Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 2
Jólahugvekja eftir BRAGA FRIÐRIKSSON „Aðdáun konung- anna“, málverk frá 1490-1505 eft- ir yngri nellikku- meistarann frá Ziirich í Sviss, sem svo er nefnd- ur vegna þess að tveir málarar þar, sem menn vita ekki um nöfn á, merktu myndir sínar ýmist með rauðum eða hvítum nellikkum. Hiðmikla og miðlæga að er mikilvægt, að gjöra sér í hveiju máli glögga grein fyrir kjama og mark- miði hvers málefnis. Við vitum öll tilefni jólanna, en sú hætta er nálæg, að kunn- ar frásagnir þessarar hátíðar láti aðeins þægilega í eyrum og auki á helgi þeirr- ar stundar, er við loks hvílumst frá ys og þys hins mikla undirbúnings, en hverfi síðan huga, er hin daglega lífsbarátta rýfur að nýju kyrrð jóladaganna. Á jólum gefstenn tækifæri til að leita kjarnans í jólaguð- spjallinu og hugleiða markmiðið, sem felst í heilögu orði Guðs. Hið mikla og miðlæga eru orð engilsins: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn.“ Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn. Þetta boðar Biblían öll. Fæðing Jesú Krists og síný koma hans inn í mannlegt hjarta hefur ávallt hið sama markmið. Kristur kemur til að tengja menn Guði og styrkja það samfélag. Hann kemur til að fyrirgefa og leysa manninn undan valdi hins illa. Hann kemur til að endumýja og gefa nýtt líf, eilíft líf með Guði. Þetta er sannleikurinn um komu Krists í þennan heim. Hann er opinberun Guðs, kærleika hans. Hann birtir þá miklu staðreynd, að Guð er faðir og skapari alls og allra og Guð elskar sköpun sína. „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð.“ Þetta var og er fagnaðarboðskapurinn, evangelíum jólanna. Kristin kirkja hefur þetta eitt að boða á jólum. Hún byggir þá boðun á orði Guðs og engu öðm, hvorki visku eða vísindum, afrekum eða mannlegum mætti. Sumum finnst það ef til vill bera vott um veikleika, en ár og aldir hafa liðið og enn hljómar hinn forni boðskapur, sem styrk- ur varð í stríði og baráttu kynslóðanna. „Ljósið skín í myrkrinu," segir Guðs orð. Það Ijós er Kristur. „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins." Veitum þessum orðum athygli. Þau geyma mikið fyrirheit, loforð. Kirkjan vill með boðskap sínum hvetja til fylgdar við Jesú, því að fýlgd við hann er för frá myrkri til ljóss. Sú stað- reynd er vottuð í lífi fjölmargra fyrr og síðar. Jesús Krist- ur hefur ekki og mun ekki bregðast loforði sínu. Á þeirri vissu hvílir trú okkar öll og engu öðru. í guðspjalli jólanna er sieginn einn sorgarstrengur. „Ljós- ið skín í myrkinu og myrkrið hefur ekki tekið á móti því.“ Hér er það augljóst, að kærleikur Guðs í Kristi er ekki falinn í mýkt hátíðlegra orða. Hér er engin hálfvelgja eða einhver málamiðlun góðs og ills. Boðskapurinn, sem fæð- ing, líf, fórn og upprisa Drottins Jesú færir okkur er vissu- lega sannfæring um elsku Guðs, en hann er iíka þrunginn alvöru og aðvörun. Við erum kölluð til persónulegrar af- stöðu og ábyrgðar frammi fyrir augliti Guðs. Jesús segir glöggt: „Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á míg trúir, sé áfram í myrkrinu.“ Markmiðið er líf hvers manns. Kristur vill leiða alla frá myrkri til ljóss. Hann vill fyrir heilaga trú gefa lífí okkar þann þrótt siðgæðis og elsku tii allra, sem samtíð okkar þarfnast svo mikið. Það væri fals og reyndar brigð við orð Guðs og hveija mannssálu, ef kirkjan gengi fram hjá þessum miðlæga kjama í boðskap jólanna og benti ekki stöðugt og sterk- lega á þetta mikla markmið með allri kristinni -boðun. Við megum ekki bregða blæju yfir alvömna í boðskap Jesú. Krafa hans er maðurinn allur, heill og óskiptur. Víst hefur sú krafa oft hmndið mönnum frá honum. Við viljum gjarn- an gefa honum eitthvað, en halda hinu sjálf. Þá ber að muna, að sjálfur gaf hann allt, allan kærleika sinn. Horfum á krossinn. Þar er staðfesting þeirrar eilífu gjafar. Það er mikið myrkur í heimi, þótt eygja megi nýja vonar- geisla í samskiptum þjóðanna. Þegar við setjumst að nægta- borðum okkar munu milljónir foreldra spyija: „Hvað getum við gefið börnum okkar í dag?“ Fjörutíu þúsund börn deyja daglega vegna næringarskorts og sjúkdóma. Fávísi og vankunnátta veldur miklu meini. Gjáin milli auðs og alls- leysis er ægileg. Og ef við lítum okkur nær þá ber fyrir augu þá staðreynd, að vandi margra er mikill í okkar eig- in landi. Það kreppir víða að sökum efnahagserfíðleika. Við heyrum og lesum um gjaldþrot og hrun. Sumir óttast líka, að ábyrgðarleysi, síngirni og hin gengdarlausa keppni eftir ytri gæðum muni vega um of að siðgæðismati og siðferðisþreki þjóðarinnar. Það er söguleg staðreynd, að þegar siðmenning og siðgæði einstaklinga sem þjóðarheild- ar dofnar þá er hætta á ferðum. Allt eru þetta staðreynd- ir um myrkur í samtíð. En sem betur fer vinna fjölmargir að því að greiða. geislanum braut inn í þetta mannlega myrkur. Hinir bestu og vitrustu menn segja jafnframt, að hið mikilvægasta sé, að vekja samvisku manna og vitund um hvers konar böl og hættu og hvetja fólk til varnar verðmætum qg tii aðgerða í þágu hins góða. Fæðing Jesú er hin heilaga hvatning um slíka lífsafstöðu. Allir þeir, sem eiga þá sannfæringu, að trúin á Guð sé grundvöllur mann- legrar hamingju og starf í anda Krists leiði til mannhelgi og mannúðar eigi hér mikið verk að vinna. Biblían hvetur sterklega. Hún segir: „Hegðið yður eins og börn ljóssins, því að ávöxtur ijóssins er einskær góðvild, réttlæti og sann- leikur. Rannsakið, hvað Drottni er þóknanlegt." (Ef. 5, 8nn.) Höldum hátíð með þetta orð í huga. Leyfum Guði að vekja okkur af öllum doða. Rannsökum það, sem hann vill með iíf okkar. Verum þakklát og fús til að miðla öðr- um. Guð gefi þér, gleðileg jól, lesandi minn. Guð gefi' okk- ur öllum hátíð, sem veitir lífí okkar nýja gleði, dýpra þakk- læti og sannari löngun til að líf okkar verði fúsari fylgd við Drottin Jesúm Krist. Gleðileg jól í Jesú nafni. Amen. Höfundur er sóknarprestur í Garðabæ. Efnií jólablaði Forsíðan. Myndin er eftir Feneyjamál- arann Tizian, sem kallaður var til Rómar af hinni voldugu Farnese fjölskyldu og málaði þá þessa mynd af Páli páfa III og frændum hans, Alessandro og Ottavio Farnese. í myndinni koma fram hin sterku og dramatísku einkenni Tizian sem mál- ara og yfir allri myndinni er óræð sálræn spenna. Myndin er vel byggð upp og litirn- ir djúpir og dularfullir og það er næstum eins og einhver óheillavænlegur feigðar- bjarmi lýsi upp sviðið. Málverkið er á Þjóð- listasafninu í Napoli, birt hér í tilefni umfjöllunar um Tizian! Jólahugvekjá eftir séra Braga Frið- riksson. Grettisskyrta - Nýtt ijóð eftir Hannes Pétursson. Styr um kirkjulist í Sagrada Família í Barcelona. Þeir sáu Ágústus keisara endurborinn. Gunnlaugur A. Jóns- son skrifar um Eggert Stefánsson söngv- ara í tilefni 100 ára fæðingarafmælis hans 1. des. sl. Dagstund í Skálholti með Sig- urbirni Einarssyni. Gísii Sigurðs- son ræðir við Sigurbjömtiiskup á staðnum um söguna, fornar minjar og endurreisn- ina. Minnisstæðir marzdagar í Leipzig. Grein eftir Inga Boga Boga- son. Brennandi heit jólafasta. Saga frá Ástralíu eftir Sólveigu Einarsdóttur. Langbarðar — örlagavaldar um SÖgU Islendinga. Grein eftir Björn Jakobsson. Fyrsti augnlæknir á íslandi. Grein um Bjöm Ólafsson lækni eftir Guð- mund Björnsson. Krýndu mig með rósum. Grein um portúgalska skáldið Pessoa eftir Þor- varð Hjálmarsson. Einnig þýðingar á nokkrum ijóðum Pessoa. Feneyjamálarinn Tizian. Grein eftir Braga Ásgeirsson í tilefni 500 ára afmælis þessa fræga málara. Til sauðnautalandsins. Ari Trausti Guðmundsson hefur tekið saman eftir dagbókum Guðmundar frá Miðdal úr Grænlandsleiðangri. Jólasveinn með sjálfsvirðingu. Smásaga eftir Odd Björnsson. Óbirtar myndir af Kjarval. Úr safni Ólafs K. Magnússonar. • Steiner-skólinn í Járna. Grein eftir Óla Hilmar Jónsson, arkitekt. Sendiboði frá ríki dauðra. Smásaga eftir Knut Hamsun í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. Á slóðum górilla í Rúanda. Grein eftir Terry G. Lacy. Tíu sjúkraviljanir. Ljóð eftir Charley Causley í þýðingu Árna Ibsen. V erðlaunamyndagáta og verðlaunakrossgáta. Ferðablað, samtals 8 síður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.