Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 44
vinnuaðstaða, kjör og aðbúnaður verkafólks - einkaheilsugæslu- stöð, lúxus starfsmannaíbúðir o.fl. Förum í svifkláf upp í 149 þúsund tonna skip sem verið er að ljúka við smíði á. Aðeins 17 manna áhöfn mun sinna öllu um borð í þessu risaskipi, slíkur er tækni- búnaður þess. Frá skipsdekki er gott útsýni yfir höfnina. Sjó er dælt inn og út úr skipasmíðahólf- um líkt og í risavöxnum skipa- skurði. Og íslendingar verða smá- ir í þessu ótrúlega stóra, full- komna og vel rekna fyrirtæki. Sólhlífafrúr í yndisfögrum görðum í hádegisverði er m.a. rætt um útflutning á hreinu vatni í milljón tonna tankskipum - kínverska vatnskjallara í stað vínkjallara - allt í slíkum stærðargráðum að íslendingar sitja stjarfir. Síðdegis- ganga á sunnudegi um yndisfagra garða, þar sem vel kiæddar konur svífa um með sólhlífar og minna á sveitalífsmyndir af breskum hefðarkonum fyrri tíma. Og Búddha situr í turnum og úti á tjörnum. „Við eigum bæði glaða og hrygga Búddha,“ segir Chu vinur okkar. Göngum fram á bý- flugnabú sem margir stoppa við til að kaupa hunang. Og skyndi- lega 9 hæða musteristurn eins og fílabeins-Ieikfangaturn keisarans í Þjóðminjasafninu. Taroko-gljúfrið og búddhamunkarnir Ennþá fljúgum við til að spara tíma. Vegakerfi Taiwan er ofsetið af bíium og ekki búið að byggja upp fulikomið lestarkerfi. Hualien er fallegur smábær á austur- ströndinni. Þaðan er ekið upp að Taroko-gljúfri - oggengið í gegn- um stórbrotna náttúrusmíð, eina af mörgum á eyjunni fögru. Frum- byggjar Taiwan, „aborigínar“, búa í fjallaþorpum, en sýna sig í þjóðbúningum á ferðamannastöð- um - og biðja um peninga fyrir myndatökur. Smávaxið, fremur ófrítt fólk, sem hefur orðið undir í nútímáþjóðfélagi og minnir um margt á indíána Norður-Ameríku. Hádegisverður á. ævintýralegu brúðhjónahóteli í Tienhsiang við gljúfurenda. Hengibrú fyrir göngufólk yfir árgljúfrið. Brattur göngustígur upp að búddhamust- eri í hæðunum. Það reynir á þolið í sólarhitanum, en alltaf eitthvað nýtt að sjá: Fjölskyldur við máls- verð undir skuggsælum tijám. Börn í flugdrekaleik. Og friður stafar frá búddhamunkum í app- elsínugulum kyrtlum, sem sitja við bænagjörð í litlum turnum við veginn. Taiwan sýnir fagi-a aldagamla menningu Heimsókn til Taiwan er ógleymanleg og gefur góða mynd af kínverskri menningu eins og hún sýnir sig best. Taipei er erfið eins og margar stórborgir. Nátt- úrufegurð er víða rnikil. Siðvenjur og mannlíf framandi. Urval frá- bærra veitingahúsa og ferðaþjón- usta til fyrirmyndar. Margir telja þjóðveginn yfir eyjuna einn feg- ursta í Asíu, sem Kínveijar nefna „regnboga yfir ijársjóðaeyju“! Og margir vilja dvelja í fögru fjalla- umhverfi við „vatn sólar og tungls“ (740 m). Átján tinda há- sléttan, Alishan (2.190 m) þykir með fegurri útsýnisstöðum, eink- um við sólarupprás. Heimsóknir í frumbyggjaþorp, þjóðgarða og „Kína-gluggann“ (útisafn smárra eftirmynda frægra kínverskra bygginga og náttúruundra) eru í boði. I suðurhluta Taiwan eru góðar baðstrendur og ferða- mannaaðstaða. Taiwan-búar eru að byija að byggja upp ferða- mannaparadísir á hinum 64 eyjum í eyjaklasanum sem tilheyrir kínverska eyríkinu. Strendur þar eru sagðar jafnvel fegurri eri á «- Hawaii. En Taiwan er fyrst og fremst lykill að mikilvægum við- skiptasamböndum og þangað flykkjast menn í viðskiptaerindum allsstaðar að úr heiminum. Oddný Sv. Björgvins Hvort sem um er að ræða hátíðlegan málsverð í fínu veitingahúsi éða hina frægu kín- versku smárétti, hsiao chih, hjá götusala, er maturinn alltaf fagurlega skreyttur. Kínverskir siðir kristallast í borðhaldi - og Kínveijar kunna þá list að hlæja innilega - að sjálfum sér! Hefur þú nokkru sinni verið boðinn í hátíðlega kínverska máltíð? Ef ekki, þá áttu mikið óreynt. Kínverskt orðatiltæki segir: „Við leysum deilur yfir matborði — ekki í réttarsal." Allir þættir kínverskrar menn- ingar — persónulegir, þjóðfé- lagslegir og andlegir — koma fram í borðhaldi, ekki síst hin stórkostlega kínverska kurt- eisi. Ótrúlegt en satt. Eg lærði meíra um kínverskan hugsana gang yfir máltíð með gestgjöfum mínum en í öllum skoðunarferðum um Taiw- an-. Hefðbundnar kínverskar mált- íðir eru umhverfis kringlótt borð — pláss fyrir diska og glös á borð- brún, en upphækkuð hreyfanleg plata á miðju borði, „lata Susan“, fer í hríngi, svo að allir geti tekið sér jafnt. Kínversk veitingahús skiptast í mörg lítil veitingaher- bergi þar sem litlir hópar sitja út af fyrir sig. í fínni slíkum er set- krókur. Allt er gert til róa hugann og fá mann til að njóta. Kínversk málverk, dempuð kínversk tónlist róar og virkar jafnvel sefjandi. „Þú mátt ekki setjast að máls- verði nema hugsun þín sé í jafn- vægi,“ segja Kínveijar. Gestgjafinn snýr baki í hurð. Heiðursgestur andspænis og síðan eftir virðingarstigum. Gestgjaf- inn, oft höfuð fjölskyldunnar (Kínveijar heiðra mjög aldursfor- seta.), stjórnar umræðum. Það þykir mjög DÓNALEGT að grípa fram í fyrir honum eða hefja umræður sem gestgjafi hefur ekki sett af stað. En samt er borðhald- ið svo létt og skemmtilegt. Kínveijar eru snillingar í að gera minna úr sjálfum sér en efni standa til, svo útkoman verður oft býsna hlægileg. „Þetta er að- eins léttur undirtónn yfir borð- um,“ segja þeir og hlæja mikið. Kínverskt sterkt hrísgijónavín í litlu staupi er.við hvern disk. En gættu þín. Hrísgajónavín má ekki snerta nema gestgjafinn bjóði þér skál. Og hann gerir það með gam- ansamri kynningu á hveijum og einum við borðið — hættir ekki fyrr en búið er að afgreiða alla. Gestgjafinn sér um að engum leiðist — hann stjórnar skemmt- uninni undir borðum og dregur Gestgjafar mínir í Taipei voru m.a. Richard Zi og frú, forstjórar og eigendur stórrar ferðaskrifstofu í Taiwan, „Overseas Travel Services", sem sendir Kínverja til Islands og er umboðsaðili Flug- leiða og Finnair á ” Heiðurs- gestur Hjá Kínverjum er gestum skip- að í hefðbundnar raðir um- hverfis kringlótt matborð. alla jafnt inn í samræður. Hlut- verk hans er vandasamt — eðli- legt að þeim eldri og reyndari sé trúað fyrir því. Kínveijar drekka mikið léttan bjór með mat (3%) eða létt borðvín. „Við drekkum ef við drekkum, bara ekki of mik- ið,“ segja þeir, samkvæmt kínverskri hefð — að gera allt í hófi. Tvö höjfl á drykkjarkeri gefa tvöfalda áminningu: „Gættu þín að drekka ekki of mikið.“ Annars eru allskonar drykkjuleikir í gangi við kínverskt borðhald — allt í gamni. „Lífið er svo stutt. Njóttu Það þarf sérstaka tækni við að beita kínverskum matarpijón- þess á meðan þú getur,“ segja þeir. Máltíðin hefst venjulega með 4 heitum eða mörgum köldum for- réttum. 6 eða fleiri heitir aðalrétt- ir koma í kjölfarið. Og inn á milli 2 sætir smáréttir, hrísgijón eða núðlur. Súpa í eftirrétt, en ávext- ir alltaf síðast. — Eins gott að fylgja kínverskum siðum og borða í , hófi, annars getur farið illa. ÓKURTEISI að smakka ekki á öllum réttum. „Bestu hlutar dýrsins eru þeir hreyfanlegu,“ segja Kínveijar og nefna fiskugga, kjúklingamjaðmir o.fl. Hákarlauggasúpa er með því dýrasta á kínverskum matseðli. „Hákarlauggar endurnýja súr- efnið í líkamanum." Kínveijar eru mjög meðvitaðir um hollustu í fæðu. „Munnsalvi" svölunnar, sem fuglinn spýtir úr sér við hreið- urgerð er góður í bakstur. Sagó- gijón auðvelda meltingu og köld' sagósúpa er oft borin fram á eft- ir tedrykkju að lokinni máltíð — trúlega hollt en fremur ólystugt. — En ekki er allt jafn trúverðugt — ég á t.d. erfitt með að trúa því að perluduft yngi þá sem þess neyta. Kannski eru kínverskir mat- pijónar einmitt til þess gerðir að fólk taki ekki of stóra munnbita. Gott að æfa sig í handfimi með því að taka upp hnetur með pijón- unum. Þeir eru ýmist úr bambus, tré eða plasti á ódýrari veitinga- stöðum en fílabeini og silfri á þeim fínni. En auðvitað má alltaf biðja um hníf og gaffal. En það sem kemur kannski mest á óvart við kínverskt borð- hald, er hvílíkir snillingar Kínveij- ar eru í skreytingum. Fuglar, drekar eða búddhalíkneski tróna á matarbökkum — allt útskorið úr allavega litum ávöxtum — hreinasta augnayndi, svo að ekki sé talað um hvað þetta fallega fæðuskraut er lystaukandi. — Borðbæn og blessun fæðunnar er áhrifarík hjá þjóð sem um aldir hefur dregið fram lífið í skugga hungurvofunnar, þó þeir dagar sýnist fjarlægir, þegar er gengið um stræti Taipei. Hinn geysilegi íbúafjöldi Stóra-Kína dreifist yfir víðáttu- mikið landsvæði sem skiptist af fljótum og fjallakeðjum. Hvert hérað hefur þróað sitt mataræði eftir ólíkum fæðutegundum í nátt- úru. Kínverskum mat er gjarnan skipt í 3 meginflokka eftir land- svæðum: Shantung, Kiangsu og Kwangtung — eða eftir Gula fljót- inu, Yangtze, og Perlufljótinu. Taiwanbúar, sem flúðu frá Stóra- Kína um 1949, voru fljótir að skynja nauðsyn þess að viðhalda þjóðlegum matarvenjum og hefð- um. Og óvíða er að’ finna fjöl- breyttara úrval í veitingahúsum en í Taipei. Oddný Sv. Björgvins 44

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.