Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 9
Við Fornastöðul. Sigurbjörn biskup situr á hleðslunni, sem ennþá sést. kom til íslands og bjó í Skálaholti eftir föð- ur sinn.“ En hvernig sér Sigurbjöm fyrir sér sjálft bæjarstæðið, þegar Teitur litast um á staðn- um. Hann segir svo í áður nefndri ritgerð: „Skáli þeirra Mosfellinga var reistur í kvos, eða réttara sagt á stalli framan í breiðri bringu. Fyrir norðan hefur verið víðlent skóglendi, framundan snarhallar brekkunni ofan að grösugu engi, vestan við það geng- ur klettabelti fram, með skemmtilegum brekkum og hjöllum, en að austan er grunn tjörn eða lón, Undapollur, upp frá Hvítá, sem fellur breið og vatnsmikil norðan við hið svipmikla Vörðufell." II Ekki er ætlunin hér að rekja sögu Skál- holts; það væri full mikið færst í fang. En það er eftirtektarvert, að tveir fyrstu biskup- ar' á stólnum voru feðgar og einnig tveir þeir síðustu, Finnur Jónsson og Hannes Finnsson. Þeirra á milli em sumir gleymdir, en aðrir gnæfa uppúr og eru ennþá þjóð- kunnir, menn eins og Isleifur og Gissur, Þorlákur, Páll, meistari Jón Vídalín og meistari Brynjólfur. Meistari Jón hefur vafa- laust staðið þjóðinni næst. Það gerði postill- an hans, sem um orðfæri og snilldarleg efni- stök á engan sinn líka meðal hliðstæðra bóka. Hann einn allra komst upp að hlið- inni á Hallgrími í alþýðuhylli. Brynjólfur hefur orðið hugstæður vegna þess, að heim- ilisógæfa hans lifir í fersku minni sem sígilt bókmennta- og leikhúsefni. Hitt muna menn ekki eins vel, að hann var einn mesti lær- dómsmaður, sem þjóðin hefur átt svo að ljómi stóð af út í lönd, og dáður og virtur höfðingi á biskupsstóli. En Skálholt er sem betur fer risið úr öskustónni og ærið ólíkt að litast þar um en var á mínum uppvaxtarárum í Tungun- um, þegar Skálholtskirkja var eins og hver annar títill, bárujárnsklæddur hjaliur og að öðru leyti ekki annað á staðnum en bæjar- húsin, þar sem Jörundur Brynjólfsson al- þingismaður bjó. Þannig var það líka, þegar Sigurbjörn Einarsson kom fyrst að Skálholti. Það var vorið 1929. Faðir hans, Einar Sigurfinns- son, hafði kvænst í annað sinn og flutti þetta vor austur að Iðu í næsta nágrenni Skálholts, þar sem hann bjó síðan í allmörg ár. Sigurbjörn kom austur síðar um vorið, því hann var þá í Reykjavík að taka gagn- fræðapróf. Honum rann strax til rifja að sjá niðurlægingu Skálholts, en nú fóru svipt- ingasöm ár í hönd, ár kreppu og síðan heimsstríðs og ekki var í svipinn hljóm- grunnur fyrir endurreisn í Skálholti. Það varð þó verk Sigurbjarnar Einarssonar meira en nokkurs annars manns að vekja landsmenn til vitundar um, að við svo búið mátti ekki standa á hinum algöfugasta bæ á íslandi. í mjög stuttu máli má segja, að hvatning séra Sigurbjarnar hafi borið ávöxt með stofnun Skálholtsfélagsins 1949. Félagar undirgengust að greiða f sjóð 100 kr. á ári fram að afmælisárinu 1956. Fyrsta meiri háttar framkvæmdin á staðnum, sem félag- ið beitti sér fyrir, var uppgröftur fornminja sumarið 1954, þegar m.a. fannst steinkista Páls biskups. Skálhoitshátíðir voru haldnar Dómkirkja Brynjólfs biskups. Þessi vatnslitamynd John Cleveieys frá árinu 1772 er elzta mynd sem til er af kirkju í Skálholti. Hún var að flatarmáli nær helm- ingi minni en miðaldakirkjan. Gripir úr Skálholtskirkju: Kaleikurinn góði frá því um 1300 og skírnarsár úr kirkju Brynjólfs, frá 1651. Þessir gripir eru þvímiðurekki varðveittir í kirkjunni. og þó ekki rættist sá draumur, að ný kirkja risi fyrir afmælið 1956, reis hún engu að síður, verk Harðar Bjarnasonar, þá húsam- meistara ríkisins. Hún var vígð sumarið 1963. Og nú stöndum við Sigurbjörn biskup framan við þessa kirkju í haustblíðunni og virðum fyrir okkar það, sem áunnizt hefur: Byggingar Skálholtsskóla, sem þeir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur Þorvaldsson, arkitektar, hafa teiknað af svo mikilli smekkvísi, að byggingamar virðast styðja kirkjuna og bæta heildina í stað þess að eitt keppi við annað. Þarna er og bústaður rektors, einnig íbúðarhús sóknarprestsins, séra Guðmundar Óla Ólafssonar, og litlu norðar var byggt myndariega yfir Skálholts- bóndann. Eitt af því sem þótti við hæfi áður en vakningin varð um raunverulega endun-eisn staðarins var bændaskóli við hlið Hólaskóla og Hvanneyrarskóla og lög um hann urðu til. Menn gerðu sér ekki ljóst, að brátt yrði keppt að samdrætti í landbún- aði, en ekki liðu mörg ár þar til augljóst var, að skólarnir tveir sem fyrir voru mundu nægja. III Eitt af því sem ennþá vantar í Skálholti er líkan eða einhvernveginn myndræn lýsing á því sem var, þegar vegur staðarins var sem mestur. Ég naut þess hinsvegar í þetta sinn að hafa góða leiðsögn Sigurbjarnar biskups og reyni að miðla einhvetju af því, sem hann sagði, þegar við gengum um fom bæjarhlöð Skálholts. Þar hafa svo til allar minjar um fortíðina þurrkast út. Eftir stend- á hlaðinu framan við kirkjuna allstór steinn, flatur að ofan, nefndur Staupasteinn. „Þetta hefur verið hestasteinn“, sagði Sigurbjörn, „hérna hafa menn líklega drukk- ið hestaskál fyrir brottför, en leiðir frá Skál- holti lágu annars til þriggja átta. í fyrsta lagi voru það Biskupatraðir, sem lágu héðan í norðaustur og framhald þeirra var nánast samhliða veginum, þegar ekið er heim að Skálholti. Þær lágu framhjá Skólavörðunni, sem skólapiltar hlóðu og stóð hér fyrir ofan og stendur að nokkru leyti. Biskupatraðir stefndu um Fornastöðul, sem var snertuspöl frá bænum og uppá Klif.“ _ Þarna sést vel stórgrýti, semi afmarkað hefur Fornastöðul. Og enn sést alveg móta fyrir hinum forna vegi. En allt var það nú svo gersamlega á kafi í sinu, að ókunnur gestur hefði ekki tekið eftir neinu. Ekki væri í mikið ráðist að halda þessu betur til haga með merkingum og að slá grasið. Ennþá vantar talsvert uppá að fortíðinni sé nægur sómi Sýndur í Skálholti. Það er hvort sem er ekki svo margt, sem eftir stendur og hægt er að benda á. Við gengum næst fram á hæðarbrúnina, sem verður suðvestanvert við kirkjuna. Sig- urbjörn hélt áfram: „Menn komu að Skálholti um tvennar aðrar traðir. Önnur liggur til suðausturs og það sést móta fyrir henni í túninu neðanund- ir brekkunni. Hún hefur síðan sveigt til austurs. Nokkru norðar verður klapparholt í mýrinni, nefnt Söðulsholt, kannski vegna þess að það er nokkuð söðulbaka, en kannski vegna þess að kirkjugestir hafi sprett söðl- um af hestum sínum þar. Þriðju traðirnar lágu heim að Skálholti úr vestri. Þegar menn komu vestan yfír Brúará - vaðið var í Reykjanesi, nálægt Þoriákshver og feiju- staður hjá Spóastöðum - lá leiðin yfir Kvemalæk, sem hefur verið látinn snúa kvörpum og fellur eftir lautinni vestan hins forna staðartúns. Síðan var farið framhjá Kyndluhóli upp á hlað.“ Á brekkubrúninni sést móta fyrir fomum tóftum, sem hávaxið gras og njóli fylla, svo gestur á hlaðinu framan við kirkjuna sér þar aðeins grasgefna órækt. „Hérna vom tvær húsaraðir með hlaði á milli og þar að auki hlaðið, þar sem Staupa- steinn stóð. í efri húsaröðinni var biskups- garðurinn og í framhaldi af honum til aust- urs var skólinn og híbýli skólasveina. Frá þessum húsum lágu jarðgöng upp til kirkj- unnar. Þau voru fallin og full af mold, en markaði fyrir þeim. Þau hafa nú verið endur- gerð og hægt að ganga um þau inn í kjall- ara kirkjunnar. í húsaröðinni fremst á brekkubrúninni voru ýmis hús, bæði íveruhús og skemmur. Fjósið þar sem Oddur vann að sinni frægu þýðingu á Nýja testamentinu, vár líklega í brekkunni vestur af staðnum. Handa fjöl- mennu þjónustuliði staðarins þurfti mikinn húsakost. Fleiri hús hafa staðið hér í kring, þar á meðal Þorláksbúð, sem vel sést fyrir norðan við kirkjuna. Hún var eins og margt fleira kennd við heilagan Þorlák, Skálholts- biskup, og notuð til að geyma í matvælí, ekki sízt smjör, sem barst í verulegum mæli til staðarins sem leiga eftir stólsjarð- ir. Nærri má geta, að það hefur verið tals- vert vandamál að geyma þau matföng, sem staðnum bárust og hann þurfti, svo að ekk- ert færi í súginn.“ IV í Skálholtskirkjugarði ber ekki mikið á gröfum. Þó eru þar nýleg leiði nágranna- bænda frá Auðsholti, sem bjuggu þar á mínum uppvaxtarárum, svo og leiði Bodil Begtrup, fyrrum sendiherra Dana á íslandi, sem óskaði sérstaklega eftir því að mega hvíla í Skálholti og var orðið við þeirri ósk. Þegar gengið er norðaustur frá kirkj- unni, verður fyrir lágur hóll, ómerktur eins og allt annað sem vitnar um söguna. Hann heitir Virkishóll og svo nefndur vegna þess, að þar höfðu menn viðbúnað gegn árás Jóns Arasonar. Það eina, sem merkt er og ókunnur gestur getur með góðum vilja áttað sig á, er minnismerki um aftöku Jóns og sona hans. Það er þó síðari tíma verk, kost- að af kaþólskri konu frá Englandi. „Ég hygg, að því hafi verið ranglega valinn staður“, segir Sigurbjörn, þegar við gengum þangað uppeftir. Það er ekkert því til sönnunar, að aftakan hafi farið fram þama og raunar afar ólíklegt að þeir feðgar LESBÓK MORGUNBL^ÐSINS 17. DESEMBER 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.