Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 48

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 48
 /f. 3* ans er í Annapolis. Yfir vetrar- mánuðina sækja margir í verslan- ir við höfnina og notalegu hafn- arkrárnar. Fáið göngukort og upplýsingar hjá: Greater Annap- olis Chamber of Commerce í síma: 268-7676. Hvernig er mannlífið? í litla strandbænum St. Michels er friðsælt andrúmsloft og hótelið Harbout' Inn er notalegur hvíldar- staður. Þar er frægt sjóminjasafn við Chesapeake-flóann. Á leið nið- ur á strönd er mikið af verk- smiðjubúðum sem allir geta geng- ið inn í og fengið margt á hálf- virði. Bandaríkjamenn gera flest stórt og margir eiga hér sumarhús og snekkju eða seglskútu. Allt sýnist svo fullkomið á yfirborðinu að ég fer að forvitnast um mannlífið við breska leiðsögu- manninn okkar. „Bandaríkjamenn eru mjög lok- aðir í sínum eigin heimi - í félaga- samtökum eða kirkjudeildum - leita inn á við,“ segir hann. Að undanteknum stærstu dagblöðun- um eru engin dagblöð með fréttir frá Evrópu, aðeins heimafréttir. Þess vegna eru Bandaríkjamenn mjög barnalegir í samanburði við Evrópubúa sem alltaf fá góða heimsmynd úr sínum fjölmiðlum. Steinstyttur og listaverk eru víða fyrir framan opinberar byggingar í Washington. \A Frá Balti- more eru stuttar dagsferðir til áhuga- verðra staða. PENNSYLVANIA -í MARYLAND \;\ . i \ 1A I Baltimore a m Annapolis ff WASHINGTON D.C. S j ff I CD C ;> \t r í I x , \WCo \ r-( ’ \ j W\r-. x /1°,^ V I R G I N I A 0 tSr mm _ Bandarísku geimferðasöfnin eru ævintýraleg. Ég myndi ekki vilja ganga hér í skóla, ef ég væri barn! Um 60% barna hætta skólagöngu eftir skyldunám, sem er mjög alvar- legt. Nú vantar betri kennara og meira af menntuðu fólki. Þeir hljóta að leita eftir menntuðu fólki frá Austur-Evrópu.“ Og ungi svarti leigubílstjórinn spurði: „Eru éiturlyfjavandamál á íslandi? Ég hef svo miklar áhyggj- ur að fólkið mitt sé að eyða sjálfu sér í eiturlyfjum, heift og van- þekkingu. Hvað getum við gert? Það er svo mikil freisting fyrir krakkana að selja eiturlyf - auð- velt að fá 3.000 dali á dag fyrir söluna (168 þúsund ísl. kr.)! Állir skólafélagar mínir hafa komið nálægt eiturlyijum, prófað þau eða selt. Svarta kynstofninum hérna er haldið niðri. í skólanum lærum við að hvíti maðurinn hafi komið til Afríku og bjargað svarta manninum sem lifði þar. eins og dýr. Okkur er ekki kennt að mannlíf hafi kviknað í Afríku, að fyrstu mennirnir hafi verið svartir. Ég hef aldrei komið til Evrópu, þori ekki þangað. Ef ég færi til Evrópu með hulið andlit, þá myndu allir halda að ég væri ensk- ur, ég er með enskt nafn. En ég hef ekki hugmynd um ættarnafn fjölskyldu minnar, frá hvaða hluta Áfríku forfeður mínir komu. Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum alltaf að leita uppruna okk- ar. Hugsaðu þér hvernig farið var með okkur fyrir fáeinum árum og hvernig farið er með okkur ennþá. Um daginn fóru 2 vinir mínir eftir auglýsingu og vildu kaupa sér notaðan bíl. An þess að vita það, fóru þeir inn á bann- svæði fyrir svart fólk og lögreglan tók þá og barði með kylfum og skaut þá! Hvernig heldur þú að okkur líði?“ Og þessi greindarlegi piltur sagði margt fleira, sem sýnir að langt er í jafnrétti á milli kyn- stofna í nýja heiminum. Og ég sannfærðist um að Bandaríkin eru enn nýr heimur, að bandarískur hugsunarháttur er mjög ólíkur okkar,. þó að aldrei megi alhæfa neitt, því Bandaríkjamenn eru í raun mörg sameinuð þjóðarbrot, og aðdáunarvert hvað þeir geta þó lifað í friði saman. Forvitnileg- ur, verndaður heimur fyrir ferða- menn, en Öruggara að kafa ekki. langt ofan í mannlífið. Oddný Sv. Björgvins The Baltimore Office of Pro- motion & Tourism, 3.4 Market Place/Suite 310, Maryland 21202. Sími: (301)752-8632. Flugleiðir eru með viðskiptas- ambönd við USAir sem tiyggja íslenskum farþegum hagstæð fargjöld frá Balti- more til yfir 250 áfangastaða innan Bandaríkjanna. Flug- floti USAir er 430 þotur af nýjustu gerð. Bretland fagnar 500 ára minningu Hinriks VIII - einn frægasti og hræðilegasti konungur Breta, sem leiddi nokkrar af sex eiginkonum sínum á höggstokk- inn - þegar hann vildi losna við þær! Á næsta ári er mikið um dýrðir hjá Bretum vegna 500 ára afmælis Hinriks VIII. Þeg- ar er búið að opna sýningu um þennan frægasta konung Tudortímans í Hampton-höll. I júlí siglir konungssnekkjan úr kvikmyndinni „A Man for all Seasons" (maður allra tíma) eftir ánni Thames. Á Green- wich-hátíðinni (31. maí til 16. júní) verða dansleikir í 15. aldar hlöðu, tónleikar í Tudor-stíl og kvikmyndasýningar um ævifer- il konungs, sem var og er fræg- ur að endemum í heimssögunni. Þessi ógnvekjandi konungur Breta fæddist 28. júní 1491 í Greenwich-hverfi í London. Og margir hafa eflaust séð skeggjað, feitt nautnaandlit hans á ótal málverkum, sem margir lista- menn hafa spreytt sig við. Tower of London, sem flestir ferðamenn í London skoða, var í miklu uppá- haldi hjá Hinrik. Þangað sendi hann jafnt vini sína sem og eigin- konur — eða alla sem voru í vegi fyrir honum. '„Hálshöggvið, háls- höggvið,“ var tíðum boðskapur Hinrik VIII í konungsskrúða, með sitt fræga yfirvaraskegg. Margar breskar hallir og kastalar tengjast konungstíð Hinriks. Þar verður Tudor-konungsins minnst með ýmsum uppákomum næsta sumar. hans. En hann er líka frægur fyr- ir að slíta sambandi við páfann í Róm og stofna sjálfstæða kirkju- deild í Englandi. Margar breskar hallir og kast- alar tengjast Hinrik. Hampton Court í Suðvestur-London var eft- irlætisaðsetur hans — höll sem var sögð „líkari paradís en jarð- neskum bústað!" Ein eiginkvenna Hinriks, Anne Boleyn, ólst upp í Hever-kastala — þegar búið var að hálshöggva hana, gaf Hinrik 4. konu sinni, Anne frá Cleves, kastalann. í Portsmouth-höfn má skoða „Mary Rose“, fiaggskipið í breska herflotanum, sem Frakkar skutu niður í jómfrúrferðinni fyrir framan nefið á Hinrik — án þess að Bretum tækist að hleypa af einu skoti! (Einhveijir hausar hafa fengið að fljúga þá!) „Mary Rose“ var lyft af hafsbotni 1982 ásamt 13.000 skipsmunum, sem alla má skoða í skipasafninu í Ports- mouth. í gömlu höllinni við Hatfield House norður af London verða haldnir tónleikar og skemmtanir 4 kvöld í viku frá apríl fram í desember. Yfirlitssýningin í Hampton-höll verður opin til 14. apríl. Þar verður rn.a. til sýnis hin fræga Holbein-mynd, ásamt öðr- um myndum og listmunum úr konunglega listmunasafninu. Að- gangseyrir fyrir fullorðna er rúm- ar 400 kr. - helmingsverð fyrir börn. Sýningin er til húsa í Hamp- ton Court-höll, Hampton Court, East Molesey, Surrey. Sími: 081-977 8441. O.Sv.B. 48

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.