Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 13
Skeggjastaðakirkja í BakkaGrði telst ekki standa á fjölfömum slóðum, en er sérstæð og falleg engu að síður, einkum þó að innan. Hún er reist 1845 og er elzta kirkja á Austurlandi og varðveitt óbreytt, nema hvað viðbyggingin er frá 1962. Hjónin Gréta og Jón Björnsson skreyttu kirkjuna að innan. Saurbæjarkirkja á Rauðasandi er að mörgu leyti dæmigerð fyrir íslenzkar timbur- kirkjur, sem reistar voru á síðustu öld. Hún er að innan samkvæmt gamalli skip- an, sem gerði ráð fyrir, sérstökum sætum fyrir heldri bændur, svo og hrepp- sijóra og meðhjálpara. Altaristaflan er eftir séra Hjalta Þorsteinsson í Vatnsfírði. kórinn, gafl innritaður í feming (hæð á burst er jöfn breidd), veggjahæð helmingur þeirrar stærðar?" Gullinsnið segir Guðmundur Finnbogason vera „eitthvert merkilegasta hlutfallið sem myndast í náttúrunnar ríki". Þetta hlutfall hefur lengi verið þekkt í fagurfræðinni. Gullinsnið er það hlutfall, sem myndast þegar heild er skipt á þann veg, að sama hlutfall er milli minni hlutans og stærri eins og milli stærri hlutans og heildarinnar. Eða sama hlutfall er milli breiddar og lengdar flatar eins og milli lengdarinnar annars vegar og samanlagðrar breiddar og lengdar hins vegar. Hér er um að ræða hlutfallið 5:8 eða því sem næst (nákvæmt er gullin- snið talið vera 1:1,619). Stundum átti lengd timbursins, sem til boða stóð, sinn þátt í að ákvarða stærð kirkj- unnar, en stærstan þáttinn áttu þó kirkju- smiðimir og eru nöfn margra þeirra þekkt, t.d. Þorsteinn Daníelsen á Skipalóni, sem smíðaði margar kirkjur norðanlands, m.a. Möðruvallakirlq'u í Hörgárdal, Ólafur timb- urmaður Briem, sem reisti Saurbæjarkirkju í Eyjafírði (1858), og Jón Samsonarson, sem smíðaði kirkjuna á Víðimýri 1834, svo ein- hveijir séu nefndir. Fyrsta meiriháttar timb- urkirkja aldarinnar og jafnframt ein glæsi- legasta kirkja landsins, Grundarkirkja í Eyjafírði (1905), var hvorki teiknuð af arki- tekti né kirkjusmið heldur staðarbóndanum, Magnúsi Sigurðssyni á Grund. Tvær timburkirkjur frá öldinni sem leið em hringkirkjur, Auðkúlukirkja í Svínadal, reist 1894, og Silfrastaðakirkja í Skaga- fírði, reist 1896. En það vom ekki aðeins timburkirkjur, sem reistar vom á síðustu öld. Tvær athyglisverðustu kirlq'ur landsins vom þá reistar, Hvalsneskirkja, vígð 1887, og Þingeyrakirkja, reist á ámnum 1864—77, báðar hlaðnar út •steinum. Upp úr aldamótum hefst svo notkun stein- steypunnar og um leið breytast kirkjumar og fjölbreytnin eykst smám saman þegar frá líður. „Snemma á tuttugustu öld hófst fyrir alvöm bygging steinkirkna. Þá komu fram hinar löngu, mjóu og lágu kirkjur með óbrotinni bogahvelfíngu stafna í milli. Venjulega er örlítið afhýsi eða skot í austur- enda í stað sönghúss. Þar stendur altarið Grundarkirkja að innan. Hér ber hvaðeina merki um mikla alúð og ást á verkinu. og þar er aðeins rými fyrir prest einan. Þessar kirkjur em bein afleiðing hinnar lítúrgísku hnignunar, enda óhæfar til allrar viðhafnar," ritar sr. Sigurður Pálsson, vígslubiskup. Fyrsti' íslenski arkitektinn, Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917), sem kom til starfa sem fyrsti húsameistari ríkisins árið 1906, teiknaði margar kirkjur og em þær sumar hveijar meðal veglegustu kirkna landsins, sumar em úr timbri, aðrar úr steinsteypu. Timburkirkjumar í Hjarðarholti í Dölum, á Húsavík og Breiðabólstað skera sig úr íslenskum kirkjum og era meðal þeirra áhugaverðari. Stóm steinkirkjur Rögnvalds í Keflavik, Hafnarfirði, Búðum á Fáskrúðs- fírði og á Þingeyri við Dýrafjörð en Rögn- valdur var ættaður úr Dýrafirði, gegna hlut- verki sínu vel enn í dag. Húsameistari ríkisins að honum gengnum var Guðjón Samúelsson og teiknaði hann margar kirkjur, stórar og litlar, og setja þær mikinn svip á kirkjubyggingar þessarar ald- ar. Guðjón Samúelsson hóf störf sem húsa- meistari ríkisins í miðri fyrri heimsstyijöld- inni. Hann gerði sér far um að skapa þjóð- legan byggingastíl, þar sem hann leitar m.a. fyrinnynda í íslensku landslagi. Hann nefndi stíl sinn, sem hann beitti á tímabili, „hamrastíl", og leynir sér þar ekki hrifning hans á stuðlaberginu. Annar stíll, sem hann þróaði fram af þessum, er nefndur „lýðveld- Þingmúlakirkja í Skriðdal var byggð 1886 og getur talizt með yfírlætislausari kirkjum. Grunnflötur hennar er aðeins rúmir 40 fermetrar. Höfuðprýði kirkjunn- ar er altaristafla eftir einn af brautryðjendum íslenzkrar myndlistar, Þórarin \ B. Þorláksson: Kristsmynd, sem mjög er i anda biblíumynda frá síðustu öld. Minningarkapella um séra Jón Steingrímsson eldprest á Kirkjubæjarklaustri. Arkitektar voru Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. Hér er formfagurt hús, sem bæði minnir á gömlu torfkirkjurnar, eða bara venjulegan kindakofa, en er samt í hæsta máta nútímaleg bygging. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.