Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 41

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 41
FERÐ4BL4Ð LESBÓKAR 17. DESEMBER 1990 vernd er ein helsta námsgrein í taiwönskum skólum. „Börnin erfa landið - og mikilvægast af öllu að innræta þeim umhverfisvarn- ir,“ segir taiwanskur ráðamaður. Og í Taiwan eru það ekki „Tommi og Jenni“ eða bandarískar teikni- myndapersónur sem heilaþvo börnin. Vinsælasta teiknimynda- serían er um litlar geimverur sem koma úr hreinu andrúmslofti á annarri stjörnu - ög býsnast yfir allri menguninni í Taiwan! Hvernig geta 20 milljónir risið úr sárustu fátækt upp í eina ríkustu þjóð heims á 3 áratugum - og hvernig er að vera ferðamaður í Taiwan? Mauraþúfuumferð Fyrsta framandi ásýnd Taipei út um bílgluggann er mótorhjóla- fólkið! „4,6 milljónir mótorhjóla eru í landinu," segir vinur okkar. „Fyrir 15 árum áttum við 4,6 milljónir reiðhjóla,' sem sýnir best hvað okkur hefur farið fram.“ - Ekki háar lífskröfur hjá einni ríkustu þjóðinni! Á grænu ljósi þjóta allir af stað - evrópskir bílar og japanskir, lúxuskerrur og hjól- reiðafólk. Umferðin líkist ógn- vekjandi sirkushjóli, sem snýst of hratt - eða eins og horft sé á mannkyn á mauraþúfu! Engin neðanjarðarlest! Um 3 milljónir manna á fleygiferð ofanjarðar. - Hvernig verður þegar allir eru komnir á eigin bíla? En neðanjarð- arbraut er í byggingu og nýtt lest- arkerfí og ekkert til sparað. Neð- anjarðarbraut Lundúna sýnist trúlega aftan úr öldum þegar nýju brautirnar í Taipei fara af stað! Verndaður glæsiheimur ferðamannsins í vernduðum hótelheimi How- ard Plaza er innigarður með til- búnu stöðuvatni og hljómsveitar- pallur á því miðju. Umhverfís sitja kínverskir og vestrænir viðskipta- menn. „Ég vil '50.000 pissandi brúður,“ segir bandarískur við- skiptavinur. „Hvað segirðu um 5 dollara á stykkið," segir Taiwan- búinn. „Ég fæ betra tilboð í Hong Kong,“ er svarið. „Allt í lagi,“ segir þá brosandi og kurteis Kínvetji. „Þú færð þær á 3 doll- Á þjóðhátíðardegi í Taiwan, en þeir eru margir. Á Taiwan er menntun máttnr Landið minnir daglega á sig með vörumerkinu „Made in Taiw- an.“ - En vitum við að í Taiwan býr flóttafólk sem flúði undan harðstjórn kommúnista í Stóra-Kína og afkomendur þeirra; - að kínverska eyríkið á 70 milljarða Bandaríkjadala í gjáldeyris- forða (einn stærsti í heimi); - að Stóra-Kína handan við sundið fylgist náið ineð og vildi gjarnan fá þessa dugmiklu syni og dætur til sín aftur - Taiwan er efnahagslegt kraftaverk. „Öld Kyrrahafsins" er í sjónmáli. Drifhjól milljóna Asíubúa snýst í Taiwan - og Vesturlandabúar eru að verða býsna háðir þeim. Geysilega áhugaverð þjóð sem við lítum inn hjá. Yið nálgumst Taiwan úr lofti, eyjuna sem portúgalskir sæfarar nefndu Formósu, eyj una fögru, sem hvílir þarna á blát- æi'um haffleti Kyrrahafsins, eins og örlítið tóbaksblað á milli tveggja risadreka, Kína og Japan. Aðeins 161 km frá Kínaströnd. Aðeins Vs af íslandi að stærð. Annað þéttbýlasta land í heimi, með 20 milljónir íbúa, sem vinna baki brotnu eins og iðnir maurar á mauraþúfu. - Eru svo sam- viskusamir - svo hræddir við fá- tæktina, sem þeir sjá tilsýndar hjá frændum sínum handan við sundið að þeir þora varla að eyða peningum. Við gætum sannarlega lært af þeim! Litlar vinsælar geimverur! Úr flugvélinni er ekki ský að sjá á himni og 32 stiga hiti. En grámóska yfir, þegar við göngum út úr Chiang Kai-shek flugstöð- inni. - Hafa veður skipast í lofti? Nei, hér er svo mikil mengun að vart sér til sólar. Milljónir á ferð í blýspúandi. farartækjum - og Nýársskreytingar í Taiwan - en hátíðahöld í tilefni áramóta eru hin litríkustu og mikilvægustu - áramótahátíð er lika hátið vors- ins. mengandi iðnaður markar and- rúmsloftið. En Taiwan-búar eru með geysivíðtæka áætlun í gangi og stefna að mengunarlausu and- rúmslofti árið 2000! Umhverfis- ara, gegn því að taka 100.000.“ Og samningur er undirritaður. En úti við sundlaug þakkar maður guði fyrir mengunarhuluna - sól- in er svo sterk!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.