Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 30
Samúð með orðum Á dögunum var drengur nokkur heldur betur tekinn í karphúsið. Það var móðir hans sem gerði það. Þegar drengurinn, sem við skulum nefna Kalla, var á ellefta ári var hann duglegur „Nei, mamma, hann er ókei. Ég meina, þá var ég ekki í sundi. Það er ekki hægt að gera allt. Pabba finnst líka fínt þegar mér gengur vel í fótboltanum. Eg meina, maður þarf að velja.“ SMÁSAGA eftir JÓN DAN nemandi. Einkum gekk honum vel að læra íslenskuna. Sjálfsagt var það mest að þakka móður hans, við köllum hana Kristínu, og þó ekki síður kennaranum, Grími Karls- syni. Þó að Kalli mæti hann mikils var ekki þar með sagt að Grímur væri besti kennar- inn í skólanum. Hann var of gæflyndur til að halda aga í bekknum. Þeir sem nenntu ekki að læra höfðu boð hans að engu og komust upp með það. Ástæðan til linkindar hans gæti verið sú að öðrum þræði þótti honum dálítið gaman að kjamgóðum slang- uryrðum. Á meðan hans naut við fór Kalla vel fram. Við hann var fræðarinn ómildur og sparaði ekki leiðréttingamar, þætti honum þörf á þeim. Stundum fannst Kalla hann ávíta sig oftar en aðra krakka sem gekk þó verr að læra. Við það var Kalli ekki sáttur. Það er af því hann finnur að þú hefur áhuga á náminu, sagði manna. Þess vegna þykir honum leiðinlegt að þú skulir láta þér um munn fara óvandað mál. Hún tók þetta nærri sér því sjálf hafði hún gott tungutak og gerði sér far um að innræta Kalla fallegt málfar. Grímur var góðkunningi hennar. Þau voru sveitungar og auk þess frændsystkin. Hún sagði ekki frá því að Grímur hefði hvíslað að henni að strákur væri efni í góð- an íslenskumann. Og hvað var til marks um það? Jú, Kalli hafði í stíl um sjálfvalið efni skrifað um strákagengi í hverfínu og notað sex orð um hópinn. Aldrei endurtekið sama orðið. Ennfremur verið óspar á sagn- ir þegar hann sagði frá ráfi þeirra um fjömr í leit að flöskuskeyti. En hann slettir, hafði frændi hennar bætt við og hleypt í brúnir. Mamma hafði jánkað og viðurkennt að ef til vill væru þau pabbi hans ekki nógu iðin við að benda syni sínum á það sem miður færi. Eða hvaða slettur notar hann? hafði hún spurt. Þessar algengu hjá krökkum núna, svar- aði kennarinn, fíla og fríka og þess háttar. Meira að segja kemur fyrir að hann skreyt- ir ræðu sína með afleitum gömlum syndum eins og sko og altso. Það er ekki gott. En hann sér vonandi að sér. Frænka mín góð. Þegar þú verður þess vör að hann finni til með íslenskri tungu skaltu vera reiðubúin að liðsinna honum. Finni til? spurði húrt. Hvemig á ég að komast að því hvort hann finni til með íslenskri tungu? Áttu við hvort hann hafi málkennd? Ekki eingöngu. Hvort hann hafi samúð með orðum. Hún kinkaði kolli þó hún skildi hann ekki út í æsar. Hann sá það og hélt áfram: Er hann ekki viðkvæmur drengur? Grét hann ekki yfir hamstrinum sínum sem drapst? Varð hann ekki óhuggandi þegar kettlingurinn ykkar týndist? Eg man ekki betur en hann missti málið í viku eftir að páfagauksræksnið geispaði golunni. Nei, frænka góð. Hann á að fínna til með orð- um. Þá fyrst er honum annt um málið. Og þú átt að koma því til leiðar. Hún fómaði höndum. Frændi minn, hrópaði hún í algerri upp- gjöf. Ég sendi hann til þín. Nú leið hálft annað ár. Kalli var orðinn tólf ára. Kristín fylgdist vel með syni sínum. Eink- um gaf hún gætur að hvort þess sæist nokk- urt merki að hann fyndi ti! með íslenskri tungu. En það var síður en svo. Hann tók að sér vegvilltan kettling og hlúði að hund- kvikindi sem lék lausum hala í nokkra daga, gaf snjótittlingum korn um veturinn óg hafði um vorið gát á hreiðri undir þakskegg- inu svo að ungamir færu sér ekki að voða. Hann mátti í rauninni ekkert aumt sjá. En það var sama hvemig níðst var á íslenskri tungu að honum áheyrandi, henni misþyrmt viljandi eða óviljandi í fíölmiðlum eða — já, á heimilinu, Kalli sýndi engin viðbrögð. Það var ekki heldur von. Hann virtist hafa gleymt því sem Grímur kenndi h’onum. Námið varð út undan og þess í stað stund- aði hann íþróttir af kappi. Hann lék í þriðju deild í fótboltaliðinu í hverfinu og æfði sund fjórum sinnum í viku. Auk þess átti hann til að hanga í sjoppum og spila á Rauða krosskassana. Hann var innsti koppur í búri í ærslafullum strákaskara. Súð tíð var liðin að hann fengi góðan vitnisburð. Það mátti heita þakkarvert ef hann náði meðalein- kunn. Og þegar að því er gáð að hann var potturinn og pannan í ótal samtökum og félögum innan skóla og utan þá er það hreint ekki svo lítið afrek að sækja líka tíma í skólanum. Pabbi hans var hreykinn af frammistöðu Kalla í íþróttum. En. Kristínu fannst grát- legt að heyra hve málfari drengsins fór hrakandi. Þar dró hann dám af félögum sínum. Hún var í standandi vandræðum en hugs- aði mál sitt og.beið eftir hentugum tíma. Svo var það einu sinni eftir jól að Kalli kom heim með einkunnirnar. Hann dauð- kveið fýrir að sýna mömmu sinni þær. Pabbi var ekki eins vandlátur, sjálfur íþróttagarp- ur á yngri árum og skildi því hve mikill tími fer í æfíngar. Auk þess hafði hann ekki eins næmt eyra og mamma. Mér ferst ekki að krítisera málfar, sagði hann oft og endurtók það hvað eftir annað þó brúnin þyngdist á mömmu. En þegar kemur að íþróttum, bætti hann við, þá getur strákur sko ekki reddað sér á neinu hundasundi. Þegar Kalli kom með einkunnimar til mömmu sinnar var hún að elda, nýkomin . úr vinnu. Hún lagði frá sér koppa og kimur og leit á blaðið. Kalla sýndist hún ekki taka eftir góðu einkunnunum sem voru þó til. Það var engu líkara en hún heðfí ratsjáraugu sem leituðu uppi lægstu töluna: Fjóra í íslensku. Hún varð dimm sem þrumuský í framan og spurði byrst: Hvemig stendur á þessari slæmu einkunn í íslensku? Sko, sagði Kalli og var óstyrkur, ég hafði aldrei tíma til að lesa. Ég meina, ég gat það ekki fyrir sundæfingunum. Og fótbolt- anum. Meðan Grímur kenndi þér fékkstu alltaf hærri einkunnir. Hefurðu lélegri kennara núna? Nei, mamma, hann er ókei. Ég meina, þá var ég ekki í sundi. Það er ekki hægt að gera allt. Pabba finnst líka fínt þegar mér gengur vel í fótboltanum. Ég meina, maður þarf að velja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.