Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 15
 Næturmynd af Lincoln Center. Til vinstri er leikhúsið New York State Theater, fyrir miðju er Metropolitan óperan og til hægri er hljómleikasalurinn Avery Fisher Hall. Á innsettu myndinni er höfundurinn meðal valkostanna þá stund- ina: Lucia di Lammermoor annarsvegar og D Trovatore hinsvegar. Uppsprettur tónlistarinnar - önnur af tveimur risastórum freskum Marc Chagalls i forsal Metropolitan óperunnar. Vika í Lincoln Center að er stutt starfsárið hjá sumum stóru óperu- húsunum í heiminum. I Metropolitan-óperunni í New York er það t.d. rétt um sjö mánuðir, frá septemberlokum fram í maíbyrjun. Ég komst því ekki á sýningu hjá þeirri frægu Lincoln Center í New York er menningarmiðstöð þar sem m.a. Metropolitan-óperan er til húsa og þar er aðsetur og hljómleikasalur Fílharmoníuhljómsveitar New York-borgar. Þetta er musteri hámenningar þar sem listamenn verða að vera á heimsmælikvarða til að hljóta samþykki og vera ráðnir, enda getur söngvari vart fengið betri gæðastimpil en samning hjá Metropolitan-óperunni. Fyrri hluti. EftirJÓN ÞÓRARINSSON stofnun þegar ég dvaldist í New York í viku seinni partinn í september. Fyrstu sýning- una bar að vísu upp á síðasta kvöldið sem við hjónin vorum í borginni, 26. september, en engin tök voru á að komast þar inn. Þetta var sérstök hátíðarsýning, haldin í góðgerðarskyni, og hver miði seldur löngu fyrirfram á verði sem að sögn fór allt upp í 1000 dollara. Sjálfsagt hefur málefnið verið gott, viðfangsefnið var vinsælt, „II trovatore" eftir Verdi, og söngvaramir frægir: Luciano Pavarotti (Manrico), Eva Marton (Leonora) og Sherrill Milnes (di Luna greifi). En „stjama" kvöldsins var samt án efa Nancy Reagan forsetafrú, heið- ursgestur þessarar sýningar sem var hin fyrsta á 104. starfsári Metropolitan-óper- unnar. Fyrr um daginn hafði Reagan forseti ávarpað allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna og vakti heimsókn hans þangað mikið um- tal í fjölmiðlum og sjálfsagt manna á með- al. Forsetahjónin gistu í New York á Wald- orf-Astoria-hótelinu, skáhallt yfír Lexington Avenue frá Loews Summit þar sem við hjón- in áttum samastað. Við urðum því mjög vör við þær truflanir og tálmanir á umferð sem lögregla og öiyggislið forsetans oili í kring- um hótelið. Ekki hefur viðbúnaður verið minni, ef að lfkum lætur, í kring um höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna. En blöðin sögðu að þetta hefði ekki verið nema eins og æfing fyrir allt það umstang sem fylgdi heimsókn forsetafrúarinnar í óperuna. Þótt ekki fengi fréttaritari Morgunblaðs- ins inni á þeirri skrautsýningu átti hann samt margar góðar stundir í Lincoln Center þessa viku og mun hér á eftir segja nokkuð frá þeirri starfsemi sem þar fer fram og kynnum sínum af henni. LincolnCenter Núverandi heimkynni Metropolitan-óper- unnar eru hluti af hinni miklu menningar- miðstöð sem ber nafnið „The Lincoln Center of the Performing Arts“. Þrátt fyrir nafnið er starfsemin ekki bundin listflutningi ein- göngu. Tónlistardeild almenningsbókasafns New York-borgar hefur þama álitlega að- stöðu og eru þær bækur og tónverk sem þar eru geymd á pappír eða á hljómplötum og segulböndum hátt í milljón talsins. Þama er líka aðsetur Juilliard-skólans. En höfuð- áhersla er lögð á tónlistarflutning, dans- og leiklist. Þijár aðalbyggingar standa kring um hellulagt torg með veglegum tölvustýrðum Leiksvið Metropolitan óperunnar er svið stórstjarnanna. Hér sijórnar hljómsveit- arstjórinnb Zubin Metha en Leontyne Price syngur. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 19. DESEMBER 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.