Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 24
Fæðing Jesú séð með augum listamanna Fæðing Jesú var algengt og vinsælt myndefni fyrr á öldum og túlkun listamanna varð með tímanum mjö;g hefðbundin. A þessari öld hefur þjáning Jesú haldið áfram að vera yrkisefni listamanna, en í samtímalist eru hinsvegar fá dæmi um fæðingaratburðinn sem myndefni. Eftir ÞORGEIR ÓLAFSSON N ú á dögum eru jólamyndir listmálara ákaf- lega fjölbreyttar og reynt á ýmsa vegu að finna myndefni sem tengist jólunum. Jóla- myndir af sveitabæjum sem fennt hefur yfir eða af börnum með kerti o.s.frv. eru tiltölu- sjá má lýsa fyrir ofan jötuna í flestum fæð- ingarmyndum af Jesú. Frásögnina af stjörn- unni er hinsvegar að finna hjá Matteusi, Jjegar hann greinir frá vitringunum þremur. Á tímum frumkristninnar þegar fæðing Jesú varð til sem myndeftii þurftu listamennimir ekki að leita í hinum ýmsu textum Biblíunn- lega nýleg fyrirbæri. Allt fram á miðja síðustu öld má segja að allar jólamyndir listamanna frá ýmsum löndum hafi ein- skorðast við fæðingu Jesú. Þessi atburður hefur þó verið túlkaður á mjög mismunandi hátt í aldanna rás. í frumkristninni var ferð Jósefs og Maríu til Betlehem aðalmyndefn- ið. Það var sett upp svipað og í myndum af flóttanum til Egyptalands, nema hvað Jesúbamið var að sjálfsögðu ekki með. Annars voru myndir af för Maríu og Jósefs gjaman sviðsettar í heimabyggð málarans. I mynd eftir flæmska málarann Pieter Bru- egel, sem uppi var á fyrrihluta 16. aldar, má sjá ekta hollenskan smábæ um miðjan vetur. Þar koma María og Jósef til manntals- skrifarans á asnanum og með í förinni er uxi. Þessi tvö dýr finnum við síðan við vöggu Jesúbamsins í nær öllum þeim myndum sem greina frá þessum atburði. Sænska abbadís- in Heilög Birgitta, sem uppi var á þrettándu öld, greinir frá þessum dýrum í sínum rit- um, sem byggðust á vitrunum hennar. Biblíufróðu fólki er kunnugt að hvergi er minnst á þessi dýr í guðspjöllum Lúkasar. Hann nefnir heldur hvergi stjömuna sem „Fæðing“, 1910. Málverk eíti Marc Chagall. 24

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.