Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 5
lagi og með sömu ferðafélögum og þremur árum áður. Að þessu sinni vorum við í Flat- ey á Breiðafirði. Þar hafði afi minn, Sig- valdi S. Kaldalóns tónskáld, þjónað sem læknir á árunum 1926 til 1929. Þarna í eyjunni sextíu árum eftir að hann fluttist á brott hitti ég Þórð Bogason (sem nú er nýlátinn), gamlan Flateying sem hafði verið daglegur heimagangur á heimili afa míns. Hann mundi vel eftir því er Eggert Stefáns- son kom til Flateyjar með Gullfossi skömmu eftir að Sigvaldi var fluttur þangað og eftir tónleikum þeim, sem þeir bræður höfðu haldið fyrir troðfullri kirkju. Hafði fólk drif- ið að úr næstu eyjum til að sækja tónleik- ana, sem þóttu minnisstæður atburður. LELJA Lelju konu sinni kynntist Eggert í Lund- únum, en þangað kom hann að lokinni íjög- urra ára dvöl í Svíþjóð árið 1919. Eggert hafði leitað sér að kennara í ítölsku því til Ítalíu var förinni heitið til að fullnema sig í sönglistinni. Lelja eða Lelia Cazzola Crepsi, eins og hún hét fullu nafni, varð kennari Eggerts og hreifst Eggert mjög fljótlega af þessari ungu kennslukonu sinni og tók- ust með þeim ástir. Lelja kom Eggert á óvart. Hún sem kom frá landi snilldarinnar og listanna vildi heldur horfa á unað náttúr- unnar en að fara í óperu. „Við skulum fara út til blómanna," sagði Lelja. „Við skulum taka bókina með og setja okkur þar, sem fuglarnir syngja og grasið og blómin anga.“ Hún sagði þetta á ítölsku. Eggert var byrjað- ur að læra málið, „og nýir sjóndeildarhring- ir opnuðust". Lelja var af ætt stóriðjuhölda á Ítalíu, vel efnuð og falleg. Þau gengu í hjónaband og settust að á Ítalíu. í viðtali við Matthías Johannessen hefur Eggert komist svo að orði að þegar hann giftist Lelju, þá hafi hann ekki aðeins eignast þessa góðu og göfugu konu, heldur heila menningu, hann hafi gifst suðrænni menningu í líki Lelju. En Eggert var alltaf á ferð og flugi, og svo fór að peningar þeirra brunnu upp á verðbólgubáli í Þýskalandi. Eftir það var alltaf fjárhagslegt basl á þeim. Öll stríðsár- in bjuggu þau hvort í sínu landinu, en mæltu sér svo mót í Reykjavík eftir stríðið á silfurbrúðkaupsdaginn. Hann kom frá New York en hún frá Róm. Eftir það voru þau saman öllum stundum meðan bæði lifðu. í dagbókum Eggerts leynir sér ekki að hann hefur elskað konu sína heitt og metið hana mikils. 1948 skrifar hann: „Lelja gefur mér nýtt líf. Hún fyllir mig einhveijum yfir- jarðneskum krafti.“ Hann bætir því við að hann fyllist alltaf af kvíða ef hann þurfi að fara frá henni, „jafnvel" þó förinni sé heitið til íslands. Víða í dagbókum hans er að finna mjög hástemmdar játningar til Lelju, t.d. árið 1953: „Lelja er svo góð og réttlát og göfug manneskja að það er ekki hægt að vera í návist við fegurri sál eða vitrari manneskju, hún er verndargyðja manna og dýrar... Ég væri ekki á Italíu einn dag ef hún væri ekki.“ „VlÐ SPRENGJUM HÚSIÐ!“ Karl Oluf Bang, stjúpsonur Sigvalda Kaldalóns, var dyravörður á hljómleikum Eggerts og Sigvalda í Fríkirkjunni 1925. Karl Oluf er enn í fullu fjöri og segist svo frá: Fyrir mistök hafði verið selt tvöfalt magn af miðum á fyrstu hljómleikana. Það dreif að fólk, en þeir Eggert og Sigvaldi voru búnir að sýna mér hvar voru sætin fyrir boðsgestina. Ég átti að sjá um að þau sæti yrðu ekki notuð nema fyrir boðsgesti. Ég' var eini dyravörðurinn, og áður en ég vissi af var orðið troðfullt, og fólk hélt áfram að streyma og tróðst upp í tröppur og í allar smugur og boðsgestirnir stóðu þar: Páll ísólfsson, Knud Ziemsen borgarstjóri, Árni Thorsteinsson, séra Bjarni, Guðmundur Jónsson skipstjóri, þessir stífu menn og miklu vinir, allir í stigaiíum, teygjandi haus inn hver upp fyrir annan. Ég sé að ég ræð ekki við neitt og það er fullt fyrir utan. Ég bara botna ekkert í þessu, en í fátinu loka ég hurðinni, læsi og fer inn í kórinn. Þar eru þeir og ég segi þeim hvernig komið sé að það sé orðin full kirkjan og fullt af fólki úti, hvort ég megi.ekki bara segja því að miðarnir gildi fyrir næsta konsert. Þá gellur Eggert við hinn lukkulegasti og segir: „Nei, nei, við sprengjum húsið maður. Opnaðu bara.“ Og við sprengdum húsið. Á eftir var haldin veisla heima hjá Sig- valda á Nýlendugötu 15, þar sem margt af fína fólki bæjarins var saman komið, en jafnframt tóku þá að berast kvartanir utan úr bæ yfir því að verið væri að plata fólk á konsert og láta það síðan standa tímunum saman á tröppum. En það lá vel á Eggert: „Ég söng dásamlega,“ sagði hann, en svo segir hann allt í einu: ,,En „Guð vors lands' syng ég aldrei aftur." Ég verð alveg gáttað- Eggert Stefánsson ásamt Balbo, foringja ítölsku flugsveitarinnar, sem hingað kom fyrir stríð, við innganginn á Hótel Borg, þar sem Balbo hefur verið boðinn sérstaklega velkominn með veglegu skilti. Bræðurnir Sigvaldi Kaldalóns tónskáld t.v. og Eggert Stefánsson. ur á þessu og spyr hann svo á eftir: „Af hveiju viltu ekki syngja „Guð vors lands“ aftur?" Hann svarar: „Óli minn, þegar mað- ur hefur gert einn hlut eins vekog hann best verður gerður þá vill maður ekki eiga á hættu að skyggja á það.“ SÖNGSIGURIPARÍS 1925 Eggert Stefánsson söng víða erlendis, á Norðurlöndum, Ítalíu, flestum löndum Mið- Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada. Ég hef undir höndum mikið af lofsamlegum blaðadómum um söng hans, en ljóst er að hann fékk misjafna dóma, og hann var líkur öðrum mönnum hvað það snerti að varð- veita frekar þá dóma sem jákvæðir voru. Meðal stærstu söngsigra Eggerts á erlendri grundu var vafalaust söngur hans í París 1925. Þar fékk hann einróma lof í blöðum, sem leiddi til þess að hann fékk fjölmörg tilboð um að syngja í öðrum löndum og koma fram í útvarpi, m.a. í BBC. Sjálfur hefur Eggert sagt að þessir hljómleikar hafi haft svo mikla þýðingu fyrir sig, að hann þakkar þeim frama sinn sem söngv- ari. Vafalaust hefur hann lagt sig allan fram — en oft virðist sem Eggert hafi ekki æft sig nægilega mikið fyrir hljómleika. Trúlega var þetta hápunkturinn á söngferli hans. Tengsl Við Fasismann Úr bernsku minni er mér minnisstæð mynd úr bók af líkum Benitos Mússólínis, leiðtoga ítalskra fa'sista, og ástkonu hans þar sem þau höfðu verið hengd upp á fótun- um fyrir utan bensínstöð í Mílanó. And- spymumenn höfðu náð þeim undan verndar- væng Þjóðveija og tekið þau af lífi 28. apríl 1945. Mynd þessi varð mér í senn ógleyman- leg og ógnvekjandi, ekki síst fyrir þá sök að móðir mín sagði um leið og ég sýndi henni myndina að ekki hefði miklu munað að illa færi fyrir Eggert og Lelju að loknu stríðinu vegna þess að þau, eða a.m.k. Lelja og hennar fjölskylda, hefðu fylgt Mússólíni að málum. Karl Oluf Bang móðurbróðir minn kann- aðist strax við að Eggert og Lelja hefðu fylgt Mússólíni að málum er ég bar þetta undir hann, þó ekki segist hann vita mikið um það mál. „Það var einu sinni er ég sat með Eggert á Hressingarskálanum, senni- lega einhvern tíma á árunum 1937-38, að hann sagði: „Mússólíni er minn maður,“ og bætti við að áróðurinn á móti Mússólíni væri óréttmætur. Hann hefði lyft Ítalíu upp úr öldudal." Hvergi í bókum Eggerts, sem allar eru skrifaðar eftir síðari heimsstyijöld, er neitt að finna um stuðning hans eða Lelju við fasismann. Það er skiljanlegt f ljósi biturrar reynslu þeirra hjóna. Það kann líka að vera ástæðan til að Éggert skuli kjósa að nefna ekkert um kynni sín af Balbo flugmálaráð- herra Mússólínis, en Eggert kynntist Balbo er hann dvaldi hér á landi nokkra daga í júlí 1933 er hann var í fylkingarbijósti í hinu fræga hópflugi ítala frá Róm til Chicago. En yfirleitt var Eggert ekki að iegja um kynni sín af slíkum stórmennum. Kristján Albertsson rithöfundur var aðal fylgdarmaður Balbos og ítölsku flugmann- anna meðan á dvöl þeirra stóð hér á landi, en Eggert fylgdi Balbo í listasafn Einars Jónssonar, og hefur þannig haft tækifæri tjl að ræða við hann og vafalaust hrifist af honum því Balbo vakti almenna hrifningu íslendinga í þessari heimsókn. LELJU HÓTAÐ DAUÐA! Ljóst er að Lelja mátti ýmislegt þola í stríðslok vegna tengsla fjölskyldu hennar við fasismann. Hún og Eggert bjuggu að- skilin öll stríðsárin, hún á Ítalíu og hann lengst af á Islandi en einnig í Bandaríkjun- um. Því miður eru ekki varðveittar dagbæk- ur Eggerts frá þeim tíma sem mestu máli skiptir í þessu sambandi, þ.e. fyrri hluta ársins 1945. En 8. október skrifar Eggert í dagbók sína um Lelju, en hann vár þá í New York: „Hún segist ekki örugg í Schio, þvílíkt líf í heiminum." í árslok 1945 er Eggert efst í huga hversu slæmt árið 1945 hefur verið. Meðal slæmra viðburða ársins nefnir hann að Lelja hafi verið fangelsuð og henni hótað dauða en að hún hafi slopp- ið út þremur dögum áður en allir félagar hennar voru drepnir. Hann nefnir einnig að hús hennar hafi verið „tekið“ og bróðir henn- ar ofsóttur. „Svona [voru] allar fréttir svart- ar og sorglegar,“ skrifar hann um viðburði þessa árs. Margir vina Eggerts hér heima sem ég hef rætt við kannast við að Lelja hafi orðið fyrir óþægindum vegna tengsl- anna við fasismann, en segja að þessi mál hafi yfirleitt ekki borið á góma hér heima og því viti þeir ekki hversu mikið Lelja mátti líða vegna þessara tengsla. Lelja var lengi að komast yfir stríðsminningarnar. Um mitt ár 1948 skrifar Eggert í dagbók sína: „Lelja er indæl þegar hún er ekki upptekin af stríðsminningunum hér í Schio.“ Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld sótti Lelju heim sumarið 1971, níu árum eftir að Eggert dó. „Við vorum með kveðju frá foreldrum mínum og eitthvað lítilræði til Lelju. Hún tók okkur forkunnar vel og var hin viðræðubesta. Það sem mér er eftir- minnilegast frá þessari stuttu heimsókn til hennar var að hún vildi koma á framfæri þakklæti sínu til Islendinga. Hún þakkaði Islendingum að hún hefði haldið lífi. Ætt- menni hennar voru fasistar og hún hefði orðið að láta allt sitt af hendi ef ekki hefði komið til aðstoð frá íslandi. Hún sagði að Bjarni Benediktsson hefði séð til þess að hún fengi eftirlaun frá Islandi. Annan lífeyri hefði hún ekki haft.“ í SCHIO: ÚTLAGI í LlST OG Fegurð Það er athyglisvert að í bókum sínum og sendibréfum er Eggert ósköp fáorður um þann bæ sem hann bjó í á Ítalíu. Skýringar- innar er vafalaust að leita í því sem Auður Laxness nefnir í samtalsbókinni Á Gljúfra- steini, að Eggert leiddist oft í Schio og tolldi þar yfirleitt ekki nema nokkra daga .í senn. í bréfi til vinar frá sumrinu 1948 skrifar Eggert: „Okkur hér líður vel — svalt og sól á milli. Ég hef það gott nema þegar ég hugsa heim, og seiðurinn byrjar. Utlagi! en í list og fegurð.“ Schio er lítill dæmigerður ítalskur bær á Norður-Ítalíu, skammt frá Vicenza. Bæjar- stæðið er fallegt, mikill fjallgarður blasir við í norðri. En þó að Eggert hefði glöggt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.