Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 39
HRAFN GUNNLAUGSSON Blús Ég hef heyrt slúður um sterka leiki sem þú hafðir í frammi árin sem ég var annars hugar. Ástæðulaust að æsa sig. Þetta er liðið. Aðeins ef elskhugar þínir gengju ekki aftur í ást þinni og atlotum. Ég vil ekki eiga vingott við þá. Ef einhver elskar í gegnum þig þá elskar hann mig. Það er allt og sumt. Hafðu samt engar áhyggjur sjálfur er ég út og suður kannast ekki við veginn sem ég ferðaðist í gær. Samt rata ég alltaf í faðm þinn í sólblindu og svartnætti. Við erum ennþá við sama heygarðshornið. Höldum lífi í hvort öðru með eijum og innilegum sáttafundum. Sólin sem skríður úr egginu hvern morgun. Minningarnar fastar í gömlu íbúðinni. Og við hér og þar hjá hvort öðru. Höfundurinn er kvikmyndaleikstjóri og hefur að undanförnu verið dagskrár- stjóri hjá Sjónvarpinu. Ljóðið er úr nýrri Ijóöabók hans, sem heitir „Reinri- leikar í birtunni" og út er komin hjá Vöku-Helgafelli. Ljóðin i bókinni eru frá undanförnum áratug og tengjast reynslu höfundar við kvikmyndaleik- stjórn. [ bókinni eru einnig myndverk eftir Egil Eðvarösson, myndlistar- og kvikmyndageröarmann. Myndefniö er sótt í Ijóöin og tengist kynnum hans og höfundarins. f Mynd: Egill Eðvarðsson Gísli Sigurðsson: Jarðlíf, 1988. JÓN FRÁ PÁLMHOLTI Jarðlíf Jörðin og við á jörðinni. Tíminn nagar okkur innvortis. Hví erum við stödd í öryggisleysi? Borð skápur og stóll hversdagsfatnaður og eldhús. Ungu lifandi kynfrumur á jörðu undir sól. Tímann mælum við í mannsævum. Gjaldheimta skírteini stimpill og við öll. Hraðfleygar aldir í sporbaugnum fæðing og dauði jörð sól og menn í hrikaleik þessarar tröllriðnu stundar. Ljóðfundur Brimskafl lyftir hlátri eldsins rauðum örmum og spyr: Fáum við kveikt daginn? Munum við enn rísa með sól og heilsast, reka fleyg í gijótið? Fjöll eru köld og vötnin grá spegla ekki blámann í augum þínum. Við munum enn vaka og aðgæta jörðina. Höfundur er skáld í Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.