Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 36
Á SLÓÐUM GORILLA í RÚANDA Að undanförnu hefir allmikið verið skrifað um gorillur í frumskógum Rúanda í Afríku, eink- um þó í sambandi við bandarísku vísindakon- una Diane Fossey. Einnig hafa þessar gorillur verið kvikmyndaðar, og fyrir tveimur árum Gorilluunglingur, sem varð á vegi greinarliöfundarins. Það er ólýsanleg reynsla að vera á slóðum villtrar gorillu. Á þröngum stíg er allt í einu ung gorilla fyrir framan okkur, þar sem örlítið rjóður opnast Hún er með grein sem hún togar í og nartar. Allt í kring er fjölskylda hennar. Grein og myndir: TERRY G. LACY var sýnd hér myndin Goriilas in. the Mist, Gorillur í þoku. í bókum og kvikmyndum er fjallað um Diane Fossey, skapgerð henn- ar og ástæður þess að hún var myrt. Hins vegar hefir ekki mikið verið sagt frá gorill- um í þessu sambandi, en miklu máli skiptir að líf þeirra og atferlr sé rannsakað og reynt að koma í veg fyrir að þeim verði útrýmt. Það var reyndar bandaríski dýrafræðing- urinn George Schaller sem fyrstu vakti at- hygli almennings á gorillunum í Rúanda og Kongó. Árið 1959 fór hann ásamt konu sinni upp í Virunga-fjöllin og dvaldist þar í eitt ár til að kynnast lifnaðarháttum þessara friðsömu dýra. Um þá dvöl skrifaði hann bókina The Year of the Gorilla, Ár með gorillum, sem út kom 1964. Áður en hann fór til Afríku kannaði hann það sem skrifað hafði verið um gorillur og sá að lítið hafði verið gert að því, að kanna lifnaðarhætti þeirra og vist og þekking á þeim væri í raun lítil. Bók Schallers vakti hjá mér þrá eftir að sjá þessar skepnur með eigin augum. Það var svo í ágúst 1985 að ég stóð ásamt nokkrum Bretum við mörk Eldfjallagarðsins norðvestan vert.í Rúanda. Hópurinn sem ég var í hafði leyfi til að skoða dýrin, en slíkt leyfi er nauðsynlegt. Er það gert til að vernda þau fyrir ágangi. Einungis er leyfiiegt að skoða fjóra af þeim fimmtán hópum fjallagorillu (Gorilla gorilla beringei) sem er (eða var) reglulega á ferli í þjóðgarð- inum, og aðeins klukkutíma á dag. Vildi maður sjá fimmta hópinn varð að tjalda yfir nóttina. Við fórum um akra innfæddra, þar sem þeir rækta prestafífla (pyrethrum), en úr þeirri plöntu er búið til skordýraeitur, sem selt er á heimsmarkaði. Þörf innfæddra fyrir gjaldeyri er talin meiri en þörfin á að vernda gorillurnar og önnur dýr, sem í skóg- unum lifa. Með því að veita leyfi til skoðun- ar er verið að vernda dýrin. Leiðsögumaðurinn lætur eitt okkar lesa upp reglurnar' um hvernig eigi að hegða sér þegar komið er að górillunum. Reglurnar eru á ensku, en innfæddir tala aðeins frönsku auk eigin máls, og skilja nær ekk- ert í ensku. Meðal annars er okkur fyrirlagt að tala ekki upphátt og aldrei að stara á gorillu, það þýðir að maður er óvinur. En nú hefst ævintýrið í alvöru. Við erum sex í hóp, fleiri mega ekki fara í einu. Þar við bætist leiðsögumaðurinn og sex burðar- menn. Þetta er Afríka og óhugsanlegt að „veikburða" hvítir menn geti sjálfir borið nesti og bakpoka. Fyrst er farið þangað, sem gorillurnar voru daginn áður. Við rekj- um sporin, sjáum brotnar greinar og gorillu- skít. Við höldum áfram. Gorillur eru dýr þokunnar og í þessum fjöllum er oftast þoka og rigning. Við erum svo heppin, að þurr- viðri hafa vet'ið og færðin allgóð. Gróður er ekki blautur en í brekkunum er samt leir og oft er slóðin heppilegri gorillum en mönnum sem ganga uppréttir. Loks eftir tveggja tíma klifur nálgumst við gorillurnar. Jafnvel burðannennirnir lækka róminn. Það er mikil breyting hjá þeim. Þeir hafa lært að við borgum fyrir að sjá dýrin, en ekki fyrir að láta stugga þeim frá okkur. Burðarmennirnir setjast og við höldum hljóðlega áfram, full eftirvænt- ingar. Það er ólýsanleg reynsla að vera á slóðum villtrar gorillu. Á þröngúm stíg er allt í einu ung gorilla fyrir framan okkur, þar sem örlítið tjóður opnast. Hún er með grein sem hún togar í og nartar. Allt í kring er fjölskylda hennar. Stórt karldýr, silfur- bakurinn, feldurinn á herðum hans er eins og silfurkápa, stendur vörð. Hann er höfð- inginn. Nokkrir unglingat', kátir og hressir, eru ekki á þvt að hvíla sig þótt tími sé kom- inn til að fá sér blund á milli morgunverðar- ins og síðdegismáltíðarinnar. Þeir klifra upp í smátré, detta niður og fara upp aftur. Tvö kvendýr kontu með unga sína. Þau litu á okkur í laumi, en mega ekki stara á okkur. Silfurbakurinn skotrar til okkar auga við og við gegnum laufið. Fjölskyldan er farin að venjast mannaferðum, en er samt forvit- in og gætin. Það er athyglisvert að gorillum finnst við skyld þeim, á sama hátt og við finnum til skyldleika með öpum. Þess vegna mega þær aðeins líta til okkar í laumi. Við reynum að ná fótfestu í brekkunni með því að halda í einskonar mottu úr grein- um og laufi, sem þær hafa hugsanlega sof- ið á um nóttina. Gorillur raða saman tijá- greinum til að sofa á, stundum rétt yfir jörðinni. Minnsti unginn var aðeins þriggja mánaða. Hann labbaði til okkar og starði blíðlega á okkur, ungar mega gera það. Hann var ljósbrúnn, en ekki svartur eins og fullorðnu dýrin og stóreygur. Annað kvendýr faðmaði ungann, en móðir hans vaknaði og þrýsti honum að sér. Hin apynj- an var með stærri unga, næstum því ungl- ing, og þau léku sér og ærsluðust. Móðirin urraði og opnaði ginið og þóttist ætla að bíta. Mér varð hugsað til barnanna minna og hvernig við ærsluðumst á gólfinu og kitl- uðum hvert annað. Eg sá okkur í þeim, en þó var eitt sem var frábrugðið; gorilluungl- ingurinn gaf ekkert hljóð frá sér en börnin mín hlógu allan tímann. Eftir klukkutíma var tíminn útrunninn og við urðum að fara. Daginn eftir var enn þurrt veður og við fórum að skoða annan hóp, sem í voru aðeins karldýr. Á leiðinni upp að litlu vatni milli eldgjallanna rifjaði ég upp frönskuna mína með því að rabba við einn burðarmanninn. Hann kastaði kveðju á konu og dreng sem við mættum. Við Karagovatnið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.