Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 41

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 41
Vasi ur hnsgrjónablöðum, handmálaður með blóma- skrúði Kashmír Heyjað úr vatninu Ljóðræn náttúrufegurð Framandi, heillandi staðir Er til paradís á jörð? Indversk þjóðsaga segir, að í örófi alda hafi dalur nokkur, i iðrum Himalayafjalla, verið hulinn vatni og djöfullinn hafí blundað í djúpinu! Að guðirnir hafi þurrkað vatnið að mestu UPP kramið djöfúllinn undir fjallinu helga „Hari Parbat“. Síðan hafí ríkt hér paradís á jörð. — Hvað sem þjóðsögunni líður, þá nefndu Múgalar — sem Indveijar rekja menningu sína til — dalinn „Kashmír eða paradis“. Múgalar fiúðu til Kashmír, undan steikjandi sól- bnma indversku sléttanna og stofhuðu hér borgina Srinagar eða „helgiskrínið í dalnum“ — ræktuðu garða i stöllum upp með öllum hlíðum, „Shalimar eða ástargarðana". Ljóðræn náttúrufegurð Hvort sem þú nálgast Kashmír úr lofti eða eftir vegi, hlýtur nátt- úran að heilla þig. Vötn, þakin vatnaliljum; dalir, vaxnir villtum orkídeum; fossandi ár eftir grósk- umiklum fjallshlíðum — risavax- inn greniskógur upp að jökulrót- um, sem geymir hlébarða og skóg- arbirni — og hvíta fjallstinda ber við himin, svo háir að þér finnst, sem þú hafir aldrei séð fjöll áður — allt umvafið sólargeislum. Orð Sjá næstu síðu. Konur í hátíðabúningi, með indverska silfúrskartgripi -Má bjóða þér blóm- er kallað frá vatninu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.