Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 23
vænir að koma og tala við mig, ég er við allan daginn. Nú kastaði ég upp. Á eftir nuddaði ég andlitið upp úr köldu vatni og fór svo á þingið og,reyndi að einbeita mér að efninu og jafnframt að forðast strákana sem ég reyndar vonaði að vissu ekki neitt. Strax og þingi lauk þann dag tók ég leigubíl til staðarins án þess að hugsa mik- ið um á hverju ég gæti átt von. Kaffihúsið reynist mjög rólegt, svalt og ekki of bjart. Enginn hávaði, hvorki útvarp né sjónvarp, aðeins blöð, tímarit, kaffí og kökur. Ef þjón- ustufólkið væri ekki allt svart væri hægt að hugsa sér að kaffíhúsið væri í borginni sem við stunduðum nám í. Stór og sterklegur negri kemur _á móti mér og hjálpar mér úr yfirhöfninni. Ég segi honum að frúin vihi tala við migj Hann kink- ar aðeins kolli. Eg sest með blað og bið þungbúna negrastúlku um kaffi. Ég fæ ekkert andsvar. Ég sit rólegur, lít ekki í kringum mig en hlusta. Ég heyri ekkert markvert nema að dyr allar eru þungar og falla þétt að stöfum. Það er ekki fyrr en ég hef lokið við kaffíð og lagt frá mér blað- ið að stóri surtur kemur aftur og biður mig að fylgja sér. Hann gengur í áttina að dyrun- um sem ég kom inn um og þar áfram upp tröppur. Þar eru dyr sem á stendur: Aðeins fyrir konur. Við fórum ekki inn um þær heldur um aðrar þar til hliðar inn í lítið forherbergi og þar benti hann mér á dyr og yfírgaf mig. Ég knúði dyra og gekk inn og kom þá inn í herbergi með gluggum sem sjá má út um en ekki inn. Ég tók eftir þess- um gluggum þegar ég kom inn á kaffíhúsið en ásýnd þeirra var svo líflaus að ég hugs- aði ekki meira um það. Það sést greinilega fram í salinn sem ég sat í. Ég lít viljandi til hliðar og sé þá jafn greinilega inn en nú sé ég hana. Hún snýr við mér baki, í blá- grárri vel sniðinni dragt, hálfháum skóm, grönn. Hún stendur við glugga hinum meg- in í herberginu. Ég sé ekki hvað er þar fyrir utan, hvort það er húsagarður eða eitt- hvað annað. Hún lítur ekki við, virðist niður- sokkin í hugsanir sínar eða það sem hún sér. Ég stíg tvö skref áfram, að stóru skrif- borði og sé þá út um gluggann. Hann snýr út í vinnslusal, eldhús, bakarí... Þá snýr hún sér við. Mér sýnist hún algjörlega ómál- uð. Helmingur andlitsins er ljósari en hinn, annað augnalokið þyngra og hálfur munnur- inn slappari. Ég sé strax að það er langt síðan aðgerðin var gerð, það er allt vel og slétt gróið, en augljóst samt. — Fyrirgefðu, það var ekki fyrr en í gærmorgun að ég sá myndina í blaðinu að ég sá að það var á meðal ykkar maður sem ég kannaðist við. Manstu eftir mér? - Nei. Hún lítur á mig, rólega, ég leit niður áður en hún leit svona ákveðið til min. Það hefði ég ekki átt að gera. — Rúm tuttugu ár eru kannski langur tími, en samt ekki svo langur. Þú manst ekki neitt, það er best fyrir þig. Ef þú ferð eitthvað að þusa er ekki víst að kona þín verði glöð þegar þú kemur heim. Ekki eitt orð, ég kemst að því strax og þú segir eitt- hvað. Þið, þessir unglingar með aura í vas- anum, ruddust inn í lff okkar, inn í heim og höguðuð ykkur eins og þið hefðuð ein- hvem rétt sem þið höfðuð ekki. Þið vorað aðeins gestir. Gestir, sem nutuð kurteisi á meðan heimsóknin varði, en ekki lengur. Það var ósæmilegt að gera sig heimakom- inn. Þeir sem gerðu það áttu á hættu kulda- lega afgreiðslu. Kaida afgreiðslu. Mér var farið að líða illa og ég tvísté þar sem ég stóð. — Ég hef ekkert meira að segja. Þú þarft ekki að greiða kaffíð. Ég sný mér við, og þá blasir hann við mér sérsalur kvennanna. Þær sitja og era niðursokknar i að skoða blöð. Ég tek nú eftir að gólfíð sem ég stend á er lægra en gólf kvennasalarins, liti einhver þeirra upp væri augnhæð okkar næstum sú sama. — Þú getur beðið Jósep að kalla fyrir þig á bíl ef þú vilt ekki ganga. — Ég ætla að ganga. Ég sneri mér við og gekk aftur niður í salinn. Jósep hjálpaði mér í yfirhöfnina. Mér fannst óþægilegt þegar sterkir' armar hans lukust um mig. Hann muldraði eitthvað og ég gekk út. Það gátu verið lögreglunjósnar ar einhvers staðar svo ég gerði migjglaðan 1 framan og flautaði lítinn lagstúf. Eg leit- aði ekki eftir þeim en skoðaði í búðarglugga. Ég gætti þess að drekka litið i hanastéls- boðunum sem eftir vora og fór yfírleitt snemma heim ef ég fór eitthvað með strák unum. Mér kom Órælqa Snorrason oft í hug en gætti þess að minnast ekki á hann. Við- kvæmur ungiingur hafði séð ljóslega fyrir sér atburðina í hellinum Surti. í martröð- inni hafði Órækja svip af mér en Þorsteinn langabein orðinn svartur í framan. Höfundur er rilhöfundur og býr í Kópavogi. L J O Ð H O R IM Mynd: Eva Benjamínsdóttir Kringum Grettíssögu að er í mikinn sjóð að sækja, þegar hugað er að ljóðum, sem kviknað hafa af efni Grettis- sögu. Hér nægir að nefna ljóð eftir Matthías Jochumsson, Stephan G. Stephansson, Einar Benediktsson og Jakob Thorarensen og samúð skáldanna er með Gretti, Illuga og Ásdísi, breytni þeirra er aðdáunarverð; það er „ógæf- an“ sem veldur meinlegum örlögum Grettis og hetjudauða Illuga. Matthías orti heila bók út af Grettissögu (Grettisljóð, ísafírði 1987) og hefur að henni eins konar form- ála, felldan í bragarskorður að sjálfsögðu. Þar era þessar vísur meðal annarra: Því hefír enginn, þjóð mín, fyr þetta efíii reynt — jeg spyr — sungið þennan sektar-óð, sögu vorrar dýpstu ljóð? Veit jeg sagan öll er ýkt, efnið þó með speki vigt, fullt með ramman Urðar-óð, örlög vor og hjartablóð. Sjá hér landsins fomu frægð, ijör og hreysti, vit og slægð, mæðu-slysa mögnuð rök, meinvættanna glímutök. Yfír Grettis glæfra-ról glóði lands vors foma sól; þegar hetjan hneig á slóð, hvarf hún undir, rauð sem blóð. — Ætli önnur íslendingasaga hafí betur náð eyrum alþýðu manna en Grettissaga? Hér fara á eftir þijú ljóð, sem eiga rætur í sögunni, hið fyrsta eftir Jón Böðvarsson (f. 1930) og birtist í Hnoðram 1974: Sekt Fegurð blárra fjalla verður köld fjarðarprýðin veldur hugarkvöl. Við langeldana draumar þínir dvelja — ef Drangey er þinn eini griðarstaður. Þessi vísa er án ríms, en stendur í ljóðstöfum, og hrynjandi hennar er býsna regluleg. Vísan hefur almenna skírskotun þótt sprottin sé úr sögnum af útlegð Grettis í Drangey: ef mönnum er á einhvem hátt reistar slíkar skorður, að þeir eigi fárra kosta völ, er líf þeirra óbærilegt. Þá dvelja menn í draumum sínum við þann langeld sem þeir þrá og njóta einskis. En þessar línur má lika túlka á þá lund, að draumar manna séu svo lágfleygir, að þeir geti aldrei slitið sig frá langeldunum. I Grettisbúri eftir Hannes Pétursson er af öðram toga, efnið sótt í söguna eftir að Þorbjöm öngull hefur vegið Gretti í Drang- ey og flutt heim í Viðvík höfuð hans: í Grettisbúri Tunglið fölt um opinn skemmuskjá skímu sló. Á hlemmi lá að vegg rauður haus með rotið skegg, og glennt rifíð auga salti brennt, og skurð sverðs í eyra. Opnar ÖnguII hurð. Moldarfnykur, myrkur. Hægt hann fer meyran stijúpa að tungli ber; í sár granir, augu og gisið hár sem fyrr grófu salti slær, og spyr. Mun nú glotta lengur hetja sú er svamm svalar öldur, bjamdýrshramm og tröll bugað gat, sem gisti fjöll, úr haug gripi bar, og ramman draug á nótt lagði að velli? Víkur Öngull frá. Tunglið gægist fölt um skemmuskjá. Formið er mikill galdur. Ljóðstafír piýða það og rímið er dulið að nokkru. Endarímið leynir sér ekki, en auk þess era línur bundnar saman þannig, að orð í línulok rímar við atkvæði litlu framar í næstu línu: skjá/lá; glennt/brennt o.s. frv. Enn ríma orð með nokkurra lína bili, og ekki skal gleymt hálfrími. I fyrstu línum er ljóðblærinn markaður dul og óhugnaði: rauð- ur haus í salti úti í skemmu, einn maður á ferð við skímu af tungli í einkar ógeðfelldum erindagerðum. Þetta ljóð nærist á andstæðum lífs og dauða. Annars vegar era rifjuð upp í örfáum orðum þau afrek Grettis, sem hæst er haldið á lofti í sögu hans og skópu þá hetjuímynd sem þjóðin vildi muna. Hins vegar er svo lýsing ljóðsins: „Á hlemmi lá að vegg/ rauður haus með rotið skegg ..." Ongull er sá sem ber uppi ljóðmyndina, gerandinn: „Opnar Öngull hurð.“ Hann spyr þeirra spuminga, sem við eigum að svara, og víkur svo frá. „Tunglið gægist fölt um skemmuskjá." Fyrsta lína ljóðsins er endurtekin með smábreytingum til að „loka“ því. Rímið i lokin veldur því að endurtekningin verður ennþá áhrifameiri og ljóðið órofa heild. Glaumur heitir annað ljóð eftir Hannes Pétursson. Glaumur Ég? Hvaða þörf í nótt. Nú má ég sofa Norðanstormur og él, brimsollið haf mun standa á verði, styrkara og meira en ég. Stiginn? Nei, hveijir angra mig sem hef að veija. brunn og hrút, hrörlegan kofa hálfgilding einn og mann, fírrtan hamingju, sjúkan, sverð hans og vofíi. Hver sækir nú heim þetta líf? Skammdegi, brim. Hví skyldi ég ekki sofa. Hér er vísað í hug Glaums, þegar þeir bræður sendu hann út til stigavörzlu óveðursnóttina, sem Þorbjörn öngull sigldi út í Drangey með aðstoð fóstra sinnar og komst upp á eyna vegna þess að Glaumur dró ekki upp stigann, eins og honum bar að gera. Ljóðið er eintal Glaums, rökræður hans við sjálfan sig. Hann svæfír samvizku sína, réttlætir fyrir sjálfum sér, að hon- um sé óhætt að bregðast skyldu sinni. Gæti ekki hugsazt, að þannig fari fleiram? Það var 1 sjálfu sér lítið verk að draga upp stigann, en vanræksla þess hafði mikla atburði í för með sér. Menn eiga að vera trúir yfír litlu sem stóra. SÖLVI SVEINSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.