Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 36
Heyannir. Málverk eftir Alan Sorrell, 1938. Mark Watson á íslandi, 1937. IYIARK WATSON OGGLAUMBÆR nýliðnu sumri voru liðin 50 ár frá því að tveir útlendingar fóru í ferð frá.Akureyri til Skaga- fjarðar, en greinarhöfundur, sem þá var ungl- ingur, átti að heita leiðsögumaður. í fásinninu á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari var Mark Watson í tedrykkju á svölunum hjá greinarhöfundi, um 1970. Hér erfjall^ð um íslandsvininn Mark ^Watson, sem höfundur greinarinnar kynntist á unglingsárum sínum norður á Akureyri og varð gagnkunnug honum í fjóra áratugi. Sagt er frá uppruna og ævistarfi Watsons, lýst kynnum af þessum merka manni, en aðallega fjallar greinin umfyrstu ferðir Watsons til íslands, árin 1937 og "1938, svo og stutta ferð til Skagafjarðar, þar sem Anna var leiðsögumaður. Hún telur að ferðin til Skagafjarðar hafi orðið þess valdandi, að Glaumbær er nú minjasafn. EftirÖNNU SNORRADÓTTUR RSHiHBHaÍÍ slík ferð stórviðburður í lífi ungrar stúlku, og minningin er enn í dag ljóslifandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Maður sá, sem hér verður ögn fjallað um, var enskur aðalsmað- ur, Mark Watson að nafni. Vafalaust eru margir sem muna hann og minnast sem óvenjumiklis íslandsvinar og höfðingja í okkar garð, þótt ýmislegt hafi skolast til í frásögnum um manninn. Höfðingsskap sinn sýndi Mark Watson á margvíslegan hátt, m.a. með því að gefa þjóðinni fyrsta dýr- aspítala landsins með öllum búnaði. Spítal- inn er í Víðidal skammt frá höfuðborginni og ber nafn gefandans. Þjóðminjasafni okk- ar gaf hann á annað hundrað vatnslita- mynda eftir W.G. Collingwood, breskan málara sem ferðaðist um landið í lok síðustu aldar, auk annarra listaverka, sem hann færði safninu að gjöf. Ekki má gleyma að nefna hið stórmerka bókasafn, sem hann arfleiddi Landsbókasafn að, en hann hafði um langan aldur safnað bókum um ísland og Færeyjar, auglýst víða um heim eftir sjaldgæfum bókum og engu til sparað. Oft- sinnis sat ég í bókaherbergi hans í Lundún- um þar sem hann sýndi mér fágætar bækur um land okkar og þjóð. Safnið, sem Lands- bókasafn fékk að honum látnum, er á fimmt- ánda hundrað binda eða alls 1310 verk. og er þar m.a. að finna heildarútgáfu verka Williams Morris, 24 bindi, sem kom út á árunum 1910-1915. Áhugi Marks Watson á bókum um ísland og íslensk málefni var ótrúlega mikill, og safnaði hann bókum rit- uðum á mörgum erlendum tungumálum og frá ýmsum skeiðum sögunnar, en elsta bók- in í safninu er frá árinu 1558 og er prentuð í Feneyjum. Mark Watson var mikill dýra- vinur og til marks um það er að sjálfsögðu dýraspítalinn fyrmefndi. Þá má nefna, að hann kynnti sér náið íslenska hundastofninn og skrifaði bók um það efni. Bókin heitir á ensku „THE ICELAND DOG 874-1956“ og undirtitill: „A Research on the Iceland Dog“ og kom út árið 1956, en þá var höfundurinn búsettur í Nicasio í Kalifomíu. Þá samdi hann bókina „HUNDURINN MINN“ um meðferð og uppeldi hunda, sem gefín var út hér á landi í þýðingu Halldórs Þorsteins- sonar Höfundur þessarar greinar á systur búsetta við San Francisco-flóann, ekki langt frá Nicasio, og hefir hún sagt frá heimsókn- um á búgarðinn til Marks Watson. Auk hundanna hafði hann þar um skeið líka íslenska hesta, sem fluttir höfðu verið héð- an, fyrst til Bretlands og þaðan alla leið til Kalifomíu. Hundamir vom valdir frá af- skekktum stöðum t.d. austan af Breiðdal og Jökuldal og hétu allir íslenskum nöfnum. Sama var að segja um hvolpana, sem fædd- ust í Kalifomíu, þeir voru ævinlega skfrðir íslenskum nöfnum. Systir mín Gunnhildur var þá stundum fengin til þess að aðstoða við nafnaval. Hvorki fyrr né síðar sagðist hún hafa séð jafn vel búið að nokkmm dýr- um, eins og á búgarðinum hjá Mark Wat- son. Áhugi hans á ísienska hundinum hélst ævilangt og enginn vafi er á því, að varð- veisla íslenska hundastofnsins er að miklu leyti honum að þakka. Margt fleira mætti nefna um áhuga þessa manns á íslandi, um gjafír hans bæði til stofnana og einstakl- inga, og verður sá listi seint tæmdur. hver VAR mark watson? Fullu nafni hét hann Richard Mark Wat- son og var fæddur í júlí 1906 en lést á heimili sínu í Lundúnum í mars 1979. Hann var sonur Joseps Watson, síðar Mantons lávarðar, sem fæddur var 1873 en varð ekki langlífur, dó árið 1922. Eiginkona Mantons lávarðar var Francis Nicols fædd Drake og lifði hún mann sinn og lést ekki fyrr en á styijaldarárunum (1944). Þessi hjón eignuðust fjóra syni, og var Richard Mark yngstur bræðranna, sem allir létust á undan honum. Þeir eiga afkomendur í Bret- landi, en Mark Watson kvæntist ekki og eignaðist ekki böm. Fjölskyldan var auðug, átti búgarð í Skotlandi, sumarbústað í Aust- urríki og bjó glæsilega í Lundúnum. Þetta er í stómm dráttum það sem greinarhöfund- ur kann að segja frá fjölskyldu þessa góða \ 36

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.