Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 6
Nýja testamenti Odds í veglegri útgáfii Oddur Gottskálksson varð fyrstur manna til að þýða Nýja testamentið á íslenzka tungu og eins og flestir vita, gerði hann það það við aðstæður, sem nútímamönnum þættu allt að því ófærar. Nýja testamenti Odds markar þáttaskil að öðru leyti vegna þess að bókin varð sú fyrsta, sem prentuð var á íslenzku og enn er til svo vitað sé. Nú er komin út á forlagi Lögbergs aðgengileg útgáfa á þessari tímamótabók fyrir íslenzka tungu, sem hún sannarlega var. Þýðing Odds er nú færð til nútíma stafsetningar og útgáfan er unnin í samvinnu við Hið íslenzka Biblíufélag, Kirkjuráð og Orðabók Háskólans. Hefur hópur valinkunnra fræðimanna og bókagerðarmanna tekið höndum saman um að gera þessa bók sem bezt úr garði. Má þar sérstaklega nefna orðabókarritstjórana Guðrúnu Kvaran og Gunnlaug Ingólfsson, Jón Aðalstein Jónsson forstöðumann Orðabókar Háskólans og síðast en ekki sizt Sigurbjöm Einarsson biskup, sem ritað hefur formála og hefur Lesbók fengið góðfúslegt leyfi til að birta hluta hans hér. Titilblað úr Nýja testamenti Odds frá 1540 fpttacrþthnya '&e({ament/3tfu Cþri{tt eigenltgoit> r OtaangeUabaetifaH flalpr pieOífaDi t PenDi/þíet (þcir mt/&em bHa poflulat rHfabt fpt ðllð mefí pttan fJtípuöa. þan eru nu b«r wtlo^D a Xlot rvnui(Bubitnlofð t DyrDar/ efí nlrtiuga* rtö til fípmDart öðluþíalpur. Þetta er hið nýja testament, Jesú Kristi eiginleg orð og evangelia, hver hann sjálfur predikaði og kenndi hér í heimi, sem hans postular og guðsspjallamenn síðan skrifuðu. Þau eru nú hér útlögð á norrænu, Guði til lofs og dýrðar, en almúganum til sæmdar og sáluhjálpar. vJelja má víst, að Ogmundur biskup hafi ekki tortryggt Odd um varasamar skoðanir, þegar hann ræður hann í þjónustu sína. Biskup er erlendis 1534 og fer þá einhverra erinda til Þýzkalands. Þá hefur hann þurft á túlk að halda og vel færum og dyggum fylgdarmanni. Ef til vill hefur Oddur þá orðið á vegi hans og tekið tilboði eða beiðni um að verða sveinn hans. Kannski er það Ögmundi biskupi að þakka, að Oddur hvarf til íslands.“ Oddur Gottskálksson Úr formála Sigurbjarnar Einarssonar biskups egar Oddur hefst handa um að íslenská Nýja testa- mentið er hann í Skálholti og gegnir þar störfum fyrir Ögmund biskup Pálsson. Heimildir um ævi hans þangað til eru óljósar um margt, meðal annars um aldur hans. Menn hafa lengstum talið hann fæddan um aldamótin 1500, en Jón Sigurðsson segir, að hann sé fæddur 1514 án þess að nefna heimild sína fyrir því. Jón Helgason, prófessor, hefur hins vegar fært æði sterk rök að því, að þetta sé nærri réttu. Hann benti á, að Oddur virðist gefa sér aldur- vottorð sjálfur í frumsömdum formálsorðum sínum fyrir Opinberunarbók. Þar kallar hann sig „ónýtan yngling" og er með þeim orðum að afsaka það, að hann fellir niður formála Lúthers á þessum stað vegna þess að honum þykir hann vera hvass og óvæginn um of. Hugsanlegt er, að. Oddur hafí átt -við það, að hann væri óreyndur eða ónýtur ungliði á baráttuvelli trúarinnar og guðfræðinnar og ætt'i því að fara hóflega í sakir. Það mun nú reyndar hafa verið í samræmi við skap- lyndi hans, hvað sem aldri leið. Og yngling gat hann varla kallað sig í bókstaflegri merk- ingu, þegar hann ritaði þetta, sé hann fædd- ur 1515, því þá er hann komínn vel á þrítugs- aldur. En því ólíkindalegra er þetta orðalag hjá manni, sem er kominn að fertugu. Hér skal ekki meira sagt en það, að mikil líkindi eru til þess, að Oddur hafí ráðist í stórvirki sitt af áræði og eldmóði hins unga manns. Víst er, að hann er kominn LSkál- holt 1535. Þá hafði hann verið að námi er- lendis í mörg ár, og lifað trúarleg hughvörf, háð innri baráttu, sem leiddi til gjörtækra úrslita í trúarlífí hans. Svo margar sem eyð- uraar eru í ævisögu hans, einkum framan af, er því meiri fengur að því að eiga frá- sögn hans sjálfs af þessum atburði, en henni hefur skilgóður heimildarmaður haldið til haga. „Hann undraðist það mjög með sjálfum sér, að hann kom sér ekki í skilning um þessi trúarskipti, er þeir kölluðu, svo margur vís og hygginn, er hneigðist þar til. Hann tók það til ráðs, sagði hann, upp á þijár nætur, þá allir voru í svefni, að hann fór af sæng sinni í einni saman skyrtu og bað Guð þess að opna sitt hjarta og auglýsa sér það, hvort sannara væri, þessir siðir ellegar það hið gamla, og gefa sér þar upp á réttan skiln- ing, með fleirum bænaorðum, og hvort sem hann blési sér í bijóst að réttara væri, það sama skyldi hann auka, fram draga og fylgja alla sína daga, svo lengi sem hann lifði. Að þessum bænum enduðum og þremur nóttum umliðnum, þá hafði hann sagt, að svo hefði verið um skipt fyrir sér, að hann hefði með öllu gleymt því gamla, svo sem hann hefði það aldrei heyrt og ekki grand af því vitað, en þar í móti hefði þetta allt opið fyrir sér legið.“ (Jón Egilsson: Biskupaannálar, Safn til sögu íslands, I, 76—77.) Ekkj er kunnugt, hvar Oddur dvelst þegar þetta gerist. En auðvelt er að skilja, að hann hafí ekki átakalaust snúist á sveif með rót- tækum nýjungum í kirkjumálum. Allir vitnis- burðir um hann benda til þess, að hann hafi verið fastlyndur maður, hógvær og gætinn. Og hann var biskupssonur. Faðir hans, Gott- skálk biskup Nikulásson á Hólum var norsk- ur, mikillar ættar, með kirkjuleg og veraldleg stórmenni hið næsta sér í frændgarði. Hann var um sína daga aðsúgsmikill og harðsnúinn handhafí biskupsvalds í voldugri kirkju. Móðir Odds, Guðrún Eiríksdóttir, var íslensk og átti einnig til auðugra höfðingja að telja. Tvær systur átti Oddur, aðra sam- mæðra. Meðal þeirra, sem í öðrum löndum hrifust af trúarskilningi Lúthers, voru reyndar tiltak- anlega margir synir presta. En flestir voru þeir af hinum lægri stigum og gráðum. Oddur var hástéttarbam með tryggt gengi og frama við óbreyttar aðstæður. Lítil bein kynni hefur hann haft af föður sínum, ef nokkur. Þó fer það eftir því, hve- nær hann er fæddur. Víst er að hann ólst upp í Björgvin í Noregi hjá föðurfrændum. Sagt er jafnvel, að hann hafi fæðst þar, en rétt- ara mun það, sem aðrir segja, að hann hafí verið sendur þangað í fóstur 6 vetra. Sé hann fæddur 1515 gerist þetta að föður hans látnum. í Björgvin hefur hann verið settur til mennta ungur og þar lýkur hann námi í góðum skóla. Faðir hans hefur ugglaust fremur ætlað honum að staðfestast í Noregi en hér á landi, enda fleiri og ríflegri kosta völ þar. Sú spuming hlýtur að leita á, hvers vegna Oddur lítur á sig sem íslending og hvað til þess ber, að hann hverfur til íslands, þegar hann hefíir hlotið norskt uppeldi og menntun og framast að því búnu í enn öðrum löndum. Þessu verður ekki svarað. En vart hefði hann mótast á þennan veg án þess að dveljast á íslandi að einhveiju ráði á mótunarskeiði en hann hefur ekki haft mikið ráðrúm til þess, sé hann rétt um tvítugt þegar hann er kom- inn í Skálholt og þá með vissu búinn að stunda framhaldsnám í Danmörku og Þýska- landi. Hann fær viðumefni, Oddur norski er hann nefndur og hefur sýnilega kynnt sig sjálfur eða verið kynntur með því auknefni fyrir konungi, þegar hann gengur á fund hans með sitt íslenska Nýja testamenti. Um það vitnar formálinn eða meðmælin, sem konungur lét hann fá til brautargengis um prentun og dreifíngu bókarinnar. Þetta viður- nefni hlýtur hann að hafa fengið á íslandi eða meðal íslendinga. Vera má að Oddi hafi verið stirt um tungu- tak á móðurmáli sinu, þegar hann kom hing- að til lands eftir langdvalir erlendis. Norskur keimur kann að hafa verið að málfari hans. Sagt er að hann hafí verið stirðróma og hef- ur mönnum komið í hug, að sú sé skýringin á því, að hann kaus ekki að gerast prestur. En það tvennt er íhugunarvert, að maðurinn, sem fékk þetta norska mark á sig, skyldi vera svo heill og hollur íslendingur sem Oddur var, og að enginn Norðmaður varð til þess að vinna hliðstætt verk í þágu norskrar kristni og tungu sem hann vann móðurlandi sínu. Það varð norrænu máli að aldurtila í Noregi. Og þegar Oddur fer að glíma við þýðingar á íslensku reynist hann ekki stirð- máll né málhaltur. Hann hefur sterk tök á móðurtungu sinni, mikinn orðaforða og beit- ir honum af ótvíræðu næmi og fími. Síðar festist annað viðumefni við hann, Oddur hinn spaki var hann kallaður, því hann þótti vitmaður mikill, framsýnn og for- spár. Þegar Oddur hafði lokið skólanámi í Björg- vin fór hann til Danmerkur og Þýskalands að leita sér meiri menntunar. Líklegast er, að hann hafi í þeirri för gert upp hug sinn í trúarátökum samtímans. Siðbótarhreyfingin hafði lítt látið að sér kveða í Noregi, þó helst í Björgvin, enda gætti þýskra áhrifa meira þar en annars staðar í landinu. Munkur einn tók að prédika lútherskan lærdóm þar í bæn- um árið 1527. Síðar komu aðrir til liðs við hann. Ögmundur biskup Pálsson skrifar bréf í Björgvin 1534 og segir þar, að margt sé breytt til hins verra í því biskupsdæmi (Páll E. Ólason: Menn og menntir, 1,213). Ekki verður fyrir það synjað, að Oddur hafí þegar í Björgvin lagt eyru við hinum nýja boðskap og tekið að hugleiða mála- vexti. En þegar hann er kominn suður á bóginn kemst hann ekki hjá því að sjá, að „margur vís og hygginn" tekur í þennan streng af alefli. Þar les hann bækur og rit- - linga, sem höfðu vakið marga til nýs skiln- ings á fagnaðarerindinu og köllun kirkjunn- ar. Og þar voru ekki vandfundnir menn, sem boðuðu það af brennandi áhuga, að nú skyldi kirkjan leyst úr læðingi. Þeir stefndu að vakn- ingu með alþýðu. En vakning til nýs trú- arlífs gat ekki orðið nema „Jesú Kristi eigin- leg orð og evangelía“ kæmust til skila og áhrifa. Nýja testamentið kom út á dönsku 1524. Kristján konungur 2., sem þá hafði verið hrakinn frá völdum og í útlegð, hafði snúist til lúthersku og lét þijá lærða ráðgjafa sína gera þýðinguna. Hún var óhöndugleg enda var danska varla orðin ritmál. En samt breiddist bókin um landið og er talin hafa ráðið miklu um það, hve siðbóíin efldist fljótt í Danmörku (P.G. Lindhardt: Den nordiske kirkes historie, bls. 100). Ögmundur biskup var vinur og stuðnings- maður Kristjáns konungs og hlýtur að hafa spurt þessa ráðabreytni og tiltekju konungs. En hvort tveggja varð yfír hann að koma: Sá konungur, sem hann hafði þegið biskups- dóm sinn af og bundið mestar tiyggðir við, og náinn skjólstæðingur hans hér heima, unnu hvor um sig það verk, sem hann hefur hvorugum ætlað og síst var honum að skapi. Telja má víst, að Ögmundur biskup hafi ekki tortryggt Odd um varasamar skoðanir, þegar hann ræður hann í þjónustu sína. Bisk- up er erlendis 1534 og fer þá einhverra er- inda til Þýskalands. Þá heftir hann þurft á túlk að halda og vel færum og dyggum fylgd- armanni. Ef til vill hefur Oddur þá orðið á vegi hans og tekið tilboði eða beiðni um að verða sveinn hans. Kannski er það Ögmundi biskupi að þakka, að Oddur hvarf til ís- lands. En vafalaust hefur biskup ekki aðeins vitað öll deili á Oddi, heldur hafa þeir kynnst áður. Ögmundur hafði neyðst til þess að sitja lengi um kyrrt í Björgvin í vígsluför sinni (1520—22). Þá hefur hann verið tíður gestur þess fyrirfólks, sem hafði Odd í fóstri og væntanlega gert sér títt um hann, því að hann átti Gottskálki biskupi gott að gjalda sakir meðmæla, sem hann hafði meðferðis frá honum til erkibiskups. Heima í Skálholti þurfti Ögmundur biskup að hafa dugmikið lið í kringum sig, því að hann hafði mikið á herðum. Völd hans og • umsvif voru þá meiri en nokkur annar íslensk- ur maður hefur haft fyrr eða síðar. Sem Skálholtsbiskup hafði hann þijá fjórðunga landsins undir og mátti heita, að hann hefði þar ráð hvers manns í hendi sér. Hann var stórauðugur sjálfur auk þess sem hann var umráðamaður hinna miklu eigna og ítaka dómkirkjunnar. En nú hafði hann til viðbótar fengið æðstu veraldarvöld í biskupsdæmi sínu. Ríkið var konungslaust í bili og horfur á ófriði. Þess vegna fól ríkisráðið norska bisk- upnum hér að fara með hirðstjóravald og hafa á hendi innheimtu og ábyrgð konungs- tekna. Þar á ofaii lét erkisbiskup vald sitt í þeirra hendur óskorað uns aftur kyrrðist um. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.