Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 43
Eftir miklar rigningar urðu hrísgrjónaekrumar eins og stöðuvötn yfir að líta. Þessar fallegu stúlkur úr fjallaþorpi í Himalaya voru að safiia eldiviði fyrir veturinn. eftir því sem ofar dregur. Hávax- in furutré skýla skógarbjörnum og hlébörðum, sem laumast út úr skóginum þegar skyggja tekur til að ná sér í hest eða lamb! Ferða- mönnum er ekki ráðlagt að vera hér á ferð án fylgdarmanns. Snætt á árbakkanum Fylgdarmaðurinn er sérfróður' um ána og hegðan silungsins. Hann bleytir færið aðeins tvisvar til þrisvar í sama hyl og hleypur léttilega á milli veiðistaða. Erfiði ber árangur. Tveimur gljáandi sil- ungum er rennt á land. Panna og prímus eru dregin upp og steiktur silungur bráðnar í munni á ár- bakkanum. Við fáum óvæntar heimsóknir við borðhaldið — nautahjörð kemur í ljós á milli tijánna í fylgd stúlkubarns — og lítil hjarðkona, með kindahjörð, gerir máltíðina enn ævintýralegri. Hún sest hjá okkur, þiggur matar- bita og gapir mikið til að sýna tennumar, sem virðast perlu- hvítar og óskemmdar, en hún er greinilega að biðja um peninga fyrir tannviðgerð! Þunglamalegu nautin, með blóðhlaupnu augun og stóru, hringlaga hornin, hafa lagst letilega undir skuggsælum tijám. Þau em ekki árennileg! BráðQörugri Qallakind troðið í bílskott! Við göngum að nýlega yfir- gefnum selkofum, með bjálka- veggjum og torfþökum, þar sem eldur er tæpast kulnaður í glóð- um, hittum hressa fjallabúa við fataþvott í ánni og konur að safna eldiviði. Jökull á hæstu tindum ber við himin, en á vit hans sækja margir ferðamenn. Degi er Greinarhöfundur fyrir framan duglega stráka, sem eru að beija hrísinn úr þurrum hrísknippum. Skíða- og golfbærinn Gulmarg Við ökum gegnum stærsta ferðamannabæinn á þessum slóð- um „Gulmarg eða blómaengið". Hér er hægt að finna flestar villt- ar blómategundir er vaxa í Him- alayafjöllum. Hæsti golfvöllur í heimi er héma; 2.653 metrar yfir sjávarmáli og býr yfir 18 holum. Gulmarg er líka höfuðborg skíða- íþróttar í Indlandi. Hestaleiga er í Gulmarg. Sölumenn hennar eru svo æstir að koma ferðamönnum á hestbak, að bflstjóri okkar þarf að gefa í botn til að komast und- an hestum og mönnum! Sjónar- sviðið verður alltaf stórbrotnara Grænmeti sótt í fljótandi ávaxtagarða. Bátsmenn á Demantavatni að vetrarlagi. Sjá má húsbátana í fjarska. Hjartalaga Kashmírárin er í forgrunni og eldpottur aft- an í bátnum. tekið að halla, þegar bíllinn ber okkur niður á vit indverskra ævin- týra! Drengstauli kemur á móts við bílinn, með fjallakind í bandi. Kaup eru gerð og fylgdarmenn okkar gera sér lítið fyrir og troða bráðfjörugu dýrinu í bílskottið! Mikil umbrot heyrast af og til úr skottinu — verðugt undirspil fyrir það er koma skal! Kashmírte og kanilhveitikökur Frænka leiðsögumannsins býð- ur upp á svart Kashmírte, blandað jarðhnetum og kryddi, ásamt ósviknum Kashmírkanilhveitikök- um, í fjölskylduherbergi, sem sameinar svefnhús, te- og setu- stofu. Við drögum skó af fótum okkar, áður en við stígum inn á litríka gólfdýnu, sem hylur gólfið og sjö manns sofa á. Setið er í lótusstellingum upp við stóra veggpúða og fjölskyldan fylgist vel með, hvemig Kashmírkökur og te fara í munni. „Ekki fara, verið þið alltaf í heimsókn, það er svo gaman að fá ykkur,“ segir frænkan. Hvflík gestrisni! Kannski hefðum við átt að vera iengur. Föst á milli strlðandi bílstjóra Nú er stefnt á fleygiferð heim í húsbátinn, þar sem kvöldverður bíður. Værð sækir á eftir útiveru og tedrykkju, en skyndilegur háv- aði og barsmíð — nú frá bflþaki ekki skotti — fær mann til að rumska! Hvað er að gerast? Allt í kringum bílinn er hópur æstra Indveija, sem tala hver upp í ann- an með miklu handapati og beija á bílþök orðum sínum til áherslu. Þegar lengra er litið sést, að bíllinn er klemmdur á milli stórra flutninga- og olíubíla. Undan- komuleið er engin! Vegna flóða og skriðufalla em fjallvegir lokað- ir — afleiðing er bensínskortur og skömmtun. Við emm mitt á milli stríðandi flutningabílstjóra, sem allir vilja fá bensín! í miðjum bardaga Deilurnar magnast stöðugt. Indveijar reykja mikið og logandi sígarettur fljúga á milli olíutanka. Ég bíð eftir að allt springi í loft upp! Einhver minnist á lögreglu, en enginn trúir á að hún geti stillttil friðar. Fylgdarmenn okkar gerast áhyggjufullir og ræða um að yfírgefa bílinn, en leiðin er löng í húsbátinn, erfitt að fá leigubíl og kannski myndum við vekja of mikla eftirtekt. Niðurstaðan verð- ur að sitja áfram í bílnum. Deilan kemst á það stig, að ég vef svört- um klút um hár mitt til að dylja uppmnann og set upp gleraugu — betra að reyna að hverfa inn í fjöldann undir svona kringum- stæðum! Þegar langt er liðið á nótt leysist bílaþvagan skyndilega upp. Sá sterkasti í hópnum hafði tekið stjómina í sínar hendur! í húsbátnum vom móttökumar ejns og við væmm úr helju heimt og aldrei var sólarapprásin fallegri við vatnið en morguninn eftir. Handiðnaður úr myndabók náttúrunnar Kasmírbúar búa í fallega skreyttri myndabók og þeir kunna að vinna öll litbrigðin inn í undur- fagran handiðnað, sem er eftir- sóttur um allan heim. Skyldi sá er kaupir Kashmírteppi, úr ull eða silki, í einhverri heimsborgiiyjj hugsa um alla vinnuna er býr að baki þúsundum af lykkjum og hnútum. Litlar lífskröfur gera verðið hóflegt. Fislétt, næfurþunn Kashmírsjölin em líka heims- þekkt. Gaman er að fylgjast með handbragði listmálara, sem festa blómskrúð Kashmír á skálar og vasa úr pressuðum hrísgijóna- blöðum. Einn elsti handiðnaður Kashmír er tréskurður. Útskorin húsgögn, loft og veggir húsbát- anna bera honum fagurt vitni. Silfursmiðir em sérstök stétt í Kashmír og handiðnin gengur kynslóð fram af kynslóð, en Kashmír-silfur þykir óvenju hvítt og fágað. Lífsævintýrið á sér engin takmörk Erfitt reynist að slíta sig frá töfmm Kashmír. Umsjónarmaður húsbátsins og leiðsögumaður í fjallaferð — kveður með tárin í augunum og segir: „Ég mun allt- af bíða eftir, að þú komir til baka.“ Hver getur staðist slíkt? Þegar flugvélin lætur illa yfir uppstreymi Himalayafjalla, loka ég augunum og sé fyrir mér hæð- ina, sem djöfullinn blundar undir, standa á höfði í Demantavatninu — bátana líða yfir spegilmyndina — sé ljósin tendrast hvert af öðm inni í bátunum eins og horft sé inn í hola tijáboli — sé skugga ræðara á flatbytnum líða yfir vatnsflötinn og heyri hið mjúka söngl bátsmannsins í takt við ár- gutlið. Hvemig skyldu tengsl Halldórs Laxness hafa verið við Kashmír, þegar hann skrifaði „Vefarann mikla frá Kashmír"? Tímaleysi og lífsfylling blundar í djúpi Demantavatns, þrátt fyrir alla togstreitu og baráttu við náttv úmöfl, sem allsstaðar fylgjá manninum. Ég vona, að engum Kashmírbúa skriki fótur á ísilögðu vatninu núna um jólin, svo að hann fái ekki glóðir elds framan ísig úr eldpottinum! Lífsævintýrið á sér engin takmörk í Kashmír. ’ Daglegt flug er frá höfuðborg Indlands, Delhí, til Kashmír. Allir ferðamenn verða að skrá sig á flugvöllum eða öðmm áfangastöðum inn í Kashmír, vegna eigin öryggis. Húsbáta er hægt að leigja um mánaða- bil á hagstæðu verði — þrír verðflokkar í boði. Mikið er um ávexti og grænmeti á matseðli í Kashmír og enginn þarf að óttast fæðið þar. Yfir- leitt er mjög friðsælt þama, en Indvetjar em blóðheitir, ef þeir reiðast eins og bensíndeil- an sýndi! Ferðamönnum er ein- dregið ráðlagt að fara ekki í fjallaferðir án fylgdarmanns, íjarlægðir miklar og hættur, sem aðeins staðkunnugt fólk kann að varast. Veiðileyfi kostar eitthvað um 100-200 krónur á dag og annað verðlag er eftir því. Til dæmis kostar tveggja tíma þotuflug frá Delhí til Kashmfr álíka og ódýrt innanlandsflug hér heima. Oddný Sv. Björgvins LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 43

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.