Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 47

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 47
Hvað er að sja íBaltimore? Á stökkpalli til allra átta í Bandaríkjunum, í klukku- tíma fjarlægð frá Washington - en 5 klukkutíma fjar- lægð frá Keflavík Á hafnarsvæðinu í Baltimore þar sem allt tengist sjónuin má una sér daglangt. Skóglendi og vatnasvæði Maryland-fylkis blasa við úr lofti. Og lendingin er nyúk í nýrri Boeing-þotu Flugleiða. Margir ferða- menn fara um Baltimore-flugvöll frá Evrópu inn á bandaríska höfuðborgarsvæðið. Á venjulegum degi fara hér um yfir 27 þús- und farþegar og 650 flugvélar - enda taka Baltimore og Washing- i ton við yfir 34 milljónum ferðamanna árlega. - Að hverju eru allar þessar milljónir að leita? Við göngum í gegnum þægilega nýtískuflugstöð. Baltimore-flug- völlur stefnir að því að verða aðal- flughlið höfuðborgarsvæðisins inn í 21. öldina og verður að standast allar gæðakröfur. Héðan liggja lestarlínur og þjóðveganet, en Baltimore og Washington hafa vaxið hratt saman og teljast nú 4. stærsti borgarkjarni Banda- ríkjanna. Hvílík landgæði og auðugt forðabúr! Baltimore sýnist svo ný, en er samt einn elsti innflytjendabær í Bandaríkjunum. Fyrstu íbúar komu hingað 1661. (Kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hvað stutt er síðan fólk settist hér að.) Hvílík landgæði hafa blasað við fyrstu innflytjendum! Skógivaxin fjöll. Gjöful gróðurmold. Fiskisælir firðir og flóar. Maryland er lýst sem smækkaðri mynd af Amer- íku. „Já, þeir komu hingað og fengu allt upp í hendumar: land- svæði og merkurdýr; gjöfult forðabúr frá náttúrunnar hendi; og þeir gleyptu það 'græðgislega í sig,“ segir glaðlegur Breti sem leiðbeinir okkur um Maryland. „Aumingja fólkið sem lætur ríki- dæmi Ameríku heilla sig núna - lendir í fátækrahverfum og finnur hvað erfítt er að vinna sig upp í Ameríku. Þeir sem komu fyrstir gína yfír öllu!“ Höfnin er ferða- mannaparadis í sólarhita má gleyma sér við höfnina í Baltimore. - Hér gengur allt út á að njóta lífsins. Yfírfljót- andi matur og vín í veitingahúsum og vínbörum. Bátaleiga: með fót- stignum bátum, seglskútum, hraðbátum og skemmtisnekkjum - hvort sem þú vilt sjá glerhallir og framúrstefnubyggingar við höfnina frá sjó eða sigla út úr höfninni og skoða hvíta kletta og sandstrendur við Chesapeake-fló- ann, komast í veiði eða njóta matar og drykkjar á kvöldsigl- ingu. Skutlubátar ganga út í McHenry-virkið frá 1776, sem er nú minjasafn. Og ef sólin er þjakandi þá er að skella sér í afþreyingu innan- dyra: Horfa yfir Baltimore frá 27. hæð en skoða jafnframt nútíð, þátíð og framtíð í safni innflytj- endabæjarins; sjávardýrasafnið með lífríki regnskóga og neðan- sjávar þar sem yfir 5.000 tegund- ir synda á milli hæða og elta þig jafnvel að útidyrum!, eða ganga á vit himingeims og stjarna í Maryland-vísindasafninu, eða stíga um borð í freigátuna Const- ellation frá 1797, sem hefur verið lagt endanlega við hafnarbakkann fyrir ferðamenn að skoða. I stuttu máli: Baltimore-hafnarhverfið er þægilegt, ekki of stórt í sniðum og býður upp á fjölbreytta afþrey- ingu í glæsilegum safnbygging um. Amerísk söfn eru með þeim bestu í heimi. Fyrir kaupglaða eru. „Harb- orplace & The Gallery", 2 glerhalt- ir fullar af búðum og veitingahús- um; eða verslunargatan Charles- stræti, aðalgata Baltimore upp frá höfninni og milli bæjarhluta. Litla Ítalía og ameríska nægtabúrið ítalir komu hingað fyrst og kenndu innflytjendum að borða „spaghetti"! Og að sjálfsögðu er hér lítil Ítalía, bæjarhluti þar sem hvert ítalska veitingahúsið tekur við af öðru. í elsta hluta Balti- more, Fells Point, leynist elsta leikhús Bandaríkjanna, Vagab- ond-leikhúsið, inn á milli húsaraða frá 18. öld, m.a. frægtJfyrir að morðingi Abrahams Lincolns lék þar oft. í Fells Point eru sögð ein bestu fiskveitingahús í Banda- ríkjunum. „Þú verður aldrei svangur í Maryland,“ segja Bandaríkja- menn, orð að sönnu á Lexington- markaði, en varla er hægt að hugsa sér meiri „paradís sæl- kera“. í Maryland tengist allt sjónum og Lexington hefur tengst sögu Baltimore í 200 ár sem fjör- ugur fiskmarkaður. Óvíða sést annað eins úrval af nýjum fiski og kjöti. En hér mætir manni líka ilmur af fersku grænmeti og ávöxtum, hnetum og sælgæti. „Rénndu bara á lyktina í Lexing- ton,“ segja þeir. Frá nægtabúri Baltimore, Lexington-markaði, „og ég gæti ekki komið meiru niður ... jæja, kannski einum í viðbót! Að horfast í augu við fiska í sjávardýrasafninu. Ein fullkomnasta lækna- stofnun í heimi Og hér má líka heimsækja eitt fullkomnasta sjúkrahús og elsta lækna- og hjúkrunarskóla (101 árs) í Bandaríkjunum. Lækna- stofnun Johns Hopkins er eins og borg í borginni, byggingar og háskólagarðar ná yfir 44 ekrur. Gestir fá aðgöngumiða inn í aðal- byggingu, sem líkist ekki venju- legum spítala - miklu frekar eins og að ganga inn í yfirmáta hrein- legan og vistlegan almenning. Hér voru fyrstu gúmmíhanskarnir teknir í notkun. Yfir 10.000 manns vinna hér, m.a. við mikil- vægar vísindarannsóknir í læknis- fræði, nýjasta að fjarlægja heila- sellur úr sjúklingum sem þjást af ellihrumleika. Dagsferðir til Washington og Annapolis Rúmlega 50 km skotferð er á milli Washington og Baltimore eftir vegi 1-95, en fullt eins þægi- legt að taka lestina, sem fer marg- ar ferðir daglega frá Pennsyl- vaníu-stöð til Union-stöðvar í mið- Að eignast nýja vini í dýragarðinum. borg Washington á tæpum klukkutíma. Nýlega er búið að endurnýja Union-stöðvarbygging- una, sem er ein fallegasta braut- arstöð sem hugsast getur og geymir eina aðalverslunar- og veitingahúsamiðstöð Washington. Union er í norðausturenda „Mall“, miðborgarsvæðis Washington, og þaðan er best að hefja skoðunar- ferð um borgina. Hoppa bara upp í lestina sem stoppar víða í mið- bænum. Smithsonian-kastali og nálæg söfn geyma verðmætustu listmuni Bandaríkjanna, Hvíta húsið, Washington-minnisvarð- inn, Þinghúshæðin er það sem hver ferðamaður verður að sjá í Washington, og boðið er upp á leiðsögn á öllum stöðum. Hafið samband við Tourist Information Center í síma: (202) 789-700.0. Um 45 mínútna akstur er til Annapolis, höfuðborgar Mary- land-fylkis við Chesapeake-fló- ann. I Annapolis-höfn er stærsti seglbátaflotinn á austurströndinni og siglingafólk hópast þangað á sumrin. Best er að skoða bæinn fótgangandi, en þessi fallegi hafn- arbær geymir margar sögulegar minjar. Háskóli bandaríska flot- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.