Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 20
 urðum við þijú. Það var Ragnheiður, sem líka ánetjaðist leikhúsinu. Lék reyndar strax í móðurkviði í sjálfum Shakespeare, fæddist svo 26. júní 1952 í Vestmannaeyjum. Ég var á næturvakt í bankanum, öil hugsanleg aukavinna var tekin til að safna peningum. Búið var að loka símstöðinni í Hnífsdal, svo ég gat ekki hringt heim tii pabba og mömmu til að segja tíðindin. Ég æddi þá um þetta musteri peninganna, sagði bændafólkinu hans Jóns Stefánssonar í stóra málverkinu á veggnum frá þessu, saltfiskfólkinu hans Kjarvals uppi á næstu hæð, öllum banka- stjórunum, sem komnir voru á striga þarna uppi. Engum brá við tíðindin, en ég er þó ekki frá því að Magnús heitinn Sigurðsson bankastjóri hafi blikkað mig. „Þannig að ekkert varð úr utanferð?“ „Það var ekki fyrr en 1956, sem við kom- umst. Vorum hálft ár í Kaupmannahöfn og fórum í leikhús flesta daga. Ég var í banka við nám og störf frameftir degi. Svo vorum við ýmist í útvarpinu eða á æfingum seinni hluta dags. Fórum svo líka til Stokkhólms og London. Þeir voru hálfgerðir guðir í augum okkar þessir útlendu leikarar. Heiða okkar var hjá afa og ömmu í Eyjum. Það var erfitt að vera án hennar svona lengi. I slíka langferð komumst við ekki aftur fyrr en 1974, dvöldum þá víða erlendis um árs skeið. Þá var Ragnheiður í leiklistarskóla í Bristol." LlSTRÆNAR TlLRAUNIR „En Leikfélagið lagði ekki upp laupana þegar allir fóru upp í Þjóðleikhús?" „Nei, sem betur fer. Margir vildu halda áfram starfi LR og það varð okkur til gæfu að Gunnar R. Hansen gerðist aðalleikari hjá okkur. En það voru margir og heitir fundir haldnir um það hvort LR ætti að starfa áfram. Mér bauðst að gerast leikari við Þjóðleikhúsið, en kaus frekar að halda áfram í bankanum og vinna á kvöldin í Iðnó. „Marmari" eftir Kamban var svo næsta leik- rit sem ég lék í. Sú uppsetning vakti mikla athygli og þótti stórvirki á þeim tíma. Ég var kosinn í stjóm LR 1953 og var það nær samfleytt í 25 ár. Formaður var ég víst í 15 ár. Það var mikill og góður skóli að vinna að málum leikhússins með mönnum eins og Lárusi Sigurbjömssyni, Þorsteini Ö. Steph- ensen og Brynjólfi Jóhannessyni, að ég tali ekki um góðu árin með Jóni Sigurbjöms- syni og Guðmundi Pálssyni, sem síðar gerð- ist framkvæmdastjóri. Við fengum litla opin- bera styrki á þessum ámm, höfðum lengi vel sama styrk og Karlakór Reykjavíkur,- 30 þús. á ári. Það þurfti því að reyna að halda jafnvægi á milli „kassastykkjanna" og hinna alvarlegu listrænu tilrauna sem allir leikarar kjósa frekar að vinna við. Það þótti fáránlegt þegar við tókum á fyrsta ári mínu sem formaður tvö framúrstefnuverk, „Sex persónur leita höfundar" eftir Piran- dello og „Beðið eftir Godot“ eftir Beckett. En LR varð fyrst leikfélaga á Norðurlöndum til að sýna það síðarnefnda. Þó þessi verk vektu athygli urðu ekki margar sýningar. Fjárhagurinn bjargaðist þó fyrir hom með „Grænu lyftunni" og „Delerium Búbonis" eftir Múlabræður. Þeir bræður og Agnar Þórðarson voru helstu íslensku höfundar Leikfélagsins á þessum tíma, en svo þegar Jökull Jakobsson kom fram með sín verk urðu tímamót í íslenskri leikritun." Sminkaði Og Púðraði HUNDINN „Áttu þér uppáhaldshlutverk frá þessum t.íma?“ „Ekkert einstakt, nei. A fyrstu ámnum lék ég ýmist unglinga eða eldgamla jálka. Mér er minnisstæður Candý gamli í „Mýs og menn“. Ég varð að fara beint úr bankan- um til að leggja maskann, punga undir augun, hmkkur, skalla og svo var hann ein- hentur. Það er líka það sem ég sakna stund- um.í leikhúsinu að mér finnst enginn þurfa að leggja maska lengur. En Candý gamli átti hund sem er drepinn í leikritinu. Við fengum fjörgamian hund í hlutverkið. Hend- rik Ottóson, fréttamaður, átti hann. Hundur- inn lék mjög vel. En svo dó hann, varð undir bíl. Sýning um kvöldið og góð ráð dýr. Einhver gat reddað hundi sem var miklu yngri. En viti menn, hann leyfði mér að sminka sig og púðra og svo sló hann í gegn um kvöldið! Ég má til að nefna eiturly- ijaneytandann unga í „Kviksandi". Helgi Skúlason leikstýrði. Helga Bachmann og Gísli Haildórsson léku með mér. Við lékum lengi í bænum og fómm svo út á land. Leiklistin er samvirk list, við emm háð hvert öðm og þurfum að treysta fullkomlega á hvert annað. í „Kviksandi" þurfti ég að detta úr talsverðri hæð í einhveiju dópkast- inu og varð að treysta því alveg að Gísli gripi mig rétt. Það brást aldrei, ella hefði ég stórslasast. Fyrir þetta hlutverk fékk ég Steindór sem organistinn og Margrét Helga Jóhannsdóttir sem Ugla í upp- færslu Leikfélags Reykjavíkur & Atóm- stöðinni eftir Halldór Laxness. Steindór í hlutverki sínu í Sveitasin- fóníu eftir Ragnar Arnalds, sem nú er á efhisskrá hjá Leikfélagi Reykjavíkur. „Skálholtssveininn" en það vom leiklistar- verðlaun úr minningarsjóði Soffíu Guðlaugs- dóttur, leikkonu. Þann sjóð hefur verðbólgan gert ‘að engu. Ég fékk einnig Silfurlampann fyrir sama hlutverk og í þá daga var verð- launaveitingin spennandi. Atkvæðagreiðsla og úthlutun fóm fram uppi á sviði í miklu hófi Félags íslenskra leikdómara.“ Ungur að árum lék Steindór í Hamlet og á þessu ári fór hann með hlutverk Plólóníusar í uppfærslu Leikfélagsins á Hamlet. GALTÓMIRSJÓÐIR „Það er búið að leggja þessi verðlaun niður. Finnst þér þannig viðurkenningar vera uppörvandi fyrir leikara?“ „Já, án efa. En ég kysi helst að þetta væm styrkir til starfs og utanferða. Sinnu- leysi leikarastéttaritinar og verðbólgan hafa séð til þess jtð þessir sjóðir em galtómir. Brynjólfssjóður, sem hann stofnaði til að styrkja unga leikara til utanfarar, hefur engar tekjur lengur og utanfararsjóður LR er á núlli. Ég tel náuðsyn fyrir leikara að komast fljótlega utan að námi loknu, kynn- ast list sinni erlendis og auka hugmyndaafl sitt og þekkingu. En auðvitað læra þeir mest á því að fá að vinna að verðugum verkefnum og með reyndum leikumm og leikstjórum.“ DAGSKRÁRSTJÓRIHJÁ Sjónvarpinu „Og svo fórstu í sjónvarpið?" „Já. Það gerðist næstum því á einum degi að ég var ekki lengur bankamaður heldur dagskrárstjóri Lista- og skemmti- deildar hjá Sjónvarpinu. Sami ráðherra réð bankamálum og menntamálum. Eftir 19 ár var ég hættur í banka þar sem ég var deild- arstjóri. Ég kunni mjög vel við störfin í bankanum og alla félagana þar. Það er hollt fyrir leikara að umgangast svona margt fólk, samstarfsmenn og viðskipta- Vini. Það var verið að undirbúa rekstur sjón- varps og 8 eða 9 mánuðum síðar byijaði ballið. En ég sat frekar illa í því — var bundinn í leikhúsinu og hafði ráðið mig á þeim forsendum að leikhúsið gengi fyrir. Það sýnir hvað maður vissi lítið um það starf sem framundan var. Frá því haustið 1965 þar til ég hætti hjá Sjónvarpinu 1968 vann ég satt að segja dag og nótt. Það var skemmtilegt og spennandi starf og þeir sem unnu þar fyrstu árin sváfu trúlega ekki mikið. Listaháskóli Til Að RJÚFA ElNANGRUN „Aftur í Iðnó?“ „Já, ég gerðist fastráðinn leikari þar. Ég var deildarstjóri í Seðlabankanum. Þegar ég var beðinn að gerast dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu lækkaði ég í launum og þegar ég gerðist „professional“-leikari lækkaði ég heilmikið í launum. Síðan hef ég ekki haft efni á því að skipta um starf.“ „LR rak Ieiklistarskóla hér áður fyrr, var ekki svo?“ „Jú, og þaðan hafa komið margir af þeim sem bera nú hita og þunga dagsins. Mér þótti gaman að kenna við skólann. Og vel líst mér á þær hugmyndir sem Birgir Isleif- ur setti fram um Listaháskóla íslands. Það yrði nemendum leiklistarskólans til þroska að ijúfa þá einangrun sem hætta er á að skapist í fámennum skóla. I slíkum listahá- skóla færu fram frjóar umræður um bók- menntir og aðrar listir — um heimspeki, trú, vísindi og siðfræði og allt það sem get- ur þroskað leikara. Og nemendur gætu kynnst enn betur öðrum listnemum og starfi þeirra og ættu þess kost að fá heimsóknir þroskaðra listamanna annarrar listiðkunar. Slíkt hjálpaði til að móta skilning nemenda og þolinmóð viðhorf gagnvart hvers konar listsköpun. Og það er líka mín trú að mikil- vægt sé að nemendur kynnist atvinnulífinu og fólkinu í landinu sem best. Tækifæri starfandi leikara til að umgangast aðra og blanda geði við fólk eru fá. Fimm til sex sýningar í viku, æfingar á daginn ... sami vinnuhópurinn með svipuð áhugamál. Þetta hefur sína kosti en getur skapað vissa ein- angrun." Nærvera Leikarans SkapandiAfl „Þú hefur trú á hinum ungu?“ „Já, við eigum marga unga og velmennt- aða leikara. Þá þyrstir í tækifæri til að stunda list sína — „að hefja rödd sem á að óma lengi í annars minni, þó hún deyi um leið“. En mér finnst vanta umræðu um leik- húsið. Ég leyfi mér að lýsa eftir skoðunum ungu leikaranna. Hvernig vilja þeir hafa leikhús framtíðarinnar. Það sem var gott í gær þarf ekki að vera gott í dag og alls ekki á morgun. Það þarf að skapast mögu- leiki fyrir meira rannsóknar- og tilrauna- starf í leiklist. En þetta er mál sem leikarar þurfa að ræða í sinn hóp en ekki á torgum." „En hver er helsti munur á leikhúsi þeg- ar þú varst að byija og nú?“ „Það hafa orðið miklar breytingar en engar stökkbreytingar. Eitt af því sem að minni trú gerir leikhúsið eilíft er að kynslóð tekur við af kynslóð — keflið gengur hönd úr hendi og samhengið verður ævarandi. Skemmtilegasta breytingin er ef til vill sú að tækifæri hafa víða skapast til að leika í meira návígi við áheyrendur. Hið gamla form leikhússins er brotið upp og sú breyt- ing ásamt þessari miklu nærveru leikarans verður skapandi afl í sjálfu sér. í gamla daga fékk ég martraðir á nóttunni. Dreymdi að leikstjórinn hefði snúið öllu við, leikið væri uppi á svölum en áhorfendur sætu á sviðinu. Nú er þetta enginn martröð lengur. Ekki má gleyma þeim framförum í beitingu ljósa og áhrifahljóða sem hafa orðið.“ Leikbrúður í Höndum Leikstjóra „Leikstjórar? Þeir hljóta að vinna með ólíkum aðferðum?" „Það er hollt fyrir leikara að kynnast ólíkum aðferðum. Ungir leikstjórar eru auð- vitað börn sinnar samtíðar og þyrstir í að prófa eitthvað nýtt. Ég þykist finna mun á leikstjóm þeirra sem sjálfir eru leikarar og þeirra sem eingöngu hafa lagt fyrir sig leik- stjómarnám eða þá koma frá kvikmyndum til starfa í leikhúsinu. Framsetning leikverka er sjónrænni en áður. Raunsæið er ekki leng- ur í fyrsta sæti og stílfærslur djarfari, það gætir áhrifa frá myndlist og kvikmyndum. Eitt sinn tröllriðu hallandi gólf í leikmyndum og þær jafnvel frekar sjálfstæð myndverk en þáttur í leiksýningu. En ég hygg að áhorfendur hafi fylgt þessari þróun og kunn- að að meta hana. Leikhúsið hefur alltaf verið að breytast og á að gera það. Þarna eiga djarfir leikstjórar stóran hlut, en leikar- inn verður samt sem áður alltaf það skap- andi afl, sem leikhúsið byggir á. Erlendis hefur aukist umræða um það sem þeir kalla „ofurvald Ieikstjórans“ og em t.d. skarpleg- ar athugasemdir ungs leikara, Simon Callows, í bók hans „Being an actor" til marks um það. Keve Hjelm, eldri leikari sem er nýráðinn rektor leiklistarskólans í Stokk- hólmi, segir að leikarar séu að verða „pensl- ar og litatúbur og leikbrúður í höndum leik- stjóranna sem endursegi aðeins hugsanir og hugmyndir þeirra — regimaskiner — regiteater, kallar hann þetta fyrirbrigði og vill að leikarinn verði sjálfstæðari og taki sjálfur áhættu. Það hefur færst í aukana hjá okkur seinni árin, að leikstjórar og leik- myndahönnuðir hafi fyrirfram ákveðið sín á milli, hvemig hver leikari skuli útfæra hlutverk sitt. Strax er komið með búninga, jafnvel gervi... þetta em fötin, þessi hatt- ur, þessi gleraugu, þetta skegg, gjörðu svo vel. Áður fyrr fór maður að fást við gervið og velta fyrir sér búningum í samráði við Ieikstjóra og leikmyndahönnuð, þegar per- sónan tók að mótast á æfingum. Ekki vil ég alhæfa, kannski fellur öðmm þessi vinnu- máti vel og sjálfsagt er að treysta leikstjór- um fram í rauðan dauðann - en eitthvað af áhættu og spennu leikhússins tapast." lífafsínu lífi... „Er erfitt að vera leikari?“ „Það hefur oft verið erfitt að vinna þetta sérstæða starf í öllum þrengslunum í Iðnó án árekstra. Einn vaskur, eitt klósett. Hóp- urinn hefur sannarlega þurft að hafa til að bera mikinn andlegan þroska og sið- fágun!... Þama þarf hver að vera oní öðr- um. Leikaranum er áskapað að gefa persón- um leiksins líf af sínu lífi. Það getur verið mikil krafa þegar kemur jafnvel inn að kviku okkar sjálfra. Allir eiga sér leynihólf innst, sem þeir kjósa ógjarna upp að ljúka.“ „Og svo flytjið þið vonandi í Borgarleik- húsið á næsta ári. “ „Já, og tilhlökkunin er mikil hjá öllum. Leikhúsið verður fullkomið og fagurt. Tvö leiksvið, sem opna nýjar víddir — nýja mögu- leika. Loksins hægt að starfrækja barnaleik- hús. Og svo má leika og syngja og dansa á mörgum stöðum í húsinu. Én leikhús verð- ur aldrei betra en listamennimir sem þar starfa hveiju sinni, hversu fullkomið og vel búið sem það er.“ 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.