Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 32
I Stefánssonar ratt flýgur stund á fjölmiðlaöld og atburðir liðinna áratuga verða hluti af íslandssög- unni, menn og málefni verða ævintýri og mikil nauðsyn á að fylgjast vel með við menn- ingaruppbyggingu og viðhaldi sögunnar. Víða um heim liggja upplýsingar og hálf- skrifaðir kaflar í sögu okkar þjóðar, sögur sem fljótt fymist yfir í flýti nútímans. Eg mun hér á eftir lýsa einum og hálfum degi, sem ég eyddi á Italíu við leit á og saman- tekt á heimildum um stórsöngvarann Egg- ert Stefánsson og konu hans Leliu. Fyrir norðan borgina Vincenza á hásléttu Ítalíu í klukkustundar fjarlægð frá Feneyj- um er borgin Schio. Schio er borg ekki mjög stór, en falleg og stendur vel. Sézt til fjalianna í norðri og dalir, sléttur og aflfð- andi hæðir. íbúar eru 37.000 og borgin, sem einu sinni var kölluð „Manchester Ítalíu" — ullarborgin — er enn mikilvæg fyrir sakir ullariðnaðar. Fyrirtækjasamsteypan _ Rossi er sterk og veitir mörgum atvinnu. Ástæð- umar fyrir því að allur þessi iðnaður spratt upp á Pósléttunni og svæðunum við rætur Alpafjalla em þær að vatnsuppsprettur em þar og vatnsflaumurinn knúði áfram vatns- hreyfla verksmiðjanna og svo er enn á mörgum stöðum. Borgin Schio hefur lengið vakið áhuga minn og vitneskjan um hana legið í dvala öll mín lífsár. Ástæðan er sú að í Schio bjó um árabil bezti vinur föðurafa míns og hans kona, Eggert Stefánsson, stórsöngvari, og frú Lelia Cazzola. Ég man eftir bréfunum með stóm frímerkjunum og skemmtilegu utanáskriftinni og nú í sumar þegar ég var að vinna í útgáfu á bókinni „Sögu af Bróð- ur Ylfíng" eftir afa minn, Friðrik Á. Brekk- an, í aldarminningu hans, fór ég í gegnum reiðinnar býsn af alls kyns gögnum varð- andi hann og fann þar á meðal magn bréfa frá Kamban, Gunnari Gunnarssyni, Lax- ness, Jóni Þorleifssyni og Eggert Stefáns- syni. Bréfín frá Eggert vöktu strax athygli mína sökum ytri umgjarðar þeirra. Bréf skrifuð með stóru letri á bréfsefni frá helztu hótelum og veitingastöðum utan úr hinum stóra heimi. Bréf þmngin föðurlandsást, skrifuð á krepputímum, en samt umvöndun- arorð og bölsýni yfír tildurshætti og niður- lægingartímabili því sem gekk yfír þjóðina. Orðræður um háð og spott það sem lista- menn urðu fyrir heima á íslandi á ámnum eftir fyrri heimsstyrjöld og fram að þeirri síðari. Rótleysi og stefnuleysi. Heimili þeirra Eggerts Stefánssonar og Leliu konu hans var í bænum Schio á Norður-Ítalíu og þar stendur enn húsið, sem þau bjuggu í og virðulegir eldri borgarar upptendrast, þegar minnst er á hinn svipmilcla stórsöngvara frá íslandi. Schio í Eftir FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN Svipmyndir frá Schio. Efst: Blöð og bækur, minjar um Eggert á safhi í Schio. T.h.: Dr.lppolita Magnano - Suppiej, greifaynja(sjá grein). í miðju: íbúðarhús Eggerts og Leliu í Schio; þau bjuggu á jarðhæðinni. T.h.: Lorenzo Brun, bóka- safhsvörður í Schio. Neðst: Torg í Schio og höfundur greinarinnar við útidyrnar á húsi Eggerts og Leliu í Schio. „SýnistFegurðin VERAVÆSKILL“ Eggert lýsir þessum hughrifum sínum í upphafí fyrsta kafla bókar sinnar, „Lífíð og ég“; þannig: Hvað hefur maður að gera við fegurð- ina á hnetti, þar sem alltaf er ófriður og barist er af heift og hatri, yfír stórum og jafnvel litlum málefnum? — Stórum kannske í dag — en gleymdum á morg- un. — í stórum og í litlum þjóðfélögum, sem hvorki heyrast né sjást — þegar út fyrir landsteinana er komið — og engin áhrif hafa á nágrannana nema ef þeir eru illgjamir og vilja illt eitt — upplausn samheldni og þjóðareiningar — sem glat- að getur frelsi okkar — heiðri og virð- ingu okkar sjálfra — og annarra. ie Á þessum óaldartímum sýnist fegurð- in vera væskill, sem traðkað er á og enginn hefur tíma til að lita við — nú, eða hvað þá heldur leika sér við. — „Það er ekkert gaman að guðspjöllunum — því enginn eríþeim bardaginn“ — hugsa flestir — og litlaus hringiðan heldur áfram að snúast um sjálfa sig — þar til næsta hyldýpi gleypir hana. Heimurinn getur verið þakklátur að þrátt fyrir allt hafa einhveijir haft tíma til að líta upp úr hinni gráu hringiðu, er sogar þá áfram — og hafa séð, að sólin skín — að himinninn er oft heiður' og blár og tær — hafa kastað af sér áhyggjunum — og hvílst og hugsað. Hugur Eggerts var stór og leitaði út, en það em oft örlög slíkra manna. Eggert fór snemma til Svíþjóðar og hélt konserta þar. Auk þess söng hann í París, London og í íslendingabyggðum í Seattle í Washington og hlaut hann góða dóma víðast hvar og sérstaklega fyrir túlkun sína á íslenzkum ljóðalögum og þjóðlegum söng, en þar heyrði públíkum í hinum stóra heimi eitt- hvað nýtt og liggja eftir umsagnir um hann eftir menn eins og Svíann Peterson-Berger sem hvatti Norðurlandabúa til að fylgjast vel með söng Eggerts, því hann væri boð- beri þjóðar sem átti sér glæsta fortíð en hlaut niðurlægingu og væri nú á ný að vakna B

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.