Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 47

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 47
■m'. Kóngslaxinn getur orðið risastór. Regnbogasilungurinn er firnavænn á þessum slóðum. upp á mikla náttúrufegurð fyrir þá sem viija njóta slíks. Ég hef stundum verið spurður hvort að ekki séu lúðumið sem hægt væri að líta á og hef nú skipulagt dags- ferðir í þrönga smáfirði þar sem gestir mínir geta veitt lúðu, allt að 150 punda, part úr degi, tekið nokkra laxa og farið svo og tínt kræklinga á meðan krabbagildr- umar fyllast af afla. Síðan endum við daginn á heljarmikilli matar- veislu þar sem veiði dagsins eru aðalréttimir grillaðir á útihlóðum og snæddir með náttúrulegu með- læti. -Og þó að þetta séu fyrst og fremst veiðiferðir, þá bjóðum við líka upp á útsýnisferðir, fljúgum þá með gesti ofan í eldfjallagíga, yfír jökla og til staða þar sem fólk getur skoðað margmilljóna gamla steingervinga, elgi, hrein- dýr, grábimi, sæljón, seli og skallaemi við hreiður sín. Eg hef verið leiðsögumaður og rekið starfsemi mína í Alaska í 48 ár og þekki þetta eins og handarbök- in á mér. Maður ræður náttúru- lega ekki við slæmt veður, en ef það svíkur ekki, þá svík ég ekki,“ segir Ray Loesche. Loesche fínnst best að taka á móti 4 og 8 manna hópum, segir það koma best út gagnvart leið- sögumönnum sínum og flugflota og tii þess að gefa hugmynd um kostnað má nefna, að veiðileyfin, fæði, uppihald, leiðsögumenn og flutningur til og frá veiðistöðum kostar 3.700 dollara fyrir mann- inn í eina viku. Það er hægt að vera hálfa viku og má þá deila í töluna með tveimur. Verðið hefur verið hið sama í tvö ár. Átta manna hópar fá einhvem afslatt. Það er von að spurt sé hvar Lliama sé. Það er á þriðja hundr- uð kílómetra fyrir sunnan Anc- horage, en flugsamgöngur em góðar, flogið þrisvar á dag. Vert er þó að huga að því að hvorki það fargjald né frá Próni til Al- aska em meðtalin í verðhugmynd- inni sem nefnd var. gg. Gengið til kirkju á jólanótt í þýskum bæ. Svona hasar er alvanalegur við veiðiár Alaska. Veiðiparadís vestauhafe Alaska er áfangastaður æ vintýragj arnra Jólahughrif frá Þýskalandi Gaman er að skyggnast aðeins inn í heim jólanna í Þýskalandi í gegnum þessar myndir, er sýna fólk á leið til kirkju á jólanótt í litlum, þýskum bæ og ljósin á jólatrénu, er lýsa upp hina tígulegu, formfögru tuma Kölnardómkirkju. En þá borg er tæpast að fínna í Þýskalandi, sem ekki breytist í gamaldags jóla- ævintýr á þessum árstíma. Borgimar era fallega skreyttar og á torgum, við göngu- götur eða í nágrenni við kirkjur er komið fyrir jólamörkuðum, sem heilla til sín með ilm af brenndum möndlum, vöfflum og heitu víni. Elsti jólamarkaðurinn í borginni Numberg á 400 ára hefð að baki. Það era víðar stangaveiðiparadísir en á íslandi. Ein sú nafntogaðasta er í Alaska, þar sem vonglaðir veiðimenn geta veitt 5 tegundir af laxi og jafn margar tegundir af silungi í lítt snortnum öræfaám og vötnum. Enn þann dag í dag era könnuðir að uppgötva nýja veiðistaði, ósnortna í ægifögra umhverfí. Nokkrir ævintýragjam- ir hérlendir stangaveiðimenn hafa haldið vestur um haf og gengið á vit veiðigyðjunnar bandarísku. Þeir hafa komið til síns heima á ný með ógleymanlega minningu um feiknaveiði í undurfögru um- hverfí. Eina sem undirritaður hef- ur heyrt menn fínna að í þessu sambandi er e.t.v. að veiðin sé eiginlega allt of góð! Þegar spum- ingin er ekki lengur hvort að eitt- hvað veiðist heldur hversu mikið. Og raunar gott betur, hvort að lax- amir muni verða 20, 30 eða jafn vel 40 yfír daginn. Varla fer hjá því að margir hafa velt því fyrir sér að reyna stangaveiðar í öðrum löndum, en þegar Alaska ber á góma er viðbúið að menn missi áhugann á þeirri röngu forsendu að það hljóti að vera svo hrikalega dýrt að fara svo langt. Einn þeirra íslendinga sem veitt hefur í Al- aska er Garðar H.Svavarsson, ein af meiri veiðklóm okkar í lax- veiðinni. Hann var í viku hjá mjög frambærilegum hótelhölduði og veiðisala og sagði að þetta hefði ekki kostað meira heldur en venju- leg sólarlandaferð. Sá sem þetta ritar hefur rætt við og átt bréfaskipti við Ray Loesc- he, sem rekur Rainbow King Lodge nærri Lliama, en að öðrum ólöstuðum er það að sögn traust- asta fyrirtækið sem lóðsar stanga- veiðimenn á þessum slóðum. Ray Silfurlaxinn þreyttur úr bátnum. Oft veiða menn tugi vænna fiska á degi hveijum. sagði í samtali fyrir stuttu, að síðasta sumar hefði verið það lang besta til þessa og hefði allt hald- ist í hendur, gott veður og mergð af físki. Við skulum gefa Ray orðið um hríð: “Við bjóðum upp á allar teg- undir kyrrahafslaxins og era eink- um tvær þeirra vinsælar, kóngs- laxinn sem er afar stór og svo silfurlaxinn. Við fengum nokkra kóngslaxa yfír 50 pund síðasta sumar og marga 35 til 40 punda. Þá var fimagóð silfurlaxveiði, en þvílík ósköp gengur af þessum físki, að fjöldi þeirra skiptir millj- ónum. Þá eram við þama sums staðar á ósnortnum svæðum. Þannig fann ég þijár nýjar ár síðasta sumar. Þær vora allar gífurlega fallegar og skemmtileg- ar og umfram allt, kjaftfullar af laxi. Auk þessa era þama torfur af Sockeye- og chumlaxi og era þeir báðir skemmtilegir fískar á færi. Silungsveiðin er og góð og er- það einkum rokvænn regn- bogasilungur sem er eftirsóknar- verður, en einnig bleikja og hári (grayling)." Við tökum nú orðið af Ray Loesche um hríð og segjum nánar frá. Rainbow King Lodge er veiði- heimili af bestu gerð og er sá háttur hafður á, að dag hvem að mánudögum undanskyldum er flogið með veiðimenn í flotflugvél- um til lítt eða ósnortinna veiði- staða þar sem þeir þurfa ekki að kippa sér upp við það þótt risa- stórir grábimir deili með þeim veiðistaðnum, eða hreindýrahópur ákveði að leggjast til sunds yfír veiðihylinn. En er þetta einungis veiðiskapur? Hvað segir Ray? “Þetta era fyrst og fremst veiðiferðir, en þó verður að segj- ast eins og er, að Alaska býður Þýskur jólabakstur að gömlum sið. Ljósin á jóiatrénu fyrir framan Kölnardóm- kirkju lýsa upp hina tígulegu turna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.