Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 25
senni- áluð á ? sterk mann- ibygg- [ skoð- iðlista- og umfjöllun, að vafalítið veit það hvert mannsbarn, en minna bar á Tiziansýning- unni, enda maðurinn ekki jafn nálægur okkur í tímanum. En hvor sýningin hafi verið mikilvægari og tilkomumeiri, er álita- mál en víst er að í málaralistinni sjálfri var van Gogh meira þiggjandi þótt líf þeirra væri harla ólíkt. Tizian lifði á upp- gangstímum endurreisnarinnar, og á þeim tímum voru listamenn metnir að verðleik- um, og þeir sem fram úr skáru eftirsóttir af aðlinum um alla Evrópu. Það voru allt aðrir tímar, er van Gogh barðist fyrir lífi sínu og list, en á þennan hátt hafa alda- hvörf og uppgangstímar mikið að segja fyrir viðgang listar og listamanna. Iðnað- arbyltingin og ijöldaframleiðslan var eng- inn vinur skapandi listamanna né hins fullkomna. handverks, en nú á hátækniöld stöndum við sennilega frammi fyrir nýrri endurreisn í málaralist og skapandi athöfn- um, en það er allt annað mál. Tizian fæddist í Dolomítaþorpinu Piave di Cadore, og var sonur embættismanns. Ýmsar sögur fara af fæðingarári hans, en hinn mikli listsagnfræðingur tímanna, Gi- orgio Vasari, sem kynntist honum í Róm 1544, er hann var gerður sérstakur heið- ursleiðsögumaður hans fyrir hönd Alex- anders II. páfa, nefnir á einum stað árið 1480, en á öðrum 1490 og samtíðarmaður hans nokkur, Dolce, að nafni taldi hann fæddan 1489. Sjálfur nefndi hann í bréfi til páfans, að hann væri fæddur 1477, og að sjálfsögðu átti hann að vita best, en menn hafa dregið í efa að hann hafi sagt rétt frá og liggja fyrir því sterk rök. Eitt elsta verk hans frá 1516 virðist þannig öllu frekar vera eftir 26 ára mann á þroskabraut en mann sem orðinn var 40 ára og þrem árum áður, er hann sótti fyrst um opinbert embætti er eðlilegra að álykta í ljósi skaphafnar hans og metnað- ar, að um 23 ára framagjarnan ungan mann sé að ræða, en þroskaðan 36 ára og nær miðaldra mann. Tizian var maður, sem vildi teljast ein- stakur og guðdómlegur, og er hann skrif- aði páfanum og taldi sig 96 ára í stað 82 má leita ástæðunnar í því, að hann vildi leyna því, að hann hafi verið 12 árum yngri en snillingurinn Giorgione, hinn mikli samtíðarmálari hans. Mun frekar óskaði hann, að menn álitu hann einu ári eldri til að leyna auðsæum áhrifum. En opinberlega mun hann enn skráður fæddur 1477 og dáinn 1576. Var það til þess tekið að hann hélt starfskröftum til hins síðasta, sem var meira en óvenjulegt á þeim tímum, og hér var að auki ekki ellihrörnun að verki, heldur varð hann pestarfári að bráð, eins og félagi hans Giorgione 66 árum áður. Tizian var einnig aðeins níu ára er hann kom fyrst til Feneyja í því augnamiði að nema málaralist og væri óeðlilegt í ljósi hæfileika hans og takmarkalauss metnað- ar, að hann hafi verið orðinn jafn gamall er hann fyrst kom fram og vakti athygli. Lærifaðir Tizians var hinn nafnkenndi Þessa sjálfsmynd málaði Tizian er hann var kominn á áttræðisaldur, en þó full- ur starfsorku og metnaði. Hér er einfaldleikinn, Iit- ræn fylling og dýpt í önd- vegi og öldunginn einkenn- ir öryggi, þrjóska og jafn- vel vottur hofmóðs. (Dahl- heimsafnið í Berlín) Eins og fram kemur í greininni varð Tizian á einu vettvangi frægur á landsvísu fyrir altaristöfluna „Himnaför Maríu“, sem var afhjúþuð í Klausturkirkjunni „Santa Maria Gloriosa dei Frari“ með eftirminnilegum hátíðarhöldum 1518. Var lionum umsvifalaust skipað á bekk með Rafael og Leonardo da Vinci. í mynd- inni koma fram fyrstu einkenni Barrokksins. Yfirbót Maríu Magðalenu. Útgáfa af upprunalegu málverki sem glataðist og var sent Filip II 1561. (Paul Getty safnið Malibu). málari Giovanni Bellini, upphafsmaður endurreisnarinnar í Feneyjum, en áður hafði hann um tíma kannað fyrir sér á verkstæði bróður hans, Gentilini Bellini, og einnig talið, að hann hafi sótt sitthvað til Giorgiones, sem hann kynntist í skóla meistarans, og var mun lengra kominn á þroskabraut. Þeir unnu meira að segja saman að freskuverkefni á forhlið verzlun- armiðstöðvar Þjóðveija þar í borg 1508, sem Ieiddi til deilna á milli þeirra og mun Tizian trúléga hafa átt sök á þeim m.a. vegna þess hve gefinn hann var að vekja á hæfni sinni athygli. En eins og fleiri ungir málarar tímanna heillaðist hann af hinu nýja málverki Giorgiones og fullgerði eina af myndum hans eftir skyndilegt frá- fall hins unga snillings árið 1510, sem varð pestinni að bráð aðeins 34 ára gam- all. Er það Venusarmyndin á Zwinger- safninu í Dresden. Það leið líka langur tími þar til hann losnaði undan áhrifum frá Giorgione og þannig teljast mörg mikilvæg verk Tiz- ians, svo sem Sígauna-Madonnan og Kirsjubeija-Madonnan, „Jarðnesk og himnesk ást“ og „Konsertinn“ vera frá hinu svonefnda Giorgione-tímabili í list hans.' Af þessu má ráða, að það er harla ólík- legt, að Tizian hafi, svo sem hann skrifaði páfanum, verið eldri og þroskaðri en Gi- orgione og mætti frekar teljast gamals manns órar og óskhyggja. Það var þannig ekki fyrr en árið 1518, að persónueinkenni Tizians komu skýrt fram og var það í málverkinu „Assunta“ (Himnaför Maríu), sem er álitin fyrsta áþreifanlega skrefið í áttina til barrokks- ins. Vígsla þessarar myndar varð ein alls- heijar almenningshátíð og honum hlotnað- ist titillinn opinber málari. Málverkið er fyrir háaltari Frari kirkjunnar í Feneyjum og vár honum nú líkt við, og skipað á bekk með jöfrum líkt og Michaelangelo og Rafael. Það mun hafa verið hinum unga manni ■ mikil lyftistöng að fá þetta verkefni og vakið upp í honum metnað til að gera eitt- hvað óvenjulegt, sem vekja myndi athygli og urðu hér snögg umskipti á listferli hans. Svo óvenjuleg sem myndin og var, þá hlaut hún gagnrýni nokkurra munka á meðan á verkinu stóð og varð Tizian þá svo reiður að hann lagði frá sér penslana og vildi ekki halda áfram fyrr en ábóti klausturkirkjunnar bæðist afsökunar fyrir hönd þeirra. Það gekk eftir, enda hafði hann aflað sér mikillar virðingar fyrir fyrri verk sín og þá einkum „Himneska og jarð- neska ást“. Á fjórða áratug aldarinnar fjarlægðist Tizian myndefni ytri dramatíkur og sneri sér að því að túlka dýpri eigindir og lífæð- ir málverksins og lagði hér höfuðáherslu á litinn. Til hinna miklu andstæðna og áherslna á myndfletinum þótti honum nú lítið koma á móts við hina djúpu, mettu og dökku liti, sem hann elskaði. Ytri að- stæður eru sagðar hafa haft áhrif á þess- ar breytingar, en Cecilia kona hans dó 1530. Sextánda öldin var alveg sérstakt tíma- bil í heimssögunni og mörkuðu aldamótin 1500 með sjaldgæfri nákvæmni nýja strauma með ferskum hugmyndum í þeim- speki, myndlist og trúarbrögðum. Á ævi Tizians breyttist staða Feneyja úr for- usturíki í mjög veikburða jafnvægislist, þar sem segja má að stjórnviska og útflutn- ingur á íburði hafi verið aðaltekjurnar. Á meginlandinu gei'ðust einnig stóratburðir á tímabilinu og hlaut Rómaborg þungar búsiíjar af völdum Karls V. og um leið fékk páfinn um nóg að hugsa, þar sem var Marteinn Lúther og siðbótin. Miðjarð- arhafið reyndist ekki hið mikla heimshaf heldur Atlantshafið og í lok aldarinnar var jörðin ekki lengur miðja alheimsins. Örlagaríkum fundum þeirra Tizians og Karls V. keisara bar saman í Bologna um svipað leyti og hann missti konuna, og málaði Tizian hin nýja drottnara og varð er tímar liðu, náinn vinur hans. Karl gerir hann að hirðmálara sínum 1533, veitir honum greifatign og titil keisaralegs ráð- gjafa og fylgdi að auk álitleg árleg pen- ingaupphæð. Tizian lifði allan meginhluta sextándu aldar, er líf hástéttarinnar einkenndist af skrautgirni og sællífi. Þetta kemur greini- leg fram í myndum Tizians og hér er fram- lag hans hin persónulega meðhöndlun lit- anna og munúðarfull myndefni. Sagt hefui' verið að með töfrum lita sinn hafi honum tekist að höndla nýjan veruleika mettaðan h r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.