Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 7
Hann hafði lengst af fastar tekjur, en hafði mjög dýrar þarfir. Hann var á sífelldum ferðalögum, bjó lengi á hótelum og það voru alltaf veisluhöld kringum hann. En yfirleitt voru einhveijir tilbúnir til að borga brúsann því hann „var ævinlega heiður þess manns sem samneytti honum“ eins og Hall- dór Laxness komst svo vel að orði í Skálda- tíma. Eggert var þó með stöðugar peninga- áhyggjur. Það stendur uppúr við lestur dag- bóka hans. Þegar hann hóf ritstörf og sendi frá sér nokkrar bækur á sjötta áratugnum, þá fékk hann 200 eintök af hverri bók í ritlaun. Þessar bækur seldi hann svo vinum og velunnurum á 200 krónureintakið. Marg- ir keyptu mörg eintök, og hafði hann umtals- verðar tekjur af bókaútgáfunni. Af og til fékk hann styrki frá opinberum aðilum fyr- ir framlag sitt til menningarmála. Vorið 1947 fékk hann t.d. 3.600 kr. heiðurslaun frá Alþingi. „Samþykkt samhljóða, enginn á móti,“ skrifar Eggert í dagbók sína. Eftir stríð stóðu hann og Lelja í eins konar við- skiptasambandi við Harald Gunnlaugsson, póstafgreiðslumann í Reykjavík. Lelja sendi honum eftirprentanir af frægum málverkum og ýmsa listmuni, sem Haraldur seldi í Reykjavík. Ágóðanum var svo skipt jafnt. Haraldur sendi þeim líka á móti pakka að heiman með ýmsu íslepsku góðgæti. Veru- lega rættist úr hjá Eggert er hann á sjötta áratugnum yar gerður fréttaritari ríkisút- varpsins á Ítalíu á föstum launum. Hann hafði skrifað ríkisstjóminni og leitað eftir því að verða menningarmálafulltrúi íslands á Ítalíu, og þessi varð niðurstaðan. Eggert harmaði það alltaf mjög að eiga ekki hús eða íbúð í Reykjavík. Honum fannst að hann hefði gert það mikið fyrir íslensku þjóðina að hann ætti a.m.k. rétt á „kamesi í fæðingarbæ“ sínum. Sá draumur hans rættist þó aldrei, en alltaf fundust einhver ráð með að útvega honum húsnæði er hann kom hingað til lands, en hin síðari ár hafði harm yfirleitt vetursetu á íslandi, en dvaldi á Ítalíu á sumrum. „ár Aldanna, ár Eilífðar- INNAR“ - 1944 Eggert var í hópi þeirra sem mesta ákveðni vildu sýna í sjálfstæðismálum þjóð- arinnar og hraða lýðveldisstofnuninni sem mest. Þeir sem voru hikandi í þeim efnum fengu harða dóma í dagbókum hans. Einn þeirra fékk þá elnkunn hjá Eggert að vera „andlegur dvergur“, og var þar þó um að ræða mann, sem löngum hefur notið viður- kenningar sem einhver mikilhæfasti hug- vísindamaður þjóðarinnar. Eggert hlakkaði svo til lýðveldisstofnunarinnar að fyrir jól 1943 flutti hann niður á Hótel Borg, til þess að geta fagnað lýðveldisárinu á sóma- samlegan hátt. Þar samdi hann Óðinn til ársins 1944, og flutti hann í útvarpinu á nýársdag 1944. Síðar var Óðurinn gefinn út bæði prentaður og á plötu. Að sögn Magnúsar Helgasonar hélt Eggert því fram að Öðurinn hefði orðið til á yfírnáttúrulegan hátt. „Það var einn morguninn að ég var nývaknaður, sat enn í rúminu á nærbuxun- um þá varð Óðurinn skyndilega til. Ég veit ekki hver andsk .. . hljóp í mig. Ég held helst að það hafi verið Jónas Hallgríms- son,“ hafði Eggert sagt um tilurð þessarar hástemmdu lofgjörðar, sem hefst þannig: Vertu hljóð, og vertu kyrrlát eitt augna- I blik, þú hamingjusama þjóð. Velkominn gestur kom til þín í nótt, velkomnasti gesturinn, sem nokkurntíma hefur-komið til íslands. Ár aldanna, ár eilífðarinnar, ár Islands. Það er komið, árið í sögu Is- lands, hiðeina, sem kemur og aldrei fer. TrúEggerts Stefánssonar Þeim sem gluggað hefur í dagbækur Eggerts Stefánssonar dylst ekki að hann hefur verið trúaður maður, en tæpast er unnt að ræða um trú hans án þess að íjalla um ættjarðarást hans í sömu andrá. Mjög oft reynist það vera svo, að þar sem orðalag í bókum hans tekur á sig trúarlegan eða biblíulegan blæ er það einmitt á stöðum þar sem hann er á einn eða annan hátt að fjalla um fóstuijörðina, og raunar má segja að hér tvinnist allt saman í eina heild: guðstrú Eggerts, ættjarðar- og móðurást hans. „Mér hefur alltaf fundist, að ég væri að ganga til altaris er ég kem í óbyggðir," segir Eggert á einum stað þar sem .hann iýsir hrifningu sinni er hann reið yfir há- lendi íslands sumaríð 1922. Eggert hlaut trúarlegt uppeldi hjá Sess- elju, móður sinni, sem var mjög trúuð kona. Hún starfaði lengst af mjög ötullega innan Hjálpræðishersins, en hafði áður leikið hlut- verk í íslenskri kirkjusögu er hún tók morm- ónatrú, og höfðu ekki margir íslendingar gert það á undan henni. Eggert minnist móður sinnar nokkrum sinnum í 1. bindi endurminninga sinna, Lífið ogég. „Stundum er afar hljótt í húsinu. Þá er mamma að biðjast fyrir." Og seinasta orðið sem hann heyrði móður sína segja á þessari jörðu var „Hallelúja“. Útför hennar var gerð frá Dóm- kirkjunni af séra Bjarna þar sem Eggert söng „Mamma ætlar að sofna“ eftir Sig- valda bróður sinn. Minningarathöfn fór einn- ig fram hjá Hjálpræðishernum og hreifst Eggert mjög af því að ekki var neinn sorgar- blær yfír athöfninni þar og að hvíti liturinn skyldi notaður í stað hins svarta. „Þetta eru menn að mínu skapi,“ sagði hann og bætti við: „Hvað betra getur hent kristinn mann en að deyja og fara til himnaríkis?" Sama kvöldið og útför móður hans var gerð söng Eggert á Hjálpræðishernum. í dagbók sína skrifar hann þann dag m.a.: „Hafi ég þótt ofsatrúar á íslenzku þjöðina er það sökum þess að ég átti hana fyrir móður.“ Yar Eggert Fyrirmynd Laxness Að Garðari Hólm? Oft hefur því verið fleygt að Eggert sé fyrirmynd Halldórs Laxness að Garðari Hólm í Brekkukotsannál. Beri maður það undir vini Eggerts fást mjög mismunandi svör. Einn vinanna, sem ég bar þetta und- ir, sagðist telja að Halldór Laxness myndi ekki samsinna því að svo væri. Sami maður segir að myndin af Garðari Hólm sé alls ekki mynd af Eggert Stefánssyni. Það væru aðrir söngvarar sem stæðu þar miklu nær. Hann sagði að Laxness hefði einhvern tíma talað um að það hefðu verið sjö til átta íslenskir söngvarar sem hefðu farið út að læra og orðið utangátta hér heima. Hann hefði ekki nefnt Eggert í þeim hópi. Hins vegar hefðu Laxness og Eggert verið góðir vinir og ekki væri óhugsandi að einhveijir drættir úr myndinni af Eggert hefðu verið notaðir til að lýsa Garðari Hólm. Annar vinur Eggerts var hins vegar ekki í nokkrum vafa um að Laxness hafí haft Eggert í huga er hann lýsti Garðari Hólm, og bætti því við að sér væri kunnugt um að Eggert hafi skilist þetta einnig og sárn- að það. Vangaveltur þessar komust á annað stig er Eiríkur Jónsson sýndi á mjög sannfær- andi hátt í nýlegri grein í Lesbók Mbl., að Halldór Laxness hafi haft fyrir sér ljósmynd af Eggert Stefánssyni, er birtist í Oðni (12. árg., bls. 76) þegar hann lýsti í Brekkukots- annál mynd söngvarans Garðars Hólm sem hékk uppi í stofum Brekkukots og Hringj- arabæjar. Sjálfur gefur Laxness ótvírætt í skyn í Skáldatíma að Eggert hafi verið honum ofarlega í huga er hann lýsti Garð- ari Hólm. Lýsir hann því að í eitt sinn hafí Eggert haldið sérstaka söngskemmtun í Gamla bíói þar sem einu áheyrendurnir voru Sesselja, móðir Eggerts, og Laxness. Síðan bætir hann því við að löngu seinna hafi hann skrifað skáldsögu um söngvarann Garðar Hólm, sem söng ekki nema í eitt skipti og það fyrir móður sinni daufri og blindri. En þó svo að nú sýnist augljóst að Egg- ert Stefánsson hafi verið Halldóri Laxness ofarlega í huga er hann skapaði sögupersón- una Garðar Hólm þá er ekki þar með sagt að myndin af Garðari Hólm sé trúverðug mynd af Eggert Stefánssyni. Því fer fjarri, enda hefur það vafalaust aldrei verið ætlun skáldsins. Éggert hélt fjölmarga tónleika hér á landi, flesta þeirra við góðar undirtekt- ir og lof gagnrýnenda, einkum virðist hann hafa notið sín á Kaldalóns-kvöldunum svo- kölluðu, þegar þeir bræður komu fram sam- an. En Éggert var mistækur söngvari, og hann var ekki hátt skrifaður hjá öllum, og urðu stundum blaðadeilur um söng hans. Sumir segja að hann hafi haldið of lengi áfram að syngja. Hann hafi í raun verið búinn að vera sem söngvari mörgum árum áður en hann hætti. Það hafi orðið til þess að margir gerðu góðlátlegt grín að honum sem söngvara. Guðmundur Jónsson söngvari segist ekki vera í hópi þeirra sem telja að Eggert hafi verið lítill söngvari. „Það er langt í frá. En ég held að hann hafi ekki átt erindi í óperu. Hann hefði ekki látið að stjórn." Þorsteinn Hannesson söngvari hafði um- sjón með útgáfu á geisladiski þeim sem gefinn var út 1. desember síðastliðinn með gömlum upptökum af söng Eggerts. Þor- steinn segir að vinna sín við þessar gömlu upptökur hafi breytt áliti sínu á Eggert sem söngvara: „Ég var í hópi þeirra sem gerðu góðlátlegt grín að honum og töldu hann ekki mikinn söngvara. Ég hef algjörlega skipt um skoðun, og tel að hann hafi verið mikill söngvari, alveg sér á parti, beinlínis einstakur í íslenskri listasögu.“ Höfundur er forstöðumaður Guðfræðistofnun- ar Háskóla (slands. KARSTEN HOYDAHL Frá grýttri strönd Baldur Pálmason þýddi Frá grýttrí strönd ræ ég bát mínum litlum áría morguns — stefni rakleitt mót logandi kringlu sólar sem stígur voldug upp frá hafsbrún, hitar mér í bakið, roðar gulli hlíðar og fjöll. Fuglar syngja, sjórínn ríslar við árarblað. Ó kæra sól — sköpunargleði þín fer ekki framhjá mér, þú málar björtum litum hús mín uppi á landi. Þú bregður gliti á hafið, gerir hárin á handarbaki mínu lifandi sem grös, — og djúpt undir bátnum, dýpra en augu mín greina, smýgur Ijós þitt niður í dökk augu fiskanna. Þú yljar og lífgar yfir mér og undir — og innra með mér, sem ræ út á djúpið, kveikirðu bjaríar sólir. Þær lýsa mér leið bæði buríu og heim. Karsten Hoydahl lézt snemma þessa árs u.þ.b. 78 ára að aldri. Hann var í tölu merkustu bókmenntamanna Færeyinga og hafði lengi verið, bæði sem skáld og ritstjóri Vörðunnar (Varðin), en því mikilsmetna bókmenntatimariti stýrði hann um 15 ára skeið. • Hoydahl var líka vísindamaöur og stjórnmálamaður. Hann varð búfræði- kandídat frá landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1936 og lísens- íat fjórum árum síðar og hafði þá gert næringarfræði að sérgrein sinni. Hann stundaði rannsóknir í fiskiðnaði við Tækniháskólann í Danmörku árin 1940—42, sá eftir það um niðursuðuverksmiðju í Klassvík og gerðist svo tæknilegur ráðgjafi við fiskveiðiframþróun í Ekvador á vegum FAO, matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar var hann í þrjú ár, en heim kominn til Færeyja á ný fór hann að taka þátt í stjórnmálum, var fjögur ár i landsstjórn- inni og lögþingsmaður önnur fjögur ár, en um sama leyti gerðist hann einn- ig ritstjóri Vörðunnar. Hann var formaður rithöfundafélags Færeyja 1976, en árið 1960 höfðu honum verið veitt bókmenntaverðlaun lands síns. Það sama ár- kom út þriðja Ijóðabók hans, Vatnið og Ijósið, sem Ijóðið hér er þýtt úr. Karsten Hoydahl var einkum Ijóðskáld, en hann samdi líka snjallar smásög- ur. Hinn virti landi hans og stallbróðir, William Heinesen, segir um hann á einum stað: Ljóðræn kvæði hans mótast bæði af frjóu hugmyndaflugi og mergjuðu máli og lýsa með áhrifaríkum hætti hinni heitu og oftlega fjarvíöu náttúrukennd, sem felur I sér viðhorf hans til jarðnándar heimahaganna og algeimsins. Karsten Hoydahl var gestur á skáldaþingi I Reykjavík fyrir nokkrum árum. B.P. HÁKON AÐALSTEINSSON Brot Hvar er einlægnin þín? í vöggugjöf var þér fjársjóður fenginn ' sem fegurst af öllu skín. Þá man ég litla Ijóshærða drenginn sem lék við gullin sín í barnslegri einlægni brosti til mín. Nú er hún gruggug sú glitrandi lind sem gladdi mig forðum rétt í bili. Nú er einlægni augnanna blind, ásýndin döpur sem gömul mynd er hangir á hálfföllnu þili. Hvað var það sem slökkti þitt brúnabál, braut þinn vilja og myrkvaði sál? Hvar er þín einlæga ásýnd sem aldrei ég gleymi? Hvarf hún i veraldar taumlaust tál tvístraðist hún í öríaga geimi? Voru það ef til vill vonbrigðin yfir vitskeríum heimi? Höfundur er heimavistarstjóri við Menntaskólann á Egilsstöðum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.