Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 33
Mötuneyti Steiner-skólans, bókabúð og fleira. Steiner-skólinn í Járna Bókasafn og fræðahús. Vandvirkni við smáatriði einkennir öll hús Steiner-' skólans. Verðlaunaskjöldur sænskra arkitekta fyrir frábæra hönnun í Járna. Eftir ÓLA HILMAR JÓNSSON áma er lítill bær, u.þ.b. 30 km suður af Stokk- hólmi. Nú hin síðustu ár hefur þessi litli bær orð- ið frægur víða um heim, einkum fyrir sérstæðan arkitektúr Steiner-skólans. Steiner var Austurríkismaður, fæddur 1861 en Við skólann eru haldin námskeið í Qölmörgum greinum eins og hljóðfæraleik, lífrænni ræktun, litameðferð, ballett, málun, höggmyndalist, uppeldismálum og fleiru. lést 1925. Hann starfaði mest í Þýskalandi og Sviss. Hann var heimspekingur, arki- tekt, rithöfundur, vísindamaður og margt fleira. Hann lét flesta þætti mannlífsins til sín taka, allt frá landbúnaði til málaralistar. Allt of langt mál væri að fjalla um kenn- ingar hans hér, en í stuttu máli þá kenndi hann og trúði á, að gott umhverfi, rétt fæði og.uppeldi, litir og tónlist hefði bæt- andi og þroskandi áhrif á sálina og mannlíf- ið. Hann hélt því fram, að jörðin væri háð „kosmískum" kröftum og að andlegi þáttur- inn væri ekki síður mikilvægur en verald- legi þátturinn. Steiner var sagður skyggn og var mikill mannvinur. Fræði hans eru kölluð „antro- posofi“ og svokallaðir „Waldorf-skólar" fyr- ir börn hafa kenningar hans að leiðarljósi. Tónlistarhúsið í Járna. Húsið hefur fengið form af granítklettunum í kring. Þess má geta að Sólheimar í Gímsnesi eru á vissan hátt byggðir á kenningum Stein- ers, en forystu um það starf hafði sú merka kona Sesselja Sigmundsdóttir. í Járna er allt lífrænt ræktað, bæði ávext- ir, grænmeti og krydd. Þar er úrgangsvatn hreinsað með því að leiða það í læk sem fellur í litlum fossum um kerskálar. Öll húsin við Steiner-skólann hafa sína sérstæðu mildu en fallegu liti sem bæði hvíla og örva í senn, og það er eins og þau séu hluti af sjálfri náttúrunni. Við skólann eru haldin námskeið í fjölmörgum greinum, eins og t.d. hljóðfæraleik, lífrænni ræktun, litameðferð, ballett, málun, höggmyndalist, uppeldismálum og ýmsu fleiru. Þar er hægt að búa á vist gegn vægu verði. Þú getur líka tekið þátt í starfseminni, ræktað og byggt- Yfir staðnum svífur þægilegur andi eða öllu heldur tónn. Allir eru vingjarnlegir og þeir sem þar starfa eru iðnir án þess að strita. Stöðugur straumur ferðamanna er nú til Járna en heimafólkið lætur það ekki á sig fá, né trufla á nokkurn hátt. Arkitektar hvaðanæva úr heiminum koma Lækurinn sem fellur í litlum fossum milli kerja og hreinsast um leið. í „pílagrímaferðir“ þangað til að skoða og læra. Meira að segja fremstu arkitektar Finna í dag hafa orði fyrir miklum áhrifum frá Járna. Flest húsin þarna hefur arkitekt- inn Erik Asmussen teiknað ásamt sam- starfsmönnum sínum. Erik er raunar dansk- ur en hefur starfað allt sitt líf í Svíþjóð. Hafir þú áhuga á að kynnast þessari merku stofnun nánar og þeim störfum sem þar fara fram, er hægt að skrifa til: Rudolf Steiner seminariet, S-15300 Járna, Sverige. Höfundur er arkitekt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '17. DESEMBER 1990 33

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.