bjáni. Af sama tilefni urðu menn dauð- legir; þó ekki dauðlegir í nútímaskilningi enda ólíklegt að aldeyðutrú vísindahyggj- unnar eigi sér yfirleitt fordæmi í sögu mannkynsins. Dauðinn þessi, hins útskúf- i—— aða manns, er sálrænn dauði einstaklings- vitundar, dauði í lífinu. Syndafallið var náttúrleg afleiðing af hegðun manna. ... lýða kind af sárum synda sendist fram af Adams lendum. Við andlátið er ekki öllu lokið því að: . . . opið helvíti, búið böli, bauð sig fram við hvers manns dauða. Og skáldið á ekki við kjarnorkuvetur heldur heimsbyggð lifandi manna eins og þeir gerast nú um stundir, árið 1988, þeg- ar það yrkir: Heimur er dauður, en hvað er til ráða? Hvar getur þann, er sér megi bjarga? Hvergi, því að synda saurgan sannar það að hver þyngir annan. Eitt er til, það er eg vil votta (á eg grátandi frammi að standa): Að þú sjálfur, inn dýri drottinn, dugir nú ferð, svo lífguð verði. Þekkingu skortir ekki á vandanum held- ur sátt milli skaparans og hins skapaða. Einhvern veginn varð að finna leið til getn- aðar fram hjá þeirri þverstæðu sem lýst var, milli ástar og ástríðna, og meyfæðing var alltént viðsættanlegri, þótt eindæmi væri — alltént einn maður fæddur saklaus, auk Adams og Evu, hún var viðsættan- legri en gildran sem engu var líkara en drottinn hefði í upphafi lagt fyrir sköpunar- verk sitt; guð varð bærilegri eftir að Krist- ur kom til sögunnar. Engill í mannlegri mynd hefði ekki dugað heldur lagði skapar- inn á guðlega veru mannleg tilvistarkjör, veru sem þá hlaut að finna leiðina til baka og þá um leið vísa mönnum fram á veg. Og það gerði þessi vera, telur Eysteinn: guð „dugir nú ferð“. Af djöflinum er það að segja að hann skilur hinn sjálfræðis- hneigða mann í útlegðinni eins og sjálfan sig, en meyfæðinguna er honum fyrirmun- að að skilja: Undrast tók hinn forni fjandi fæddan mann, er skilja er bannað, og þvílíkt sem andinn segði orðin slík af tungum forðum: Þykki mér sem nýjung nokkur nálgist heim eða ættir beima, eitthvað klókt mun drottinn dikta, duldur em eg, því að það fer af huldu. Með Kristi er fengin von — ekki vissa - hins kristna manns: Hvað tíðinda? Himnar bjóðast. Hverjum? Oss; vér prísum krossinn. Örvænting hafði verið hið mannlega hlutskipti frá því hinum fyrstu manneskjum var vísað úr Eden. Að fengnum þessum valkosti, Kristi, er það að binda von sína ekki við hann einnig val. A efsta degi verða þeir, sem taka þann kost, kallaðir til ábyrgðar og þá er of seint að iðrast. Um þá segir: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 b

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.