Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 39
Valtýr Guðmundsson Erá meðan er — Nú líður mér vel þótt vindurinn blási og vök árinnar berjist fyrir lífi sínu, þar sem veiðimaðurinn dró laxinn síðastliðið sumar, meðan sólin skein og suðlægur andvari bar ilm fyrir vit. Ungur barmur þinn hefst — eins og lítil alda á Iognkyrrum sjávarfleti um lágnætti hljótt. Auðvitað veit ég ekki hvað ókomnir dagar — né ár, bera í skauti sínu, en er á meðan er. Þú saklausa barn, er sefur draumlausum svefni við hlið mér — og veist ekki hvað veröldin getur orðið hræðilega köld og myrk, en líka yndislega bjöif og hlý — eins og í nótt. Aftanskin Ef ég væri vængjum á verða myndi feginn — flygi yfir fjöllin há og fyndi hinum megin — aftanskinið auðnuríkt undir brúnum nátta, dulbúið og Ijóða Iíkt léttra bragar-hátta, við tæra lind og lygnan vog það leikur sér að vanda, þar sem örfá áratog eru á milli stranda. Dumbrauð skýin doka við, deila þessu og hinu — láta eftir litla bið lokið málverkinu. Höfundur er bóndi á Sandi í Aðaldal. GEIR G. GUNNLAUGSSON Tvennir tímar Til hvers er lífinu lifað? langferðamaður spyr, sem sigldi með seglið rifað í sólskini og glampandi byr. Til hvers er lífinu lifað? langferðamaður spyr, margt sem er skrafað og skrifað eru skáldleg sjónarmið. Til hvers er lífinu lifað? langferðamaður spyr, hann hefur svo lengi lifað en langaði að deyja fyrr. Til hvers er lífinu lifað? langferðamaður spyr, sem gat ekki björgunum bifað né brotið upp læstar dyr. Til hvers er lífinu Hfað? langferðamaður spyr, sem hafði langað að lifa lífinu áður fyrr. Forseti íslands, biskup og fleiri gestir skoða Bjarnarlaug. Gvendarlaug í Bjarnarfirði Höfundur býr í Lundi í Fossvogi. H ið upphaflega nafn bað- laugarinnar að húsa- baki, við Laugarhól í Bjarnarfirði, er Klúku- laug. Klúkubærinn stóð áður á hóln- um. Nafnið Gvendarlaug fær hún fyrst löngu eftir að Guðmundur Arason biskup vígði hana. í Ferðabók E.Ó. er hennar minnst, bls. 386, en þar er hún raunar nefnd Klunke- laug. K. Kaalund segir: „í Bjarnarfirði eru nokkrar heitar uppsprettur. Meðal þeirra eru merkust Klúkulaug sem hefir verið útbú- in til baðs.“ í Jarðabók Árna og Páls, segir um jörðina Klúku, þann 20. sept. 1706. „Hætt fyrir fénað á vor og haust af dýjum, foröðum og afætuhveralækjum. Þannig hafa verið frásagnir af lauginni svo lengi sem byggt hefir verið í Bjarnarfirði. Notagildi fór eftir mati manna á hveijum tíma. Sagnir um Guðmund biskup góða, segja að ein þeirra uppspretta er hann vígði, sé Gvendarlaug/Klúkulaug í Bjarnarfirði á Ströndum. Guðmundur biskup dvaldi oft í Strandasýslu og á að hafa vígt þar marga staði. Sat hann bæði á Kirkjubóli og á Stað í Steingrímsfirði, til dæmis 1210—1211. Þegar svo helgi hans var upptekin, fóru menn að nefna laugina Gvendarlaug, eins og ýmsa brunna er hann vígði. Nafn þetta festist þó ekki við laugina strax í rituðu máli, þótt hún væri alltaf kölluð Gvendar- laug af heimamönnum. Nokkur helgi myndast þannig snemma um laugina og sagnir um hve heilnæmt sé að baða sig í henni. Auk þess sem Bjarnfirð- ingar sóttu í hana til baðs á eigin líkama, allt fram undir miðja þessa öld, var oft tek- ið úr henni vatn ti! að þvo sjúkum og er svo enn, jafnvel til drykkjar fyrir þá. Vatn- ið er sérstaklega hreint og heilnæmt. Kaal- und segir hana útbúna til baðs og þýðir það að hún er upphlaðin er hann kemur þar. Hún mun hafa verið upphlaðin þegar á þrett- ándu öld er Guðmundur góði er þar á ferð. Umsögnin um hana í Jarðabókinni bendir til að fé hafi getað farið sér að voða í henni. Olli þetta því að rétt fyrir miðja þesssa öld, var hleðslunni umhverfis hana hrint ofaní laugina og henni lokað með því að setja timbur yfir hana. Ekki voru allir ánægðir með þessar tiltektir. Bjarni Jónsson í Skarði vildi koma í veg fyrir frekari skemmdir á henni. Leitar hann til Her- manns Jónassonar, þingmanns Stranda- manna og biður hann ásjár um að laugin verði friðuð. Hermann snéri sér til Kristjáns Eldjárn, þjóðminjavarðar, og skrifar hann Bjarna bréf um málið, árið 1948 og tekur málaleitaninni, sem komið hafi frá þing- manninúm, vel. Ekkert varð þó af friðun þá. Þegar svo undirritaður kemur sem skóla- stjóri að Klúku, sumarið 1985, ræddu þau Þórdís Loftsdóttir í Odda og Ingimundur Ingimundarson á Svanshóli, málið við mig og báðu um að það yrði tekið upp að nýju. Þórdís afhenti mér bréf Kristjáns til Bjarna heitins, ef það gæti einhveiju um þokað. Steingrímur Hermannsson, þá forsætisráð- herra, tók einnig málinu vel og studdi að- gerðir mínar. Árangurinn varð síðan sá, að með bréfi Þórs Magnússonar, þjóðminja- varðar, þann 30. desember 1988 er laugin friðuð. Friðlýsingin er svo þinglýst sem skjal nr. 1, þann 10. janúar 1989, hjá Ríkarði Mássyni, sýslumanni á Hólmavík. Þjóðminjavörður benti síðan á Svein Ein- arsson frá Hnjóti, sem nú er búsettur á Egilsstöðum, sem hæfastan mann til að endurhlaða laugina. Lionsklúbbur Hólmavíkur hafði tekið að sér að sjá um framkvæmd verksins en kaþólska kirkjan á íslandi lagði fram fé það er þurfti. Kom svo Sveinn að Klúku þann 11. september 1990 og tók til starfa. Hann hafði þau fyrirmæli að engu mætti breyta frá upprunalegu formi. Við leit að fyrstu gerð,- fannst strax þrep sem slitnað hafði í móbergið innan við hleðsluna, var hún því skýrt afmörkuð. Sýn- ir það auk þess hina miklu notkun laugarinn- ar gegnum aldirnar. Hæð hleðslunnar varð ekki séð, nema frá einum punkti og var henni haldið þannig. Þessu verki lauk svo að kvöldi þess 14. sama mánaðar. Ilöfðu Lions- og heimamenn aðstoðað Svein við verkið. Er þá aðeins eftir að girða umhverf- is laugina og setja niður göngubraut að henni. Þann 30. septémber var svo forseti Is- lands, biskupinn yfir íslandi ásamt kirkju- málaráðherra, eiginkonum þeirra og fleirum hér á ferð og komu þá á Laugarhól og skoð- uðu hina fornu laug. Bar öllum saman um að þetta væri að allri gerð síst ómerkari baðlaug en sú er nefnd er Snorralaug í Reykholti. Verður hún vonandi orðið gestum og gangandi aðgengileg ti! skoðunar, strax á næsta sumri. Sigurður H. Þorsteinsson JENS ELÍASSON Fiðluarmur þinn Þínir töfrandi tónar tifa ætíð innra með mér ef rykkorn félli á þína strengi það dytti ekki af við spil þitt þínar fögru hendur þá umfara strengina svo blítt svo hlýtt svo hlýtt er það mér að sjá þínar hendur bara hreyfast strengirnir bylgjast blíðlega er þú þá mjúklega strýkur Ó hve ég vildi við fiðluna skipta og fá að vera /, örmum þínum í hennar stað. Flækings- strá Eins og flöktandi strá ég flækist um fór þér að eilífu frá hvergi ég get fest rætur flækist um á milli staða og hvergi ég finn mitt gamla aftur en hvar ■ ert þú er áður gafst mér daga glaða þú sem varst minn eini sanni sálarkraftur og enn flækist ég um víða velli veraldarinnar enn finn ég ekki mína rót er mig festir alla ævi bara ef ég það vissi hvar þín rótfesta er ég vildi að eilífu vera hjá þér. Höfundur starfar á dekkjaverkstæði f Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.