Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 31
Hér fer Kjarval á kostum við opnun sýningar. Honum á hægri hönd er Sigurgeir Sigurðsson biskup og á milli þeirra sést Sigurður, sonur biskupsins. En sá sem stendur Kjarval á vinstri hönd og sýnist einnig í þann veginn að bregða á leik, er stórvinur Kjarvals, Guðbrandur Magnússon í Áfenginu. Sá sem heldur á húfunni sinni er Stefán forstjóri Sjóvá en aðra hefur ekki tekizt að bera kennsl á. Það er óræður svipur á Kjarval þessa stundina. Hann hefur sett upp einn af sínum fínustu höttum og hefur líklega brugðið á leik eins og hann gerði oft, þegar fleiri en einn eða tveir voru í kringum hann. Sennilega beinist athygli hans að lögregluþjóninum, sem heldur embættislegum virðuleik hvað sem á dyn- ur. Á bak við spígsporar Ragnar í Smára og á orðastað við tvo unga menn á uppleið; þá Guðmund H. Garðarsson (dökkklæddur) og Braga Hannesson, síðar bankastjóra. Myndin er tekin 1959 í sambandi við kosningar. Tveir sem settu svip á bæinn, þó ólíkir væru á velli: Hér heilsar Helgi Hjörvar útvarpsmaður uppá listamanninn á sýningu og hér hefur Kjarval sett upp hatt með niðurslútandi börðum eins og hann notaði oft. í vinnustofunni við Sigtún málaði Kjarval síðustu myndir sínar. Þar stóð dívaninn hans innan um málaradótið (lengst til hægri). Hér er Kjarval á tali við vin sinn, Sigurð Benediktsson, uppboðshaldara. Þrek og hreysti Jóhannesar Kjarval voru með eindæmum, svo hann gat stað- ið við að mála matarlaus heilu dagana. Ekkert þrek er samt. svo óbilandi að EIIi kerling vinni ekki á því um síðir. Hér sést, að listamaðurinn er byrjaður að fara halloka í þeirri glímu. Það sást þó ekki í myndum hans. Að öllum líkind- um náði Kjarval hátindi listar sinnar á efri árum sínum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.