Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 28
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Gunnar Jónsson Sæfaxi við strönd Sauðnautafjarðar á Austur-Grænlandi. ber Skúla Magnússon í land. Farangur dreginn í land á gúmmíbáti. í fjörunni eru Bergur G. Gíslason, Skúli Magnússon og Garðar Guðmundsson. hvítfálka og sauðnautum nærri tjöldunum." Um hádegisbil búast menn til brottfarar, hlaða flugbátinn. Það hefur þá lyngt mjög og sól skín í heiði. Flugtakið er erfítt vegna vindstillu og þungrar hleðslu. Sæfaxi baksar þó af gömlum vana upp í 6.500 fet og nú var stefnt með ströndum með þoku á hægri hönd en glampandi útsýni inn yfir land og fírði. Vélinni er lent í Meistaravík kl. 14.00. Þama er aðeins lítil húsaþyrping og snýst þar mest allt um námurekstur (m.a. blýnám). „Mjög er sérkennílega fagurt á staðnum, borgarís í firðinum og skip að koma inn að legunni. Sá alls þrettán hvítabimi á leið inn með ísröndinni í aðfluginu.“ Eftir stutta viðdvöl halda menn áfram til Gleraugnavatna (Danske Holgers Brille- vande) sem eru við norðanvert Scoresbysund. _„Umhverfið er undurfagurt og stærsta vatnið sem spegill. Lendingin var hreinasta snilld og gekk vel að festa vélina við vatns- bakkann. Við tjöldum í fagurri brekku sem er alþakin blómum og ummerkjum eftir sauð- naut. Tvö fullvaxin dýr voru við ána sem við renndum í. Veiðin var ofboðsleg, eitt hundrað fimmtíu og fimm bleikjur frá tveimur til fimm pund: Veiddi bæði á spón og með flugu og svo með höndunum eins og Grænlendingar og Samar gera. Þetta var æsilega spennandi dagur, hreint ævintýri og um kvöldið var haldin veisla sem lauk með allsherjarsöng klukkan hálftvö um nóttina.“ Meðal þess sem Guðmundur ritar í bókina sína þennan daginn var svohljóðandi frásögn af náttúruanda sem honum var áður sagt frá: „Óraleiðir frá öllum mannabyjggðum er ríki steinmannsins hræðilega, Qivitoq. Hann getur breytt sér í allra kvikinda líki og hluta. Hann getur þanið sig út sem skýjabólstra, gnæft yfir græn djúp sjávarins, verið haf- ísjaki eða litið út sem klettadrangur á fjalls- kambi. Hann etur allt, fólk, ísbirni, þvali og sauðnaut í heilu lagi. Stærðar björg molar hann og kastar borgarjökum niður af jöklin- um. Opni hann kjaftinn er hann sem jök- ulgjá. Þegar hann þrammar um frosna jörð- ina eða skriðjöklana, þá dunar í fjöllum og bergmálar í falljöklum. I skugga hans frýs allt og visnar, hin mikla þrumurödd hans heyrist yfír jökulbungurnar eins og þrumur í fjarska. Svona sögðu Grænlendingar mér eitt sinn frá Qivitoq, óvættinum mikla sem ræður yfir norðurhjaranum. Einn þeirra breiddi út faðm- inn og hrópaði: „Ak, ak, ak“ en það merkir ógnarlega stór, ómælanlegur. „Hefurðu séð hann,“ spurði ég. „Am“ — Já, segja þeir gömlu þá og augun verða fjarræn, „hann getur verið alls staðar, hann heyrir og sér allt; gefí maður honum matak (spik af ná- hval), þá getur hann verndað mann og bjarg- að úr Iífsháska.“ Fjórði dagur, 14. ágúst: Mokveiði og heimför. Það var indælisveður að morgni dags og fóru flestir leiðangursmanna snemma til veiða og veiddust um sjötíu silungar fyrir hádegi. „Árla morguns legg ég af stað fram að ánni sem rennur úr vötnunum fögru. Það er kyrrt veður og hlýtt. Moskítóflugurnar suða við eyrun svo það er vissara að smyrja sig vandlega með hinu ágæta Alaska-moskító- smyrsli. Ég tek létta, 9 feta flugustöng og box með örsmáum flugum í vasann og veiðis- kreppuna á bakið. Feta mig svo með vatn- inu, tíni bláber og skoða blómskrúðið í brekk- unni. í fýrsta hylnum fæ ég tvær stærðar bleikjur á Watson Fancy. þær eru nýgengng- ar, sívalar og siifurgljáandi, mun ljósari en íslenska bleikjan. Næst tekur við grýttur partur í þröngu gili. Þar á bleikjan í erfíðleik- um og skriplar á gijótinu svo stundum er hægt að taka hana með berum höndum. Þetta nota tófur, veiðibjöllur og hrafnar sér. Ég geng fram á fjögurra punda bleikju, særða á baki af fuglsgoggi. Gargið i fuglinum gefur til kynna að það sé þeirra fiskur sem þarna liggur og ekki leyfilegt að snerta hann. Handan við gilið renna smærri lækir í ána, alls staðar glittir á torfur af físki, kvikum og björtum. Þarna eru víða íshellur meðfram ánni, allt að metri á þykkt, en framundan langt og mjótt vatn með örlitlum jökullit. Ég set örsmáan fluguspón á færið og fæ bleikju í öðru kasti. Hún er fj'örug á færinu, endasendist og fleytir kerlingar á vatninu. Ég landa henni eftir langa og harða viður- eign; hún er 4 pund. Á skömmum tíma fæ ég þarna níu bleikjur, tveggja til fímm punda.“ „Á leið heim í tjöldin fer ég yfir öldu lága, þar er sauðnautabæli undir barði og glöggar götur í ýmsar áttir. Uppi á öldunni finn ég ungt sauðnaut, dautt og allmikið etið. Þegar ég tek að skoða það kemur að hrafn með gargi og látum, auðsjáanlega öskuvondur yfir komumanni. Ég sest á stein, legg frá mér byrðina og byrja að tala við krumma. „Goggúm-goggúm,“ segi ég, rétt eins og íslenskur hrafn sem veit um kjöt. Jú, sá græn- lenski skilur mál mitt, steinþagnar og sest á melinn skammt frá mér. Við krunkumst á og skiljum sem vinir því hann sér að ég viður- kenni eignarrétt hans á æti þessu. Sem vin- áttumerki skil ég særðu bleikjuna eftir, þá er ég tók í grjótinu. Hrafninn hafði eiginlega merkt sér hana svo að hún var hans eign. Krummi er alveg mállaus yfír þessu athæfí mínu; breiðir loks út vængi og stél í kveðju- skyni og skellir í góm þegar ég sný frá?‘ Guðmundur ritar langa hugleiðingu um örlög manna og dýra á Austur-Grænlandi þar sem hann situr í veiðibyrgi. Þar segir í niðurlagi. „Hér gæti verið Ódáinsakur; ósnortið land eins og í upphafi veraldar ef við, mannanna böm, gætum rækt hlutverk okkar betur og útrýmt grimmdinni úr huganum, lifað í sam- félagi hvert við annað og náttúruna, án yfir- gangs og skemmdarverka, kosið hin vitrustu og bestu til að stjóma okkur; hlustað á radd- ir náttúrunnar frekar en öskur öfgamanna. Aðeins örfá lönd hafa varðveitt sína uppruna- legu og sönnu mynd. Við köllum fólk sem lönd þessi byggir „frumstæðar þjóðir", troð- um meúningu vorri upp á þær með valdi í stað þess að læra af þeim til að Iifa hóflega. Förum ránshendi um óbyggðirnar í stað þess að lifa þar í þeim friði er okkur dreymir um. Hvernig hafa menningarþjóðirnar skilið við hina „frumstæðu“: Sama. Korjaka, Inúíta og Tíbetbúa. Heimförin Leiðangursmenn ákváðu að leggja af stað um fjögurleytið síðdegis, áleiðis til íslands, þann 14. ágúst. Guðmundur og Agnar skjót- ast til berja og til þess að ná myndum af sauðnautum áður en farið er af stað. „Þama vom bæði stærri og meiri ber við vatnið en í Sauðnautafírði og líka sáum við sams konar krækiber á lyngi sem ég þekkti frá Lapplandi. Fundum sauðnautabæli með nýjum spörðum og allmiklum ullarslæðingi. Var þama skán sem hefði verið hæf til elds- neytis. Við heyrðum mikið í tófum og fundum margar tómar læmingjaholur. I kíki sáum við svo tarf, kú og kálf skammt frá. Skmpp- um til þess að reyna að ná myndum af þeim, en það heppnaðist illa. Dýrin vom sérlega stygg og við náðum aðeins mynd af ungu dýri með aðdráttarlinsu." „Tókum flug af vatninu klukkan 16.45, glæsilega. Ferðin fram Scoresbysund var til- komumikil, geysilega stórir borgarísjakar víða í þyrpingum. Einna hrikalegastir em tindar vestan við sundið en hínum megin sýnist land flatara og víða glitrar á smávötn og ár. Þoka var yfír hafíssvæðum en bjart yfir hájöklinum og til íslands að sjá. Við flug- um í glampandi sól ofar skýjum. Miklir skýja- bólstrar vom yfir Vestfjörðum en gott skyggni úr því við komum til Breiðaljarðar. Lentum á Reykjavíkurflugvelli kl. 20.45.“ ÞORGEIR ÞORGEIRSSON Þoka Gamla brjóstgóða þoka, þakka þér fyrir samfylgdina. Aliar leiðir liggja til sjávar, en tölum ekki um endurfundi þótt tjaldurinn sé óðamála. Kvikan er bláþráðótt og flúðirnar lauskrýndar. og nú hefur þangið gengið sér til húðar. Gamla grátmilda þoka, víst eru minningarnar berskjaldaðar. ' En sjávarguðinn er alls staðar nálægur. Svona dagur Svona dagur, þegar maður fer í fimmbíó, gengur Skúlagötuna í meðvitund um hafið, rankar við sér á Hlemmi, og skimar eftir andlitum, arkar út á völl, og það er dautt jafntefli, svona dag þegar úrslitin eru ráðin. Enn lykur þögn Enn lykur þögn um reikular götur innhverf torg. Enn er stjörnuvakt. Og ekki er flíkað rauðum dregli fyrir rönd af himninum. Höfundur er læknir á Akureyri. ROBERT BURNS Jón Valur Jensson þýddi Ó, Rut! (Ah, Chloris) O, Rut! ef hér ei heyrast má hve heitt ég unni þér, ef hjartans elsku hrindir frá, w þá heill ég vinur er. Þótt aldrei verði’ í orðum tjáð mín ástin, Rut, til þín, þér þetta eitt ég birti’ í bráð: „æ, blessuð gæzkan mín!“ Þó dýrki’ eg þig hvern dag og nátt og dreymi’ ei annað mig, mitt hugstríð orðum hyl ég þrátt: „ég hef í metum þig!“ Höfundurinn, f. 1759, d. 1796, er eitt frægasta skáld Skota. Kvæðið er birt hér aftur vegna villna, sem urðu í prentun þess í Lesbók 24. nóv- ember. 28

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.