Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 31
Mamma hrærði í potti eins og hún væri foxill út í vellinginn sem kraumaði í honum. Þú veðjar á rangan hest, sagði hún. Ein spurning, Kalli: Hvað langar þig að verða? Hvað langar þig að læra? Ég veit ekki, mamma. Kannski hagfræði eða viðskiptafræði. Mister Krís segir að við- skiptafræði sé meiri háttar. Ég meina, þá getur maður valið úr stöðum. Eða lög- fræði. Hún er æði. Æði? endurtók mamma. Ég skil þig ekki. Ég meina: Það er ágætt nám. Þú nefnir ekki íslenskuna. Maður þarf ekki að læra hana. Maður kann hana bara. Mamma var sárreið. Hún henti sleifínni í vaskinn og grauturinn slettist upp um hann allan. Ekki sýnist mér það á einkunninni, sagði hún og var heldur myrk á svip. Ég meina... að tala íslensku. Það er þessi hallærislega málfræði... Þvættingur. Þú kannt ekki að tala góða íslensku svo þér veitir ekkert af að læra. Hlustaðu nú á mig, Karl minn Þórhallsson. Ef til vill langar þig að verða stjómmálamað- ur. Þá þarftu að geta komið fyrir þig orði. Ef til vill... Stjómmálamaður, greip Kalli fram í. Nó vei. Mamma leit á hann, síst blíðari á mann- inn en áður. Fyrirgefðu, flýtti hann sér að bæta við. Ég ætlaði ekki að segja nó vei heldur útilok- að._ Ágætt. En ertu ekki á kafi í alls konar félagslífi? Ef málfarið er ekki betra þar en hér heima, þá er það hræðilegt. Það er næstum sama hvað þú verður, Kalli minn, þú þarft alltaf að beita málinu. Og mundu nú eftir því sem ég segi: Allt tungutak þitt um ókomna framtíð dregur dám af því máli sem þú talar í æsku. Þú getur reynt að temja þér annað og vandaðra málfar en þér tekst aldrei að losna alveg við æskumál- ið. Ef þú segir „sko“ og „semsagt" eða „altso" og „meina“ í annarri hverri setn- ingu, þá heldurðu því áfram til æviloka. Þó þú einsetjir þér að útiloka þessi orð þarf ekki nema andartaksgleymsku til að þau hijóti út úr þér. Taktu eftir hvað það er hvimleitt þegar talað er svona í útvarpi eða sjónvarpi. Kalli. Það fer hrollur um mig að hugsa til þess. Þetta gengur ekki. Ég þarf að ná tali af kennaranum þínum. Kalli veinaði. Ertu eitthvað verri? Eins og ég sé vand- ræðaunglingur. Mamma mín, ekki... Hann var vægast sagt aumkunarverður. Þá tala ég við Grím. Bið hann að taka þig í aukatíma. Hann er alltof strangur við mig. Maður má ekki segja bara eða sosum fyrir honum. Ja, nú ber nýrra við. Ég man ekki betur en þér þætti vænt um hann meðan hann kenndi þér. Hann er fínn fyrir smápatta. En maður fær ekki að tala eins og unglingur fyrir honum. Það var ekki laust við að Kalli væri æst- ur. Jæja, jæja, sagði mamma róandi. Ég skal bíða nokkrar vikur. En ef þú bætir ekki ráð þitt tala ég við hann. Og gefðu þér svo tíma næstu kvöld til að lesa með mér góða bók. Mamma. Eins og ég sé smápatti. Hvaða bók? Laxness, Ólaf Jóhann, Þórberg. Ekki verðlistann þinn? Þau hlógu bæði. Mamma hafði nýlega bent honum á hroðalegt málfar í þýddum verðlista. Um vorið fór Kalli með foreldrum sínum upp í Borgarfjörð. Þau byijuðu á því að aka framhjá bænum þar sem mamma var fædd og móðir hennar hafði búið, fyrst með bónda sínum en síðan ein, öll sín mörgu ekkjuár. En í stað þess að gleðjast varð þeim svo hverft við að ferðin varð ekki lengri heldur flýttu þau sér í bæinn og sögðu ekki auka- tekið orð það sem eftir var leiðarinnar. Enn liðu nokkrar vikur. Það hafði orðið lítið úr lestri hjá þeim mæðginum. Og ekki urðu heyranlegar breytingar til batnaðar á málfarinu hjá Kalla. Mamma var kvíðin, ráðfærði sig við pabba og hugsaði mikið. En kom sér ekki til að hringja í Grím. Svo var það kvöld eitt að hún beið eftir Kalla með matinn. Þegar hann birtist um síðir var henni farið að renna í skap. Hann hafði lofað að koma heim á réttum tíma. Hann kastaði af sér hamnum í anddyrinu og kom móður og másandi inn í eldhús, kafrjóður í framan. Hálftíma of seinn, sagði mamma. Sorrí. Mamma hnyklaði brýnnar um leið og hún skenkti honum fisk og kartöflur. Kalli hlammaði sér í stólinn og spurði: Pabbi ekki kominn? Nei. Hann vinnur eitthvað frameftir. Vá. Ætli hann hafi ekki bara laumast á völlinn? Kalli. Þetta er ótuktarlega sagt. Drengurinn leit á mömmu sína, undrandi á hörkunni í málrómi hennar. Mamma, hrópaði hann. Ég var að djóka. Pabbi fer ekki á völlinn án þess að lofa mér með. Borðaðu nú, sagði mamma og var svo ekkert mildari í bragði. Eftir skamma þögn spurði hún: Komstu við hjá Bjama? Bjami var þjálfari hans í sundi og nábúi þeirra, nítján ára íþróttagarpur. Já. Hann ætlar með okkur mister Krís upp í Breiðholtslaug. Kalli. Þú fórst í sund í dag. Þú átt eftir að læra. Ég meika það. Það er svo gaman í bfl með Bjama. Þá er nú pinninn kitlaður. Púll spítt ef ekki sést til koppa. Dyrabjallan lét í sér heyra. Það er mister Krís, sagði Kalli og flýtti sér fram til að opna fyrir gestinum. Mister Krís var enskur drengur sem hét í rauninni Kristján Horlett. Móðir hans var íslensk, hafði misst manninn og var nú kom- in heim með son sinn, ótalandi á íslenska tungu. Hann var í bekk með Kalla. Mamma bauð honum að borða. Svo fór hún að tala ensku við drenginn. Kalli leit upp, dálítið hissa. Mamma hans hafði aldrei talað ensku við Kristján. Hann þarf að læra íslenskuna, hafði hún alltaf sagt. Kalli hafði ekki gert sér grein fyrir því að hún kynni ensku, Della, að sjálfsögðu hlaut hún að kunna ensku, stúdent og vann hjá innflutningsfyrirtæki. Kalla fannst hún dálítið undirfurðuleg á svipinn. Þau Kristján hlógu hvort í kapp við ann- að. Kalli hafði ekki hugmynd um hvað þeim þótti svona skemmtilegt. Mamma virtist ekki taka eftir syni sínum. Allt snerist um mister Krís. Hún gaf honum kókómjólk með matnum, stakk meira að segja rörinu í fem- una áður en hún rétti honum drykkinn. En ég? hrópaði Kalli. Fæ ég enga kókó- mjólk? Hún virtist ekki heyra til hans. Kalli gapti af undrun. Loksins reis hann á fætur og náði sér í femu. Mamma hans og Kristján mösuðu látlaust. Þau létu eins og hann væri ekki til. Loksins skildist Kalla að Kristján þyrfti að haska sér. Kalli var ekki hissa á því, Bjami var áreiðanlega farinn að bíða. Ég þarf að læra, sagði Kalli og gerði sér far um að tala skýrt til þess að Kristján skildi hann. Ég má ekki vera að því að fara í sund. Sé þig á morgun. Kristján kinkaði kolli og þakkaði mömmu fyrir sig. Hún fylgdi honum brosandi til dyra. Þegar hún kom inn aftur fór hún að taka af borðinu. Hún kastaði mðunum og skellti hnífapörum í vaskinn. Svo þreif hún diskinn frá Kalla og fór eins að, nema nú henti hún ekki einungis ruðum heldur líka fiskstykki í ruslið. Sonur hennar hafði ekki lokið við að matast. Á meðan Kalli horfði alveg grandalaus á aðfarimar seildist hann í mjólkurfemuna til þess að fá sér sopa. En mamma hans varð fyrri til, tók femuna og henti rörinu, klippti homið af og þambaði úr henni. Kalli starði furðu lostinn á hana. Hún var ekki vön að drekka kókómjólk. Mamma, hrópaði Kalli. Hvað er að þér? Ég var ekki búinn að borða. Af hveiju tókstu mjólkina mína? Mamma hans kom af fjöllum. Ha? Ert þú þama, Kalli minn? Ég gleymdi að þú værir til. Væri til? Ég er orðinn tólf ára. Ég hef verið til í meira en tólf ár. Já, það er alveg rétt. Ég var búin að gleyma því. Þú ert að djóka, mamma. Hvemig get- urðu gleymt mér? Þú hefur aldrei gleymt mér. Þú átt mig. Hún brosti til hans. Já, sagði hún og var nú orðin eins og hún átti að sér, móðir sem mundi alltaf eftir stráknum sínum. Svo hélt hún áfram: Ég lét eins og þú værir orð sem væri týnt og tröllum gefíð. Ég lét sem ég myndi ekki eftir þér. Eins og þú mundir ekki eftir góðu orðunum sem við pabbi þinn notum alltaf... oftast. Hvaða góðu orðum? Ég gleymdi engum góðum orðum. Jú, Kalli minn. Fyrst gleymdir þú orði sem heitir að fyrirgefa. Líka orði sem heit- ir að afsaka. Hva, mamma. Ég gleymdi þeim ekki. Ég þurfti ekki á þeifn að halda. Jú. Þú notaðir bara annað orð sem ekki á heima hjá okkur. Þú sagðir sorrí. Ja-á. Við segjum alltaf sorrí. Nei, Kalli, ekki við heldur þú og krakkar sem þú ert með. Sorrí. Ég meina: Fyrirgefðu. Nei. Ég fyrirgef þér ekki strax. Og nú sagðir þú: Meina. Ég vildi að þú hefðir sagt: Ég á við. Svo sagðir þú: Djóka. Af hvéiju tókstu ekki til orða sem svo að þú værir að gera að gamni þínu? En mamma. Þetta segja allir. Nei. Þú minntist á mister Krís og áttir við hann Kristján. Mér fínnst við ættum að kalla hann Stjána. Þá er hann orðinn íslend- ingur í húð og hár. Stundum segjum við um bflstjóra sem ekur hratt að hann aki í loftinu. Svo virtist þú ekki vita að til væri orð eins og lögregluþjónn eða lögga. Og enn gleymdir þú að segja: Að gera að gamni sínu eða spauga. Heldur kaustu að nota enskt orð. Hver heldurðu segi spauga? Hann Grímur notar það iðulega. En varla krakkar, það er rétt. Svo sagðir þú nó vei í staðinn fyrir kemur ekki til mála eða frá- leitt eða af og frá. Kalli. Þú tókst eftir því að ég gleymdi góða íslenska drengnum og talaði einungis við þann enska. Hann sem var gestur og átti að vera gestur, hann varð mikilvægari en heimilismaðurinn. Eins fór um þig. Þú gleymdir góðu íslensku orð- unum en notaðir þau ensku. Þetta skiptir engu máli, mamma. Jú, það skiptir einmitt máli. Það skiptir öllu máli. Þótti þér ekki leiðinlegt að ég skyldi gleyma þér? Jú. En orðin eru ekki krakkar. Ertu viss um það? Þau eru ekki lifandi. Víst eru þau lifandi, Kalli minn. Spyrðu bara Grím. En það er enginn vandi að drepa þau. Það gerir maður á þann hátt að nota þau ekki. Na-auh. Jú. Þannig hefur farið fyrir mörgum orð- um. Þau dóu af því fólk þætti að nota þau, gleymdi þeim eins og ég gleymdi þér og kaus að taka útlendan dreng fram yfír þig. En mamma, að orðunum finnist leiðin- legt... ha? Jú, vertu viss, þau hafa mörg átt bágt þegar þeim var ljóst að fólk tók önnur orð, til að mynda ensk, fram yfir þau. Ég held þau hafi grátið sárt. Kalli hló sem snöggvast, nokkur vesæld- arleg hnegg, svo var það búið. Hann fékk sér nýja femu af kókómjólk en saug aðeins einn sopa, þá sagði hann líkt og við sjálfan sig: Þú ert að gera að gamni þínu. Ég sagði ekki djóka, mamma, tókstu eftir því? En ég er svakalega spældur. Svona smælki, svona lítil kríli, þau eru alveg ósjálfbjarga. Eins og ungamir í hreiðrinu. Maður hefður orðin í hendi sér. .. eða munni sér... og drepur þau áður en maður veit af... bara með því að nota þau ekki. Skyrpa þeim út úr sér, ha? Hann leit á mömmu sína. En þau deyja náttúmlega ekki í alvöm, ha? Jú. Fólki finnst stundum útlensk orð fínni og svo gleymir það góðu íslensku orðunum sem hafa gagnast okkur og glatt kynslóðum saman. Það hefur ekki samúð með orðum. Það þarf að segja fólki af þessu. Ég er að segja þér það, Kalli. En víkjum nú talinu að viðurstyggðinni sem við höfum aldrei fengið af okkur að minnast _á síðan við fómm upp í Borgarfjörð í vor. Ég á við hæðardragið fyrir ofan bæinn hennar ömmu þinnar. Þú manst að það var þakið lágum birkigróðri. Og blágresið óx um allt kjarrið. í jöðmnum vom geldingahnappar og lamba- gras, blóðberg og beitilyng. Manstu hvað þér þótti brekkan falleg? Já. En hún er ekki lengur til. Það er búið að skemma hana. Já, Kalli. Það er búið að skemma hana. Um leið og amma þín dó og jörðin komst í hendur á aðfluttu fólki fór það með ýtu yfir stóra spildu af brekkunni. Til hvers? Til þess að reisa þar minkabú — eða er það hænsnahús? Já, ég veit. Hvað hefði amma sagt? Við fömm nærri um það. Hún hefði orð- ið óhuggandi. Núna er gróðurinn ekki annað en nokkrar rytjulegar kræklur innan um illgresi sem hefur borist með erlendu fóðri. Sigurskúfur og netlubreiður fara ekki vel í brekkunni hennar ömmu. Mér fannst beitilyngið fallegast. Það hefur orðið að þoka ásamt blágresinu og lambagrasinu. Það hefur drepist. Það hefur orðið undir í baráttunni við netlumar. Þau em samt falleg, blómin á netlunum. Já. En netlumar særa okkur. Og drepa geldingahnappana okkar. Skilurðu hvað ég er að segja þér, Kalli? Já mamma. Heyrðu... Grímur frændi... Hvaða númer er hjá honum?... GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR Síðasti kossinn Það lék sér við ána lítill drengur. Leitaði aðsteinum — eins oggengur. Fleytti þeim yfír, fann svo nýja. Fallegu stígvélin vildi’ann vígja. Markaði lítil spor i sand, stikaði út — eigið land. í ánni var líka lítill strengur. Lúmskur stundum, en ekki lengur. Nú var sól og sumar og blíða, seinna má vænta kulda og hríða. Áin breytist — stækkar stundum, stórhættuleg, bæði mönnum oghundum. Árin líða — árín hverfa. Eldast þeir sem landið erfa. Tíminh er ekkert. Tíminn er allt. Tíminn er nokkuð sem ekki er falt. Lánið er hverfult, lukkan köld. Lífíð á morgun, miðju og kvöld. Maður á ferð í myrkrí og kulda. Á mínútu hverrí er fært til skulda. Tekjumar færðar í fremri dálkinn. Fastar er danglað í jálkinn. Vilann vantar, hvað skyldi’ann baga; víst mátt’ann muna betrí daga. Þó var ’ann vanur för að flýta þegar föðurhúsin mátt’ann líta. Stormurinn næddi og nísti að beini, norðangarrinn varð mörgum að meini Heimilið var fyrir handan ána. Á himninum grillti í stjömur og mána. Þeir voru á heimleið og horfðu fram veginn. Húsbóndinn trúði á mátt sinn og megin. Hundurinn settist, hræddur við strauminn. Hesturinn vild'ekki far’út íflauminn. :: Húsbóndinn réði og hikaði varla. Happalítið er mat sumra karla. Hann vildiyfír og hugðistþað megna, hesturinn nauðugur varð að gegna. Hér hélt út í ána feigur maður, hesturinn bjargaðist — óskaddaður. Þeir stóðust ei beljandi þungann í straumnum ogsteyptust ífossinn með klökugum flaumnum. Hundurinn sat þama og beið þar til birti, beljandi vatnsflauminn fyrirsér virti. Húsbóndi hans var horfínn í ána, hann var á honum stóra Grána. Áin kyssti hann síðasta kossinn en klárinn stóð skjálfandi neðan við fossinn. Höfundur er húsmóðir í Hafnarfirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.