Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 15
Brennandi heit jólafasta % Arla þennan heiðríka sumarmorgun seint í nóv- ember var enginn í sundlauginni. Hún hafði þessa 50 m löngu laug algjörlega fyrir sig. Ekki að það skipti höfuðmáli. Henni leið bara betur þegar fáir voru. Vatnið var ískalt í Smásaga um ástralska aðventu eftir SÓLVEIGU EINARSDÓTTUR fyrstu en síðan aðeins notalegt, ögrandi. Hún synti hægt til að byrja með. Naut þess að finna vatnið gæla við fingurna, að kljúfa vatnsyfirborðið með grönnum líkamanum. Reyndi að gera það eins mildilega og hún gat, þannig að gárurnar yrðu sem minnst- ar. Helst hefði hún kosið að synda á Evu- klæðum. Sólin glampaði á vatnsfletinum. Skringi- lega svartur og hvítur fugl sat á bakkanum. Álíka heillaður af vatninu og hún. Dagurinn yrði heitur. Þegar var farið að vara við eldhættu. Eftir sundið settist hún í grasið og slak- aði á. Hér voru engai' sturtur. Vatnið var dýrmætt. Fimm mæður komu með ung börn sín. Fjórir synir, ein dóttir. Fyrsti sundtíminn þeirra á ævinni. Eldri kona sem augsýnilega var sundkennarinn, brosti út að eyrum. Þrekvaxin, stælt. Stúlkubarnið grét sáran. Drengirnir voru glaðir. Þau dönsuðu í hring í lauginni og sungu. Telpan hélt áfram að gráta. Undar- legt var að hlusta á sönginn og skælurnar sem blönduðuskglitrandi vatnsdropum, heit- um sólargíeislum og skvampinu í lauginni. í morgunsárið hafði hún fundið ilm af snjó. Hun hafði legið grafkyrr eins og forð- um. Fundið ilminn af nýföllnum snjónum. Fyrsta snjó vetrarins. Reyndar vissi hún vel að það var sumar og einungis svali morguns- ins fyrir sólarupprás orsakaði þessa blekk- ingu. Samt ríghélt hún í hana. Hugsaði hve gaman yrði að fara út og finna snjóinn marra undir fótunum. Finna kalt loftið í lungunum. Anda að sér tæru, fersku lofti. Eiga fyrstu skrefin í nýfallinni mjöll. Blekk- ingin varaði uns hún leit út í grænan garð- inn og horfði upp í bláan himininn. Hér yrði sól og hiti, ekkert regn fyrr en eftir þrjá til fjóra mánuði. Hún ætlaði í sund. Þar var hennar stað- ur. Flóttaleið síðan hún var barn og lærði að synda. í þessum heimshluta drukknuðu tugir barna á hverju ári af því að þau voru ekki synd. Drukknuðu í litlum bakgarðslaugum .sem voru víð.a. Laginu var lokið. Kennarinn fyrirskipaði þétt faðmlag við mömmuna. Mæðurnar föðmuðu börnin að sér og litla ljóshærða tátan ríghélt í móðurina. Grét enn. Hún hafði verið heppin að vera ekki vatns- hrædd. Næstum aldrei hafði móðir hennar sjálfrar komið með henni í sund. Þær höfðu ekki synt saman. Faðmlög voru sparleg á þeim dögum. Ekki mátti ýta undir óþarfa viðkvæmni eða veimiltítuhátt. Þannig var barnauppeldið áður fyrr. Svart bikiníið hafði þornað á líkama henn- ar á örskammri stundu. Hún fór í hvítan, þunnan bol til þess að hlífa húðinni. Solin var brennheit og sterk. Eirði engu. Reynt var að telja fólki trú um að hvít húð væri falleg en með misjöfnum árangri. Að vera sólbrúnn var enn tíska. Hér þótti djarft að synda í tvískiptum baðfötum. Slíkt gerði maður ekki. Frekar syntu konur í bol. Fyrir mörgum vikum hafði hún bytjað að finna angan jólanna. Horft á grenitrén og séð fyrir sér jólatré borgarinnar heima með marglitum rafurljósum. Grenitrén hér . voru frábrugðin, græn og falleg, en öðru- vísi. Auðvitað, hér var allt frábrugðið og hún yrði að læra að halda annars konar jól. Ekki ætlaði hún sér þá dul_ að halda íslensk jól í sól og sumarhita. íslensk jól var einungis hægt að halda uppi á íslandi. Kannski myndi hún nú samt steikja klein- ur. Laufabrauð væri líka hægt að borða hér í hitanum. Fólki hlyti að þykja það gott. Hún hafði litast um eftir kleinujárni í stórmarkaðinum en ekki séð það. (Ekki frek- ar en pönnukökupönnu.) Klaufalegt að taka það ekki með sér að heiman. Fjarlægðin var býsna löng til þess að skreppa heim eftir kleinujárni einu saman. Gaman væri það nú samt. Líta við og segja: „Já, ég skrapp nú bara til þess að sækja kleinujárnið mitt!“ Fólk myndi halda að hún væri galin. Þá fengi hún nasasjón af undirbúningi, erli og spennu jólanna. Gæti farið og fengið sér jólaglögg og piparkökur á Horninu. Komið inn um dyrnar úr norðangustinum og krapinu með rautt nef. Hlaðin pokum með jólagjöfum. Beðið um jólaglögg. Með möndluflögum og rúsínum. Vel kryddað. Nú var nánast útilokað að drekka annað en svaladrykki hér á þessu heimshorni. Slíkur var hitinn. Hún keypti marga lítra af di-ykkjai-vatni á dag. Hægt var að drekka vatnið úr krananum en það var vægast sagt ekki gott. Meira að • segja var of heitt til þess að drekka vín. Margir drukku ískaldan bjór síðdegis. Settu hann fyrst inn í frystinn og drukku síðan jökulkaldan. Veðurliljóð á glugga. Litlar gjafir i skrítnum skó að morgni. Að vakna í myrkri sem virtist kolsvart og þétt eins og innan í tunnu. Nema þá að hvít snjóbreiða lýsti upp skammdegisskuggann. Að segja ömmubörnunum sögur af jóla- sveinunum, sem voru svo yfirgengilega margir. Keiyia þeim „Bráðum koma blessuð jólin“. Syngja með þeim jólasöngvana. Kerti! Það yrði of heitt til þess að kveikja á kertum. Kertalaus jól! Hún hafði ekki einu sinni séð kerti í búðinni. — Hun ætlaði að þijóskast við. Kveikja á einu hvítu kerti á aðfangadagskvöld. Þótt hitinn væri kæf- andi. Þótt einhver brosti í kampinn eða hristi höfuðið. Eitt lítið kertaljós. Börnin í lauginni sungu nú annað lag. Hún þekkti ekki þessi barnalög en raddirn- ar voru eins og barnaraddir heima. Hve þessar fjórar heppnu mæður hlytu að vera fegnar að það var ekki þeirra barn sem grét. I stórmarkaðinum hafði glumið einhver óhroði úr hátölurum sem átti að vera jóla- lög. Hún lét sem hún væri heyrnarlaus. Eins og hún heyrði alls ekki neitt. Keypti ekkert nema í matinn. Jólavarningurinn freistaði ekki. Hún leiddi hann hjá sér. Hafði sent jólagjafir og kort fyrir mörgum mánuðum með skipa- pósti. Áður en nokkur jólavarningur kom í búðirnar. Leiðin var löng heim. Hún vafði saman ferskjulitu handklæði. Setti upp sólgleraugun. Settist inn í brennr heitan bílinn, skrúfaði niður rúðuna til þess að ná andanum og ók heim. Líkaminn var endurnærður og kældur eftir sundið, myndi haldast svalur fram á daginn. Ok yfir lækinn sem var þurr. Dáðist að jacaranda-tijánum sem skörtuðu fegurstu blómum, ljóslillabláum. Hún hafði gripið andann á lofti þegar hún sá fyrsta tréð í blóma. Hún ætlaði að laga sultu úr apríkósunum sem hún hafði tínt af trénu í gær. Þær voru Ijúffengar. Bestar beint af trénu. Þyrfti að muna að fara sparlega með vatn- ið. Ekki laust við að það gleymdist stundum. Úti í garði óx jólastjarna. Rauð og falleg. Grasið var grænt og það glampaði á blöð pálmans. Gullnir hveitiakrar teygðu sig í áttina til fjallanna. Uppskeran var hafin. Gengi allt vel, yrði henni íokið rétt fyrir jól. Höfundur býr í Ástralíu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.