Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 28
að bregða sér frá. Hann kvað það vera sjálf- sagt, og fór Cathinca hin rólegasta að heim- an. En þegar Hanna sá þorskinn liggja feit- an og fínan á eldhúsborðinu, hugsaði hún með sér: Det var lige noget at male! Gleymdi stað og stund og fór að mála mynd af þorsk- inum! Skólapiltamir komu því að tómum kofajium þann daginn. Ólafur og Hanna settust að í Hafnar- fírði. Þau eignuðust tvær dætur, Huldu, móður mína, og Elínu. Á árunum 1920—30 bjuggu þau í húsi Bjama riddara, nú byggðasafni Hafnarfjarðar, þar sem bæði móðuramma hennar og afí og einnig föður- bróðir hennar höfðu búið á ofanverðri 19. öld, en þeir voru báðir faktorar við Knudt- zonsverslunina þar í bæ. Þaðan fluttu þau um 1930 og keyptu Sólvang við Krosseyrar- veg, sem enn er í eigu ættingja Hönnu. Þótt Ólafur og Hanna hafi slitið samvistir um þetta leyti,, rofnuðu aldrei þau vináttu- bönd er þau bundust ung að árum. Síðustu 15 ár ævinnar bjó Hanna í leiguhúsnæði, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfírði, en þar dvaldist hún allra síðustu árin, gegnt Bæjarbíói, uppi á lofti í húsinu, þar sem Vogue-skærin lýstu upp umhverfíð og vörp- uðu rauðum bjarma inní stofuna til hennar. Þau verk sem vitað er um og varðveist hafa frá sextíu ára listamannsferli Hönnu altt. unnið í olíu. Um tíma gekkst hún fyrir útgáfu á jóla- og póstkortum af verkum sínum, sennilega á fimmta áratugnum. Hanna hafði gaman af því að blanda saman ýmiss konar tækni t.d. ljósmyndaúr- klippum af fólki og teikningu, eins konar collage, því hugmyndaflug hennar var afar frjótt. Hún hafði mikið yndi af blómum, lét þau oft umlykja ýmiss konar myndefni. Hún ræktaði iðulega suðræn „aldintré" í glugga- kistunni. Tókst einu sinni svo vel til að kirsu- berjatré, sem sprottið hafði upp úr kjama sem hún gróðursetti í blómapotti, bar ríku- legan ávöxt, fagurrauð gljáandi ber sem hún festi að sjálfsögðu á mynd. Seinni ár ævinnar voru blóm eitt af eftirlætis mynd- efnum hennar, unnin með pastelkrít, lit- blýöntum og vatnslitum. Hugðarefni Hönnu voru margþætt. list- hneigð hennar birtist með ýmusm hætti. Hún hafði mikið yndi af hvers kyns handa- vinnu, hannaði frumlegar flíkur, oft upp úr einhverjum sem fyrir voru, ptjónaði skemmtileg bamaföt, skreytti þau iðulega með útsaumi, _þar sem skiptust á blóm og önnur mótíf. Á efri ámm var hún nokkuð sérstæð í klæðaburði, klæddist gjaman föt- um í ijólubláum litum. Hún var sniliingur í að hanna ýmiss konar höfuðbúnað úr hvers kyns efíium og slæðum, oft vöfðum í nokk- Teikning eftir Hönnu af eiginmanni hennar, 1912. eru um 130 talsins, mörg þeirra litlar mynd- ir og blýantsteikningar. Því miður er um helmingur verkanna án ártala. Sé litið til verka hennar frá Hafnarárunum og fram til þess tíma er hún gifti sig, sem er um fjórðungur verkanna, er þar eðlilega að fínna skólaverk. En strax á þessum árum er áberandi hvað andlitsteikning er henni * hugleikið myndefni, myndefni sem raunar átti sterk ítök í henni alla ævi, en það sést best á því, að um helmingur verka hennar eru andlitsmyndir. Aðeins örfá verk liggja eftir Hönnu frá því hún gifti sig og fram til um 1930. Með- an telpumar voru að vaxa úr grasi, hefur hún lítt getað sinnt köllun sinni. Eg minnist þess að hún sagði mér að löngunin til þess að mála og skyldur móður og húsmóður hefðu einatt togast á í sér. Til gamans má geta þess að eitt sinn á þessum ámm kom Kristín Jónsdóttir, listmálari, í heimsókn til hennar og spjölluðu þær m.a. um, að matar- gerð og húsverk væru síst til þess fallin að örva ungar konur á listabrautinni! Hanna var beðin að myndskreyta skímar- fontinn og predikunarstólinn í Fríkirkjunni í Hafnarfírði í kjölfar breytinga sem á henni vom gerðar á ámnum 1930—31. Ekkert ártal er á predikunarstólnum, en á skímar- fontinum stendur ártalið 1935. Það verk er urs konar túrban, sem fór einkar vel við silfurgráa hárið. Það fór ekki á milli mála að hér var listakona á ferð, þó aldrei þann- ig, að hún væri á nokkum hátt að berast á. Hún var góður hagyrðingur jafnt á íslensku sem dönsku, ensku og þýsku, enda mikil máiamanneskja. Öll málin talaði hún reiprennandi. Eitt sinn er ég var hjá henni að lesa undir latínutíma varð henni að orði: Mikið get ég öfundað þig af því að læra latínu. Heldurðu að það sé nokkuð of seint fyrir mig að byija? Hún var síung í anda, víðlesin og hugsaði mikið um hinstu rök tilvemnnar, jafíit hér á jörðinni, sem á æðra tilverustigi. Hún var mjög trúuð kona, efaðist aldrei um að líf væri til eftir. dauð- ann. Hógvær var hún og hlédræg. Henni var þvert um geð að hafa verk sín til sýnis eða sölu. Af þeim sökum hlutaðist hún aldr- ei til um að halda sýningu. Hanna, sem alist hafði upp í allsnægtum og verið vel efnum búin framan af ævi, bjó síðari árin við fremur lítil efni. Aðalsmerki hennar var hversu æðmlaust hún tók því sem að höndum bar. Hinn forgengilegi ver- aldarauður skipti hana minnstu máli, auð- legð mannsandans mestu. Höfundur er dönskukennari í Kennaraháskóla íslands. Eftir FREDERIC BROWN Marteinn Þórisson þýddi Varia var klukkutími liðinn frá því Charley Dalton, fyrmrn geimfari frá jörðinni, hafði lent á annarri reikistjömu númer tvö f Antares-sólkerfinu þar til hann hafði drýgt hinn alvarlegasta glæp. Hann hafði drepið Antares-búa. Á flestum reikistjömum er morð lítiLQörlegt afbrot; á sumum lofsvert framtak. En á Antares II varðar það dauðarefsingu. „Égdæmi þigtil dauða,“ sagði alvöm- gefinn antarískur dómari. „Þú verður tekinn af lífí í dögun í fyrramálið." Dómnum verður ekki áfrýjað. Chariey var færður inn í svítu hinna sakfelldu. Það kom á daginn að i svitunni vom átján konungbúin herbergi og var í hveiju þeirra gnótt matar og diykkjar, legubekkir og allt annað sem hugur hans gat gimst, þar með talið fagrar konur á hveijum legubekk. „Ég er svo aldeilis__“ sagði Charley. Antaríski vörðurinn hneigði sig. Hann sagði: „Þetta er siður á reikistjömu okk- ar. Nóttina áður en dauðadæmdur maður er tekinn af lífí fær hann allt sem hugur hans getur gimst." „Þetta borgar sig næstum því,“ sagði Charley. „Heyrðu annars, ég var nýlent- ur þegar slagsmálin bmtust út og ég skoðaði ekki leiðsögubókina um reiki- stjömur. Hve löng er nóttin hér? Hve marga klukkutima tekur það reikistjöm- una að snúast umhverfís sólina?" „Klukkutíma?" sagði vörðurinn. „Það hlýtur að vera orð sem notað er á jörð- inni. Ég skal hringja í konunglega stjam- fræðinginn og fá tímasamanburð á minni reikistjömu og þinni." Hann hringdi, bar fram spuminguna, lagði við hlustir. Hann sagði við Charley Dalton: „Reikistjaman þín, Jörð, fer níutíu og þijár hringferðir umhverfís sólina þína á meðan á einu næturskeiði á Antares H stendur. Ein nótt hér jafn- gildir níutíu og þremur ámm á jörðinni." Charley blístraði lágt með sjálfum sér og velti því fyrir sér hvort hann myndi lifa nóttina af. Antaríski vörðurinn sem átti um tuttugu þúsund ár eftir ólifað hneigði sig með djúpri samúð og gekk út. Charley Dalton hóf næturstritið langa. Hann át, drakk, og þar fram eftir götun- um, þó ekki nákvæmlega í þeirri röð; konumar vom fagrar og hann hafði ver- ið lengi úti í geimnum. Svar Dvar Ev lóðaði lokatengin hátíð- lega saman með gulli. Sjón- varpsmyndavélar í tugatali fylgdust með honum og myndir af því sem hann var að gera bámst um alheiminn endanna á milli. Hann rétti úr sér, kinkaði kolli til Dvar Reyns og tók sér stöðu við hlið rofans sem reka myndi endahnútinn þegar þiýst yrði á hann. Rofans sem í einni svipan mjmdi tengja saman allar risatölvur á öllum byggðum reikistjömum alheimsins — niutíu og sex billjón að tölu — í eina ofurr- afrás. Ofurrafrás sem myndi samtengja þær í eina ofurtölvu sem innihéldi alla þekkingu allra sljömuþoka. Dvar Reyn ávarpaði stuttlega þær tril- Ijónir áhorfenda sem fylgdust með. Síðan, eftir andartaks þögn, sagði hann við Dvar Ev, „Núna, Dvar Ev.“ Dvar Ev þrýsti á rofann. Kröftugt suð heyrðist, orkustrejmii frá nftíu og sex bil- Ijón reikistjömum. Ljós kviknuðu og slokknuðu meðfram margra kílómetra löngu stjómborðinu. Dvar Ev tók skref aftur á bak og dró djúpt andann. „Dvar Reyn, þér hlotnast sá heiður að bera fram fyrstu spuming- una.“ „Ég þakka," sagði Dvar Reyn. „Það er spuming sem ekki ein einasta tölva hefur getað svarað." Hann sneri sér að vélinni. „Er til Guð?“ Voldug röddin svaraði án þess að hika. „Já, núnaertil Guð.“ Andlit Dvar Evs leiftraði af skyndilegri hræðslu. Hann tók undir sig stökk til að slökkva á rofanum. Elding úr heiðskýrum himninum laust niður á hann og bræddi saman rofann svo hann Iokaðist. 28

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.