Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 26
Skissa Guðmundar frá Miðdal af Franz Joseps-firði. Sauðnauta- landið - ævintýraför til Grænlands fyrir 30 árum - Ijóðrænni fegurð og Goethe sagði um málverk hans, að þau væru undursamlegur sannleikur og fær um að segja allt. Allur listferill Tizians einkennist af jafnri og hægri framþróun og þó má deila ferli hans í ákveðna þróunarþætti sem enduðu hver fyrir sig í hápunkti, sem fyr- ir málverk meginlandsins markaði nýja landvinninga. Tækni Tizians varð stöðugt áhrifameiri eftir því sem tímar Hðu og síðustu myndir hans eru eins og málaðar af fingrum fram, — í bókstaflegri merkingu, því að hann beitti fmgrunum sjálfum heilmikið í lok myndanna. Næstum án teikningar,. með rofnum útlínum og eru einungis bomar uppi af litaflötum ljóss og skugga. Enginn málari hafði sýnt slík vinnu- brögð áður en í sögu málaralistarinnar og þetta gerir list hans mikilfenglega og ein- stæða og fyrir þessi sérstöku vinnubrögð varð hann öðru fremur slíkur áhrifavaldur fyrir komandi kynslóðir. Þetta var dæmigerður, náttúrulegur og sjálfsprottinn þróunarferill þess, sem er komið til að vera og sækir rætur sínar og lífsmögn til reynslu fyrri kynslóða. Svo hrifnir vom sporgöngumenn hans og keppinautar að jafnvel sjálfur Tintor- etto (f. í Feneyjum 1518 d. þar 1594) keypti strax myndina „Þyrnikrýningu Krists“, frá 1570, og hengdi upp á áber- andi stað á vinnustofu sinni og hinn flæmski snillingur Peter Paul Rubens (f. í Antwerpen 1577, d. 1640) var sagður hafa átt tíu málverk eftir hann! Síðustu áratugi lífs síns hlotnaðist Tiz- ian margs konar virðing og var hann m.a. gerður heiðursborgari í Róm 1548 og 1550/51 var hann gestur keisarans á ríkis- þinginu í Augsburg. Lúkas Cranach mál- aði_ mynd af honum, sem nú er glötuð. í hús hans komu öll nafnkennd stór- menni sem áttu leið um Feneyjar. Hann lifði sem hágöfugur maður og fyrir hið höfðinglega yfirbragð reyndist honum það létt. En hann lifði ekki þakklátur, ánægð- ur ná sáttur við lífið heldur í þijóskri vinnu- semi til hins síðasta. Tizian, sem hafði orðið ekkjumaður 50 ára að aldri, hafði lifað með Ceciliu vinnú- konu sini og eignast með henni tvo sonu Orazio og Pomponio, en er hún veiktist alvarlega giftist hann henni 1425. Fimm árum seinna dó hún stuttu eftir að hún hafði fætt honum dóttur er hlaut nafnið Lavinia. Orazio smitaðist einnig af pestinni og dó nokkrum dögum á eftir föður sínum, Pomponio, sem Tizian vildi lítið vita af fyrir losaralegt líferni, bruðlaði hinu mikla ríkdæmi föður síns veg allrar veraldar á fáeinum árum, en Lavinia hafði gifst burt. Með Tiziano Vecellini hvarf mesti og auðugasti málari sextándu aldar sem var ekki einungis snillingur heldur gæddur ákaflega breyskum og mannlegum hvöt- um. Þannig var ágirnd hans og fégræðgi viðbrugðið og skilgreindi fulltrúi hertogans af Urbino hann opinberlega sem óhrein- asta mann Feneyja. Hinn mikli auður hans hafði verið gerður opinber, en skattheimtu- menn Feneyja þvinguðu hann til að gera skýrslu um Qármál sína og eignir. Tizian samdi mörg betlibréf til velunnara sinna og kvaðst þá á heljarþröm vegna skulda, klæða- og féleysis og lét jafnvel eitt sinn málverk af „Mater Dolorosa“ fylgja til áherslu af eymd sinni. Er hirðmenn og ráðgjafar Karls V. vildu veita honum áminningu fyrir gi’æðgi sína mælti hinn miklu keisari: Ég á nóg af hirðmönnum, en það er bara til einn Tizian. „Það var farið með Sæfaxa upp í fjöru og allur farangur handlangaður í land. Tjölduðum á lyngjaðri við gil. Sumir fóru strax að veiða í ánum þarna en ég að huga að steinum í giljum; Qölbreytnin er gífurleg: Granít, marmari, skífer, alla vega litur sandsteinn og molaberg. Allar blómjurtir eru öðruvísi en heima á Islandi.“ ARITRAUSTI GUÐMUNDSSON tók saman eftir dagbókum GUÐMUNDAR FRÁ MIÐDAL. Klukkan 8.45 ellefta ágúst 1961 hóf Cata- linaflugbátur sig til flugs af Reykjavíkur- flugvelli, og stefndi í norður. Þetta var Snæ- faxi, sá síðasti flughæfi sinnar tegundar í landinu. Innanborðs voru fjórtán menn með viðlegubúnað og veiði- tæki. Fyrsti áfanga- staðurinn var eyðifjörður austur af Scoresby- sundi, nálægt Franz Josefsfirði á Austur- Grænlandi. Það var kalt í veðri og þokusúld í Reykjavík þennan ágústmorgun. Að kvöldi dags sátu mennimir fjórtán við tjöld sín djúpt inni í Sauðnautafirði og héldu upp á afmæli eins þeirra i kvöldsólinni. Þannig hófst fjögurra daga ævintýraför fyrir tæpum 30 árum. SVANASÖNGUR SÆFAXA Tildrög Grænlandsfararinnar eru ekki al- veg ljós en víst að einhveijum fjórtánmenn- inganna hefur þótt snjallræði að nota síðasta flugbátinn sem þá hafði verið tekinn úr rekstri innanlandsflugs Flugfélags íslands, til þess að komast á fáfarnar slóðir á Græn- landi. í ferðina völdust ýmsir framámenn i fluginu og ferðagarpar. Þeir öfluðu sér leyfa til að lenda hvar sem var á stóru landsvæði og veiðileyfa í ám og vötnum. Danska stjórnardeildin í Kaupinhöfn sem sá þá um málefni Grænlands veitti leyfí til veiða á svo víðáttumiklu landi á austurströnd- inni að á korti nær það yfir 8 breiddargráður. Margir ef ekki allir þátttakendurnir í leið- angrinum voru líka að kveðja einn helsta vinnuklárinn í innanlandsfluginu: Kötu gömlu. Þetta var hinsta langför siðustu vélar- innar af þessari stríðsáragerð. Hávængjuð var hún, tveggja hreyfla, sterkbyggð en hægfleyg og hafði þjónað mörgum þyggðum áður en flugvellirnir vom lagðir. Nú átti hún að syngja sinn svanasöng á Grænlandi. Mennirnir sem sátu í drynjandi Kötunni hátt yfir Vestfjörðum þennan morgun vom kátir eins og börn og spenntir sem unglingar á leið á stefnumót. Förin enda spennandi og dagarnir framundan óræðir. Fjórtánmenn- ingarnir vora þessir: Jóhannes R. Snorrason flugstjóri, lengi yfirflugstjóri. Agnar Kofoed- Hansen flugmálastjóri. Brandur Tómasson vélamaður, lengi yfirflugvirki. Jóhann Gísla- son siglingafræðingur og loftskeytamaður, síðar flugrekstrarstjóri. Skúli Magnússon flugmaður og lengi flugstjóri. Bergur G. Gíslason stórkaupmaður og einn stofnenda Flugfélagsins. Gunnar Jónasson flugvirki og síðar forstjóri Stálhúsgagna. Birgir Þórhalls- son forstjóri söluskrifstofu FÍ í Kaupmanna- höfn, síðar forstjóri Sólarfílmu. Aðalsteinn Jónsson yfirmaður radíóviðgerðadeildar. Björn Eiríksson, einn fyrsti flugmaður lands- ins og eigandi Málmhúðunar. Hilmar Sigurðs- son deildarstjóri innanlandsdeildar, siðar for- stjóri Kötlu. Halldór Þorsteinsson yfírmaður rafviðgerðadeildar. Garðar Guðmundsson yfírmaður í viðhaldsdeild. Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal, listamaður DAGBÓKARKOMPAN Allir þessir menn rita eigin hendi nöfn sín í litla stílakompu sem ég sit með fyrir fram- an mig. Allir í sólskinsskapi segir í stuttri sögu þessarar fjögurra daga ferðar eins og • hún hefur geymst í bókinni ásamt ýmsum hugleiðingum sem kviknuðu á Grænlandi, og sjö lituðum skissum af tröllslegu lands- lagi austurstrandarinnar. Bókina átti síðastnefndi þátttakandinn. Hann var annálaður ferða- og fjallamaður, slyngur veiðimaður og hafði farið til Græn- lands áður en af förinni með Sæfaxa varð. En þarna var „gamall draumur um að kom- 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.