Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 4
Portret Gunnlaugs Blöndals af Eggert Stefánssyni. Þeir sáu Ágústus keisara endurborinn Ajólanótt 1914 er ungur íslendingur staddur á jámbrautarstöð í Svíþjóð, nýkominn frá Dan- mörku. Hann er einn á ferð og hefur verið ráðinn til að syngja á hóteli í Dölunum. Nafn i hans er Eggert Stefánsson. Fjómm ámm áður Aldarminning EGGERTS STEFÁNSSONAR, söngvara, rithöfundar og ættjarðarvinar, f. 1. des.1890, d. 29. des. 1962. Eftir GUNNLAUG A. JÓNSSON — á afmælisdaginn sinn er hann stóð á tvítugu — hafði hann haldið út í heiminn til að freista gæfunnar, „félaus og fátæk- lega úr garði gerður", eins og faðir hans, Stefán Égilsson múrari, orðar það í dagbók sinni. Leið Eggerts lá þá í söngnám til Danmerkur, en nú var hann búinn að fá nóg af dvölinni þar. Það rann listamanns- blóð í æðum þessa unga og hrifnæma íslend- ings. Löngu seinna lýsti hann skemmtilega þeim hughrifum sem hann varð fyrir þessa fyrstu jólanótt sína í Svíþjóð: „Á járnbrautarstöðinni er framborið „glögg“, jóladrykkur Svíanna. Stórt jólatré, er nær til loftsins, er skreytt kertum og brenna þau hægt niður. Það er 'seint um nótt og fáir á brautinni. Lestin hefur tafízt af snjóbylnum. Úti er hvít jörðin og hvítir skógamir í hinu fegursta skrauti jólanna, snjónum, er beygir greinar þeirra til jarðar. Það er kyrrt, en mikið frost. Stjömur himins- ins skína gegnum tijálimið, er breiðist yfir veginn, og með ljósi þeirra sýnist koma þessi friður, sem fjárhirðarnir fundu jóla- nóttina — „og velþóknun guðs yfir mönnun- um“. Ég halla mér aftur í sleðann og breiði ábreiðuna yfir mig og horfi á þessa vetrar- dýrð, er umlykur mig. Allt í einu heyri ég klukkurnar hringja frá einhverjum kirkju- turni í fjarska. Eg spyr ökumanninn, hvað það sé, og segir hann mér það sé ,jólaott- an“, sem byiji kl. 5 á morgnana jóladaginn í Svíþjóð, og þangað komi Dalafólkið. Ég segi honum að keyra á hljóðið. Á leiðinni sé ég fjölda sleða, er koma brunandi út úr skóginum og er blys kveikt á hveijum sleða — og mynda rauða línu við bláan himininn og hvítan snjóinn. Þetta er Dalafólkið á leið til kirkjunnar. Fjöldi sleða er í kringum kirkj- una. Koma út úr þeim menn og konur, er sýnast afar tröllsleg og stór í hinum þykku ^skinnfeldum sínu. Það er eins og æfintýrið gangi inn í kirkjuna. Ég geng inn í kirkj- una. Þar inni situr allt fólkið klætt þjóðbún- ingi sínum, gamalt og ungt. Ég átta mig ekki á, hvar ég er. Er ég kominn aftur í söguna, aftur í fornöldina? Kirkjan er full af þessum söguanda — maður hverfur úr sjálfum sér til fornra æfíntýra, er fylgir þessu fólki, er fyllir kirkjuna. Og þegar presturinn talar um föðurlandið, konunginn og guð — þá verður hljótt þarna inni — því það snertir í þeim hjartarætur föðurlands- ástarinnar. Hér var ég því kominn til heim- kynna fórna og föðurlandsástar. Einhverra nýrra kennda varð ég var hjá mér, hugur minn samlágast þessu andrúmslofti, og það er eins og eitthvað rísi upp og rifni í hjarta mínu, sem streymir út til þessara afkom- enda hinnar söguríku þjóðar — hvers hreysti sýnist mér skráð í andlitum gamalla og ungra í kringum mig. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessa jólanótt í Dölunum. Hún hefur haft þýðingu fyrir mig og innritað sig í hjarta mitt. íslendingurinn í mér reis þarna upp aftur!“ 1. desember síðastliðinn voru liðin hundr- að ár frá fæðingu Eggerts Stefánssonar. Af því tilefni verður hér bnigðið á loft nokkr- um svipmyndum úr lífi þessa umdeilda söngvara og rithöfundar, og er byggt á við- tölum við nokkra samferðamenn hans, ýms- um sendibréfum hans, einnig á dagbókum hans, sem Kristján Karlsson skáld hefur undir höndum og var svo vinsamlegur að leyfa mér afnot af, og loks byggi ég að sjálf- sögðu á útgefnum bókum Eggerts því hann skrifaði ekki færri en fjögur bindi undir hinum lítt hógværa titli „Lífíð og ég“. KÓNGUR KEMUR í HEIMSÓKN Nafnið Eggert Stefánsson hefur alltaf haft yfír sér sérstakan ævintýraljóma í huga mínum. Bréfin og kortin sem bárust frá honum til foreldra minna voru skrifuð á fínum hótelum víðs vegar um heim, en flest komu þau þó frá bænum Schio á Ítalíu. Var sá bær raunar meðal fyrstu útlendra bæja sem ég heyrði getið um. Eggert var afabróð- ir minn, og það duldist mér ekki að móður minni þótti vænt um þennan víðfræga frænda sinn og mótmælti ýmsu því sem sagt var um hann og haft að gamanmálum. Sjálf hefur hún lýst honum þannig í útvarps- viðtali: „Það var einhver heimsborgaralegur andi sem kom með Eggert, og það var allt- af eins og veisla í kringum hann, fullt af fólki og mikil glaðværð. Hann var glæsileg- ur og mjög skemmtilegur, og mér þótti allt- af værit-am hann.“ Margar sögur heyrði ég í bernsku af Eggert Stefánssyni, og allar götur síðan hef ég sífellt verið að heyra af honum ævin- týri enda var hann þjóðsagnapersóna þegar í lifanda lífí. Fyrsta sagan, sem ég heyrði af honum var um skeyti, sem barst frá Eggert til Sigvalda Kaldalóns bróður hans eftir velheppnaða tónleika hins fyrrnefnda í einhverri stórborginni erlendis: „Hélt tón- leika í gærkvöldi. Gerði stormandi lukku. Sendu peninga strax!“ Og margar sögurnar tengdust einmitt bágbornum fjárhag Egg- erts, sem aldrei kom þó í veg fyrir að hann bæri sig eins og þjóðhöfðingi. Ég man eftir einni heimsókn Eggerts til foreldra minna á Selfossi, og hef ég þá líklega ekki verið nema sex ára. Engu að síður man ég eftir þessum viðburði því þarna var ekki um neina venjulega heimsókn að ræða. A.m.k. hafði ég fengið það á tilfinn- inguna að kóngurinn í Danmörku væri kom- inn heim til okkar, og lenti ég í orðasennu um það við leikfélaga minn, sem trúði ekki að kóngurinn væri í heimsókn hjá foreldrum mínum. Man ég að mér þótti mjög miður er ég fékk að vita að ég hefði haft rangt fyrir mér. En hvað um það: Eggert kom og hann var a.m.k. með kónganef og að útliti eins og kóngur. Hann Var Alltaf Með- HÖNDLAÐUR ElNS OG ÞJÓÐ- HÖFÐINGI Síðar hef ég víða séð að ég var fjarri því að vera einn um að telja Eggert kóng. Nóbelsskáldið Halldór Laxness, vinur Egg- erts, talar um „keisaralega skaphöfn og framgaungu" Eggerts, og segir margar skemmtilegar söguí af honum í Skáldatíma m.a. hvernig ítalskir burðarkarlar göptu í forundran á eftir Eggert — í því landi þar sem menn vita hvað mikilmenni er — og létu sér nægja brosið eitt frá honum sem greiðslu eftir að hafa burðast með töskur hans, því þeir höfðu séð Ágústus keisara endurborinn! Eggert var þannig maður að allir rýmdu til fyrir honum og hneigðu sig djúpt. Um hann segir Laxness að-.hann hafí gert aðra frægðarmenn bleika og daufa og hefur jafnframt lýst því hvernig öll þjón- usta á hótelum og veitingastöðum hafi orð- ið önnur og betri þegar Eggert Stefánsson var með í för. Og Ragnar Þórðarson lög- fræðingur, sem oft var með Eggert erlend- is, staðfestir að einmitt þannig hafí þetta verið: „Það var stórkostlegt að fara með honum inn á hótel eða veitingahús. Hann var alltaf meðhöndlaður eins og þjóðhöfð- ingi. Ég kom með honum á marga fína staði, eins og t.d. Hotel Ritz í London og Hotel Intercontinental í París. Alls staðar var sama sagan. Eggert var þannig persónu- leiki. Hann var eins og sjálfkjörinn amb- assador eða þjóðhöfðingi og fékk þjónustu í samræmi við það.“ Frá Flórens Til Flateyjar Sumarið 1986 var ég í fríi á Ítalíu ásamt fjölskyldu minni og vinafólki okkar, Pétri Þór Sigurðssýni, lögmanni, og fjölskyldu hans. Þá datt mér í hug að gaman væri að hafa upp á gröf Eggerts og húsi hans. Gallinn var sá að ég vissi ekki einu sinni í hvaða borg hann var jarðaður. Eftir símtöl til íslands tókst þó að fá það upplýst um síðir, og var það Oddur Ólafsson, alþingis- maður og góðvinur Eggerts sem það gerði. Eggert var jarðaður í Flórens, háborg menn- ingar og lista, að sjálfsögðu! Það hefði ég átt að geta sagt mér sjálfur. Eggert dvaldi oft í Flórens, enda bjó systir Lelju þar. Gröf Eggerts með lágmynd Ríkharðs Jóns- sonar af honum og áletruninni „Patriota, cantante, scrittore" (ættjarðarvinur, söngv- ari, rithöfundur) fundum við Pétur Þór í útjaðri Flórens og húsið hans við aðalgötuna Via Maraschin í Schio, smábæ á Norður- Ítalíu, skammt frá Vicenza. Um leið fædd- ist hjá mér hugmyndin að skrifa bók um Eggert (sem því miður á enn langt í land). En sú hugmynd gleymdist að mestu þar til í fyrrasumar. Þá var ég enn á ný á ferða- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.