Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 13
I I I I i ) I HkilÍÍSí3*æÍ& Höfundur er kennari og kenndi í fyrra við há- skólann í Kiel. Mótmælaganga fatlaðra og lamaðra. Leipzig 1990: lá á hjarta, hengdi spjaldið síðan upp. Þar stóð: Eg er 26 ára og deili 10 m2 herbergi með þremur. Það leið á daginn og klukkan rúmlega fimm snaraði ég mér inn á hótel Interna- tional og bað um borð fyrir einn. Þjónustu- stúlkan sagði mér kurteislega að hér væri hvert borð upptekið. Ég hefði látið mér segj- ast ef ég hefði ekki af tilviljun rekið augun inn í hálftóman matsalinn. „En það eru flest borð auð,“ sagði ég hissa. „Þau eru því miður aðeins fyrir hótel- gesti, þeir eru alveg að fara að borða.“ Ég trúði henni ekki og hún vissi það — en henni stóð auðsjáanlega alveg á sama. Á hótel Astoria prófaði ég aðra aðferð. Ég sýndi vegabréfið mitt, talaði ensku og hváði þegar ég var ávarpaður á þýsku. Af- greiðslustúlkan sótti enskumælandi mann, hann hringdi eitthvað, líkast til í yfirþjón- inn, og sagði að hérna væri einsamall íslend- ingur í reiðileysi og væri svangur. Málið var auðsótt. Innan hálftíma var ég byijaður að borða í öðrum hálftómum matsal. Mánudagsmótmæli Á leiðinni út hitti ég fréttamann sem sagðist vera að koma frá Karl Marx-torgi. Þar væru aðeins nokkur hundruð manns samankomin og búið að halda aðalræðuna. Um sexleytið sérhvern mánudag undan- farna mánuði hefur fólk safnast saman í tugþúsundatali á þessu áðaltorgi borgarinn- ar til að mótmæla. Það er hérna sem maður svo að segja þreifar á hjartslætti fyrstu frið- samlegu byltingarinnar í Þýskalandi. Árang- ur hennar kom meðal annars í ljós 9. nóv. 1989 eftir að Berlínarmúrinn féll og árang- ur hennar kemur líka í ljós eftir hálfan mánuð þegar fram fara fyrstu frjálsu kosn- ingarnar á þessum slóðum í 57 ár. Ennþá kemur fólk saman til mánudags- funda þótt opinbert samkomulag sé um að leggja þá af fram yfir kosingar. För ferða- mannsins er heitið tii Karl Marx-torgs að heyra hvaða framtíðardrauma fólkið á. Á leiðinni mætti ég nokkrum krúnurökuð- um leðuijakkamönnum sem höfðu hátt. Eftir útlitinu að dæma voru þeir líklega fylgismenn Repúblikanaflokksins. Á Karl Marx-torgi voru fáein hundruð ^manns á öllum aldri og ræddju þarna saman í stórum og smáum hópum. Ég dró upp lítið segulbandstæki og kveikti á því. Einn úr hópnum glotti og sagði: „Ertu frá Stasi?“ Nærstaddir hlógu. Þrír ungir menn stóðu utarlega á torg- inu. Ég spurði hverju þeir spáðu um kosning- arnar. Þeir töldu straumana afar óljósa, sögðust þó vissir um að kommúnistaflokkur- inn fengi harða útreið. Sömuleiðis héldu þeir að ungt fólk myndi frekar kjósa kristi- lega demókrata en elda fólk sósíaldemó- krata. Skeggjaður maður sagði að mesti kraftur- inn væri farinn úr fundunum og það væri eðlilegt. Mest hefði spennan verið 9. októ- ber í fyrra, mánuði áður en múrinn féll. Hann benti yfir torgið og sagði: „Þarna beið lögreglan með alvæpni. Þá stóð ég hérna nálægt miðju og titraði í hnjánum. Hérna voru þá 50 til 70 þúsund manns og flestar hliðargötur fullar af fólki. Þetta var virkilega ógnþrungið andrúmsloft, allt gat. gerst. Öllum var þá í fersku minni það sem hafði gerst á Torgi hins himneska friðar." Ungur maður veifaði þýska fánanum í gríð og erg. Ég spurði hann hvaða vónir ungt fólk gerði sér um framtíðina: „Þýskaland, sameinað föðurland. Það er von okkar — svo fljótt sem auðið er.“ „Nei, nei,“ mótmælti ung kona, „ekki endilega svo fljótt sem auðið er. Sameining- in hlýtur að verða að veruleika. En æskilegt er að hún gangi hægt fyrir sig og af yfirveg- un.“ „Það þýðir ekkert að bíða,“ mótmælti ungi maðurinn. „Við höfum beðið í 40 ár og hvað höfum við fengið? Ekkert.“ Elsterstrasse 2 er til hægri á myndinni. I húsi sem þar stóð á 3. ára- tugnum flutti Jóhann Jóns- son, „der is- lándische Meistersprec- her“ þýzka þýðingu á Grettisljóðum eftir Matthías Jochumson og auk þess De- lerium bibendi eftir sjálfan sig. Eldri maður blandaði sér í umræðurnar. Ég spurði hann hvað lægi svona á að sam- eina þýsku ríkin. Hann spurði mig hvaðan ég væri. Ég sagði honum það. „Ungi maður. Hvernig liði þér ef búið væri að skipta íslandi í tvennt milli tveggja hervelda? Ungi maður. Fyrsta sprengjan sem féll á borgin sprakk þarna fyrir hand- an,“ sagði hann og benti austur yfir torgið. „í lok stríðsins var hér auðn og tóm. Ungi maður, það stóð ekki steinn yfir steini. Þessu megum við aldrei gleyma. Nú liggur á að bæði þýsku ríkin sameinist og segi sig síðan hvort úr sínu hernaðarbandalagi. Þannig getur Þýskaland fyllt flokk hlutlausra ríkja eins og Svíþjóð og Sviss.“ Ég sneri mér að lágvöxnum manni og spurði: Má treysta því að Þjóðveijar læri af sög- unni? Hann brosti út í annað og svaraði síðan hægt: „Ég vona auðvitað að þeir geri það en á hinn bóginn er ég nokkurn veginn sannfærð- ur um áð sagan kennir þeim ekkert. Fyrir þá sem lifðu af seinni heimsstyrjöld er ófrið- ur veruleiki en fyrir okkur hin er hahn saga. Líttu hér í kringum þig. Af þessum hundruð- um manna og kvenna, sem hér eru, er að- eins lítið brot sem lifði á tímum seinni heims- styijaldarinnar. Þegar frá líður er það ólík- legt að þau dragi lærdóm af sögunni. Auk þess hafa Þjóðveijar líka alltaf verið upp- teknir af sjálfum sér, þeir halda að þeir séu miðja beimsins. Það er hættulegt.“ Staldrað yið í Gömlu Húsi Það var tekið að bregða birtu og fólk fór að tínast burtu. Einu verkefni _var ólokið áður en ég legðist til svefns. Ég hneppti að mér jakkanum til að veijast kvöldkulinu og gekk af stað í suðurátt eftir Núrnberger- stræti. Eftir 15 mínútna gang beygði ég inn í Körner-stræti og nam staðar fyrir framan byggingu númer 14 — fornfálegt, illa hirt steinhús. Hérna bjó skáldið Jóhann Jóhanns- son mörg ár með sambýliskonu sinni, Elisa- betu Göhlsdorf. Og hérna upp holótt, stein- lagt strætið hafa þeir lagt leið sína, Jóhann og Halldór, á leiðinni eitthvað út_í bæ að skeggræða óunnin meistaraverk. I Skálda- tíma segir Hallór að þeir Jóhann hafi 1931 og 1921 gengið um „garða og stræti borgar- innar“, setið á veitingastöðum og verið kátir. Leipzig 1990 er allt önnur borg og fátæklegri. T.d. fyrirfinnast varla almennir veitingastaðir eða kaffihús. Á leiðinni inn mætti ég lágvöxnum manni, suðrænum útlits, sem virti mig ekki viðlits. Annars enginn maður, ekkert hljóð. Það var einkennilegt að gánga upp tréstig- ann með útskorið handriðið, brakandi tré- stigann, sjá síðdegisljósið bijótast inn um gluggana hjá stigapallinum og endurkastast á fitugum, sprungnum veggjunum (daufgul- ar málningat'leifarnar eins og ókennileg minning), upp brúnan tréstigann, finna þennan einkennilega þunga raka loða í vit- unum, eins og andardrátt berklasjúklings í hnakkann, í fótspor Jóhanns, í fótspor Hall- dórs og allra hinna — þar sem Söknuður á að hafa orðið til. Ég var hrifinn úr þessum hugsunum þeg- ar húsið titraði. Sporvagn leið hjá með skrölti og háu ískri. Einhvers staðar vældi lögreglubíll en í kolli mínum vokaði spurn- ing: Hvar finnur maður náttstað í þessari einkennilegu borg? Yfirgefið íbúðarhúsnæði í húsi, sem er að hruni komið. Körnerstrasse 14, þar sem Jóhann Jónsson skáld bjó ásamt Elísabetu Göhlsdorf, konu sinni. Á myndun- um sést húsið að utan svo og stiga- gangurinn og hurðin að íbúð þeirra á þriðju hæð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1900 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.