Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 18
Steindór Hjörleifsson á heimili sínu í Garðabæ ásamt eiginkonu sinni, Margréti Óla&dóttur leikkonu, ogeina barnabarninu, Steindóri Grétari Jónssyni. Iifið er dramatískast aföllu á, fyrirgefðu — ég er heldur ófélegur í framan, en svona er það nú, leikhúsið hefur ráðið því hvernig ég lít út í meir en 40 ár. Ráðið hárvexti og háralit, skeggi og sköpulagi, hvort við höfum fengið sumarfrí og þá hvenær; hvenær sofið og Samtal við STEINDÓR HJÖLEIFSSON leikara, sem verið hefur á Qölunum í Qörutíu ár. Auk þess hefur hann sinnt öðrum störfum, verið á sjó, unnið í banka, verið á kafi í félagsstörfum hjá Leikfélaginu og fyrsti dagskrárstjóri Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins. Steindór lék í fyrstu uppsetningunni á Hamlet 1947 og hann lék aftur í Hamlet á þessu ári, fór þar með hlutverk Pólóníusar ráðgjafa. Eftir ELISABETU J ÖKULSDÓTTUR hvenaer vakað. Það þarf góða heilsu til að vera leikari og sjálfstraust. En mig skortir víst einhver þau fjörefni í sálina, sem skapa sjálfstraust. Ég er í rauninni afskaplega feiminn og fínnst aðrir leikarar miklu betri en ég.“ „I hveiju er starf leikarans fólgið?" „Enfaldlega að skapa trúverðuga persónu úr þeim efnivið, sem honum er lagður í hendur, nota tækni sína og hæfíleika, til að gefa persónu líf. „Kraftbirtingarhljóm leikhússins" sem stundum er magnaðri en raunveruleikinn. Lárus okkar Pálsson lagði ríkt á, að leikaranum væri nauðsyn að vera forvitinn. „Vertu með nefíð ofan í öllu,“ sagði hann. „Spurðu jafnvel bjánalegra spuminga." Þjálfun líkamans er eitt skil- yrði. Leikarinn er sjálfur hljóðfærið. Til að Steindór í hlutverki Tómasar Murphy ásamt Þorsteini Ö. Stephensen í hlutverki Belford dómara í Marmara eftir Guðmund Kamban, 1952, hjá L.R. áhorfandi njóti listar hans, þarf hann að spila á eigin rödd, eigin líkama. Þegar ég var í Leiklistarskóla, var áherslan lögð á „eðlilegan" leik. Natural- og realisma og við köfuðum í Stanislavski. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Aðferðir höf- unda og leikhúsmanna breyst. Dirfska og listrænn frumleiki áberandi, þó bregði fyrir „nýju fötum keisarans". Ég veit nú að Stan- islavski var ekki takmark, en áfangi á langri Steindór ásamt Þuríði Pálsdóttur í Miðíinum, fyrstu óperunni, sem flutt var á íslenzku, 1952, hjá L.R. leið. Leikaranum er lífsnauðsyn að fá að vinna sem mest að list sinni fá verðug og krefjandi hlutverk. Margur góður listamað- urinn hefur orðið undir, þó hann hafí verið trúr sínu leikhúsi. Það eru oft þeir sem hæst hafa og mest láta sem komast áfram.“ „Er leikur lífsreynsla?“ „Leikur er mikil einbeiting. Leikari verður að setja sig í spor persónunnar, og kynnast lífí hennar allnáið. Við að fara í gegnum þann feril, upplifir maður ýmsa dramatík og safnar í sig reynslu, en leikurum og lista- mönnum hættir kannski til að dramatísera hlutverk sitt í lífinu. Það er ýmis önnur reynsla á lífsleiðinni, sem maður hrekkur upp við og sumt af því er lífsháski. Þá fínnst manni stundum, að það sem við erum að fást við niðrí leikhúsi, jafnast ekki á við margt, sem fólk verður fyrir. Þrátt fyrir allt er lífíð dramatískast af öllu." — Steindór Hjörleifsson, er snar í hreyf- ingum, með strákslegt blik í augum. Hefur gaman af því að segja frá og kann ógrynni af sögum. Notar andlit og hend- ur og allt verður ljóslifandi í risherberginu og tif í gamalli klukku leikur undir. Steindór lætur gamminn geisa, en segir svo stundum: Þessu máttu ekki segja frá... þetta er leyndarmál... ennþá! Hann er búinn að segja mér næstum aila ævisöguna, og hefur komist upp með að tala um allt annað en ég ætlaði að fá hann til að segja frá: Um leikarann, Steindór og leikhúsmanninn. Hann riijar upp ótrúleg bemskuævintýr, formanns- og félagsstörf hjá Leikfélaginu, banka- vinnu og störf hjá Sjónvarpinu. En híut- verkin? Er hann að forðast þau? Viðtöl geta verið viðkvæmt mál. Líf hvers og eins er viðkvæmt. Og starf leikarans hef- ur ef til vill sérstöðu. Leikari hlýtur alltaf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.