Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 11
um flúði einn og einn yfír til andspyrnu- manna eða heim, fullur þrár. Nitschewo. HrossaQöldi hverrar fótgönguliðsdeildar telur 6000 hesta, sem stöðugt eru í notkun meðan á herför stendur. Hrössaflutningalest flytur hross, sem eiga að létta undir með hersveitunum, til víglínunnar og kemur með sjúk dýr til baka. Hrossum, sem ekki er hægt að lækna, er slátrað handa þorpsbúum og föngunum og kjötið skoðað af dýralækn- um. Aðeins fálr, þýskir hermenn vilja borða hrossakjöt. Gamlir jálkar, sem ekki eru leng- ur brúklegir í hemaði, eru sendir heim til landbúnaðarstarfa. Birgðastöðin fyrir vara- hross hefur því mikilvæga hlutverki að gegna að sjá herdeildum tafarlaust fyrir nýjum hrossum í stað þeirra, sem ganga úr sér, til þess að ábyrgjast herstyrk liðsins — t.d. stórskotaliðs. Á bæ oddvitans bý ég um mig i bakherbergi. í baðstofunni býr Alexei með fjölskyldu sinni, sem hefur rúm- bálka sína yfír stóra leirofninum. Að undan- skildu íkoninu í hominu er ekkert stofu- stáss í baðstofunni. Litskrúðug bönd, þurrk- uð blóm og rósakrans skreyta hina hjart- fólgnu, dulúðgu helgimynd, sem leyndar- dómsfull knýr mig til þess að líta á sig í hvert sinn, sem ég geng hjá. Bjálkakofinn er byggður úr tijábolum, sem eru höggnir sléttir á samskeytunum, tengdir með mosa og leir og þaktir með hálmi til vamar gegn kulda. Hér em allir lúsugir. Það úir allt og grúir af óværu. Láti maður brauð liggja á borðinu yfír nótt er það uppétið af stóm kakkalökkunum að morgni. í herberginu mínu stendur ofn með röri og eldunarhellu. Nóg er hér um eldivið. Dagblaðapappírinn á tréveggjunum er rifínn af, ég læt brenna með bensínlóðlampanum úr samskeytunum til að eyða öllum meindýr- um. Fætur jámbeddans míns standa í dós- um, sem steinolía er í, tjalddúkur er notað- ur sem rúmhiminn og stöðugt er látið loga á kolunni til varnar gegn veggjalúsinni. Á hveijum morgni heilsar Alexei mér með: „Dóbryi djenb, gospodin!" (góðan dag- inn, herra!) og ég rétti honum höndina. Eg er kallaður „Karascho-némétz", af því að mér er vel til þessa heiðarlega fólks. Þegar mamotschka býður mér pönnuköku úr kart- öflum líður mér eins og þegar mamma gef- ur mér eitthvað. Ég binst vináttuböndum við hið yfírlætislausa, rússneska líf þessa fólks, án þess að því fylgi nokkrar kvaðir. AHs staðar í skógunum eru rússneskir andspymufélagar í felum. Til að koma í veg fyrir árás á okkur eru reist tryggileg skýli umhverfís þorpið og í þeim komið fyrir vel- földum varðmönnum, sem stöðugt eru á ferðinni. „Eto-woina" Það er stríð! Loksins dregur úr kuldunum; skyndilegt þíðviðri losar okkur við snjóinn. Og þar eð jörðin, sem enn er stokkfreðin, getur ekki tekið við leysingarvatninu breytist þorps- lækurinn í stöðuvatn. Alexei oddviti ásamt fólki sínu, hermönnum, sem hægt er að sjá af, og stríðsföngum strita sameiginlega undir umsjón virkisgerðarmanns, byggja stauragarða og grafa skurði. Niðurgröfnu loftvamarbyrgin okkar hafa fyllst af vatni og verður að dæla úr þeim. Þá, sem látist hafa um veturinn og enn eru beingaddaðir, er loksins hægt að greftra. Þýskum og rússneskum er búin hinsta hvíla hlið við hlið. Hlífðarhálminum er flett af húsunum. Við gerum okkur lítinn húsagarð með bekkj- um og birkilimgerði. Það er virkilega heimil- islegt. Úr vindubmnni þorpsins tek ég sýni, þar eð neysluvatnið kann að hafa spillst í flóðunum. Allt grænkar. Náttúran leitar ljóssins, fólkið fyllist trúnaðartrausti. Mér verður að orði: „Höndlað hefí ég regnið og horfið á vit birkiangans því mig kvelur þrá.“ Lævirkjamir dilla röddinni, aðeins þegar skot kveður við setur þá einnig hljóða. Hrossin mín á sjúkrastöðinni hef ég á beit á enginu að deginum til, þar sem þau velta sér gáskafull og ná fyrr bata fyrir bragðið. Mér er gert að flytja hershöfðingjunum skýrslu mína. Dreifður ríður flokkurinn okk- ar á hröðu stökki. Þéttur laufskógurinn gín við okkur eins og risavaxið gráðugt gin, sem bíður eftir bráð. Bak við trén og runnana leynist óvinurinn. Einhvers staðar frá er skotið á okkur. Að baki mér heyrist hvinur í byssukúlu, sem hefur geigað, svo að mín fótvissa Verónika hrekkur við og þýtur áfram. Enn einu sinni hef ég heppnina með mér, enda er ég sunnudagsbam. Atburðinn tilkynni ég liðsforingjanum, sem stýrir leiðangrinum, en hann lætur kemba svæðið eftir þessa reimleika and- spymumanna. Þar eð hersveitarlæknirinn treystir sér ekki til að vera með reglulega viðtalstíma hjá okkur, vegna þess að upp- reisnarmenn ógna öryggi þeirra, sem um vegina fara, er ég gerður ábyrgur fyrir heilbrigðisþjónustunni við hermenn hrossa- sjúkrastöðvarinnar sem og rússnesku íbú- anna Stærri stofuna hans Alexei oddvita vel ég sem viðtalsherbergi. Læknislist mín spyrst brátt út meðal fólksins, svo að fólk úr nágrannaþorpunum S.S. Samuilowo panta einnig viðtöl hjá mér. Ég er kallaður til konu, sem er með bráða botnlangabólgu, og læt samstundis flytja hana á stríðssjúkra- stöðina í Wischidowo. Þegar ég einhveiju sinni kem dauðupp- gefínn frá hrossaskurðstofunni bíða tvær konur eftir mér. Umsvifalaust byrjar móðir- in að losa skyrtu dóttur sinnar, yndislegrar. Fullur aðdáunar virði ég stúlkuna Nínu fyr- ir mér. Hið hreina, afturgreidda, ljósa hár, hátt ennið og fínlegt, langt nefíð bera aðli Rossija (Rússlands) vitni. Stór, blá augu hennar blika feiminslega líkt og augu í særðum hirti. Eftir að blússunni hefur verið flett frá opinberast ósnortinn æskublómi stúlkunnar. Sem kennari hefur Nína lært þýsku, sem hún þó vart talar, en skiiur vel. Hinn viðkvæmi, fölleiti líkami er þakinn graftarkýlum. Fullvöxnu bólumar em skomar varfæmislega upp, aðrar með- höndlaðar með ixþyol-áburði. Gegn blóðeitr- un fyriskipa ég prontosil-töflur, þar eð ekk- ert betra var að hafa á þeim tíma hjá þýð- verskum. Jafnframt kem ég konunum í skilning um, að rauði blærínn, sem fylgir notkun meðalsins, sé hættulaus. Hjúkranar- maðurinn lætur móðurina hafa sápu og nærföt frá sjúkrastöðinni og leggur fyrir hana að baðast hjá okkur og þvo fötin mjög vel. Nína mætir trekk í trekk í eftirmeðferð og stöðugt el ég þá von í bijósti mér að sjá hana sem fyrst aftur. Þegar Nína er orðin albata kemur hún nær daglega til aðseturs míns, til þess að taka til og þvo plöggin mín. Yfír tei og kökum að heiman spjöllum við tímunum saman um Þýskaland eða Rússland, án þess að hætta okkur út í pólitík. Nina er ákaf- lega fróðleikfús. Hún kennir mér rússnesku og ég æfí þýskuna með henni. Þar eð hún á í erfíðleikum með að bera fram „h“, kallar hún mig „Elmut“, — ég aftur á móti næ aldrei nógu vel að hennar mati „schtschi"- hljóðinu t.d. í „owoschtschi", sem merkir kol. Lukkan leikur við okkur, lífíð og æskan. Á kvöldin snæðum við í huggulegu skini steinolíulampans piroggen (lummur), sem Nína hefur smekklega á borð borið með villisveppum og beijum. Stöku sinnum fáum við léttvín hjá vistasalanum. Þegar ég fæ bréf að heiman les ég upp- hátt fyrir Nínu, þáð sem mamma skrifar mér. Eg útskýri fyrir Nínu, að líkt og hún sjálf þurfí ég að lifa við pólitískan þrýsting, að borgir heimkynna minna séu eyðilagðar án tilgangs með sprengjum og fólkið líði skort, því þessu stríði séu engin mörk sett. Nína skilur, að ég er enginn stór gospodin og á mömmu, líkt og hún sjálf, sem hefur áhyggjur af mér. Og þannig nálgast hjörtu tveggja heims- ins bama. Það er róleg helgi, svo að maður spyr sjálfan sig: „Hvar er stríðið?" Ég ligg á litla legubekknum mínum, les úr “Þjáningar hins unga Werther" eftir Goethe eftirfarandi málsgrein: “Láttu kverið vera vin þinn, ef þú af eigin völdum eða forlaganna færð ekki fundið neinn nánari." Það slær rauðleitum bjarma á Nínu af viðareldinum, þar sem hún skrúbbar skyrtur mínar á þvottabrettinu. Skin eldsins dregur fram há kinnbeinin, hið göfuga andlit, sem er mér svo kært. í gegnum þunna blússuna má sjá ung bijóst hennar hossast upp og niður. Nína lítur spyijandi augum til mín. Sælu- straumur hríslast um mig, líkt og komi ég inn úr ískulda í upphitaðan bústað. Tvær verur hjúfra sig hvor upp að annarrí. Ég ann þessarí ekta lykt af grænsápu, en ekki ilmefnafylltu raslinu, gref andlit mitt í síðu hári hennar og fínn hinn heimul- lega ilm móður minnar. Við kyssumst eins og litlu bömin, full af sakleysi. Hendur mínar renna niður langt bak hennar, líða varfæmislega yfír geirvörtur hennar, sem era eins og þrútin bram að vori og samofín lfðum við inn í óendanleika tveggja elskandi sálna. Árla næsta morguns berst okkur til eyma kvak þiðursins úr skóginum: „telak-telak, titokk...“ Auk kversins hans Goethes hef ég fundið vin. Upp frá þessari stundu erum við saman öllum stundum. Hægfleygar, rymjandi einshreyfilsvélar Rússanna, sem dreifa sprengjum, sem kast- að er með handafli, og hermennimir kalla „myllumar", valda hryllingi í þessu saklausa þorpi. Nína leitar ásjár í faðmi mínum og ég þrýsti henni að mér til að róa hana. „Elskan mín, aðeins ástin og dauðinn sameina mann- eskjumar." Síðar meir uppgötvar deild frá leyniþjón- ustinni, sem leitar uppi flarskiptastöðvar, senditæki hjá manni, sem hefur vísað “myll- unum“ veginn. Fyrir okkur öll er þetta lítt gleðileg uppákoma, sem ekki má spilla vin- samlegu sambandi okkar við íbúana, því rússneska fólkið er orðið okkur hjartfólgið. Þegar ég er á næturvakt og er að leggja af stað til að gegna varðstöðu óttast Nína um mig, því hún veit, að andspymumennim- ir reyna að komast úr skóginum og heim- sækja konur sínar í skjóli myrkurs og verða sér úti um vistir. Vinsælt er að fara í gufubaðið, ekki ein- vörðungu til að ná út á sér svitanum, held- ur einnig til að kála f hitanum blóðsjúgandi kvikindum, sem halda til í fötum manns og sífellt plaga okkur. í kofanum era steinar hitaðir með eldiviði, eldurinn slökktur, kof- anum tiyggilega lokað og glóðheitir stein- amir vatrii ausnir, svo að gufa myndist. Þegar aðrir era gengnir til hfbýla sinna læðist ég með Nínu í gufubaðið. Minningamar um þessar fögra stundir munu aldrei líða mér úr minni. í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni eru páskamir (Pásschi) mesta hátfð ársins. Alexei oddviti hefur samband við mig af þessu tilefni en æðsta ósk hans er að geta boðið þorpsbúum upp á vanillubúðing, sem fólkið hafði smakkað hjá þýsku hermönnun- um. Ég lofa að taka þátt í undirbúningi páskahátfðarínnar. Hátfðin lukkast ljómandi vel. Konumar hafa stungið niður vetrarleppunum. Upp úr kistunum, sem faldar era undir kartöflu- geymslunum, era dregin heimasaumuð, lit- skrúðug klæði ásamt einfoldu en smekklegu skarti. Frammi fyrir einni helgimynd syngur Alexei messu, sem við tökum öll þátt í og tökum undir margraddaðan kórsönginn. Um hádegi kemur setuliðseldhúsið með lang- þráðan búðinginn ásamt súkkulaðisósu. Alexei heldur lofræðu, mér er fært chlieb (brauð) og ssolj (salt), síðan er ég þrifínn og mér kastað þrívegis upp f loftið. Síðdeg- is sýnum við reiðlistir yfír hindranir. Knap- inn Kimmling og aðrir bjóða upp á vogaða fímleika á hesti. Levin túlkur og tveir her- menn spila fyrir dansi á harmonikkur. Við Nínu og vinkonur hennar dansa ég; valsa, polka, masúrka o.s.frv. Hermennimir láta brennivínsflöskumar ganga, í sátt og sam- lyndi skemmta Rússar og Þjóðveijar sér saman. Viðjar þjóðemis era leystar, hér era aðeins manneskjur að kætast. Þetta kvöld færi ég Nfnu að gjöf gull- þring, s^m móðir mín gaf mér. Frá og með 1. ágúst 1942 er ég færður til herstjómarráðs 36. skriðdrekadeildar suðvestan við Rzev, sem er hjá Volgu, þar eð ætlunin er að beita hestum fyrir failbyss- umar, sem koma í stað vélaherdeildar. Hvemig á ég að færa Nínu minni þessa frétt? Þegar svo ber undir tjáir hún mér, að hún vilji ætíð fylgja mér. Var hugsanlegt að senda Nínu til móður minnar? ívlína seg- - ir „Elmut, ef ég el þér bam, ert þú ætíð hjá mér.“ Nína er mér kær vera, sem ég lyfti upp úr vöggunni, þrýsti ástúðlega að mér, en verð að leggja niður aftur, því milli okkar geisar stríð. Nú verður hann, hermaðurinn, að halda áfram veginn, sem liggur frá vöggu til graf- ar. Hinn 31.júlí 1942 stendur Volkswagen- jeppi með fátæklegar föggur mínar og vopn- aða fylgdarmenn ferðbúna. Alexei leggur hönd sína á höfuð mér og veitir mér blessun sína. Ég faðma þau öll að mér — alla vini mína — og þeim vöknar um augu. Hermanni leyfíst líka að fella tár. Þegar ég þiýsti Nínu að mér f kveðju- skyni, (ég fæ kökk í hálsinn, þegar ég set þetta á blað), hljómar fyrir eyrum mér úr Töfraflautu Mozarts: „Hve beiskar eru þján- ingar skilnaðarstundarinnar!" AJItaf kemur Nína aftur og aftur upp í huga mér. Ég sá hana aldrei eftir þetta, fékk aldrei aftur strokið henni um vangann né heldur fengu eyra mín numið röddu henn- ar að nýju. Spor stríðsins era f dag jöfnuð við jörðu. Draumar leika 'á sviði minninganna, þrá eftir kærri manneskju. Síðar meir gekk þessi orðrómur: „Þegar þýski herinn hörfar era fbúamir neyddir til þess af Rauða hernum, sem rak flóttann, að leita að þýskum jarðsprengum." Er þetta satt? Þegar ég virði fyrir mér mynd minnar ástkæru Nínu, vil ég ekki trúa því! Eftirmáli: Þessari sögu er ætlað að verða minnisvarði um Nínu og þjóna friði manna f millum. Höfundurinn ffuttist til íslands eftir stríðið og varð dýralæknir á Heilu þar sem hann býr enn. HERMANN PÁLSSON í Geirþjófsfirði Eindagi, efstu grös, hélufall, haustgríma. Andvaka uggir skáld Urðar dóm að Einhamri. I Dýrafirði Þeir rista torfu, rekja feigðarspár ogreisa upp hið brigðajarðarmen. A kvikri jörðu gapir svöðusár, og síðar gerist það að djúpri ben. Fjórirgarpar vekja blóð og blanda við breyskt ogilla leikiðjarðarhold. Þeir láta renna saman mann og mold að magna heit og treysta nýjan vanda. Úr æðum þeirra rauðir dreyrar drjúpa á döggu slunginn, goðum vígðan svörð. Þeirfalla á hnébeð: fjórmenningar kijúpa ogfremja tryggðaeið á særðrijörð. Þágrunareinn aðjötð sé bölvi blandin, og bræðralagið rennur út ísandinn. Höfundur er prófessor viö Edinborgar- háskóla. , GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR Þáttaskil Þær eru nú óðum að hverfa gömlu konumar sem helguðu líf sitt austurlenzkum trúarbrögðum og þjónuðu bónda sínum í auðmýkt til borðs og sængur. Þær ólu böm sín með þjáningu — eins og skrifað stendur — án þess áð fá notið forleiksins sem honum einum bar. Þær stíga nú fram í sviðsljósið ungu konumar sem slitið hafa fjötrana og rofíð hlekkina — snúið meyjarmyndinni að veggnum eða tekið hana niður. Því þær em ekki lengur skapaðar úr rifí karimannsins sem guð skóp í sinni mynd heldur ávöxtur árþúsunda þmunar — eins og hann. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.