Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 27
ast iangt inn í austurhluta Grænlands að rætast á 66. aldursári mínu“ — segir í bók- inni. Þegar mér var gefin þessi litla bók fannst mér að eitt og annað úr henni ætti erindi fyrir augu fólks og læt verða af því nú, þeg- ar þrír áratugir eru að verða liðnir frá ferð- inni og Grænland er enn næstum því jafn fjarlægt almenningi á Islandi og það var þá. Textanum fylgja nokkrar myndir sem Birgir Þórhallsson, einn Grænlandsfara, útvegaði og fáeinar af skissum Guðmundar. Sums staðar er hnikað til orði og stafsetningu, en greinarmerki og blanda af nútíðar- og þá- tíðarsögnum látin haida sér. Skúli Magnús- son, annar þátttakenda, aðstoðaði mig við samantektina. Fyrsti dagur, 11. ágúst: Sauðnautafjörður. „Catalinabáturinn var allmikið hlaðinn því félagarnir eru miklir græjumenn. Mest ber á veiðistöngum og líklega eru skotvopn nægj- anlega mörg til að hertaka með alla austur- ströndina. Scoresbysund opnaðist skínandi móti sól og það er bjart yfir jöklinum en íshrafl á firðinum með einstaka borgarísjaka (iluliak). Land framundan er eyðilegt. Við fáum að vita að Meistaravíkurflugvöliur er lokaður vegna þoku svo við fljúgum innfjarða og sjáum vel til meginjökuisins. Allir eru í sól- skinsskapi." Siglingafræðingurinn hefur væntanlega haft nóg að starfa við að finna Sauðnauta- fjörð í öllu fjarða- og fjallakraðakinu austur af Scoresbysundi. Þoka var sums staðar yfir sjó og var því flogið lágt yfir fjallatinda. „Við gátum loks stungið okkur niður um skýjaþykknið á firðinum og lent þar innan um hafísjaka. Vélin var keyrð eftir endilöng- um firðinum. Sáum þá sauðnaut á austur- ströndinni og veiðikofa; smá kofaskrifli úr timbri og bárujárni. Það er farið með Sæfaxa upp í fjöru og allur frágangur handlangaður í land. Tjöldum á lyngjaðri við gil. Sumir fóru strax að veiða í ánum þarna en ég að huga að stelnum í giljum; ijölbreytnin er gífurleg: Granít, marmari, skífer, alla vega litur sandsteinn og molaberg. Allar blómjurt- ir eru öðru vísi en heima á íslandi. Bláberin eru örsmá en gómsæt, valmúi bæði gulur Dagbókarhöfundurinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal og til vinstri: Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri. og hvítur og svo finn ég stórfagra lindardún- urt.“ Um kvöldið er kveiktur eldur í rekaviði og haldin afmælisveisla. Björn Eiríksson er sextugur. „Kalt var þegar sólar naut lítið og gott að orna sér við eldinn. Góður mjöður var í öllum drykkjarílátum og feit bleikja í pottin- um. Þótt komið væri fram í miðjan ágústmán* uð var albjart og roðaský yfír jöklinum en Leiðbeint um hvernig verjast skuli mývargi. Frá vinstri: Hilmar Sigurðsson, Brandur Tómasson og Halldór Þorsteinsson. Svipast um eftir sauðnautum. Frá vinstri: Garðar Guðmundsson, Agnar Kofoed- Hansen og Jóhannes R. Snorrason. blámóða í dölunum. Gamla „Kata“ iá á þurru fram á eyri og selirnir skoðuðu þennan furðu- fugl meðan himbriminn söng sína sérkenni- legu tóna, hástöfum úti á firði. Þetta var fagurt og friðsælt kvöld. Dulúð heimskauta- iandsins náði tökum á þeim fjórtán mönnum sem sátu umhverfis bálið. Þeir vóru ýmist hljóðlátir, störðu í eldinn, eða sögðu furðuleg- ar sögur sem þeir höfðu heyrt um þessi svæði; aðallega um baráttu mannsins við náttúruöflin. Sumir landkönnuðir höfðu ekki náð að segja tíðindi en sett dagbækur sínar í vatnsþétt hulstur og byggt vörðu yfir. Seinna fundust bein þeirra eða vindþurrkaðir líkamir. Hetjusögur vóru skrifaðar og land- hlutar eða firðir heitnir eftir frumheijunum. Menn þeir sem sitja þarna eru flestir frum- heijar í fiugmáíum á íslandi; ný stétt sem hefur sigrast á ótal erfiðleikum eins og pólfar- arnir sem verið er að tala um. Þeir hafa boðið hættum og torfærum birginn og skilja þess vegna sögu þessa lands svo vel. Eru hljóðlátir og alvarlegir á gleðinnar stund. Við minnumst líka forfeðra sem að lokum týndust í tröllalandslagi líku þessu á vestur- og suðurströndinni. Að líkum eru sungin nokkui' lög og hrópað húrra fyrir afmælisbarninu. Það tekur undir í fjöllunum eins og vættir landsins taki þátt í gleðskapnum." Annar dagur, 12. ágúst: Við veiðar og náttúruskoðun. Veður var allgott þennan morgun, þoku létti af fjöllum og leiðangursmenn nýttu dag- inn til þess að skoða umhverfi ijarðarins. Og renna fyrir bleikju. Víða sáust litlar sauð- nautahjarðir og sauðnautabein lágu á víð og dreif, ásamt hreindýrshornum en læmingjar skutust inilli steina. Mikið var af fugli, bæði gæsum og öndum, en hann var styggur og var ekki hleypt af skoti enda vart miðui' ágúst. „Litir eru fagrir hérna í giljum og dala- drögum, sums staðar dáiítill haustbragur kominn á gróður. Lítil veiði í ánum, einstaka bleikja á stangli. Ég fer víða um nærliggj- andi fjöll einsamall. Dagurinn er töfrandi; allt svo ævintýraiegt og ósnortið. Af litlum tindi er stórfenglegt útsýni til Fagrafjarðar og fjalla sem eru 2000 til 3000 metra há; þar væri gaman að klífa. Við fundum ófúinn skipsbát síðar um dag- inn, dálítið brotinn, og töluvert af reka- .timbri. Við notuðum það í eld í afar skemmti- legri veislu um kvöldið." Um kvöldið skrifar Guðmundur hugleið- ingu í dagbókina: „Hérna norður við Dumbshaf hefui' tíminn staðið kyrr; ísinn lokar fjörðum meginpart ársins svo að veiðimenn sem hyggja að skipa- komum mega allt eins búast við að ekki verði komist til þeirra á köldum sumrum. En þó sækja þeir jafnan aftur á þessar slóðir, sum- ir ævilangt, eins og þessi forneskja sé ein- hver segull. Veiðarnar stunda þeir á geysi- stórum svæðum og hafa byggt sér fjölda veiðikofa hér og hvar og treysta á birgða- skip með flutninga. Öll þessi starfsemi krefst mikillar karlmennsku og viljaþreks; sérstakr- ar manngerðar. Að vitja um gildrur í 50 stiga frosti á langri heimskautanótt; að bíða stund- um dögum og vikum saman eftir að stór- hríðum linni í óvistlegum kofum hálffullum af skinnum og eldivið, það er erfitt hlut- skipti. Nú fækkar veiðimönnum óðum því tíðarandinn breytist þótt Grænland geri það ekki.“ Þriðji dagur, 13. ágúst: Til Meistaravíkur og Gleraugnavatna. „Um nóttina gerði stóiparok og rak þá þokuna af fjöllunum í kring. Fór snemma á fætur tii að teikna og taka myndir af ■0% t i //. ■■------------------------ '£&***> . . . ‘ As- ? /3 tvt*. ,-L ýo-cs* -P**—/ P—y-w— /*-r .S-Ác-/Zr-n—— J ly - JJjL. Upphaf dagbókarinnar með uppdrætti af sauðnautalandinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.