Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Page 45
NEPAL .
með slæðubænir
íhofturnum
Kristín, dóttir íslenska fjallagarpsins Guðmund-
ar Jónassonar gengur á vit Himalayafjalla
Og bænirnar blöktu við sólarlag fyrir framan tjöldin okkar.
LITLA landið Nepal milli
risanna tveggja, Indlands og
Kína, er hálendasta ríki jarð-
ar, með fjölbreyttari gróður-
belti en önnur lönd. Hæsta
fjall heims, Everest, teygir sig
upp í 8.848 metra en við rætur
Iiimalaya liggur gróðursæl
lágslétta í sjávarhæð, að hluta
frumskógur, heimkynni sjald-
gæfra dýrategunda innan
þjóðgarðs og mannlífið hér er
líka fjölbreytt. Litla konungs-
ríkið sameinar marga ætt-
bálka sem bjuggu í litlum kon-
ungs- og borgríkjum í fjöllun-
um. Menningarstraumar hafa
komið frá Indlandi og Tíbet
og trúarbrögð eru hindúismi
og búddismi. Enn er leitað að
„snjómanninum ógurlega“
efst í fjöllunum; enn er ósnort-
ið mannlíf í frumstæðum
fjallaþorpum, því Nepal var
lokað Iand, án samgöngukerf-
is fyrir um 30 árum, og enn
hljómar nepalska kveðjan
„namaste“ eða „ég heilsa þeim
guðdómlegu eiginleikum sem
búa með þér“. Það er vonandi
að ferðamenn eigi ekki eftir
að spilla þessu fátæka en
fagra mannlífi og stórbrotna
náttúruríki.
Allir verða að sækja um
vegabréfsáritun í sendi-
ráðinu í London, sem
tekur um 10 daga,“ segir Kristín.
„Við sendum vegabréfið út á
undan okkur. Við flugum með
Royal Nepalian Airlines frá Lon-
don um Frankfurt og Dubai til
Katmandu, höfuðborgar Nepal —
upp í búddahofin til móts við guð sinn.
Börnin voru áhugasömustu áhorfendur á Islandskynningu.
Áhrifamikið að sjá fólkið streyma
Leiksvið götunnar
I Nepal er gatan vinnu- og
samkomustaður. Húsakynni eru
léleg leir- eða múrsteinshús.
Opin holræsi. Engar öskutunnur.
Drullusvað á götum eftir rign-
ingar. En lífsgleðin ljómar úr
hveiju andliti. Og vinnandi fólk
situr fyrir fótum manns úti á
strætum. í tröppum upp að
Gorkha-hofi var ég næstum dott-
in um konu, sem sat og var að
snúa kjúkling úr hálsliðnum.
Samferðafólkið hló, þegar það
sá hvað mér brá. Og oft var mér
Hægfara og þunglamalegir
báru fílarnir okkur í gegnum
frumskóginn.
Heilan dag rerum við eftir ár-
fiúðum Trisuli-ár og skemmt-
um okkur alveg stórkostlega.
11 tíma flug með nýjum Boeing
757-vélum. Óll þjónusta og mat-
ur um borð var 1. flokks. Og
þessir 11 tímar fluttu okkur
vissulega í framandi umhverfi. í
Nepal snýst allt um trúna, meira
að segja slæðufánar sem blakta
frá turni elsta búddhahofsins,
Swayambhanath, eru áletraðir
bænum. Áhrifamikið er að sjá
fólkið streyma til hofsins á
síðasta degi föstu — allir að hitta
guð sinn. Enda er Nepal heilagt
land, fæðingarstaður Búddha
árið 568 fyrir Krist.
strítt með „kjúklingnum frá
Gorkha“. Gorkha-hofið er efst á
hæð og niður allar hlíðar situr
fólk við vinnu: menn að höggva
múrsteina; konur að vefa úr tág-
um; þurrka hrísgijón eða reyta
kjúklinga. Meira að segja á miðju
aðaltorgi í stærri bæjunum situr
fólk við vinnu.
Fjöllin dragatil sín
Katmandu stendur við rætur
Himalaya-fjalla og útsýni til
íjalla er stórbrotið. Héðan er vin-
sælt að fara í útsýnisflug yfir til
Everest. Þaðan heimsóttum við
bæinn Bhaktapur og gengum
milli fallegra hofa og öngstræta
sem sýna vel hið nepalska and-
rúmsloft. Rétt hjá er þorpið Pat-
an þar sem flóttafólk frá Tíbet
situr við að vefa falleg ullarteppi
sem eru vinsælir minjagripir.
Silkiteppi frá Tíbet sem svipar
til persneskra teppa eru líka á
boðstólum. En fjöllin draga til
sín. Við gátum varla beðið eftir
að komast þangað.
Gamlir bílar og holóttir vegir
Vegurinn frá Katmandu til
Pokhara var vægast sagt mjög
óþægilegur yfirferðar í eldgöml-
um fjaðra- og demparalausum
bíl - 200 km leið tók 8 klukk-
utíma. Kínveijar hjálpuðu Nep-
albúum við vegagerð 1970, en
kínversk vegalögn er ekki eins
traustvekjandi og kínverski múr-
inn. Fjallaskörðin eru hrikaleg.
í Pokhara eru kajakaferðir í boði
á Phews Tal-vatni og margt við
að vera. En maður gleymir sér
alveg yfir stórbrotinni fjallasýn.
Pokara er miðstöð ijallgöngu-
. fólks og þar má kaupa allan út-
búnað. Á útimörkuðum er jafn-
vel óhreinn, svitastorkinn göngu-
fatnaður til sölu innan um bækur
og skartgripi.
Ógleymanleg sólarupprás
Fjallgöngufólk fer á fætur
fyrir allar aldir til að sjá sólina
koma upp yfir 8.000 metra háa
fjallstinda. Við vorum 18 saman
(1 Dani, 2 íslendingar og 15
Bretar) í 6 daga gönguferð um
fjöllin, en burðarfólk, kokkar og
leiðsögumenn voru 35 talsins.
Gangan var róleg með hvildum
— meira að segja hádegislúr.
Hver og einn gekk með sínum
hraða, ekkert verið að ýta okkur
áfram. En fólk verður að vera í
góðu formi fyrir svona ferðir.
Eg var t.d. fremur andstutt til
að byija með þó að við færum
aldrei hærra en í 3.000 metra.
Leiðin lá um falleg fjallaþorp og
meðfram fjallavötnum. Tjaldað
var á einkar fallegum útsýnis-
stöðum með erfiðari göngustig-
um út frá, sem sumir spreyttu
sig á meðan aðrir hvíldu sig. Ég
er ekki hissa þó að Nepal sé
sögð paradís ljósmyndarans.
Fjallaheimur Nepals er afar
myndrænn.
Útbúnaður í1.
flokks tjaldferð
Já, jafnvel tjaldferðum má
skipta i 3 gæðaflokka,“ segir
Kristín hlæjandi. „Við vorum í
1. flokks tjaldferð; þurftum ekk-
ert að gera. Fyrst leið mér illa
að sjá smávaxnar . konur af
sherpa-ættflokknum bera byrðar
sem náðu þeim upp fyrir höfuð,
en þær hlupu léttstígar á meðan
ég stritaði andstutt áfram. Ég
bar aðeins léttan bakpoka með
daglegum þörfum og lítinn
vatnsbrúsa. Það sem þarf í svona
ferð eru góðir gönguskór, hlýr
og léttur fatnaður e.t.v. bómull-
arpils eða góðar göngubuxur,
hlýjar peysur og vatns- og vind-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 45