Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 29
„Ég sat um stund í sömu kapellu og fór með sálma, eins og ég var vanur fyrir kvöld- verð, og þá heyrði ég, eins og fyrir ofan mig eins konar hörpuhljóma, eða öllu heldur söng og þegar ég af öllu hjarta hlýddi á þessa himnesku hljóma og fór um leið með bæn, þá heyrði ég innra með mér, ég veit ekki hvernig, laghljóm ákaflega yndislegan frá himni, sem gagntók hug minn. Því hugs- anir mínar breyttust á sömu stund í eins konar söng, í sál minni braust fram söngur um það sem ég áður hafði hugsað, og sagt.“ H.vað í ósköpunum var eiginlega þessi furðulega tónlist, sem virkaði svo heillandi og hughreystandi á Rolle? SÖNGUR HVELANNA Sú skoðun, að jarðnesk tónlist sé byggð á alheimssamhljómi eða send til okkar frá Guði 'er ævaforn. Hinn mikli gríski stærð- fræðingur og heimspekingur Pýþagóras (582-507) var sá fýrsti sem útbreiddi þessa skoðun meðal vestrænna þjóða með kenn- ingu sinni um „tónlist hvelanna" — þ.e. himneska tónlist, sem stafar af snúningi plánetanna og annarra himintungla. Þótt flestir samtíðarmenn hans teldu að vísu að hér hefði Pýþagóras verið að tala á frum- spekilegan hatt, þá er engan veginn óhugs- anlegt að hann hafi einhverju sinni orðið fyrir andlegri reynslu með svipuðum hætti og Richard Rolle. Sú trú að himnarnir framleiði sína eigin tónlist er ekki eingöngu vestræn heimspeki- kenning; sömu skoðun bregður einnig fyrir í austrænni heimspeki. Samkvæmt sumum jógakenningum, þá lýsir lífstreymi alheims- ins sér einnig í hljómum, sem einstaklingur getur numið í hugleiðslu. Þessi tegund tón- listar hefur hlotið nafnið Nad. Að því er ég best veit kom þessi kenning fýrst fram í vestrænum bókmenntum í bók eftir Julian Johnson, sem út kom árið 1989 og bar nafnið Leið meistarans. Dr. Johnson hefur lagt ríka stund á austræna heim- speki. Hann segir í bók sinni, að tónlist þessi, Nad sé mikilfengleg sinfónía, hjá henni eigi allar sinfóníur upptök sín. Þetta Himnesk tónlist sé frumleg tónlist alheimsins. Sérhver hljómur jarðneskrar tónlistar sé eins konar bergmál þessara samhljóma, Nad, þaðan sem allir hljómar eigi rætur sínar að rekja. Ég hef lengi metið mikils nútímadulspek- ing nokkum og mikið af honum lært. Hann heitir D. Scott Rogo og hefur þegar skrifað ýmsar bækur og ritgerðir um dulspekileg efni og jafnframt verið gagnrýnandi á bók- menntir um slík efni. Það var einmitt hann, sem vakti athygli mína á þeirri furðulegu tónlist, sem ég hef gert hér að umræðu- efni. Scott þessi er einnig mjög tónelskur maður og var við tónlistarnám í Los Angel- es 1968. Seott varð mjög undrandi þegar hann frétti að áhugi Reymonds Bayless á þessu efni stafaði af persónulegri reynslu hans. Hann kvaðst nefnilega eitt sinn hafa heyrt þessa furðulegu tónlist sjálfur. En ólíkt því sem var um reynslu Rolles á 14. öld, sem fyrr var minnst á, gerðist þetta hjá Bayless algjörlega án nokkurs undirbúnings. Hann lýsti því með þessum hætti: „Kvöld eitt eftir að ég var háttaður,. en var ennþá vakandi og með fullri meðvitund (ég var um 13 ára gamall, þegar þetta gerð- ist), þá heyrði ég að mér fannst úr fjarlægð hljóm. Ég gerði mér þegar ljóst að þetta var tónlist, sem ég var að hlusta á. Hún var þó mjög lágvær, svo ég gat tæpast heyrt hana og að lokum dró úr henni, þang- að til hún hvarf með öllu. Ekki er hægt með neinni vissu að meta hve lengi þessi tónlist hljómaði, en ég giska á að hún hafi varla heyrst nema nokkrar mínútur. Ekki var heldur hægt að gera sér grein fyrir því hvaðan úr geimnum hún barst. ÓJARÐNESK OG ÓSKILJAN- LEGAFÖGUR Ég hafði gífurlegan áhuga á þessari tón- list, þótt ég sökum æsku minnar hefði enga þekkingu á því hvers konar tónlist þetta væri eða hvaðan sprottin. Þrátt fyrir þetta þekkingarleysi, þá var mér einhvern veginn fyllilega ljóst að þessi tónlist væri algjörlega ójarðnesk og óskiljanlega fögur og tignar- leg- I samanburði við hana er stórkostlegasta tónlist á jörðu, hvort sem hún er eftir Bach eða Brahms, ekkert annað en hrjúfír hljóm- ar. Hún var bókstaflega himnesk og þegar ég heyrði hana hélt ég að hún væri ein- Um það leyti sem forfeður okkar voru að skrifa sögur þær, sem seinna urðu heims- frægar undir nafninu íslendingasögur, þá var uppi á Englandi maður (1290-1348), sem enn er ógleymanlegur þar í landi á 20. öld. Hann Sú trú að himnarnir framleiði sína eigin tónlist er ekki eingöngu vestræn heimspekikenning; sömu skoðun bregður einnig fyrir í austrænni heimspeki. Samkvæmt sumum j ógakenningum, þá lýsir lífsstreymi alheimsins sér einnig í hljómum, sem einstaklingur getur numið í hugleiðslu. Eftir ÆVAR R. KVARAN hefur af fræðimönnum stundum verið kall- aður faðir breskrar dulspeki. Hann var mjög trúaður maður og skrifaði talsvert um dul- spekimál eftir að hann lauk námi við háskól- ann í Oxford. En skömmu síðar gerðist hann fræðari sérstakrar nunnureglu við Hampole nálægt Dorchester. Maður þessi bar nafnið Richard Rolle. Brátt tók að fær- ast mikil helgi yfir þennan mann, þótt hann yrði aldrei opinberlega tekinn í tölu dýrl- inga. Þó naut hann mikillar heli og virðing- ar um allt Bretland allt framað siðaskiptum. Ritmál hans var mjög fagurt og hefur það enn varðveist á bók eftir hann, sem ber nafnið Eldur ástar og talin stafa frá árinu 1343. Þessi bók segir frá andlegri lífsreynslu höfundar. Lífsreynsla þessa merka manns varð meðal annars til þess, að hann tók að trúa því að djúpt innra með sál mannsins væri að finna innri tónlist, sem hægt væri að „heyra" þegar maður kæmist í eins konar algleymi- eða hrifningarástand. Hann kvað þessa tónlist óendanlega miklu fegurri en nokkurn hljóm, sem heyrst hefur á jörðu. í bók sinni tekur höfundur það skýrt fram, að þessi „tónlist" sem hann talar um sé engan veginn myndhverf eða myndræn, heldur bókstafleg; hann hafi heyrt hana sjálfur. „Það gerðist með þeim hætti,“ segir Ric- hard Rolle, „að dag nokkum sat ég í kap- ellu nokkurri og naut þeirrar gleði sem fal- ist getur í bæn og hugleiðslu. Allt í einu fann ég innra með mér til óvæntrar hlýju, eins og af þægilegum eldi. Þessi hlýja var ólýsanlega yndisleg og henni fylgdi brátt guðdómlegur himneskur samhljómur, eins konar dýrðlegur lofsöngur í ljúfri og yndis- legri laglínu, sem aðeins getur borist til heyrnar þess sem fær er um að taka við þessum guðdómlegu hljómum og verður til þess að vera andlega hreinn og ójarðbund- inn. Aðra lýsingu er einnig að finna á þessari furðulegu tónlist í bókinni Eldur ástar: Salvador Dali: Senicitas, 1926. f hvern veginn tengd trúarbrögðum, og er ég enn þeirrar skoðunar. Hún virtist fram- leidd af fjölda hljóðfæraleikara og söngv- ara. Ég veit það ekki, en mér þótti greini- legt að það væri mikill fjöldi sem framleiddi hana. Þá get ég ekki heldur verið viss um hvort hún var leikin eða sungin. Þetta var einhvern veginn á svo háu sviði, að slíkur greinarmunur varð ekki gerður. Það eina sem hægt er að segja um þetta er það, að tónlistin var ótrúlega fögur, auðheyrilega yfirnáttúruleg og gat alls ekki stafað af mannlegum hljóðfærum eða röddum. Þrátt fyrir það þótt langur tími sé liðinn síðan þetta gerðist, þá er það algjörlega skýrt í endurminningunni og öflugt. Með öðrum orðum: Ogleymanlegt." VITRUN Efnishyggjumanns Þessi sérstaka reynsla hans átti sér stað þegar hann var ennþá ungur maður sem bjó í New York. Hann sagði með þessum hætti frá reynslu sinni: „Þetta gerðist einhvern tíma kringum 1935, eftir því sem ég man best. Ég var um það leyti algjör efnishyggjumaður. Al- gjörlega andvígur og ótrúaður á hvers kon- ar sálræn fýrirbæri, andlegs eða trúarlegs eðlis. Ég var á gangi niður hæð nokkra og reykti vindil. Allt í einu fór ég að heyra fjarlæga tónlist sem skýrðist smám saman í vitund minni. En hins vegar virtist þessi tónlist ekki raunverulega vera í fjarlægð, heldur í eyrunum á mér, báðum eyrunum. Þetta var líkt og stereotónlist nú á dögum. Hún virtist vera í höfðinu á mér. Ég nam staðar og hlustaði á þessa tónlist sem svall upp í vitund minni. Ég get ekki lýst þessu öðruvísi. Tónlistin gagntók mig algjörlegá. Ég gat ekki greint nein ákveðin hljóðfæri eða neitt sérstakt lag. Ekki gat ég heldur gert mér grein fyrir neinum mannlegum röddum. Ég bara stóð þarna og tárfelldi, og þannig var ég bókstaflega töfrum sleginn í að minnsta kosti tíu mínútur. Ég gat ekki gert mér neina grein fyrir fólkinu sem var í kringum mig fyrr en ég komst aftur úr þessari töfrahrifningu. Það er engin leið að lýsa þessari tónlist, nema með því að segja, að áhrif hennar voru svo yfirþyrmandi og tignarleg, að engin tónlist sem ég háfði heyrt á jörðinni komst í nokkum samjöfnuð við það — alls engin. — Mér tókst þó að rannsaka þetta fyrirbæri óskiljanlegrar tónlistar nokkm nánar. Sömu vikuna og ég hafði tekið þá ákvörðun, fékk ég bréf frá húsfreyju í Edmonds, Washing- ton, Grace Russell að nafni, sem tjáði mér að hún hefði lesið eitthvað sem ég hafði skrifað um slíka tónlist og vildi gera saman- burð á sálrænni reynslu sinni um svipað efni. Tók ég því að sjálfsögðu tveim höndum og skrifaði hún mér síðan ítarlegt bréf um „hina guðdómlegu tónlist, sem kom ein- hvers staðar úr geimnum" og hún hafði heyrt. Hun sagði frá því með þessum hætti: „Það var mjög snemma morguns, að ég heyrði þessa tónlist. Ef ég man rétt hafði ég sofið mjög djúpt, eins og ég var vön. En allt í einu var ég glaðvöknuð og yndis* leg tónlist barst mér innum opinn gluggann í herberginu. Þetta herbergi er á 1. hæð ( litlu húsi. Aðrir í húsinu voru sofandi. Allt var kyrrt í húsinu. Ég fór á fætur, gekk að glugganum og beygði mig útum hann og horfði á morgunsólina. Ég sá stóra hús- ið handan við götuna í um 50 feta fjar- lægð. Ekkja nokkur og dóttir hennar bjuggu í þessu húsi. Hvorug þeirra var sérstaklega tónelsk. Tónlistin gat því ekki hafa borist þaðan. Engin Hugmynd Um Hljóðfæri Síðan hef ég lagt talsvert á mig til þess að hugsa um þessa tónlist; t.d. til þess að gera mér grein fyrir því á hvaða hljóðfæw þetta hefði verið leikið, en hef þó aldrei getað komist að annarri niðurstöðu en þeirri, að það gæti ég aldrei vitað. Aldrei virtist leikinn einleikur á nokkurt hljóðfæri. Allir léku hins vegar saman. Allir sem einn. Hins vegar fannst mér aldrei leika á því nokkur vafi að margir léku, sökum hinna mismun- andi tóna. Aldrei heyrði ég neina þrumusam- hljóma, engan trumbuslátt og enga sker- andi háa tóna. Hins vegar var greinilega um laglínu að ræða og dásamlegan sam- hljóm. Að baki lagsins, sem líktist endalaus- um söng án orða, heyrði ég stundum djúpa drynjandi tóna, sem líktust einna helst öldur róti hafsins. Þetta var ekki hávaðasamara en hitt, en það mátti þó greina það. Laglín- an virtist vera leikin í mikilli hæð af fjölda hljóðfæra af mikilli leikni. Styrkur þessarar tónlistar var mjög magnaður. Hún var í senn áhrifamikil og ólýsanlega fögur. Hún gjörheillaði mig.“ Höfundur er leikari og rithöfundur. -t LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.