Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 14
Langholtskirkja. Gott dæmi um íslenzka aútímakirkju, sem er í senn fallegt og sviphreint guðshús og gegnir vel sínu hlutverki sem starfsstöð kirkjukórs og safhaðar. Það var þáverandi húsameistari ríkisins, Hörður Bjamason, sem teikn- aði kirkjuna ásamt öðrum starfsmanni stofhunarinnar, Birgi Breiðdal. isstíllinn". Þekktustu kirkjur Gudjóns eru Hallgrímskirkja í Reykjavík, Akureyrar- kirkja, Kristskirkja í Landakoti og Laugar- neskirkja. Ekki bera kirkjur þessar allar þó órækt vitni þeirri hógværð sem mörgum finnst vera eitt sterkasta einkenni íslenskra kirkna af gamla skólanum. Auk þessara kirkna teiknaði Guðjón Samúelsson allmarg- ar einfaldar sveitakirkjur. Frá hógværð Til Ríkidæmis Kirkjur á íslandi — það eru þær eldri — eru hógværðin sjálf, hvort sem þær voiu reistar úr torfi, timbri eða steini. Um það má deila, hvort fátækt þjóðarinnar og skott- ur á byggingarefni hafí gert slíka hógværð nauðsynlega. Kristján Eldjám hefur komist svo að orði, að íslensku sveitakirkjumar muni vera „einna fáskrúðugust guðshús í samanlagðri kristninni og snauðust af minj- um, er gildi hafa sökum aldurs eða listar eða hvors tveggja". Allt að einu skarta kirlq'ur okkar helst lítillæti sfnu. í landi hárra fjalla þarf ekki stóra tuma, því að hversu stórir sem þeir eru geta þeir aldrei keppt við tuma sköpun- arverksins. í yfírlætislausri fegurð bera þær vitni hógværum kristindómi. Og það er ekki sfst hún, sem laðar menn til þeirra. Á sfðari árum og jafnvel áratugum hefur nokkuð breytt um svip. Með nýríkidæmi hefur einfaldleiki og hógværð vikið fyrir mikilli steinsteypu og stundum jafnvel um- deilanlegum íburði. Arkitektar virðast oft hafa gefíð sér lausan tauminn þegar kirkjur voru á teikniborði þeirra, þar var fi*elsi þeirra mikið, en oft og tíðum minna ígrund- uð hin guðfræðilega forvinna. Fyrir það líða margar nútímakirkjur hérlendis óneitan- lega. Hvað frelsið áhrærir, þá. féll það hins vegar listamönnum ekki í skaut í sama mæli, svo að framsæknir listamenn hafa sjaldan búist við að fá mikinn hljómgrunn meðal þeirra, sem með ráðin hafa farið inn- an safnaðanna. í nútímakirkjuarkitektúr gætir nokkurrar Qölbreytni hér á landi. Arkitektum, sem taka að sér að teikna kirkjur, er mikill vandi á höndum. Þeir hafa ekki við margbrotna hefð í íslenskum kirkjuarkitektúr að styðj- ast og þau áhrif, sem erlendis hafa verið jarðvegur fýrir mikla grósku í kirkjubygg- ingum, hafa aðeins náð að takmörkuðu leyti hingað til Iands. Af þeim sökum er nútíma- kirkjubyggingin á íslandi stundum tilrauna- kennd og fáimkennd. Það er auðvitað ekki sök neins eins aðila, heldur allra sem að kirkjubyggingum standa. Skilgreining á ætlunarverki safiiaðarins og þar með hlutverki kirlq'unnar er miklu flóknara mál nú en t.d. um miðja nítjándu öld. Á þeim tímum var hlutverk kirkjunnar mun gréinilegra, samfélagið einfaldara í sniðum, þörfin fyrir safnaðarstarf í þeim skilningi, sem nú er lagður í það orð, ólíkt minni. Ekki er verkefnið þó síður kreflandi og áhugavert nú, kannski einmitt hið gagn- stæða. Ein af nútimakirkjunum: Bjarnastaðakirkja í Nesjum í A-Skaftafellssýslu. Arki- tekt: Hannes Davíðsson. Hér er all kaldhamraður kirkjustíll; byggingarefhið stein- steypa, en málað á ómúrað, bæði að utan og innan. Kirkjan var vigð 1976 og tekur 150 manns í sæti. Silfrastaðakirkja í Skagafírði, byggð 1896 og undantekning frá hinu almenna kirkjulagi á síðustu öld, því hún er áttstrend. Auðkúlukirkja í Svínadal er einnig með sama lagi. í SiIGrastaðakirkju er altaristafía erfíir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð, krossfest- ingarmynd frá 1853. JAKOB JÓNSSON FRÁHRAUNI Syndaflóð í konungshöllum og kotungsbúð var kaldur dauðinn á ferð. Drukknaðra lík voru dreifð um löndin, dómur var genginn, djúpið geymdi syndugra þjóða sorgarsögu. En ^öllum ofar var fljótandi boig með úrval mannkynsins innan borðs. Og senn kom í skýjum hið skínandi tákn, blikandi fagur friðarboginn. .Priður milli himins og jarðar, friður milli Guðs og manna.” Þú synduga mannkyn, er samninginn raufet, svívirðir jörðina saurgar hafið eitrar loftið, og eldinn slekkur. Þegar þitt höfuð hnígur að grund, voldugir jafiit sem veikir falla,- hvar er þá Iíf, sem lifa mun lofoið um nýjan gróður á grundum, bamanna leik, blómanna skraut, gieðinnar söngva, sálma í kór? Engin erörldn, engin bjöigun né friðaibogi á fagrahveli. En frumur í sjóðandi sjó suður af Koibeinsey,- eru þær upphaf að lifi, sem þróast og þroskast um milljómr ára og aldir ótaldar, unz mannkyn nýtt fær að nema land á enduisköpuðum unaðsreitum gamallar jarðar, sem gróa fær „í friði milli pðs og manna, friði milli himins og jaiðar?“. Höfundur er fyrrum prestur i Reykjavík. LEO ÁRNASON FRÁ VÍKUM Hægt líður stund Hnígur hljóð í bæn elfan að ósi. Móðu slær á loft, kyrrð hvilir yfír foldu. Haustar að hníga svefnvana blóm á moldar svæfla. Söknuður fylgir stund. Stynur aldinn þungan í bæn um betri tíð, brjóst hans bifast hægt. Enn slær hjarta er Guð honum gaf, því skal áifram halda, en hafa hljótt því hægt líður stund. Höfundur er frá Víkum á Skaga og nefnir sig Ljón Noröursins. 14 /.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.