Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 9
Ames játar Höllu ást sína. Haraldur Bjömsson og- Inga Þórðardóttir í III. þætti verksins. Þjóðleikhúsið 1950. Eyvindur og Halla í uppfærslu Leikfélags Reykjavikur 1966. Helgi Skúlason og Helga Bachmann í hlutverkum sínum. Sviðsmynd úr I. þætti Fjaila-Eyvindar 1912. Aðalpersónan Halla Það hefur verið sagt að titill verks Jó- hanns Siguijónssonar Fjalla-Eyvindur sé misvísandi, því Halla sé þar aðalpersónan en ekki Eyvindur. Danski titillinn gerir Höllu hugsanlega hærra undir höfði, Bjerg- Ójvind .og hans hustru, en þó er álitamál hvort virðing Höllu sé meiri af þessum titli. Að Jóhann sjálfur hafí talið Eyvind mikil- vægari er í hæsta máta einkennilegt, því engum vafa er undirorpið að Halla skipar öndvegi í verkinu en ekki Eyvindur. Önnur sjónarmið kunna að hafa ráðið ferðinni við nafngift á leikritinu, t.a.m. auknar líkur til vinsælda ef verkið bæri nafn þessa þekkt- asta útilegumanns íslands. Þróun Höllu sem persónu frá hendi höf- undar er reyndar slík að fyllilega er réttlæt- anlegt að benda á skyldleika við þekktar kvenhetjur leikbókmenntanna; t.a.m. El- ektru Sófóklesar, Medúsu Evrípídesar eða Fedru Racines. Ris Höllu og fall er hinn sanni harmleikur verksins og í anda sannrar hetju verða gjörðir hennar sjálfrar henni að lokum að falli, þar sem bamsfómin er vendipunktur leikritsins; engin nema hetja gæti fært slíka fóm, en jafnvel hetja getur ekki friðþægt fyrir slíkan verknað með öðru en dauða sínum. í lokaþætti verksins ásæk- ir svo samviskan Höllu með nær óbærilegum þunga. „HALLA (yfírkomin af angist): Ég skal segja þér alveg eins og er — ég þori ekki að vera ein. KÁRI: Ertu myrkfælin? HALLA: Ég veit að ég fer að hlusta þegar þú ert farinn. Það geri ég ekki meðan við erum bæði saman. — Ég veit hvað égheyri. KÁRI: Hvað heyrirðu? HALLA:Ég heyri þungan fossnið. — Ég heyri barnið mitt veina. Þú mátt ekki yfir- gefa mig!“ (IV. þáttur bls. 240—241. Út- gáfa Máls og menningar 1980.) Ef rekja ætti þróun Höllu í gegnum verk- ið mætti stikla á eftirfarandi atriðum: í I. þætti er hún kynnt sem geðprúð, fögur, göfuglynd og ástfangin af Kára (Eyvindi). Skapstyrkur hennar er síðan birtur og undir- strikaður í atriði hennar með Bimi hrepp- stjóra. í H. þætti er þungamiðjan frelsisfóm hennar. í III. þætti nær verkið hápunkti sínum með bamsfóminni og loks í IV. þætti er komið að friðþægingunni. En ekki er nóg með að samviskan kvelji Höllu heldur er hún einnig þjökuð af efasemdum um ást sína á Eyvindi og virðist mega lesa úr síðustu ræðu hennar þá hræðilegu viður- kenningu að ást hennar á Eyvindi hafí ver- ið tálsýn ein og þá um leið rennur upp fyr- ir henni sá beiski skilningur að fómimar hafí kannski verið til einskis. „HALLA (vaknar úr leiðslu, röddin ersöm og áður, köld og róleg): Ef ég hefði aðeins varðveitt trúna á ástina hjá sjálfri mér. — En ég elska þig ekki lengur — og ég hef ef til vill aldrei elskað þig. A barnsárunum lifði ég meira í draumórum en í veruleikanum. Ég flýði með þér upp til fjallanna — ég trúði því sjálf að ég gerði það vegna þess að ég elskaði þig, en það hefur ef til vill einungis verið löngun eftir stóru, fáránlegu ævin- týri. — Seinna, þegar dagamir urðu dimm- ari og einmanalegri, var ást mín til þess kofínn þar sem ég leitaði skjóls þegar harm- urinn út af athöfnum mínum sótti að mér.“ (IV. þáttur, bls. 246, MM 1980.) Með þessum orðum verður Halla hin sanna harmræna hetja. Þegar öllu er lokið og ekki verður aftur snúið snertir hún sam- í Dagmar-leikhúsinu í Kaupmannahöfh úðarstrenginn í bijóstum allra áhorfenda með því að stynja undan þunga þeirra ör- laga sem hetjuskapur hennar hefur búið henni. Að hægt sé að lesa þessa þróun persón- unnar Höllu svo auðveldlega í gegnum leik- ritið er síður en svo til marks um einfeldni verksins eða hermilist höfundarins. Öllu nær væri að segja að góður skáldskapur og tæknilegir yfirburðir í framvindu sögu og aðalpersónu geri greininguna svo auðvelda. Tengslum aðalpersóna er best lýst með því að stilla þeim upp í tvo þríhyrninga. Þríhym- ingur ástar annars vegar og þríhymingur haturs hins vegar. Þar er um að ræða Ey- vind — Höllu — Arnes sem tengjast ástar- og vináttuböndum og hins vegar haturs- tengsl Bjöms hreppstjóra við Höllu og Ey- vind. í báðum tilfellum ganga tengslin í gegnum Höllu. Eyvindur kynnist Arnesi og Bimi í gegnum Höllu og afstaða þeirra beggja til Eyvindar mótast af skiptum þeirra við hana. Hatur Bjöms beinist fyrst að Höllu og síðan að Eyvindi; ástarhugur Am- esar til Höllu skerpir skilyrðisleysi og óeigin- gimi ástar hennar til Eyvindar. Hvom tveggja eru driffjaðrir leikritsins. Þríhym- ingamir spegla ekki fullkomlega hvor ann- an, enda ástæðulaust; skáldið er fijálsara en svo að formúlufagurfræði bindi það á klafa. Jóhanni Siguijónssyni fataðist hvergi í sköpun persónu Höllu, sé verkið skoðað með þann endi í huga er Halla hverfur að lokum út í hríðina. Hinn endir verksins, sem mun vera sá upphaflegi, þar sem hesturinn drep- ur á dyr og bjargar Höllu og Eyvindi frá hungurdauða á síðustu stundu, er klúður; með honum er fótuhum kippt undan allri byggingu verksins, dregur það niður á plan dægurflugna og gerir heilsteyptan róm- antískan harmleik að væmnislegu meló- drama. Þessu gerði Jóhann sér fljótlega grein fyrir og breytti endi verksins svo harmsaga Höllu fengi notið sín til fulls. Eyvindur Skör Neðar Sú leið til túlkunar á Fjalla-Eyvindi sem hér er drepið á, setur Eyvind óneitaníega skör neðar en Höllu að mikilvægi. En sem hetja í harmleik hefur Eyvindur ekki nægi- lega burði. Persóna Eyvindar er heldur ekki jafn fullkomin hugarsmíð höfundarins sem Halla er. Jóhann virðist fylgja þeirri lýsingu nokkuð nákvæmlega sem þjóðsagan greinir frá, en þar segir; „En svo er honum lýst á Oxarárþingi 1765: „Hann er grannvaxinn, með stærri mönnum, útlimastór, nær gló- bjartur á hár sem er með liðum að neðan, bólugrafínn, toginleitur, nokkuð þykkari efri en neðri vör, mjúkmáll og geðþýður, hirtinn og hreinlátur, reykir mikið tóbak, hæglátur í umgengni, blíðmæltur og góður vinnumaður, hagur á tré og járn, lítt les- andi, óskrifandi, raular oft fyrir munni sér rímuerindi, oftast afbakað. ““ Hlutverk Ey- vindar í leikritinu er það fyrst og fremst að skapa Höllu þær aðstæður að hún geti blómstrað sem hetja. Hann er glæsimenni, hvers manns hugljúfi, nær ástum kvenna auðveldlega samanber 1. þátt þar sem hrifn- ing Oddnýjar undirstrikar þennan eiginleika Eyvindar (Kára). Fóm Eyvindar er engin, því hann á engra kosta völ — hann skapar sér ekki örlög heldur eru þau honum ásköp- uð frá fæðingu. „En þú verður að fyrirgefa mér, meðfædd tilhneiging og fátækt gerðu mig að þjóf,“ segir hann við Höllu í I. þætti. Hér kemur Eyvindur strax upp um hlutverk sitt í leiknum, því hetja getur ekki beðist fyrirgefningar ef fall hennar stafar af eigin vali; þar er ekki við neinn að sak- ast nema sjálfa sig og fyrirgefning ekki í sjónmáli fyrir slíka persónu. Þessum skilyrð- um fullnægir Halla, samviskukvalir hennar í 4. þætti verksins eru rökrétt afleiðing af gjörðum hennar í 3. þætti. Eyvindur þjáist hins vegar ekki af neinu sjáanlegu sam- viskubiti, hvorki yfir ránum sínum né heldur virðist sem dauði bamsins valdi honum miklu hugarangri. Stelsýkin er honum í blóð borin og fullyrðing Toldbergs að ... „Mótsetning- in milli þess hættulega eiginleika og glæsi- mennsku hans og verkkunnáttu, sem alltaf aflar honum vina og trausts, er tilvalin til þess að skapa úr leikritspersónu," stenst ekki. Þama er engin mótsetning fólgin og með þeim Höllu er ekki jafnræði eins og Toldberg segir á öðrum stað. Eyvindur er þjófótt glæsimenni, sérstaklega annálaður fýrir fæmi í að bjarga sér á flótta á hánda- hlaupum. Jóhann sýnir hvergi þá hliðina á Eyvindi að hægt sé að kalla hann hetju. Endalok verksins eru heldur ekki til þess fallin að undirstrika hetjuskap. Þegar Halla hefur horfið í hríðina og engum dylst að úti sé um hana, hleypur Eyvindur hrópandi á eftir henni og verði hann einnig úti — sem engan veginn er vist — eru endalok hans á vissan hátt ráðin af Höllu. Ákvörðunin um að ganga í dauðann er hennar, ekki háns. Þjóðsagan segir svo frá endalokum Höllu að hún hafí orðið úti, en óneitanlega með nokkuð öðrum og svipminni hætti. „Seinast þegar Halla var tekin, var hún orðin svo farlama, að hún fékk að haldast við í koti uppi í Mosfellssveit, aðrir segja Grafningi. Var hún þar nokkurn hluta sumars. Um haustið var einhvem dag sólskin og fagurt veður með hægri kælu. Sat Halla þá úti undir bæjarvegg og hafði orð á því, „að fagurt væri á fjöllunum núna“. Nóttina eft- ir hvarf hún ogfannst ekki aftur. En nokkr- um árum seinna fannst konulík uppi í HenglafjöIIum og tveir sauðir hjá, er hún hafði krækt undir styttuband sitt. “ Höfundur er leiklistarfræöingur og blaöamaöur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.