Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 17
Bókarkápa skreytt með eðalsteinum, gulli og tréskurði, frá 8. öld. Skrautsylgjur úrgulli og smelti. Langbarðar hafa verið listrænir hagleiksmenn. Kóróna Þeólindu drottningar. Hún er úr gulli, skreytt eðalsteinum og perlum. að velli. Paolo Diacono svipar um margt til Sturlu Þórðarsonar sem manns og sagn- fræðings. Báðir verða þeir að rita dauða- sögu náinna ættmenna sinna og ættflokks og eru sjálfir beinir þátttakendur og áhorf- endur í hinum dramatísku endalokum — Sturlunga á íslandi og Langbarðar á Ítalíu. HlSTORIA LANGOBARDORUM í þessu riti sínú vitnar Paolo Diacono í ýmsa rómverska sagnaritara sem ritað höfðu um eða kynnst háttum hinna norrænu og germönsku þjóðflokka við Eystrasalt svo sem Tacitus, einnig vitnar hann í rit Caio Plinio sem kallaður var hinn gamli, fæddur í Como árið 24 e.Kr. og dáinn í Pompei 79 e.Kr. En rit hans í þijátíu og sjö bókum, „Historia Naturales", sem er nokkurskonar alfræðibók um náttúru- og landafræði þeirra tíma hefur að geyma fráságnir um Skand- inavíu. Þar er reyndar talið að Skandinavía sé eyland umflotið sæ sem sífellt gangi á landið og brjóti það niður líkt og það sé að sökkva. Gæti hér verið átt við hluta af Danmörku og Suður-Svíþjóð. Síðan er þess getið að vegna lítilla landkosta og veðurfars geti land þetta ekki fætt íbúa þess þegar þeim fjölgi. Þá sé sú regla viðhöfð meðal þjóðflokka þeirra sem landið byggja að hveijum þeirra er skipt í þijá hópa og síðan sé hlutkesti látið ráða hvor hópurinn verði að taka sig upp og leita nýrra landa til búsetu. Er getið í þessu sambandi um þjóðflokk þann í Skandinavíu sem nefndur er Winnil- ar (Langbarðar) sem þannig varð að hverfa á braut undir forystu bræðranna Iboz og Aione, og móður þeirra Gamböru. Þjóðflokk- ur þessi sest síðan að á bökkum Elbufljóts þar sem nú er stórborgin Hamborg og hluti þeirra einnig við Oderfljót. Einhvern veginn hvarflar það að manni að nöfnin Winnilar og Vindar sem talið er að hafi búið við Oder eigi eitthvað sameiginlegt en Vindar og tunga þeirra er reyndar talin af slavnesk- um uppruna að sagt er. Flestir íslendingar sem til Hamborgar hafa komið, hafa áreið- anlega gengið eða ekið yfir Langbarðabrú (Lombards Brucke) sem skilur að Innra- og Ytra-Alstervatn. Það er ein vai'ða um dvöl Langbarða þó að ekki byggðu þeir brúna. Nú er að segja frá því hvernig sagan eða goðsögnin segir að Winnilar þessir fengu þetta Langbarðanafn sem þeir báru síðan. Vestan við byggðir þeirra milli Weser og Elbufljóta bjuggu kynbræður þeirra Vandal- ar og urðu Langbarðar að greiða þeim skatt en ófúsir þó sem svo leiddi til komandi orr- ustu. Vandalar sneru sér til Valhallar og báðu Votan (Óðinn) að veita sér sigur í orrustunni. Gambara forustukona Winnila eða Langbarða leitaði einnig liðsinnis í Val- höll en sneri sér til kynsystur sinnar Freyju konu Óðins (Freyja_ er stundum talin kona Óðins — Votans). Óðinn hafði sagt Freyju að hann ætlaði að gefa þeim sigur í orr- ustunni sem hann kæmi fyrr auga á við sólarupprás orrustudaginn. Freyja segir Gamböru að konur Winnila skuli við sólar- upprás standa fast og þétt við hlið manna sinna í einum hóp og setja hár sitt fram fyrir eyrun þannig að það liti út sem langt skegg bæði á þeim og mönnum þeirra. Konurnar fóru að þessum fyrirmælum og þegar Óðinn að morgni gekk að þeim glugga Valhallar sem sneri að sólarupprás sér hann þennan síðskeggjaða hóp manna á jörðu niðri. Óðinn mælti til Freyju: „Hveijir eru þessir langbarðar sem ég sé þar?“ Freyja mælti: „Þetta eru þeir sem þú nú nefndii' með nafni sem þú ætlar að gefa sigur í orrustunni í dag,“ og lét Óðinn það gott heita. Þannig fengu Langbarðar sama daginn bæði nafn sitt og sigur yfir Vandölum. En það er af Vandölum að segja, þeim sem eftir lifðu, _að þeir taka sig upp og halda til suðurs. Árið 406 fara þeir suður yfir Rín og urðu ferðir þeirra suður um álfu ekki friðsamlegar eins og það gefur til kynna að í nær öllum vestrænum tungum er hugtak- ið vandalismi búið að festa rætur, hvort sem það er með réttu eða röngu. SUÐURGANGA LANGBARÐA í meir en fjögurhundruð ár alls dvelja Langbarðar í Norður-Þýskalandi við Elbu- fljót en síðan, S.f ókunnum ástæðum eða að þeir hafa haft spurnir af því sem var að gerast suður.í Rómaríki, taka þeir sig upp til suðurgöngu. Fyrst setjast þeir að á Mæri sem nú er hluti Tékkóslóvakíu. Þar lenda þeir í átökum við voldugan andstæð- ing, Búlgara, sem sóttu að austan og féll þar konungur Langbarða Agelmund (Aðal- mundur). Eftir það halda Langbarðar enn til suðurs og setja sig niður í suðvestur- hluta Ungverjalands þar sem hét Pannonia. Þar dvöldu þeir í tæpa hálfa öld. En í austur- hluta Ungverjalands hafði þá þegar risið upp voldugt ríki á rústum veldis Atla Húna- konungs. Það var ríki Herúla sem síðar verður að vikið í þessari grein. Herúlar kröfðu Langbarða um skatt sem þeir greiddu í fyrstu en brátt leiddi til átaka. Er þar skemmst frá að segja að Langbarðar gjör- sigruðu Herúla og gjöreyddu ríki þeirra. Féll konungur þeirra Rodolf í þeirri orrustu. Árið 568 taka Langbarðar sig síðan upp með allt sitt hafurtask undir forustu kon- ungs síns Alboino. Lögðu þeir eld að húsum stnum og héldu yfir austanverð Alpaflöll niðuf á Italíu. Þeir setjast fyrst að í hérað- inu sem nú heitir Friuli og stofna þar sitt fyrsta hertogadæmi á Ítalíu — þeir vinna borgina Forum Iulii-Cividale sem þeir gera að fyrstu höfuðborg sinni. Síðan vinna þeir hveija borgina eftir aðra Verónu — Bergamó, Brescia og Mílanó sem síðar varð höfuðborg í konungsríki þeirra á Ítalíu. Aðeins borgin Pavia varðist umsátri þeirra í þijú ár. A tiltölulega stuttum tíma ná þeir nær allri Ítalíu á vald sitt úr höndum Býsanzkeisara, þó ekki Róm. Að síðustu vinna þeir Ravenna sem verið hafði hin stjórnarfarslega höfuðborg Ítalíu eftir fall Vestur-Rómverska ríkisins. Langbarðar skiptu landinu síðan upp í þijátíu og fímm hertogadæmi undir konungsstjórn og hefst þar með sú skipting Ítalíu í smáfurstadæmi og boj'gríki sem í raun stóð fram að samein- ingu Ítalíu á nítjándu öld. Margir Langbarð- ar höfðu áreiðanlega áður fyrr gegnt her- þjónustu í her Býsanzkeisara og kynnst hernaðartækni þeirra sem hefur auðveldað þeim sigra þeirra á Býsanzmönnum sem ráðið höfðu Ítalíu frá því að þeir gjörsigruðu Austur-Gota í sjö ára styrjöld átta árum áður en Langbarðar gerðu innrás sína í ít- alíu. Freistandi væri að segja frá mörgum Úr búningadeild sýningarinnar. Hér gaf að líta klæðnað Langbarða. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.