Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 34
Höggmyndir unmir við Steiner-skólann prýða umhverfið. Leikfimi-og líkamsþjálfunarhús Steiner-skólans. „Hausinn" á „orminum langa." Sendiboði frá ríkidauðra æsku var ég mörg ár hjá frænda mínum á prests- setri nokkru í Norðurlandi. Þetta var erfiður tími fyrir mig, ég var látinn vinna mikið, var oft hýddur og fékk næstum aldrei neinn tíma til leikja eða skemmtana. Þar sem frændi minn var svona strang „Hann hafði aldrei verið eins nærri mér og í þetta sinn. Ég horfði beint framan í hann. Augnaráð hans var tómlátlegt og lokað. Hann horfði á mig en þó eins og fram hjá mér — langt, langt inn í annan heim.“ SMASAGA Eftir KNUT HAMSUN ur við mig, varð það smám saman eina gleði mín og huggun að laumast burt og vera einn. Þá sjaldan ég átti frí fór ég annað hvort inn í skóg eða upp í kirkjugarð og reikaði þar um milli krossa og grafarsteina, dreymdi, hugsaði og talaði hátt við sjálfan mig. Prestssetrið var í einkar fögru umhverfi, rétt við hafstrauminn, Glaum, mikinn og þungan straum, og hávær niður barst þaðan allan sólarhringinn. Vissan hluta dagsins rann Glaumur ýmist í suður eða norður, allt eftir því hvernig stóð á flóði og fjöru. En ávallt var strumþungi hans og niður samur og jafn árið um kring hvora leið sem hann fór. Kirkjan og kirkjugarðurinn voru uppi á hæð nokkurri. Kirkjan var gömul krosskirkja úr timbri. í kirkjugarðinum var engin tijágróð- ur, og blóm höfðu ekki heldur verið gróður- sett á gröfunum. En meðfram kirkjugarðs- veggnum, sem var úr steinum, uxu þroskam- iklir berjarunnar, sem fengu safaríka næringu frá leiðum hinna látnu. Ég þekkti hveija gröf og hveija áletrun og mér varð ljóst, að nýir kransar, sem settir voru upp, tóku að hallast þegar tímar liðu og fuku síðan um koll ein- hveija stormnóttina. En þótt blóm væru ekki gróðursett á gröf- unum, þá óx á sumrin feikimikið gras í öllum kirkjugarðinum. Það var hátt og stinnt, og ég sat þar oft og hlustaði á vindinn, er suðaði í þessu grófgerða grasi, sem náði mér alveg upp í mitti. Vindhaninn í kirkjuturninum sner- ist þá ætíð hratt, og ískrandi hljóð hans barst út yfir umhverfið. Þegar grafarinn var við vinnu sína ræddi ég oft við hann. Hann var alvörugefinn mað7 ur og brosti sjaldan, en var mjög vingjarnleg- ur við mig. Og þegar hann var að moka mold upp úr gröfinni lét hann mig alltaf vita, ef á rekuna kom lærbein eða höfuðkúpa, því að þá var vissara að ég færði mig til. A gröfunum fann ég oft kjúkur og hár- flyksur af líkum, sem ég gróf þá strax niður að nýju, eins og grafarinn hafði kennt mér. Ég var orðinn svo vanur þessu, að ég fann ekki til neins óhugnaðar, þó að ég rækist á þessar leifar af látnum mönnum. Undir öðrum enda kirkjunnar var líkhús, þar sem mörg mannabein voru hér og þar. I líkhúsinu undi ég oft við ýmiss konar föndur og meðal annars að móta/ á gólfið margvísleg- ar myndir úr hinum fúnandi beinum. Og dag einn fann ég tönn í kirkjugarðinum. Þetta var framtönn, skjannahvít og sterk. An þess að hugsa nánar um það stakk ég henni í vasa minn. Seinna datt mér í hug að nota hana til einhvers, sverfa úr henni og móta einhveija mynd, sem ég gæti fellt inn í einhvern af þeim mörgu hlutum mínum, sem ég tálgaði úr tré. Ég fór með tönnina heim. Það var haust og rökkrið færðist snemma yfir. Ég þurfti fyrst að sinna ýmsu öðru og það hafa líklega liðið tvær klukkustundir jiangað .til ég var kominn inn í herbergi til þess að vinna við tönnina. Á meðan hafði tunglið, hálfur máni, korhið upp. Það var ekkert ljós í herberginu og ég var þar aleinn. Ég þorði ekki að kveikja á lampanum fyrr en vinnumennirnir kæmu, en ég gat látið mér nægja logann frá vindauganu í ofninum, ef það væri nægur eldur. Ég gekk því út í eldiviðargeymsluna til þess að sækja meiri við. Það var dimmt í geymslunni. Um leið og ég þreifa fyrir mér eftir eldiviðn- um finn ég, að það er sem fingri sé drepið á höfuð mér. Ég sneri mér snöggt við en sá engan. Ég þreifaði í kringum mig með höndunum en yarð ekki var við neinn. Ég spurði hvort einhver væri þarna, en fékk ekkert svar. Ég var berhöfðaður, og nú teygði ég hönd- ina að staðnum á höfðinú þar sem snertingin var og greip þá um eitthvað ískalt, sem ég sleppti strax aftur. Þetta var í meira lagi furðulegt, hugsaði ég. Ég þreifaði aftur á hvirflinum, en þá var ekkert að finna. Ég hugsaði: Hvað gat þetta kalda verið, sem féll niður úr þakinu og hitti mig í höfuðið?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.