Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 21
þrýstingsmælir kom til sögunnar var ekki með vissu hægt að greina gláku fyrr en sýnileg skemmd var komin í sjóntaug og sjónsviðspróf voru enn ekki nákvæm. Augn- þrýstingur var metinn með áþreifingu, sem er mjög ónákvæm greiningaraðferð. Þegar Björn hefur störf er þekking manna á gláku skammt á veg komin og er hann samtímamaður margra þeirra lækna, er drýgstan skerf lögðu til frumrannsókna á þessum torræða sjúkdómaflokki. Glákugreiningar Björns virðast áreiðan- legar. Hann greinir frá öllum helstu sjúk- dómseinkennum í sjúkraskrám sínum. Grein- ingin byggist á lokaeinkennum sjúkdómsins og með þeim tækjakosti, þ.e. augnspeglinum er hann hafði yfir að ráða, var vart hægt að greina hann fyrr. Aldamótalæknarnir þurftu í ríkara mæli en læknar nútimans að beita athyglisgáfu sinni og gegnir furðu hversu langt margir þeirra náðu í sjúkdóms- gi-einingum með frumstæðum tækjakosti. Á útmánuðum árið 1909 fær Björn augn- þrýstingsmæli, sem þá var nýlega uppgötv- aður. Athyglisvert er að Björn hér á hjara veraldar og án þess að fara utan hefur feng- ið þetta tæki um þremur árum eftir að því er lýst. Þessvegna getur hann greint gláku miklu fyrr en ella og tekur sjúklinga til meðferðar áður en skemmdin er farin að grafa um sig. Fyrsta augnþrýstingsmæling hans er skráð 18. mars 1909. Glákusjúklingum Björns fjölgar nú óðum, er greiningin verður auðveldari og þetta síðasta misseri, sem hann á eftir ólifað finn- ur hann a.m.k. 43 nýja giákusjúklinga. í marga áratugi stuðlaði þessi mælir mest að því að unnt var að greina hægfara gláku áður en augljós sjúkdómseinkenni komu í ljós og er þar með það tæki, sem blinduvarn- ir byggðust fyrst og fremst á. í bókum Björns eru alls skráðir um 439 einstaklingar með gláku. Sjúkraskrá Bjöms gefur og góða mynd af gangi gláku, þegar engri meðferð var bpitt eins og var hér áður en Björn tók til starfa. Af 439 glákusjúkling- um var 121 undir sextugu eða 27,4 af hundr- aði, er sjúkdómurinn var greindur, en flestir á aldrinum 60-69 ára eða tæplega helming- ur. Karlar eru mun fleiri en konur eða 326 á móti 113, sýnir þetta enn einu sinni hvað gláka leggst þyngra á karla en konur og er það enn meira áberandi en nú á dögum. Af þessum glákusjúklingum voru 58 alblind- ir á báðum augum, er þeir leita til Björns eða rúmlega 13 af hundraði. Auk hinna al- blindu voru 112 starfsblindir og flestir hinna komnir með sjúkdóminn á lokastig. Þegar sjúkdómurinn finnst ekki fyrr en þetta, er skiljanlegt að árangur meðferðar hefur á umræddum tíma verið lítill og biindutíðni há. Aðgerðir voru mjög oft ekki gerðar fyrr en sjúklingurinn var nær blindur og árangur -m.a. af þeim sökum ekki góður. Bjöm var barn sinnar tíðar og beitti meg- nið af stuttri starfsævi aðgerðum við hæg- fara gláku, sem komu oftast ekki að gagni nema í stuttan tíma eins og starfsbræður hans í grannlöndunum. Á síðasta starfsári sínu gerir Björn skurði á glákusjúkum aug- um, svonefnda veituskurði, sem lækka augn- þrýsting varanlega. Er þessi skúrður (lit- ustag) kenndur við Norðmanninn Holth, sem lýsti þessum skurði árið 1907. Bjöm gerir fyrst slíka aðgerð 3. mars 1909 og markar sú aðgerð tímamót í sögu augnlækninga á íslandi og einnig augnþrýstingsmælingin sem Björn byijaði að beita um sama leyti. Þetta er fyrsta raunhæfa aðgerðin við hæg- fara gláku, sem gerð er hér á landi og átti eftir að gjörbreyta horfum glákusjúklinga. Fyrir þann tíma vom flestir, sem fengu þenn- an sjúkdóm, dæmdir fyrr eða síðar til að sitja í myrkri það sem eftir var ævinnar. Með tilkomu veituskurðanna var í velflestum tilfellum hægt að draga úr þróun sjúkdóms- ins og þá einkum, ef hann fannst áður en veruleg skemmd var komin í augað. Þessar breyttu aðstæður vorið 1909 gera það að verkum að glákusjúklingum Bjöms ijölgar óðum, er greiningin verður auðveldari og glákuaðgerðum hans stórfjölgar þá fáu mán- uði, sem hann á eftir ólifaða. Eftir að Björn sest að í Reykjavík 1894 fæst hann nær eingöngu við augnlækning- ar. Á þessu tímabili var ekki hægt að stunda lækningar hér á landi, nema fyrir embættis- lækna eða hljóta til þess opinberan styrk Alþingi veitti Bimi 2000 króna ársstyrk til þess að hann gæti flust til Reykjavíkur og gefið sig allan að augnlækningum. „Gekk það fullörðugt, en tókst þó, mest fyrir harð- fylgi ísafoldar,“ segir Sigurður Hjörleifsson læknir í minningargrein um Björn. Hélt Björn þessum styrk meðan hann lifði. Skil- yrði fyrir styrknum var, að hann hefði á hendi kennslu í augnsjúkdómum við lækna- skólann og ferðaðist á sumrin með strand ferðaskipunum kringum landið til þess að almenningur ætti sem hægast með að ná til hans. Er fyrsti augnlæknirinn sest að Reykjavík er höfuðstaðurinn aðeins sjávar- þorp. íbúatala bæjarins í árslok 1890 var 3886, árið 1900 voru bæjarbúar 6682 og í árslok árið 1910 var íbúatala bæjarins kom- in upp í 11.600. Til samanburðar skal þess getið að íbúatala landsins var árið 1890 70.927. Við manntalið 1901 var tala lands- manna 78.470 og árið 1910 85.183. Það kemur brátt í ljós að augnlæknirinn er betur settur í höfuðstaðnum en á Skipa- skaga. Sjúklingafjöldinn stóreykst. Sam- kvæmt sjúkraskrám Björns leita til hans fyrsta árið sem hann starfar í Reykjavík 802 sjúklingar og er hver sjúklingir aðeins talinn einu sinni, þó hann hafi komið oftar. Björn fór í fimmtán augnlækmngaferða- lög með strandferðaskipunum og skoðaði a.m.k. 2522 sjúklinga í þessum ferðum. Er Dað um fjórðungur allra sjúklinga hans á því tímabili, sem hann fer í ferðalögin. Á þessum ferðalögum finnur hann 175 nýja glákusjúklinga. Eru þeir um sjö af hundraði þeirra sjúklinga, sem til hans leituðu á ferða- lögunum. Fór hann ætíð með strandferða- skipum og dvaldist stundum nokkra daga eða vikur á sama stað. Heildartala augnsjúklinga Bjöms frá miðju sumri 1892 til 12. okt. 1909 er um 11.112, en af þeim eru 439 einstaklingar með gláku eða tæplega fjórir af hundraði sjúklinga hans. Eftir að Bjöm fluttist til Reykjavíkur kenndi hann augnlækningar við læknaskól- ann og er jafnframt prófdómari. Er hann fyrsti kennarinn í augnsjúkdómum hér á landi. Er St. Jósefsspítalinn tekur til starfa á morgni þessarar aldar verða þáttaskil í sögu læknisfræðinnar hér á landi, er fullur skrið- ur var þó kominn á þá byltingu er átti sér stað í handlækningum nokkrum árum áður. Landakot verður nú höfuðsetur vísindalegrar læknisfræði og nú fyrst er kleift að leggja í ýmsar þær læknisaðgerðir, er áður var torvelt að framkvæma. Verkleg kennsla læknanema flyst þangað og þar taka til starfa þeir læknar, er gátu sér bestan orðs- tír í byijun aldarinnar vegna lærdóms og hæfni. Hinir fyrstu voru Guðmundur Björns- son, Guðmundur Magnússon og Björn Qlafs- son. Björn leggur fyrsta sjúkling sinn inn á spítalann 9. nóv. 1902, en fyrsta sjúklinginn bar að garði 1. september þetta sama haust. Þrátt fyrir spítalaaðstöðu, eftir að St. Jósefsspítalinn tekur til starfa, gerir Björn enn æði margar af aðgerðum sínum heima hjá sjúklingum. Hann var vanur að gera aðgerðir við fmmstæðar aðstæður og heldur því áfram þótt sjúkrahús sé risið upp. Ein aðalástæðan fyrir því er sennilega sú, að efnahagur fólks leyfði því ekki að leggjast inn á spítala, enda er áberandi hvað sjúkling- ar em fljótt útskrifaðir, jafnvel eftir stÓrað- gerðir. Daggjöldin fyrstu árin á Landakoti voru kr. 1,50 á dagogþóttu miklir peningar. Hafa nú verið raktir helstu þættir í starfi Bjöms Ólafssonar og árdögum vísindalegra augnlækninga á íslandi. Björn lést 19. okt. 1909, á miðjum starfs- aldri, aðeins 47 ára gamall. Minningargrein- ar að honum látnum birtust í flestum blöðum landsins við hið sviplega fráfall hans, ber þeim öllum saman um mannkosti hans og dugnað. Björn kvæntist Sigrúnu ísleifsdóttur prests Gíslasonar, er síðast var í Arnarbæli 19. maí 1904. Bjuggu þau síðast í Tjarnar- götu 18, sem þau byggðu 1906 og þar hafði Björn lækningastofu sína. Birni Ölafssyni auðnaðist að verða farsæll frumheiji í augn- lækningum hér á landi og verður hans lengi minnst sem fyrsta augnlæknis á íslandi. Hann er í hópi þeirra lækna, er urðu braut- ryðjendur á sviði nútíma læknisfræði hér á landi um síðustu aldamót Við framstæðar aðstæður haslar hann sér völl sem sérfræð ingur hér á landi og er fyrsti íslenski læknir- inn, sem það gerir og stundar sérgrein ein- göngu. Hann er einn af fjórum læknum, sem leggja grandvöllinn að nútíma lækningum hér á landi og af þeim er hann fyrstur til að setjast að hér heima og hefur þegar gert margar stóraðgerðir áður en Guðmundarnir þrír komu heim, að vísu ekki samskonar aðgerðir og þeir urðu frægir af, en alveg sambærilegar. Hann iét íslenskar aðstæður ekki hneppa sig í fjötra framtaksleysis og sljóleika, heldur bar hann merki sérgreinar sinnar hátt og lét aldrei bugast þrátt fyrir langvarandi vanheilsu og erfið vinnuskilyrði. Eftir rúmt misseri frá andláti Bjöms tók nýr maður við störfum hans, Andrés Fjeld sted frá Hvítárvöllum, þá nýbakaður augn læknir. Hann kembdi ekki hæramar fremur en Björn fyrirrennari hans. Hann dó aðeins 47 ára gamall árið 1923. Hann var mjög farsæll augnlæknir. Er Andrés lést var ann ar augnlæknir fyrir í Reykjavík, Helgi Skúla- son, er hafði sest þar að og stundað augn lækningar frá 20. sept. 1921. Höfundur er augnlæknir. Vincent van Gogh: Stirnd nótt, 1889. Myndin er í eigu Museum of Modern Art í New York. ANNE SEXTON Hallberg Hallmundsson íslenskaði Stirndnótt Þar með er ekki sagt að ég hafi ekki æðimikla þörf fyrir — ef ég má nefna slíkt á nafn — trú. Þá fer ég út að næturlagi og mála stjörnurnar. Vincent van Gogh í bréfi til bróður síns. Borgin er ekki til nema þar sem stakt svarthært tré slysast eins og drukknuð kona inn í heitan himininn. Borgin erþögul. Nóttin kraumar af ellefu stjörnum. Ó stirnda stirnda nótt! Þannig vil ég deyja. Hún hreyfist. Þær eru allar kvikar. Jafnvel tunglið gúlpast í gulrauðum hlekkjunum og stuggar börnum sem guð væri frá auga sér. Gamli óséði höggormurinn gleypir í sig stjörnurnar. Ó stirnda stirnda nótt! Þannig vil ég deyja: inn í þetta þjótandi næturkvikindi soguð upp af þeim mikla dreka, skiljast við lífið fánalaus kviðlaus grMIaus. KRISTJÁN HREINSSON írafár A Eyjunni grænu er tilveran tvíhöfða dreki, eitt tröllvaxið vandamál, hvernig sem á það er litið, og drekinn hann nærist á þrjósku og þjóðlegri speki, en þegar menn tala um lífið þá missir hann vitið. A götu í Belfast er dagurinn dökkur sem skuggi ojg dyggðirnar leynast í athvarfi glæpa og synda. I myndsmiðju óttans er Ijósopið lokaður gluggi og litirnir týnast í kaldhæðni svarthvítra mynda. Þar stendur á brauðfótum mikið af menningararfí,. hver mótmælaalda er dropi í viskunnar brunni, og börnin þau öðlast sinn lærdóm í leik eða starfi, og lifa í ótta sem byggir á þjóðlegum grunni. A hádegisbarnum fá Kristur og Kölski að drekka, þar kneyfa þeir svartöl og ræða um lífið og dauðann, þeir spjalla um ísrael, Babýlon, Beirút og Mekka og Belfast og stríðið sem litaði mannheiminn rauðan. Er englarnir flögra um Belfast með blóðuga krossa, á brynvörðum járnfáki skröltir hinn illræmdi dauði, þá trítlar um göturnar Skrattinn í skínandi blossa og Skaparinn verður að treysta á glataða sauði. Þar beijast hin lúterska kirkja og kaþólskur siður með Kölska á hælunum stöðugt á andlegum flótta, og gildir þá einu hvort stefnan er stríð eða friður, það stjórnast af mannlegri rökhyggju, græðgi og ótta. Hver sunnudagsmorgunn er upphaf á ófriðarviku er andlega þenkjandi menn heyra bergmál frá sprengjum, og trúin er máttur sem öslar í ólgandi kviku, hin eilífa mótsögn sem liðsinnir herskáum drengjum. ^ Hjá trúföstum mönnum er dulbúinn dagur að byrja, í draumkenndum heimi er mannlífið gengið úr skorðum, og krossfarar nútímans ærast af ótta og spyija: — Hvar er þessi Guð sem við lærðum að treysta hér forðum. Höfundur er skáld ( Reykjavík LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.