Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 42

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 42
ná ekki yfir náttúrufegurð Kashmír. Betra væri að segja að Kashmír nái yfir öll þau náttúru- öfl, sem ljóðið eða hið fegursta, sem blundar í mannssálinni — heimtar af náttúrunni. Ævafom, persnesk ljóðlína segir: „Ef það er paradís á jörð — er hún hér — ^er hún hér — er hún hér.“ Tímahjólið snýst hægar í Kashmír En fegurðin er afstæð og ekki víst að allir sjái hana. Sumum finnst kannski réttilega, að mað- urinn hafi spillt þessari nátt- úrufegurð. Vissulega má sjá mikla fátækt og hrörleg húsakynni í náttúmparadísinni. Tíminn verður afstæður — eins og tímahjólið færi mann margar aldir aftur og ^undirritaðri fannst hún skilja bet- ur lífið í íslensku torfhúsunum, eftir að hafa gengið hér um garða. íbúar eru fastheldnir á trúarsiði og venjur, sem hafa staðið í stað um aldabil, og erfitt að komast inn í takt tímans í Kashmír. En lífsgleði og stolt tjómar í hveiju andliti og þú sérð hvergi betlandi bam í dalnum. Ilmandi húsakynni Fáir staðir bjóða ferðamönnum sérkennilegri gististaði. í Srinagar búa heilu fjölskyldurnar í bátum eða fomlegum húsum við vatnið, sem er lífs- og samgönguæð. Bændur heyja úr vatninu — jarð- ávextir sóttir í fljótandi ávaxta- garða — kaupmenn sigla með vaming sinn og ferðamenn búa í húsbátum úr sedrusviði. Hús- bátamir eru lítil, persónuleg gisti- heimili, með setustofu, borðstofu og 2-3 svefnherbergjum og sam- liggjandi baðherbergjum. A efsta þilfari er sólþilfar — góður hvíldar-og vinnustaður, en einnig fyrir morgunmat. Eldhúsbáturinn liggur við festar rétt hjá. Þar býr gestgjafínn, með fjölskyldu sinni. Samkvæmt gömlum lögum, mega engir byggja í Kashmír, nema íbúar. Bretar fóru í kringum lögin með því að byggja fljótandi hús á vatninu. Húsbátar í Kashmír em byggðir á breskri hefð frá Viktor- íutímanum, búnir útskomum hús- gögnum og innréttingum úr ilm- andi rósavið. Morgun á Gimsteinavatni í rísandi birtu mætast söngl- andi bænaáköll úr musterum yfir miðju vatni, en Múhammeð kallar til bæna klukkan fjögur að morgni. Fyrsti fuglasöngur morg- unsins tekur undir og erfitt reyn- ist að festa blund á meðan lof- gjörð til lífsins stígur og hnígur. Sólin kemur upp úr hitamóðu vatnsins og útlínur Himalayafjalla koma smátt og smátt fram í dags- Ijósið. Gæsir og endur fá sér morgunbað við eldhúsbátinn og ánægjulegt kvagg þeirra blandast við dropafall daggar er drýpur af þakskeggjum húsbátanna. Hér og þar stíga upp reykský frá útield- um Kashmírbúa, sem sitja á hækj- um sínum yfir eldinum eins og fommenn. Lótusblöðin breiða úr sér á móti sólinni — bleikar lótus- blómkrónur eru fallnar, en haust- litir að byija að lita trén. Rót lót- usjurtarinnar er ein aðalfæða -fólksins við vatnið. Brátt rísa bátsmenn úr rekkju og ausa úr vatnsfötum yfir þilför og bryggj- ur, sem sólin hvítþurrkar. Blóm — stjörnuópalar og Kashmírsjöl Og þarna rífur fyrsti báturinn vatnsborðið með taktföstum ára- tökum hjartalaga spaðans. Blómabáturinn kemur fyrst. „Má bjóða þér blóm, frú?“ Síðan koma þeir hver af öðmm, filmu- og gosdrykkjabátur. Þarna veifar klæðskerinn, með alla fatastrang- ana. Hann er búinn að koma í heimsókn, líka kaupmaðurinn með Kashmírsjölin — fínleiki þeirra ræðst af því, hve auðvelt er að þræða þau í gegnum fingurbaug! Gimsteinasalinn er næstur. A blátt klæði leggur hann verðmæta Hjarðmenn á leið ofan úr Himalayaflöllum að leita sér að vetrarbústað. steina og skartgripi. Safírar, stjömuópalar og gimsteinar gefa glýju í augun — allt úr indverskum námum. Þjóðin er rík af náttúm- auðæfum, þrátt fyrir alla fátækt. „En ég ætla ekkert að kaupa,“ segir undirrituð. „Þú verður samt að skoða," segir gimsteinasalinn. Kaupmenn em þeir allir fram í fingurgóma, en kurteisir og vam- inginn verða allir að skoða! Eins og lifandi safn frá víkingaöld Ferðamaður getur alltaf tekið sér far með „shikara" eftir vatn- inu, en „shikara" er aflangur bát- ur með einum ræðara og mjúku hægindi fyrir farþega, sem tjaldað er í kringum. Þegar hvílt er á mjúku hægindi undir tjaldhimni og ekkert heyrist nema taktföst áratök ræðarans — verður sjónar- sviðið óraunvemlegt, eins og horft sé á lifandi safn frá víkingaöld! Húsin em opin leiksvið — neðsta hæðin eitt herbergi, sem minnir á íslenska baðstofu. Moldargólf, eldstó fyrir miðju og setbálkar í kring. A næstu hæð er ein flat- sæng fyrir alla fjölskylduna, en efsta hæðin geymir korn- og hey- forða. Engin rafljós eða upphitun, fyrir utan eldstóna. Og fólkið hleypur ekki eftir tískunni! Flestir klæðast einföldum brúnum vað- málskufli allan ársins hring og ganga berfættir, jafnvel eftir ísi- lögðu vatninu að vetrarlagi! Eldpottur - eigin hitaveita! „Okkur verður aldrei kalt,“ seg- ir brosmildur ungur Kashmírbúi. „Eldpotturinn sér okkur fyrir hita.“ Eldpottur! Hvað í ósköpun- um gat það nú verið? Jú, það er leirpottur með glóðum elds, sem allir Kashmírbúar ganga með undir kuflum sínum, þegar kólna fer í veðri — jafnvel hringa sig utan um hann á nætumar. Þeir ganga með eigin hitaveitu inn á sér! Og börnin fá eldpott aðeins fjögurra ára og venjast strax á að ganga og sofa með hann. Hnetubændur að bíða eftir að hneturnar þorni í sólinni. — Er ekki hættulegt að ganga með opinn eld inn á sér? „Hættu- legast, ef þú lendir í vök á vatn- inu, þá geta glóðimar fallið fram- an í þig, en við brennum okkur mjög sjaldan, þó allir sofí með eldpotta," segir vinur okkar. „Pabbi velur konu handa mér“ Fyrsti október er merkisdagur í Kashmír. Þá er efnt til skipu- lagðra hjónabanda á milli ungs fólks á giftingaraldri og hljóð- færasláttur og söngur berst yfir stjömustillt vatnið úr öllum átt- um. Morguninn eftir er vinur okk- ar fölur á vangann — hafði líka dansað og sungið alla nóttina. „Næsta ár er komið að mér,“ seg- ir hann brosandi. „Þú verður að koma í brúðkaupið mitt.“ — Ertu búinn að velja þér konu? „Ég veit, að pabbi er farinn að líta í kring- um sig og ég bað mömmu að hafa áhrif á hann, svo að hann velji fallega stúlku handa mér.“ — En hefur þú aldrei sjálfur horft á ungar stúlkur? Hann horfir spyijandi á mig og auðséð, að honum finnst spumingin heimskuleg! „Við megum ekki horfa á ungar stúlkur eða þær á okkur fyrir hjónaband. Pabbi er miklu eldri og reyndari og ég treysti honum betur til að velja góða konu,“ svarar ungi pilturinn. Svona einfalt er það hérna — all- ir ánægðir með fyrirkomulagið og lauslæti þekkist ekki! Hjarðkonur verða kvenna'elstar Ferðamaður, sem er að leita sér andlegrar hvíldar, fær hana í ríkum mæli við fjallavatnið. En sá, sem vill meira umleikis — stefnir upp í fjöllin. Lagt er af stað með nesti og veiðibúnað. Áin í Liddar-da! er sögð full af vænum silungi — 18 pund algengasta stærðin. En komið er fram í októ- ber og veiðitíminn liðinn. Bíllinn ber okkur stöðugt hærra upp í fjöllin, framhjá litlum þorpum og víðáttumiklum hrísgijónaekrum. Við mætum fjölda hjarðmanna á leið ofan úr selkofum sumarsins — börn teyma asna með nýfædd lömb á bakinu. Konur bera þung- ar byrðar á höfði og börn á armi. „Þú skalt ekki vorkenna þessum konurn," segir leiðsögumaðurinn. „Þær lifa mjög heilbrigðu lífi í hreinu, tæru fjallalofti - engin barátta við tímann eins og hjá ykkur Vesturlandakonum. Þær verða kvenna elstar!" Samanburður við Pakistan Vikuna áður hafði rignt óvenju mikið og flóð og skriðuföll höfðu orðið víða í fjöllunum. Hrísgijónin höfðu aðeins átt viku í uppskeru, en nú lágu margar hrísgijónaekr- ur undir vatni og tjónið eitt hið mesta um áratugi. Kílómetra eftir kílómetra var fólk að breiða úr rennblautum hrísgrjónaknippum meðfram veginum. Konur binda upp pils sín, en karlmenn láta sig hafa það að bleyta sig upp að mitti. Ótrúleg sjón að sjá þá sigla á flatbytnum eftir ökrunum til að skera upp knippin! Tjónið er minna ofar í §öllunum — gulir bylgjandi akrar og góð uppskera. Hrísgijónabændur fara á fætur í fyrstu morgunskímu og vinna eins lengi og birtan endist. „Ríkis- stjórnin bætir okkur tjónið að litlu leyti,“ segir einn hrísgijónabónd- inn. Ekki eins mikið og í Pakist- an. Þar er fólki sagt að bjarga fyrst lífi sínu, síðan uppskerunni — allt verði bætt. Hjá okkur er fyrirsjáanlegt tugmilljóna tjón." Bóndinn vitnar hér í hina miklu fjárhagsaðstoð er Bandaríkja- menn veittu til Pakistan vegna flóðanna. „Penna eða peninga“! Við ökum framhjá eplaökrum, þar sem krakkar keppast við að raða eplum í kassa; framhjá val- hnetubreiðum, sem verið er að þurrka. Hnetubændur láta pípuna ganga á milli sín, þar sem þeir sitja við vegkantinn — rólegra líf en hjá hrísgijónabændum. Allt sjónarsviðið er svo óvenjulegt, að myndavélin er hafin á loft. Allir stilla sér upp brosandi. En á eftir þrengja allir sér upp að mynda- smiðnum. „Penna, peninga - pen- inga eða penna,“ hrópar fólkið. Þetta hlaut að ^era misheyrn! „Ferðamenn eru búnir að eyði- leggja þetta fólk,“ segir leiðsögu- maðurinn, þegar loks hefur tekist að forða sér inn í bíl og loka hurð- inni. „Kvikmyndahópur var hér við myndatöku í fyrra. Þeir gáfu öllum krökkum í þorpinu penna, síðan hrópa allir eftir pennum eða peningum og halda að það til- heyri myndatöku," segir leiðsögu- maðurinn!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.